Morgunblaðið - 18.05.1961, Blaðsíða 20
20
MORGVNBLÁÐIÐ
Fimmtudagur 18. maí 1961
'Mary Howard:
Lygahúsiö
4
(Skdldsaga)
Bertram kom nú fram og bar
bond upp að bílstjórahúfunni
sinni og apaandlitið var allt eitt
bros. — Bonjour, Mademoiselle
Stephanie. Velkomin aftur!
— Bonjour, Bertram. I>að er
gaman að vera komin heima aft-
ur. Hún heilsaði honum með
handabandi. — Hefurðu heyrt
nokkuð frá frúnni?
— Já, já! Það er fullt af bréf-
um, sem bíður þín heima, og
Francine hefur fengið bréf upp
á það, að þú eigir nú að segja
okkur fyrir verkum. Hann Ijóm-
aði af hreykni. Hann og Franc-
ine, konan hans höfðu verið
mjöð góð við Stephanie_ þessa
frídaga, sem hún hafði áður ver-
ið þarna. Venjulega hafði þá
sjálft húsið verið lókað og hún
hafði hafzt við hjá þeim í íbúð-
inni þeirra, sem var áföst bíl-
skúrnum, og verið eins og ein úr
fjölskyldunni.
— Þakka þér fyrir, Bertram.
Síðan sneri hún sér til að kveðja
Sally.
Sally fór með móður sinni inn
í bílinn þeirra, um leið og ljós
blái bíllinn hvarf í austurátt.
Frú Rowland ræsti vélina.
— Ég hélt, að þú hefðir lært
að leggja saman tvo og tvo hjá
frú Gunther í skólanum, sagði
hún. — Auðvitað á Charles Jer-
ome þennan fína bíl, en alls ekki
frú Courtney.
— Hvað Ó.. .. já. Sally roðnaði
ofurlítið. — Já, þetta var klaufa-
legt af mér.
— Og úr því að við minnumst
á það bætti móðir hennar við
og stýrði bílnum hönduglega út
í umferðarþvöguna, — þá er mér
ekkert meira en svo um, að þú
sért að rækja kunningsskap við
Stephanie Cameron. Hún er
mjög snotur stúlka og náttúrlega
getur hún ekki gert að því þó
að hún sé munaðarleysingi, en
mig langar ekkert til, að þú um-
gangist þennan mannskap þarna
í Villa Chrystale.
m
m
• sími 11687
Austurstræti 14 '
í framtíðinni opna ég dósirnar sjálf!
Sally svaraði engu, en upp-
reisnarsvip brá fyrir á andlitinu.
Villa Chrystale hafði komið í
erfðahlut Karólínu, eftir annan
manninn hennar, Sir Raymond
Courtney, eða hann hafði gefið
henni húsið, eftir að þau hlup-
ust á brott saman.
Um það leyti sem þau voru
frjáls og gátu gifzt, hófst heims-
styrjöldin, og skömmu eftir gift-
inguna, var hann sendur til
Austur-Asíu.
Hann kom heim aftur, heilsu-
laus maður, og lá svo skamman
tíma í sjúkrahúsi heima, áður en
hann dó, en Karólína var nú
falleg og rík ekkja, og — að því
er virtist — úrvinda af harmi.
Villa Chrystale var tvílyft hús
í óreglulegum stíl, sem stóð á
rauðum .sandsieinskettum við
sjóinn og landareignin var einar
þrjár ekrur lands_ með greni-
trjám og ólífulundum.
Þegar Stephanie hafði fyrst
komið þarna, háfætt tólf ára
stelpa, hafði verið breitt yfir öll
húsgögn og hlerar fyrir öllum
gluggum.
En nú — þegar Francine hafði
boðið Stephanie velkomna af
miklum innileik, sá hún, að allir
gluggar voru opnir, rykhlífarnar
famar af húsgögnunum og tvær
konur úr nágrenninu önnum
kafnar við að koma öllu í lag.
Bakatil í húsinu var athafna-
svæði Stephanie — skrifstofa
með ritvél, peningaskáp og
skjalaskáp, og svo lítið svefn-
herbergi sem vissi út að húsa-
garðinum. Húsgögnin þar voru
óbrotin, en Fancine hafði lífgað
herbergið upp með málningu og
nýjum gluggatjöldum í skemmti-
legum litum.
Það var áhyggjusvipur á ein-
kennilega, ítalska andlitinu á
Francine þegar hún opnaði dyrn
ar að svefnherberginu. Hún hafði
búizt við, að Stephanie væri að
koma heim alfarið, og þá hefði
frúin átt að láta hana fá her-
bergi uppi á lofti með svölum, í
staðinn fyrir gamla herbergið
hennar ungfrú Purcell. En Step-
hanie virtist harðánægð með
þetta.
— Þetta er ágætt, Francine,
sagði hún. — Þú hlýtur að hafa
þurft að taka til hendi.
— Það eru hérna tvö bréf frá
frúnni, sagði Francine. Ég er
hérna með þau.
