Morgunblaðið - 18.05.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.05.1961, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 18. maí 1961 MORGVNBLAÐIÐ 17 Með brotinn skrúfuöxul við ísröndina \ \ \ Ægir kom skipiíiu til hjálpar^ | og dró það til Reykjavíkur j VARÐSKIPIÐ Ægir með færeyska línuveiðarann Skarvanes í togi til Reykja- víkur síðdegis í gær. Skrúfu- öxull línuveiðarans brotnaði að kvöldi sl. fimmtudags undan suðausturströnd Græn lands og kom varðskipið Ægir, sem var í rannsókn- arleiðangri, hinu nauðstadda skipi til hjálpar og dró það til Reykjavíkur. Blaðið hafði í gær tal af Jóni Jónssyni, skip- herra á Ægi og Hans Diderö, skipstjóra á Skarvanesi, og fékk ihjá þeim upplýsingar um óhapp- ið. Skarvanes fór frá Færeyjum 6. maí til veiða við Grænland, en um kvöldið þann 11. maí brotnaði skrúfuöxull skipsins i>ar sem það var statt 34 sjómíl- ur austur af Prins Kristjáns- sundi. Hafði skipið þá samband við loftskeytastöð í landi og bað um að leitað yrði eftir aðstoð. Var skipið við ísröndina, en veð- ur var ágætt. Ægi barst skeyti um þennan at- burð laust eftir miðnætti og hélt hann línuveiðaranum til hjálpar en togararnir Pétur Halldórssori og Apríi svo og norska hafrann- sóknaskipið Johan Hjort voru stödd á svipuðum slóðum og kom sigldu þau einnig í áttina til Skarvaness. Fór færeyski skip- stjórinn þess á leit við Johan Hjort að skip hans yrði dregið til Færeyingahafnar. í>ví var þó eigi við komið en þess í stað buðust Norðmennimir til að taka Skarvanes í tog til Reykjavíkur. Var því boði hafnað í bili og hélt Johan Hjort för sinni áfram til íslands. Þegar togarinn Apríl kom á vettvang daginn eftir hafði línu- veiðarann rekið inn í ísinn og dró Apríl hann aftur út á auðan sjó. Ægir kom á staðinn skömmu seinna og var Skarvanes þá enn komið inn í ísrekið, en auðveld- lega gekk að koma taug á milli skipanna og var síðan haldið tii Reykjavíkur. Sögðu færeysku sjómennirnir að skip þeirra hafi verið í hættu, þar sem mikil hreyfing var á ísnum sunnan og norðan við skipið. Ferðin hingað gekk vel, veður var gott, alla leiðina, en í fyrrinótt var dimm þoka vestur af landi og sá ekki á milli skipanna. Skipherrann á Ægi sagði, að rannsóknirnar hefðu nokkurn veginn getað far- Fimciu egg við Jókuliungu Akranesi, 17. maí. ‘'fVF.IR menn, Akurnesingur og Vestmannaeyingur, fóru í Akra- fjall í gær. Tíndu þeir í félagi 150 veiðibjölluegg. Þegar ílát þraut, smeygði annar sér úr peys unni, batt fyrir hálsmálið og fyllti hana eggjum. Ekkert fundu þeir á norðurf jallinu, en er beir komu upp á suðurfjallið, suður af Jókubungu (hæð á miðju fjallinu) fanst eggjanám- an. Þoka var á. — Oddur. — Dennison Framh. af bls. 1 fjarri, að hægt væri að kalla það r.jMsnaflug. Dennisson minntl á það, að Bandaríkjamenn mundu ekkert aðhafast í sambandi við varnar- málin hér án samþykkis íslend- inga. íslendingar og Bandaríkja- menn væru bandamenn og allar varnarráðstafanir væru gerðar samkvæmt samkomulagi beggja aðila. Varnirnar mikilvægastar Og hann tók það fram, að At- lancshafsbandalagið væri ekki aðeins hernaðarbandalag, því samvinna bandalagsþjóðanna væri margvísleg. Hins vegar væru varnirnar mikilvægastar, bandalagið hefði með styrk sín- um komið í veg fyrir átök. En það er ekki friðvænlegt í heim- inum, sagði aðmírállinn. Það er að vísu ekki barizt, en friðnum er ógnað og eina trygging okkar eru styrk varnarsamtök Jóhannes Nordal form. Hagfræði- félags Islands MIÐVIKUDAGINN 10. maí sl. var haldinn aðalfundur Hagfræði félags fslands. Jónas H. Haralz, sem verið hefur