Morgunblaðið - 18.05.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.05.1961, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 18. mai 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 3 Hlaöiö seglum Þýzka skólaskipið Gorch Foch er aðeins 3ja ára gamalt og er í 7. ferð sinni. Það er allt úr stáli, á því eru 275 menn og hafa margir þeirra aldrei fyrr á skipsfjöl stigið. Haesta mastur skipsins er 45 metra hátt. Mvndin er tekin, er það sigldi inn á Reykjavíkurhöfn í gærmorgun. UM 9-leytið í morgun var þungskýjað og mistur yfir Reykjavíkurhöfn. Þegar blaða maður Morgunblaðsins kom niður að tollbúð, sá hann glitta í vestur-þýzka skóla- skipið Gorch Fock hjá örfis- ey. Og er niður á Ingólfsgarð Arnþór litli Helgason frá Vestmannaeyjum fékk einn allra á bryggjunni að koma um borð í skólaskipið og Ískoða það en hann hefur í vetur verið á blindraheimil- inu hér í Reykjavík. Hann hafði heyrt um skipið og það héldu honum cngin bönd. Andlit hans ljómaði af á- nægju, er þýzki sjóliðinn fyl'gdi honum um allt skipið og með aðstoð túlks fékk Arnkell góða hugmynd um skólaskipið. Á myndinni styð- ur hann litlu hendinni sinni á akkerisvinduna. kom, var varðskipið óðinn að leggjast upp að bryggjunni, ! en hann hafði fylgt skólaskip- inu síðasta spölinn. ★ Þegar klukkan var 10 mín- , útur yfir 9 var skipið komið inn á leguna í fylgd með Magna, sem lá við stjórnborðs siðu þess. Á legunni var því snúið og beygt inn í höfnina. ! Skipið nálgaðist nú bryggj- una og mátti sjá hvar sjólið- ar stóðu í þrefaldri röð á bak- borðssíðu. Skipstjórnarmenn, 8—9 liðsforingjar, stóðu aftur á. Fjöldi Þjóðverja hafði safn- azt saman á bryggjunni til að taka á móti skipinu, bæði ko.n ur, karlar og börn. Aftuv á móti voru íslendingar örfáir, meðal þeirra Eyjólfur Ey- fells listmálari. Sjóliðarnir tóku að hrópa og veifa, þegar þeir komust í kallfæri. Þjóðverjarnir í landi kölluðu á móti. Þetta var eins og á bryggju í Ham- borg. Landkrabbarnir voru flestir með myndavélar og smelltu af í ákafa; eina konu sáum við með leikhúskiki, sem hún renndi eftir röðum sjóliðanna, eins og hún væri sð búast við ættingjum sín- um. ★ Vestur-þýzka skólaskipið er 81 metra langt barkskip, 12 melra breitt og ristir 4,3 m. Skipið var með hlöðnum segl- um, er það sigldi inn Reykja- víkurhöfn, fannhvítt með gylltri Gallíonsmynd í stafni. Yfirbygging þess er aðeins ein hæð miðskips. Það er ’oúið hjálparvél, radar og er með skrúfu. Magni sneri barkskipinu í höfninni og ýtti því upp að bryggju; minnti hann helzt á kiðling sem hnibbar. KluRk- an hálf tíu lagðist það upp að Ingólfsgarði innan við varð- skipalægið. Þá hafði margt íólk drifið að úr bænum svo fjölmenni var orðið á bryggj- unni. ★ Laust eftir klukkan tvö síð- degis var okkur aftur litið nið ur á Ingólfsgarð. Þar var margt um manninn, að þessu sinni aðallega íslenzk börn. Sjóliðarnir sátu eins og flug- ur utan í skipinu og í köðlun- um; þeir voru að mála, fægja, splæsa o. s. frv. Ekki önzuðu þeir spurningum okkar, þó þeir væru í seilingsfjarlægð, heldur unnu jafnt Og þétt ó- truflaðir af öllum augunum, sem á þeim hvíldu. Við landgöngubrúna var tvöfaldur lögregluvörður, auk eins skipverja. Lögreglu- stjórinn í Reykjavík gekk um borð meðan við stöldr- uðum við, Og var okkur sagt að ýmsir fleiri mætir menn og sendiráðsmenn í bænum væru staddir um borð í skóla- skipinu. Nokkur börn voru með há- reysti mikla og heimtuðu mynd af Gorch Fock, en ein- iiverjir úr hópi barnanna höiðu verið svo lánsamir að fá gefins ljósmynd af skipinu. Drenghnakki, á að gizka 7—3 ára, leiddi litlu _ systur sína á brott. Við sáum að hann hafði krækt sér í ljós- mynd og tókum hann tali. Kvaðst hann heita Guðmund- ur Ásgeirsson og systir hans héti Helga. Þau vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Ijcsmyndarinn