Morgunblaðið - 18.05.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.05.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 18. maí 1961 Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsscr Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. « í lausasölu kr. 3.00 eintakið. ISRAEL OG GOLDA MEIR íslendingar bjóða velkom-^ inn þessa dagana kæran gest, Golda Meir, utanríkis- ráðherra Israels. Milli hinna tveggja ungu lýðvelda, ís- lands og ísraels, hafa þróazt vináttubönd og allmikil við- skipti þegar tekizt milli þjóðanna. ísraelsríki er aðeins 13 ára en engu að síður hefur þar verið byggt upp farsælt og framsækið þjóðfélag. Eftir allar þær hryllilegu hörm- ungar, sem Gyðingar hafa orðið að þola, einbeitir nú öll þjóð'in sér að því að efla það griðland, sem hún loks hefur öðlazt eftir þær of- sóknir, sem eru einhver svartasti blettur á mann- kyninu frá upphafi sögunn- ar. — Samúð íslendinga er með ísraelsmönnum, en þeir hafa líka sýnt að þeir hafa skilning á þörfum okkar. Þannig stóðu þeir með okk- ur á Genfarráðstefnunni um víðáttu landhelginnar, enda þótt hagsmunir þeirra sjálfra gætu verið í hættu, ef við næðum kröfum okkar fram. Golda Meir er einhver virðulegasti fulltrúi ísraels- þjóðarinnar og hefur haldið þannig á einu þýðingar- mesta embætti þjóðar sinn- ar, að álit hennar og virð- ing hefur vaxið jafnt og þétt. Allir Islendingar bjóða hinn góða gest velkominn og óska ísraelsþjóðinni gæfu og gengis. veruleikann, að kommúnism- inn mundi leggja undir sig heimsbyggðina, ef hann hefði vald til þess. Er það raunar líka yfirlýst stefna komm- únista um heim allan að vinna að því með hervaldi, ef því er að skipta, að sér- hvert land verði kommún- iskt. Það er því óumdeilan- leg staðreynd, að það er Atlantshafsbandalagið, sem fram að þessu hefur hindrað framsókn kommúriismans, þannig eigum við því bein- línis að þakka að við búum við lýðfrelsi, því að auðvitað yrði ísland ofbeldisöflunum að bráð eins og önnur lönd. Hin svonefndu samtök her- námsandstæðinga hafa nú tvívegis gert tilraun til þess að sýna mátt „Alþingis göt- unnar“, þegar útlendir ráða- menn hafa verið hér á ferð, fyrst þegar samningamenn Breta komu hér út af land- helgismálinu og nú við komu Dennisons flotaforingja. Sam tökin hafa nefnt þessa til- burði sína „aðgerðir“. Slíkar aðgerðir, sem kommúnistar skipuleggja, eru íslendingum lítt til sóma og því ánægju- legt að þær skyldu renna út í sandinn. Ættu nú samtök- in að fara að gera sér grein fyrir því að íslendingar óska ekki eftir aðgerðum Alþingis götunnar. SKIPULAG „STÖR-REYKJA- NATO OG DENNISON Annar góður gestur hefur gist höfuðborgina, Denni- son aðmíráll, yfirmaður Atlantshafsflota NATO. Kom hann hingað til skrafs og ráðagerða við íslenzka valda- menn um störf Atlantshafs- bandalagsins. Auðvitað er íslendingum það ekki frekar en öðrum ánægjuefni að þurfa að taka þátt í hernaðarbandalagi og hafa varnarstöðvar í landi sínu. Yfirgnæfandi meiri- hluti þjóðarinnar vill þó taka ábyrga afstöðu til þess vanda að vera sjálfstæð þjóð í þeim heimi, sem við búum í í dag. Það dylst engum, sem horfast vill í augu við raun- VIKUR" Tl/Iorgunblaðið greindi frá x 4 því í gær, að Arnar- nes hefði nú verið skipulagt og þar mundi rísa upp íbúðarhverfi með 200 húsum. Á svæðinu milli Reykjavík- ur og Hafnarfjarðar eru nú hvarvetna að hefjast bygg- ingarframkvæmdir og sýnir það, að ekki er áfeinna vænna að hefjast handa um fullnaðarskipulag þessa svæð is og raunar einnig fyrir austan Elliðaár. Því ber þess vegna mjög að fagna að bæjarstjórn Reykjavíkur hefur beitt sér fyrir víðtækri skipulagningu x nágrenni Reykjavíkur, þó að segja megi að skipulags- málin utan höfuðborgarinnar heyra ekki beint undir bæj- arstjórnina. Verður að vænta Það er mjög sjaldgæft að verkföll séu vinsæl. Þau bitna oft ekki einungis á deiluaðilum sjálfum, heldur einnig á þriðja aðila, neytenda eða viðskiptavini. — Nú í vikunni gerðu skóla- kennarar í Glasgow verkfall. Myndin er af „þriðja aðilanum“, skóladrengjunum, sem voru í sjöunda himni þegar þeir komu í skólann og fréttu að þeir fengju ekki notið kennslu fyrst um sinn. Krúsjeff sofnar yfir rússneskum bókum Moskva, 12. maí — (UPI). VIKUBLAÐ kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna — „Komm- únist“ — birti nýlega ræðu Nikita Krúsjeffs, forsætisráðherra, þar sem segir, að gagnrýni á verk- um rússneskra rithöfunda, sem hollir séu stjórnarvöldunum, verði að vera velviljuð og þess eðlis, að rithöfundaxnir missi ekki móðinn. Ræðu