formaður í tvö ár, baðst undan endurkosningu. í stjórn voru kjörnir: Jóhannes Nordal, formaður, Valdimar Kristinsson, varaformaður og meðstjórnendur Þeir Bjarni Bragi Jónsson, Einar Benedikts- son og Ragnar Borg. Að loknum aðalfundarstörfum flutti Jóhannes Nordal framsögu- erindi um þjóðhagslegt gildi ís- lenzks iðnaðar. ið fram samkvæmt áætlun þrátt fyrir þessi atvik, enda voru at- huganir gerðar á 25 stöðum á heimleiðinni. Áhöfnin á Skarva- nesi, sem er sautján menn, hafði gert ráð fyrir að veiða í salt við Grænland fram í júlílok og mun skipið sigla aftur vestur þegar viðgerð hefur farið fram. Ægir fór í rannsóknarleiðang- ur sinn 31. apríl og hafa fiski- fræðingarnir rannsakað karfa- útbreiðslu við Grænland. Hefur veðurfar verið hagstætt og starfið gengið vel. Norskir og þýzkir fiskifræðingar hafa einnig tekið þátt í þessum athugunum á rannsóknarskipunum J ohan Hjort og Anton Dohrn, og munu íslenzkir, norskir og þýzkir fiski- fræðingar bera saman bækur sín ar hér í Reykjavík næstu daga. Er Anton Dohrn væntanlegur hingað í dag. Frá því var skýrt í frétt í blaðinu í gær að tveir ungir menn hefðu slasazt er bíll valt skammt utan við Akureyri með þremur mönnum. Mynd þessi sýnir bifreiðina á slys- staðnum. (Ljósm.: St. E. Sig.) Árásír kommúnista stoína friöin- um í Laos í voða, — segir Dean Rusk Genf, 17. maí. —• (Reuter) — FJÓRTÁN ríkja ráðstefn- unni um framtíð Laos var haldið áfram í Genf í dag. Tóku þar meðal annarra til máls Dean Rusk utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna og Andrei Gromyko utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna. Og í hádegishléi á fundarhöld- um áttu ráðherrarnir tveir einkaviðræður. Hvöttu þeir báðir til þess að allar þjóð- ir kölluðu herlið sín burt frá Laos. — Dean Rusk að enn héldu Pathet Lao kommúnistar uppi árásum á sveitir hségri manna í Laos og varaði við því að hættu- legt ástand gæti skapast að nýju í landinu, þrátt fyrir samþykktir um vopnahlé. Andrei Gromyko lagði fram tvær tillögur á ráðstefnunni, aðra varðandi hlutleysi Laos, hina um brottflutning allra erlendra hermanna úr landinu. Leggur Gromyko til að Laos tilheyri ekki lengur vemdarsvæði Suð- austur Asíubandalagsins og að alþjóða eftirlitsnefndin, sem nú starfar í Laos, verði skipuð til þriggja ára undir sameiginlegu forsæti Breta og Rússa. Sagði Gromyko að hefðu Bandaríkin ekki látið Laos-málið til sín sem allir aðilar geta veriS sammála um. 2. Að koma á fót alþjóðastofn- un, er tryggi að hlutleysi landsins verði haldið. 3. Að efna til alþjóðlegrai fjárhagsaðstoðar við Laos undir stjóm hlutlausra ná- grannaríkja. Rusk sagði að friðinum í Suð austur-Asíu stafaði ekki hætta frá suðri til norðurs né heldur handan Kyrrahafsins. Hættan stafar frá norðri til suðurs, sagði Rusk, og er margs konar. Hann sagði að Bandaríkin hefðu engar herstöðvar í Laos og ósk- uðu ekki eftir neinum herstöðv- taka, hefði ekki þurft að kalla um Bandaríkin hefðu engan á- saman Laosráðstefnuna í Genf. NEITUNARVALD Einn af fulltrúum Bandarikj- anna á ráðstefnunni, Roger Tubby, ræddi nokkuð tillögur Gromykos. Hafði hann helzt út skýrði ráðstefnunni • frá því á >að að setja að þar er víða minnst a neitunarvald, sem geti valdið þriggja ríkja vopnahlés- nefndinni miklum erfiðleikum. Rusk sagði í ræðu sinni að ráðstefnan yrði að ráða fram úr þrem vandamálum varðandi Laos: 1. Að samþykkja skýrgrein- ingu á hlutleysi landsins, huga á að gera Laos að mið- stöð fyrir skemmdarverkamenn, skæruliða eða njósnara. Bætti ráðherrann því við að ef allir viðstaddir