Morgunblaðið - 18.05.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.05.1961, Blaðsíða 8
ð MORGVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 18. maí 1961 Hittast Kennedy Fáir staðir í Reykjavík hafa jafn mikið aðdráttarafl fyrir unga drengi og höfnin, sjálft hjarta reykvískrar byggðar frá landnámsöld. Hér eru sex ungir borgarar niðri við höfn í gærmorgun. Þeir eru að fylgjast með tilraunun við „að bjarga manninum, sem aldrei datt í sjóinn“, eins og einhver komst að orði. Datt maður í sjóinn? SKREYTNI tíu ára strák- hnokka varð til þess að setja allt á annan endann við Reykjavíkurhöfn í gaermorg- un og reyndist dýrt spaug í orðsins fyllstu merkingu. Það var rétt fyrir kl. tíu um morguninn, að tíu ára drengur, sem var að sniglast niðri við kolakrana, kallaði til manns, sem þar var á göngu, og sagði mann hafa dottið í höfnina. Drengurinn fleygði bjarghring £ sjóinn, en mað- urinn ' hrópaði til annars manns, sem hljóp inn á lög- reglustöð. Var þá allt sett í gang hjá lögreglunni við að leita að manninum, björgunarsnekkj- an Gísli J. Johnsen kom brun- andi á vettvang, froskmaður- inn Andri Heiðberg var feng- inn til að kanna undirdjúþin og laeknir kvaddur á staðinn. Var leitað án afláts í rúma tvo tíma. Stór hópur áhorf- enda safnaðist saman á bakk- anum, og segja sumir raunar, að algert verkfall hafi verið við höfnina og á skrifstofum í hafnarhverfinu, meðan á leitinni stóð. Lögreglunni þótti grunsam- legt, að enginn skyldi hafa NEI! séð atburðinn nema drengur- inn. Var nú skipulögð önnur leit að honum og fannst hamn annars staðax við höfnina. Ingólfur Þorsteinsson. yfir- varðstjóri, tók drenginn til yfirheyrslu, og meðgekk hann von bráðar, að frásögn sín hefði verið uppspuni einber, gerður til að gabba þann, sem hann hrópaði til. Hins vegar og Krúsjeff 3. júní Froskmaðurinn sígur í sjóinn. mun stráksi tæplega hafa gert sér ljóst, hver rekistefna myndi verða út af skröksög- unni. Ýmiss konar kynjasögur gengu um baeinn £ gær vegna atburðar þessa, og var mikið bullað yfir kaffibollum af þessu tilefni fram eftir degi og kvöldi. Vínarborg og Washington, 17. maí. —* (NTB-Reuter) SENNILEGT er talið að þeir Kennedy forseti og Krúsjeff forsætisráðherra hittist í Vín 3. júní n. k. að loknum viðræðum Kennedys við. de Gaulle forseta í París. Ekki hefur þessi frétt feng- izt staðfest, en búizt er við staðfestingu þegar Kennedy kemur aftur til Washington frá Kanada á fimmtudag. OPINBEF. TILKYNNING ÓKOMIN Talsmaður austurrísku stjórn- arinnar sagði í Vín í dag að vænta mætti staðfestingar á því fljótlega að fundur þeirra Kenn edys og Krúsjeff yrði haldinn í Vín 3. næsta mánaðar. Sagði talsmaðurinn að svo virtist sem endanlega hefði verið gengið frá tilhögun fundarins og kvaðst vona að Bandaríkin og Sovét- ríkin gæfu út opinbera tilkynn- ingu um hann ekki seinna en á föstudag. Sagði hann ennfrem- ur að fulltrúar Bandaríkjanna hafi spurt óformlega um það hvort unnt yrði að halda fund- inn í Vín, en engin fyrirspurn hafi borizt frá Sovétríkjunum. Fulltrúar í sendiráðum komm únistaríkjanna í Vík telja al- veg öruggt að fundurinn verði baldinn og var það staðfest að ýmsir forustumenn sendiráðs Sovétríkjanna hafa verið kvadd ir heim til Moskvu í þessu sam- bandi. KENNEDY SNÝR HEIM í frétt frá Washington er það haft eftir Chester Bowles, að- stoðar utanríkisráðherra, að Kennedy hafi enn ekki tekið endanlega ákvörðun um að hitta Krúsjeff í Vín. Sagði Bowles að forsetinn yrði sjálf- ur að taka ákvörðun um þetta mál og kæmi væntanlega yfir- lýsing frá honum seinna. Opinberir starfsmenn í Was- hington telja að fundurinn verði haldinn 3. eða 