þessa hafði Krúsjeff haldið á þingi rithöf- unda og menntamanna 17. júlí s. I. eða aðeins tveim mánuðum eftir að rússneski rithöfundur- inn Boris Pasternak lézt. Rússneskir menntaimerui telja nokkuð víst að með ræðu sinni hafi Krúsjeff viljað vara við að mál eins og Fastermaik málið endurtaeki sig, en það vakiti heimsathygli og almenna fordæm ingu á viðbrögðum Rússa. Nú er liðið tæplega ár síðan Past- ernak lézt — (20. maí) — þá útskúfaður úr sacrrtökum rithöf- und'a og að noikkru sem iangi á eigin heimili. I r»ðu sinni 17. júlí nefndi Krúsjeff Pasternak aldrei á nafn. En hann sagði, að gagnrýnd, sem vísaði á buig öilum ritverk- um eins höfundax væri sem öxi reidd að rótum eplatrés. — Við berjumst fyrir því, að rækta ávaxtagaxðana okkar, | sagði Krúsjeff, en ekki fyrir því að eyða þeim. Sama gildir um gagnrýni. Við viljum hafa gagn- þess að skjótt verði brugðið við og heildarskipulagi lokið á eins skömmum tíma og frekast er kostur. Að því þurfa allar bæjarstjórnir og sveitarfélög áþessusvæði að vinna sameiginlega, því nú er ekki lengur við það un- andi að hver fari sína leið, heldur verður að samræma störf þessara sveitarfélaga, þar sem byggð þeirra er að renna saman í eina heild. rýni sem hvetur og styrkir hæfi leika mannanna. Gagnrýni verð- ur að vena ósveigjanleg og hörð, þegar um er að ræða að verja hugmyndaleg og stjónnmálaleg grundvallaratriði, hélt Krúsjeff áfram, en við megum þó ekfci gleyma því, að mistök — og þetta á einkum við í skapandi list — mistök geta þeir menn gert, sem hafa að öðru leyti þjónað la-ndi sínu atf trúmennsku og hollustu. Gagnrýni á verkum slíkra manna skyldi æ vena sanngjörn og í góðum vilja gerð, annars missa þeir trúna á sjálfum sér og skap andi hæfileikar þeirra fá ekki notið sín. Hinsvegar varði Krúsjeff þá afstöðu, sem hann sjélfur hafðd tekið árið 1957 til rithöfundar- ins Valdimar Dudintsev, er hann gagnrýndi mjög harkalega rit- ÞETTA VOR verður vafalaust kallað verkfallsvorið í Dan- mörku. Hefur verið mjög mikill órói á vinnumarkaðnum og hvert verkfallið rekið annað. Danska stjórnin taldi sig þó loksins hafa komið friði á er hún lét þjóðþing ið samþykkja lögin um lausn verkfalls flutningaverkamanna. En nú hefur nýtt vandamál skapazt og þó það sé e.t.v. ekki mjög alvarlegt er það fremur hvimleitt. Samtök danskra leik- ritaskálda hafa fellt tilboð danska ríkisútvarpsins um greiðslur fyrir leikrit í sjónvarpi og útvarpi. Ef samkomulag næst ekki þýðir það að leikrit og ýmiskonar efnisupp setningar í sjónvarpi og útvarpi hætta. Þá er og hætt við að danska rithöfundafélagið blandist fljótlega inn í málið og að rithöf undar hætti að senda útvarpinu handrit. brauði.“ — Við verðum að skilja að- ferð hins vonda og fletta ofan laf lyigi og slúðri, sagði Krúsjeff í ræðu sinini. Krúsjeff sagði síðan að mið- stjórn kommúnistaflokksins væri ánægð með flokkinn og þjóðina. Við erum ánægðir með starf ykkar meninitamanna, sagði hann, Skapendur lista og bókmennita eru sannar hjálparhellur komm- úniistaflokksins. Loks sagði Krúsjeff í ræðu sinni frá ei/gin ilestrairvenjum. Hann kvaðst hafa lesið mun meira fyri-r byltinguna en hann hefði nú um lamgt skeið haft tíma til. Hann yrði nú fyrst og fremst að lesa það sem sér mætti að gagni verða sem fonsætisráð- herra. — Fyrir byltinguna vann ég í 12 klst. á sóllarhrimg, og gait varið öðrum tólf eftir vild, sagði Krúsjeff að lokum. Nú veit ég hreint ekki hversu margar kl.st. ég vinn. Mairgair rússneskar bæk Ur verka svo á mig að ég stein- sofna við að líta í þær. Ég vildi óska að tiil væru fleiri rússnesk- ar bækur sem ég gaeti ekki hugs- að mér að leggja frá mér fyrr en að þeim lokntum. Til skamms tíma hefur danska útvarpið greitt leikritahöfundum 2500 danskar krónur fyrir fyrsta flutning á verkum þeirra Og tvö falt það gjald fyrir endurflutning bæð* í útvarpi og sjónvarpi. — Seint í vetur kröfðust höfundarn ir þess að gjald þetta yrði veru lega hækkað þannig að greiddar yrðu 5000 danskar krónur fyrir frumflutning leikrits í útvarp og 7500 fyrir frumflutning í sjón- varp og tvöfalt hærri fyrir end urflutning. Þetta hefur danska útvarpið ekki getað fallizt á en boðið 3500 krónur fyrir útvarpsleikrit, en 5250 fyrir sjónvarpsleikrit og tvö falt hærra fyrir endurflutning. Hafa leikritahöfundar hafnað þessu tilboði útvarpsins og á- kváðu að hefja verkfall, ef ekki yrði gengið að kröfum þeirra. venk hans. „Ekki af einu saman LeikrStahötunckar hóta verkfalli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.