fulltrúar á ráðstefn- unni gætu gefið sams konar yf- irlýsingu, væri þegar stórt skref stigið í áttina til friðar í Suð- austur Asíu. Ámi GuSjónsson hæstarétlarlögmaSur Garðastræti 17 VETTVANGUR Framhald af bls. 13. „ríkjafylkingu sósíalismans“, hinni „miklu sósíölsku sam- heild“, ,hugsjónum sósíalskrar alþjóðahyggju," og fleira í svip- uðum dúr. Ég varpa aftur fram sömu spurningu: Hvert ætti og hvert gæti hlutverk heimskommúnista vestan megin jámtjalds verið ann að en þjónusta við „ríkjasam- heild sósíalismans“, þjónusta við „sameiginlega hagsmuni hinnar sósíölsku stefnu“? Er nokkuð jafn fullkomlega eðlilegt og það, að menn, sem aldrei stinga svo niður penna, að þeir bölvi ekki því þjóðskipulagi, sem fóstrar þá, reyni allt, sem þeir megna, til að sigrast á því og koma á laggirnar hinu, sem þeir þrá og eru sannfærðir um, að er á allan hátt betra? Það hlýtur að vera kvalafullt að búa alla hundstíð sína við þjóðskipu lag, sem maður hatar (eða er þjóðskipulagið ekki jafn ban- váent og þeir vilja vera láta?) Hvers vegna skyldu þeir því ekki beita öllum meðulum til að flýta fyrir því að Sovét- ísland komi, sá heimur, sem þá dreymir um, bæði á götum úti og liggjandi í rúmi sínu. Það er leiðinlegt að eyða orð- um að jafn sjálfsögðum hlut- um. Hitt er þó enn leiðigjarn- ara, að horfa upp á það hvert árið á fætur öðru, hvernig yfir- lýstir heimskommúnistar sperr- ast við að halda raunveruleg- um miarkmiðum sínum leyndum, einkum vegna þess að þeir hljóta að vita, að allur hinn vetræni heimur skilur, hvað fyr ir þeim vakir. Þetta tjásulega sauðarreyfi, sem þeir eru ennþá að steypa yfir sig — samtök hernámsandstæðinga er eitt dæmi þess — orkar aðeins bros lega á fólk, og það er alls ekki samboðið jafn herkænum mönn- um og sumir hinna íslenzku kommúnista eru, að endurtaka hvað eftir annað svo máttlaust herbragð. En líklega er þetta sem Atómstöðin heitir. Lýsir eina bardagaaðferðin, sem þeir geta einhvers vænt sér af um þessar mundir, að minnsta kosti forðast þeir að berjast undir sínu rétta flaggi, og það mundu þeir ekki gera, ef þeir héldu, að það reyndist sigurvænlegt. Þeir virðast hins vegar ekki gæta þess, að það eru í sjálfu sér talsverðar upplýsingar um kommúnismann, að ekki skuli lagt í að stríða gegn herstöðv- um á íslandi undir merkjum hans, hreint og beint. Hvers vegna eru heimskommúnistar, eins og Sigfús Daðason, Hannes Sigfússon og fleiri, að skjóta sér á bak við rómantíska ætt- jarðarpólitík? Hafa mennirnir svona takmarkalausa vantrú á sannfæringarmætti sinnar eigin hugsjónar? Skamma^t þeir sín fyrir sitt eigið fagnaðarerindi? □ Ekki alls fyrir löngu skrifaði Halldór Kiljan Laxness bók, hann þar meðal annars þeirri blekkingarleiksýningu, sem hann lætur nokkra stjórnmálamenn, andsnúna sjálfum honum, setja á svið um það leyti, sem land- ið gerðist hlekkur í varnarkeðju vestrænna þjóða. Það værimjög ánægjulfegt, ef skáldið teldi sig hafa tíma til að skrifa aðra bók nú að rúmum áratug liðn- um, með alveg sama sniði, en nýrri hlutverkaskiptingu, þann- ig að vildismenn hans væru nú að baksa við að rjúfa þessa varnarsamstöðu, í þágu hins „sósíalska heimskerfis", en kæmu, meðan á því stæði, jafn- an fram fyrir þjóðina í ein- hvers konar fjallkonugervi. Að sjálfsögðu yrði þar kafli um skáld þau, sem saklaus og grunnhyggin, önnur allslóttug og vitiborin, sem nú standa gró fyrir járnum inni í Tróju- hesti þeim, sem fimir dansarar á línunni Moskva-Reykjavík skírðu stirðu nafni: Samtök hernámsandstæðinga. Hannes Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.