Morgunblaðið - 18.05.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.05.1961, Blaðsíða 14
14 MORCVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 18. maí 1961 HlíðardalsskólS Sumargistihós — Hressingarheimili opið almenningi 18. júní — 1. sept. (upppantað til 25. júní) Nuddlækningar, Finsen ljós, finnsk baðstofa, ýmisskonar böð Nuddlækningar annast J. M. Langelyth Forstöðukona frú Ingibjörg Jónsdóttir Matráðskona frk. K. Nielsen fyrrv. matráðskona á Skodsborgarheilsuhæli Forstjóri Júlíus Guðmundsson Staðurinn er ákjósanlegur til hvfldar og hressingar í sumarleyfinu fyrir einstaklinga og félagshópa. Pöntunum veitt viðtaka í síma 13899 Sigurjón Ólafsson skipstjóri — minning SIGURJÓN Ólafsson skipstjóri andaðist 14. þ. m. í Dvalarheim- ili aldraðra sjómanna, þar sem hann hafði búið síðan heimilið var opnað. Sigurjón var fæddur í Vestri-Leirárgörðum 19. febr. 1881. Foreldrar hans voru Ólaf- ur Jónsson og Ásgerður Sigurð- ardóttir á Stóru-Fellsöxl í Skil- mannahreppL Sigurjón var þriðji í röðinni af tíu börnum þeirra hjóna. f>egar Sigurjón var 5 ára fluttu foreldrar hans frá Leirárgörðum að Stóru-Fellsöxl og bjuggu þar til aldamótaárs- ins, en þá fluttu þau til Reykja víkur með sinn stóra barnahóp. Hugur Sigurjóns hneygðist snemma til sjómennsku. Hann tók próf frá Sjómannaskólanum árið 1903 o^ varð brátt skip- stjóri á skútum og síðar á tog- urum, þekktastur sem skipstjóri á togaranum Rán og síðar fram kvæmdastjóri Ránarfélagsins. — Síðari starfsár sín stundaði hann aðallega síldarútgerð fyrir Norðurlandi. Árið 1923 keypti Sigurjón Norður-Gröf í Kjalar- neshreppi og stundaði þar bú- skap til ársins 1934. Hann setti þar upp stórt kúabú, miðað við það sem þá tíðkaðist, ræktaði og stækkaði túnið og byggði stórt íbúðarhús úr steinsteypu og einnig skepnuhús og hey- hlöðu, allt rúmgott og með myndarbrag, enda var bú hans með þeim stærri hér í hreppn- um um þessar mundir. Jafn- framt þessu stundaði Sigurjón síldarútgerð fyrir norðan. Þeir sem hofo pontoð O RIO N-E L E C T RI C rafmagnsprjónavélar eru vinsamlega beðnir um að sækja þær fyrir hádegi á föstudag. T ORION ELECTRIC er fyrsta 2ja nálaborða rafmágnsprjóna- vélin, sem á markað hefur kom- ið og reynzt svo frábær, að hvarvetna er beðið með óþreyju eftir nýrri sendingu frá verk- smiðjunum. ORION-umboðið Bolholti 6, sími 37320 BÁTAEIGE M D II Stærð Þyngd Verð án tolla Verð með tollum 5 ha. 130 kg- Kr. 17,500.— 21.800,— 42—82 ha. 880 kg. Kr. 137.000,— 169,600,— 59—103 ha. 1000 kg. Kr. 167.600,— 207,000,— Vélunum fylgir gír, skrúfuútbúnaður, aflúttak að framan m/kúplingu, niðursetningarhlutir o. fl. Einkaumboð: Gunnar Ásgeirsson h.f. Suðurlandsbraut 16 — Sími 35200 Sigurjón var bráðgjör í æsku og myndarlegur maður að vall- arsýn, þéttur á velli og þéttur í lund, sjálfstæður og ákveðinn i skoðunum og lét eigi af mein- ingu sinni, hver sem í hlut átti, ef því var að skipta. Sigurjón var kvæntur ágætri konu, Guðlaugu Sigurðardóttur frá Seli í Reykjavík. Var það hans mesta lífshamingja. Guð- laug er látin fyrir allmörgum árum. Hjónaband þeirra var barnlaust, en þau ólu upp dreng, Bjama Sigurðsson Þórðarsonar frá Eyjum í Kjós. Auk þess voru tveir systkinasynir hans langdvölum hjá þeim hjónum, þeir Ólafur Magnússon og Ás- geir Ó. Einarsson, dýralæknir. í lífi Sigurjóns skiptust á skin og skúrir, eins og hjá fleiri mönnum. Hann var hugsjóna- maður, sem vildi vinna þjóð sinni allt það gagn, sem hann mátti. Til dæmis skal það nefnt, að þegar til mála kom að selja vatnsorku okkar stærstu fossa Títanfélagmu, samdi Sigurjón stóra ritgerð til að mótmæla þessu og útbýtti þessari ritgerð meðal þingmanna Alþingis og annarra málsmetandi manna. Þau 11 ár, sem þau Sigurjón og Guðlaug bjuggu í Norður- Gröf, voru þau mjög vinsæl í sveitinni, nær og fjær. Sigurjón tók mikinn þátt í félagsmálum. Hann var að vísu ekki í sveitar stjórn eða öðrum trúnaðarstörf- um, því eins og áður er getið, var hann í síldarútgerð fyrir norðan og því oft ekki heima langan tíma. En samt sem áður fylgdist hann vel með málum sveitarinnar og héraðsins, sótti fundi og hélt þar vel á áhuga. málum sínum. Hann var ágæt- lega máli farinn, frjór í hugsun, mjög vel greindur og hafði fjöl- hæfa þekkingu, og á ég þar ekki aðeins við þau mál sera hann hafði unnið við lengst af á sinni ævi, sjávarútveginn, heldur einnig sveitabúskapinn. Hann var ef til vill full bjart- sýnn og á undan sínum tíma, en hugkvæmur og félagslyndur, Á heimili þeirra hjóna héld* ust í hendur gestrisni og mynd- arskapur, húsfreyjan glæsileg, öllum hjálpleg, Ijúf og góð og vel heima í öllu, eins og hún hefði aldrei gert annað en að stunda sveitarbúskap. í næsta nágreinni við Norður-Gröf, þar sem túnin liggja saman, var svo traust vinátta á milli fólks- ins, að nú þegar þau eru bæðl farin þaðan fyrir löngu, og nú horfin, helzt enn sama tryggðin og vináttan hjá uppeldissynl þeirra við gömlu nágrannana, Má þar glöggt sjá uppeldis- áhrifin góðu, sem að vísu hafa fallið í góðan jarðveg. Og nú þegar Sigurjón Ólafs- son skipstjóri er kvaddur, meg- um við samtíðarmenn hans I Kjalarneshreppi vissulega minn- ast þeirra Norður-Grafar-hjóna með þökk og virðingu. Jónas Magnússon, ELDGAMLA vE,!,"” vekjaraklukkur — veggklukkur í stofu og eldhús — silfurplett skeiðar, gafflar, hnífar —■ stálföt og diskar — borðbún- aður — keramik vasar — kveikjarar, hálsfestar — arm- bönd — silfurhringar o. fl. MENIÐ Kjörgorði Lougnvegi 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.