5. júní og er búizt við því að forsetinn haldi blaðamannafund á fimmtudags- kvöld, er hann kemur heim frá Ottawa. ÞÝZKALANDSMÁLIN RÆDD Talsmaður Konrads Adenau- ers, kanzlara Vestur-Þýzkalands sagði £ Bonn £ dag að Adenauer hafi fengið opinbera tilkynn- ingu um að fundurinn yrði hald inn. Sagði hann að tilkynningin hefði komið frá sendiráði Vest- ur-Þýzkalands i Washington. — Sennilegt er talið að Adenauer verði viðstaddur £ Vin þegar viðræðurnar fara fram, þvi eitt helzta umræðuefnið verður væntanlega friðarsamningar við Þýzkaland og vandamál Berlín- ar. Austurriska stjórnin hefur þegar hafið undirbúning að fundinum og þeim öryggisráð- stöfunum, sem gera þarf áður en þjóðhöfðingjamir koma til Vínar. Áætlað er að um 1000 frétta- menn og ljósmyndarar komi til Vínar til að vera við fundar- höldin, og verður þeim komið 'fyrir í herbúðum í útjaðri borgarinnar. Austurríski herinn verður um þetta leyti á her- æfingum fjarri borginni. Átök í Angoia og Goa Lissabon, Portúgal, 17. maí. — (Reuter) —■ PORTtJGALSKA fréttastof- an Lusitania skýrði frá því í dag að stór hópur afrískra byltingarmanna hafi um- kringt og ráðizt á flokk portúgalskra hermanna í nánd við San Salvador í Norður-Angola. Fimm her- menn voru drepnir og sex særðust í árásinni. Byltingarmennirnir voru vel vopnum búnir og báru sumir þeirra vélbyssur. Arásin var gerð er herflokkurinn var að koma að brú yfir fljótið Luc- ossa, nólægt landamærum LTr björgunarbátnum Gísla J. Johnsen var leitinni stjórnað að manninum, sem drengur nokkur þóttist hafa séð detta í sjóinn. Skröksaga drengsins kostaði engan smáskilding. Johnson í Thailandi Bangkok, Thailandi, 17. maí. — (Reuter) —- LYNDON B. JOHNSON, varaforseti Bandaríkjanna, er nú á ferð um ýms lönd í Suðaustur-Asíu. — í dag ræddi hann við Sarit Thana rat, forsætisráðherra Thai- lands. Sagði varaforsetinn að fundi loknum að umræðu- efnið hafi verið ástandið í Asíu með tilliti til tilrauna kommúnista til að ná yfir- ráðum á svæðinu. Johnson kvaðst mjög ánægð- ur með fundinn og sagði að ekki hafi verið lögð sérstök á- herzla á neitt eitt land. Haft er eftir mönnum úr fylgdarliði Johnsons að minnzt hafi verið á að setja upp bandarískar her- stöðvar í Thailandi, en engin ákvörðun tekin. Johnson kom til Thailands í gærkvöldi eftir að hafa heim- sótt Suður-Vietnam, Filippseyj- ar, Formósu og Hong Kong. — 35 sérfræðingar eru í för með varaíorsetanum. Kongó. í fréttum frá Luanda, höfuðborg Angola, segir að uppreisnarmenn hafi lagt eld í tvö þorp í Norður-Angola og drepið ættarhöfðingjann í öðru þeirra. I sömu fréttum segir að uppreisnarmenn hafi orðið fyr- ir miklu mannfalli í átökum við herinn. Uppreisnarmenn hafa haldið uppi stöðugum árásum á her- inn í Angola frá því í síðasta mánuði, og hefur mikill liðs- auki verið sendur frá Portúgal til að brjóta niður uppreisnina. G O A í Reutersfrétt frá Nýju Dehli segir, að í næsta mánuði verði haldin Goa-vika í portúgölsku nýlendunni Goa á vesturströnd Indlands. Tilgangur vikunnar er að styðja baráttuna fyrir sjálf- stæði landsins. Þar í landi hef- ur nokkuð borið á skæruliða- hemaði gegn Portúgölum. Þyk- ir forsvarsmönnum sjálfstæðis- ins nú vænlegt að herða sókn- ina, og liggja fyrir því þrjár ástæður: 1. Erfiðleikar Portúgala ? Ang ola hafa valdið því að her’ið hefur verið sent þangað frá Goa. 2. Uppreisnarmenn þeir, sem tóku portúgalska íarþegaskipið Santa Maria fyrr á þessu ári, hafa víða skapað samúð með sjálfstæðisbaráttu nýlendanna. 3. Yfirlýst stefna Bandaríkj- anna um stuðning við sjálfs- ákvörðunarrétt portúgölsku ný- lendanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.