Morgunblaðið - 18.05.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.05.1961, Blaðsíða 15
FimmtudagUr 18. maí 1961 MORGVNBLAÐIÐ 15 „Gullmaðurinn“ atvinnulaus BIKILA ABEBE heitir hann og vakti heimsathyigli með því að hlaupa berfættur mara þonhlaupið á Olympíuleikun um í fyrra og vinna hlaupið. Fyrst eftir það átti hann mikl um vinsældum að fagn'a heima tfyrir og lifði áhyggju- lausu lífi. En nú er högum hans heldur illa komið. Bikila Abebe hefur sem sé misst ait- vinnu sína og fær ekiki aðra vinnu en lifir í sárafátækt. Abebe hýr ásamit konu sinni Oig fjögurra mánaða syni í einum fátæklegasta húskof- anum í Addis Ababa og þau hafa vart til hnífs eða skeið- ar annað en það sem vinir þeirra víkjia að þeim af tak- markaðri getu en góðum vilja. Hvað hefur komið fyrir Abebe? Þegar h'ann vann hlaupið tóku á móti homuim heima fagnandi landar hans og hann var hylltur sem hetja. Honum var gefin landispilda og hahn varð hermaður í lífverði keis arans Hailes Sel'assie — og þar liggur hundurinn graf- inn. Menn minnast þess, að uppreisn var gerð í vetur í Eþíópíu. Sú uppreisn var bar in niður með hörðu. Fjöldi manna var handtekinn og aðr- ir skotnir. Meðal þeirra hand teknu var Abebe. Þegar næsta daig var hann látinn laus en komst þá að raun um að hann hafði misst vinnuna — keis- arinn hafði algerlega slkipt um menn í lífverðinum — og eimnig iandspilduna sína. Abebe kveðst hafa verið að leika baseball, þegar uppreisn in hófst og hefði hann engan þá'tt átt í þeim aðgerðum — en ailir grunuðu alia og hon- um var varpað í fangelsi á röngum forsendum. Sá, sem á mestam þátt í að halda lífinu í Abebe er Þjálf ari hans Onni Niskanen, sænskur maður. Hann segir að Abeba æfi mjög mikið og 1964 verði harrn á ákjósanleg. asta aidri fyrir maraþon- hlaupið. Niskanen er sann- færður um að Abebe vihni gullið aftur í Tókíó 1964. Verzlun eða iðnaðarhúsnæði til leigu að Skólavörðustíg 41. — Hentugt fyrir heildsölu, hárgreiðslustofu eða annan léttan iðnað. Upplýsingar í verzl. Guðsteins Eyjólfssonar, Lauga- vegi 34 og verzl. Örnólfi, Snorrabraut 48. ____ */ Kakhi vinnubuxur Kr. 130 stk. — Tækifærisverð Takmarkaðar birgðir. VERÐANDI H.F. Grásleppuveiðin stöðvuð Veiðin hefur gengið of vel GJÖGRI, Ströndum, 12. maí — 20 imarz byrjaði grásleppuveiði á Gjögri og víðar hér í hrepp. Veiði vair sæimilieg, On gæftir voru stopular á grá- sleppuvertíðinni og veiðarfæra- tjón mikiið. Frá 24. apríl til 7. maí var hæg norðanátt og alveg sj ólaust Og þöka mikil, og er þetta bezta veðrátta til að veiða grásleppu, enda veiddist vel þenoan tíma og sjómenn hugð- ust geta grætt — .irinn pening. En engan dag skal lofa fyrir sól arlaigsstund. 6. maí titllkynnti Gunnsteinn Gislason, kaupfélagsstjóri, að Þóriir Gröndal, starfsmaður hjá SÍS, hafðli hningt og tilkynnt sér að láta hætta við grásleppu- veiðina, þvi grásleppuveiði hafi verið svo inikil um land allt í vor að búið sé að fieka mörgum sinmum upp í gerða samninga utamlamds. Þessi frétt kom eins og rot- högg á sjómenn, því margir voru nýbúnir að fcaupa grásleppunet til að geta fiskað sem mest og nú eru netin dýr eins og allt anmað til sjávairútgerðar. Um þessa stöðvun á miðri gráslepppuver- tíð er lítið hægt að segja. Þetta er ung atvinnugrein og markaður fyrir grásleppuhrogn takmarkað ur eins raun ber vitni. En lág- miarkskrafa finnst mér að ef SÍS tkaiupir hrogn aftur, sem allir vona að það geri, þá léti það viðkomandi kaupfélög vita nOkk um veginm hvað það megi kaupa mangar tunnur á hverri vertíð. Ef sjómenn hefðu í byrjun grá-t sleppuvertíðarinnar í vor vitað nofckurn veginn hvað kaupfélag ið mætti kaupa margar timnur af fullverkuðum hrognum á þessu vori, þá hefðu þeir ekki lagt í að kaupa svo mörg grá- sleppunet. Hættu í mokveiði. Þess má geta að í fyrra féfck hrognamóttaka kaupfélags Strandamanna á Gjögri 95 tunn- ur a-lls af fullverkuðum hrogn- um,. en múma 7. maí er það búið að fá 172 tunnur. Var verðið t fyrra mjög mikið, verður um 10 kr. líterinm. Þegar netin voru tekin upp 6. maí var veiðin gengdarlaus og sjómen-n búnir að fá 300—500 lítra af hrogruum þennan diag. Einnig má geta þess að margir nýldðar byrjuðu grásleppuveiði í vor, eins og t.d. oddviti Árnes- hrepps, stöðvarstjóri Djúpavík- ur, útibússtjóri kaupfélagsins á Djúpavík o.fl. og fisfcuðu þeir manna mest miðað við netafjölda — Regína Til sölu jörðin Markaskarð Hvolhreppi Rangarvallarsýslu Á jörðinni er 5—6 herb. íbúðarhús, fjárhús og ný- steypt 20 gripa fjós, hlöður o. fl. — Tún allt vél- tækt, ca. 1200 hesta. Rafmagn til ljóss og suðu, sími. Veiðiréttur í Eystri-Rangá fylgir. Hagkvæmt verð. — Æskileg skipti á 2—4 herb. íbúð í bænum eða góðri vörubifreið. — Upplýsingar geía Nýja fasteignasalan Bankastræti, 7 sími 24300 og Ingvar Þorsteinsson, Litlu-Strönd, Rangárvalla- sýslu. Við viljum vekja athygli yðar á því, að lónastofnanir gera kröfu um að útihús þau sem lónað er út á, séu brunatryggð fullu verði. Samvinnutryggingar taka að sér slíkar brunatryggingar með beztu fáanlegu kjörum. Iðgjald fyrir hús, sem byggt er eingöngu úr steini er aðeins kr. 80,00 á ári fyrir 100 þúsund króna tryggingu. Ef þér hafið ekki þegar brunatryggð útihús yðar, þá látið það ekki henda yður að vera með þau ótryggð. SAMVINNUTRYGGINGAR Umboð um allt land t#

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.