fór að taka af peirn myndir og urðu ósköp feimin. Guðmundur kvaðst aldrei hafa séð segiskip fyrr, fannst það fallegt, en fékkst S' o ekki til að segja meira. ★ Á bryggjunni nittum við að máli Skafta Sigurðsson frá Siglufirði, þar sein hann var að virða fyrir sér skipið. Skafti sagðist hafa farið ung- ur utan og ráðizt á danskt skólaskip, stórt fimm mastra skip, en sökum heiiiuioys.s orðið að hverfa aftur í land. — Það er löng saga að segja frá því, sagði Skafti. Síðan gekk hann fram i bryggju- brúnina og sagði með áherzlu: — Þetta er tignarleg sjón. Hg Guðmundur Ásgeirsson og llelga systir hans. I baksýn sjást sjóliðar við vinnu sína. Gallíónsmyndin sést á stefni skipsins. Auglýsingabrel ur kommúnista Kommúnistar sitja stöðugt ttm að brjóta hlutleysi útvarpsins með allskonar áróðri í auglýs- ingum og efnisflutningi. Nú síð- ast fundu þeir upp á því að skora á Reykvíkinga að mæta til „aðgerða" samtaka sinna við stjórnarráðið í tilefni af komu erlends flotaforingja. Áskorun um þessar „aðgerðir“ var þulin í Rikisútvarpinu allt hádegisút- varpið í fyrradag. Vitanlega er það hin mesta fjarstæða að útvarpið skuli taka slikan áróður í auglýsingar sin- ar. Hér var um svo gróft hlut- leysisbrot að ræða, að enginn þurfti á að villast. Hefur meirihluti útvarpsráðs nú for- dæmt þessar aðfarir og beint því til hlutaðeigandi starfs- manna útvarpsins að forðast slík mistök í framtíðinni. Komm únistar munu vafalaust halda áfram tilraunum sínum til þess að misnota útvarpið. — Þeir skirrast aldrei við að brjóta reglur og misnota aðstöðu sína, hvar og hvenær sem er. Urðu sér til skammar En kommúnistar og fylgilið þeirra háfði lítinn sóma af hin- um fyrirhuguðu „aðgerðum“ sín um við stjórnarráðið í fyrradag. Þangað komu aðeins nokkrir æstustu öfgagoggarnir úr liði þcirra, en forvitnir vegfarend- ur, sem áttu leið þarna um að loknum starfsdegi, horfðu á ankannalæti þeirra og yfirborðs- hátt. — Það er nú orðið öllum almenningi í Reykjavík ljóst, að barátta kommúnista gegn þátt- töku íslands í varnarsamstarfi vestrænna þjóða á engan hljóm- grunn hjá þjóðinni. Bak við þessa baráttu stendur aðeins fá- menn klíka æstra Moskvukomm únista, ásamt örfáum sérvitring- um og nytsömum sakleysingj- um, sem ekkert vita hvert þeir eru að fara, eða hvert þeir vilja fara. Skáldlegt orðbragð Piltur einn, sem kommúnist- ar telja í hópi hirðskálda sinna, skrifar í gær grein í Þjóðvilj- ann um Keflavíkurgönguna og kemst að þeirri niðurstöðu að hún hafi verið afburða glæsi- leg. Einnig ræðir hann nokkuð viðbrögð unglinga þeirra, sem gerðu hróp að kommúnistum að göngu lokinni. Er orðbragð þessa hirðskálds kommúnista með þeim hætti, að ástæða er til þess að fleiri en lesendur Þjóðviljans fái að kynnast því. t fyrrgreindri grein er m. a. komizt að orði á þessa Ieið: „Þótt hópur þessi væri ekki áhrifamikill, var hann samt athyglisvert vitni um áhrif hinna stríðsóðu hérmangara, sem stjórna pólitískum áróðri íhaldsins, enda skipulagður af þeim. Þótt „samsafn fíflanna“ á Morgunblaðinu og fávitar Al- þýðublaðsins reyni að skamm- ast sín og þvo þennan blett af sér og sínum, dugir það ekki til. Þetta voru hin heimaöldu guðslömb Sjálfstæðisflokksins, Heimdellingarnir, sem ekkert geta og ekkert eiga nema fé foreldra sinna að leika sér með og koma reglulega á málum upp að dyrum bandaríska sendi ráðsins að jarma þar eftir tútt- unni sinni tvisvar á dag. Við- brögð þessara aumingja við hinni glæsilegu Keflavíkurgöngu voru dæmigerð viðbrögð særðra nashyrning?.“. Það er ekki að furða, þótt þessi piltur, sem þannig heldur á penna, sé talinn í hópi fremstu hirðskálda kommúnista! Allan daginn var múgur og margmenni á Ingólfsgarði að horfa á skipið og strákarnir horfðu löngunarfullum augum upp um rá og reiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.