Stephanie opnaði bréfin. Þau
vom ekki annað en ítarlegar
fyrirskipanir: .Athugaðu vín-
birgðirnar, og láttu Fauré hjálpa
þér með það. Gættu þess, að
rúmfötin í svefnherbergjunum
séu sömu tegundar. Pantaðu
blóm, og láttu Franeine segja
þér, hvar þú átt að kaupa þau.“
Allt varð að vera sem full-
komnast áður en hr. Jerome
kæmi, skrifaði Karólína, en hún
kvaðst viss um, að Stephanie
væri treystandi til að hafa það
allt í lagi.
Stephanie andvarpaði um leið
og hún lagði frá sér bréfin.
En þú átt nú að minnsta kosti
daginn í dag sjálf, mademoiselle.
Þegar Stephanie setti upp undr
unarsvip hló hún og sagði: — Já,
það er víst kominn tími til að
kalla þig mademoiselle í staðinn
fyrir Stevie. Nú ertu fullorðin og
orðin einkaritari frúarinnar.
Stephanie kyssti hana. — Ekki
að minnsta kosti fyrr en á morg-
un, Francine. Og svo þegar þær
gengu saman yfir húsagarðinn,
sagði hún: — Hver er Fauré?
Francine leit snöggt á hana.
— Herra Fauré? Hann er gamall
vinur frúarinnar .... listamaður.
Hann hefur leirkera- og málara-
vinnustofu uppi við vegamótin. .
— Til hvers á hann að hjálpa
mér við vínpantanirnar?
Francine gerði sér hroll. Hann
er mjög útfarinn í öllu slíku og
frúin treystir dómgreind hans
um allt mögulegt .... En þarna
er Bertram. Það var eins og hún
yrði fegin að breyta umtalsefn-
inu. — Nú ætla ég að fara og
búa til matinn....í dag skaltu
ekki fá annað en helztu uppá-
haldsréttina þína. Hlauptu nú og
farðu í sjóinn, meðan þú ert
frjáls manneskja.
Stephanie fór inn að hafa fata-
skioti, og hló að Francine um
leið.
Þessi sundferð var hin fyrsta,
sem Stephanie tókst að verða
sér út um, þessa fyrstu annadaga.
Aldrei hitti hún Sally, enda þótt
hún gerði margar tilraunir til að
ná símasambandi við hana.
Henni fannst svo mikið að
gera dag hvern. En hún tók sér
það ekki nærri, Þvert á móti var
hún því fegin að geta á einhvern
hátt endurgoldið frænku sinni
allt það góða, sem hún hafði
auðsýnt henni.
Einn morgun, þegar hún hafði
dvalið þarna um það bil viku
vaknaði hún snemma og þaut nið
ur að sjónum, til þess að synda
ofurlítið fyrir morgunverð.
Þegar hún klifraði upp klett-
ana aftur og sólin skein beint
framan í hana, en svarta hárið
flaksaði um axlir hennar gerði
'hún áætlun fyrir daginn. Hún
þurfti að sækja úr hreinsun
gluggatjöldin fyrir svefnherbergi
frænku sinnar og láta hengja þau
upp. Hún varð að kaupa inn í
postulíns-bórðbúnaðinn og sjá
um að panta ný blóm.
Og svo varð hún einhverntíma
að fara til Nice og tala við vín-
kaupmanninn, en ennþá hafði
hún ekki hitt hr. Fauré, sem
nefndur hafði verið í bréfi
frænku hennar.
Þá bar skugga á götuna fram
undan henni og hún leit upp, og
varð hverft við.
Hávaxinn maður í hvítum sið-
buxum og ljósblárri skyrtú stóð
á garðbrúninni og beið hennar.
Hann hafði þykkt, dökkt hár og
djarflegt augnaráð. Hann var á
að gizka hátt á fimmtugs aldri.
— Afsakið, Mademoiselle, ég
er nýkominn frá París og sá, að
hér var eitthvað um að vera. Ég
hélt að kannske væri frú Courtn
ey þegar komin....
— Nei, en hún er væntanleg
eftir svo sem hálfan mánuð.
— Ég skil. Hann brosti, og þá
fyrst tók Stephanie eftir því,
hvað hann var laglegur. — Ég
heiti Claude Fauré....Ég hef
vinnustofu þarna uppi við vega-
mótin.
— Já, einmitt. Ég er systur-
dóttir frú Courtney, og er að
taka við starfi ungfrú Purcell
sem einkaritari hennar.
— Þú skilur það Markús, að
ef ég birti greinina þína með ár-
ásunum á Goody-goo auglýsing-
arnar, hættir auglýsingafyrir-
tækið að verzla við okkur. En ég
ætla að gera það. Náttúrufræði-
ritið hefur barizt fyrir náttúru-
vernd öll þessi ár, og það mun
ekki hættamú!
— En af hverju get ég ekki
gengið fram hjá auglýsingafyrir-
tækinu og snúið mér beint til
eiganda Goody-goo sælgætis-
gerðarinnar?
— Það er ekki hægt . . . Jessie
Woodall er í Evrópu!
— Það hlýtur að verða
skemmtilegt starf, sagði hann, og
kenndi háðs í röddinni. — Við
frú Courtney erum mjög góðir
vinir, og ég vona, að það verðum
við tvö líka. Hann rétti henni
sólbrennda höndina og Stephan-
ie tók í hana, en dauglega, því
að henni var ekki meir en svo
um þessa kunningjalegu fram-
komu hans gefið.
— Frænka mín sagði í bréfi til
mín, að ég ætti að biðja yður að
aðstoða mig við að velja vín fyr-
ir hana. Ég hef ekkert vit á slíku,
svo að ég yrði fegin, ef þér gæt-
uð hjálpað mér.
Hann hneigði sig. — Það væri
mér sönn ánægja. Kannske
mætti ég aka yður til Nice og
kynna yður vini mínum hr.
Lebon, vínkaupmanninum?
— Það væri fallega gert.
— Mér væri það ekki nema
æra og ánægja að geta hjálpað
svo fagurri. ungri stúlku.
— Þakka yður fyrir, svaraði
Stephanie með áherzlulausri
rödd, og augun í Faure glömp-
uðu, er hann varð var við tregð-
una í röddinni.
— Kannske á þriðjudag?
spurði hann.
— Þriðjudagur gæti verið
hentugur fyrir mig. svaraði Step-
hanie.
í hálfrokkinni forstofu íbúðar-
húss við Grosverntorgið, stóð
Bill Powell og brosti til Karólínu
og sagði: — Þetta er eitt skemmti
legasta kvöld, sem ég hef lifað.
Það er skilnaðarhóf, sem verður
mér minnisstætt.
aHUtvarpiö
Fimmtudagur 18. maí
8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05
Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik
ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleik
ar. — 10:10 Veðurfregnir).
12:00 Hádegisútvarp: (Tónleikar. —
12:25 Fréttir og tilkynningar).
12:55 ,,A frívaktinni“, sjómannaþáttur
(Kristín Anna Þórarinsdóttir).
15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. 15:05
Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til
kynningar. 16:05 Tónleikar. —
16:30 Veðurfregnir).
18:30 Lög úr óperum.
18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr.
19:30 Fréttir.
20:00 Ferðaþáttur frá Englandi og
Frakklandi (Magnús Magnússon
ritstjóri).
20:30 Sö^gvar og dansar frá Israel
(Þæ'lendir listamenn flytja).
21:00 ísrael, land vonarinnar, — sam*
felld dagskrá gerð af Benedikt
Gröndal alþm.
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kvai
an).
22:30 Sinfónískir tónleikar: Fiðlukón*
sert eftir Aviasaf Barnea (Haviva
Winterfield og Kol-ísrael hljóm-*
sveitin leika; George Singer stj.)
22:30 Kammertónleikar: Strengjakvart
ett nr. 1 op. 2 eftir Kodály (Roth-
kvartettinn leikur).
23:00 Dagskrálok.
Föstudagur 19. maí
8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Garð
ar Svavarsson. — 8:05 Morgun-
leikfimi: Valdimar Örnólfsson
leikfimikennari og Magnús Pét-
ursson píanóleikari. 8:15 Tónleilc
ar — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón-
leikar. — 10:10 Veðurfregnir).
12:00 Hádegisútvarp: — Tónleikar —
12:25 Fréttir. — 12:35 Tilkynning
ar. — 12:55 Tónleikar).
13:15 Lesin dagskrá næstu vllku.
13:25 ,,Við vinnuna": Tónleikar.
15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. —
15:05 Tónleikar. — 16:00 Frétti?
og tilk. — 16:05 Tónleikar. —
16:30 Veðurfregnir).
18:30 Tónlikar: Harmonikulög.
18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr.
19:30 Fréttir.
20:00 Efst á baugi (Tómas Karlsson og
Björgvin Guðmundsson).
20:30 Tónverk eftir Arthur Honegger,
leikin af hljómsveit franska út-
varpsins undir stjórn Georges
Tzipine:
a) Concertino fyrir píanó og
hljómsveit (Einleikari: Moni-
que Bérard).
b) Kammerkonsert fyrir flautu
enskt horn og hljómsveit —
(Einleikarar: Fernand Duf-
réne og Paul Taillefer).
21:00 Upplestur: Kvæði eftir Sigurð
Símonarson (Séra Jón Guðjóns-
son).
21:10 islenzkir píanóleikarar kynna
sónötur Mozarts; IX: Jórunn
Viðar leikur sónötu í a-moll
(K310).
21:30 Útvarpssagan: „Vítahringur" eft
ir Sigurd Hoel; IV. (Arnheiður
Sigurðardóttir).
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Garðyrkjuþáttur: Ingimar Ösk-
arsson náttúrufræðingur talar
um íslnzkar jurtir í skrúðgörð-
um.
22:30 í léttum tón: „The Four Lads**
syngja.
23:00 Dagskrárlok.