Morgunblaðið - 19.05.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.05.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Fösíudagur 19. maí 1961 Tap togaraútgerðarinnar Kristjáni Thorlacius svarað MIÐVIKUDAGINN 10. maí birti F.Í.B. mótmæli gegn aðdróttun- um Kristjáns Thorlaciusar form. B.S.R.B. í ræðu hans 1. maí þess eínis, að vart væri treystandi reikningum og skýrslum einstakl inga og félaga um að útflutn- ingsframleiðslan væri fjárhags- iega á heljarþröm. Voru fullyrðingar Kristjáns í ræðunni hraktar m. a. með því að vitna til opinberra athugana, sem margsinnis hafa farið fram á hag og afkomu togaraútgerðar- innar, svo sem skýrslur og nefnd- arálit sýna. Með grein, sem Kristján birti í Tímanum 16. þ.m., leitast hann við að gera athugasemdir við greinargerð F.Í.B. Er grein hans árétting . á fyrri fullyrðingum hans og dylgjum. í MBL. 4. maí s.l. er skýrt frá- afkömu nokkurra opinberra fyrir tækja á Siglufirði á s.l. ári, þ. á. m. Bæjarútgerðar Siglu- fjarðar, sem gerir út tvo togara í umsjá Síldarverksmiðja ríkis- ins, sem annast útgerðarstjórn- ina. Tapið á rekstri þessara tveggja togara nam á s.l. ári kr. 3.229.000,00 og er þá ekki reiknað með fyrningum, en hms vegar reiknað með því, að 8mfo af vá- trygginðariðgjöldum sé greitt úr útflutningssjóði. Þegar tekið er til lit til þessa, hefur raunverulegt tap á útgerð þessara tveggja tog- ara numið kr. 4.500.000,00 á árinu 1960, auk fyrningar. — Tap á rekstri hraðfrystihúss Síldarverk smiðja ríkisins nam 870 þúsund krónum, og voru þá engar af- skriftír færðar. í stjórn Síldarverksmiðja ríkis • ins eru Sveinn Benediktsson, Ey steinn Jónsson, fyrrv. ráðherra, Sigurður Ágústsson, Þóroddur Guðmundsson og Jóhann Möller. Framkv æmdastj órinn Sigurður Jónsson er viðurkenndur og al- kunnur dugnaðar- og hæfileika- maður. Sama dag og grein Kristjáns Thorlacius birtist í Tímanum, var í fréttum Ríkisútvarpsins og síðar í Morgunblaðinu skýrt frá hag og afkomu Útgerðarfélags urshalli félagsins nam 15.6 millj. króna, afskriftir þar af 5.7 milljónir. Útgerðarfélag Akur- eyringa má teljast hálfopinbert fyrirtæki þar sem Akureyrar- kaupstaður á verulegan hluta af hlutafénu. f stjórn félagsins eru rnenn úr öllum stjórnmálaflokk- um, þ. á . m. Jakob Frímanns- son, forstjóri K.E.A. á Akureyri og formaður, stjórnar S.Í.S., og auk hans Helgi Pálsson, Jónas G. Rafnar, Albert Sölvason og Tryggvi Helgason. Framkvæmdastjórar þessa fyr irtækis eru svo tveir alkunnir dugnaðarmenn, Andrés Péturs- són, sem árum saman hefir verið við stjórn tögaraútgerðar, og Gísli Konráðsson, sem áður var framkvæmdastjóri Útgerðarfé- iags K.E.A. Um bæði þessi fyrirtæki er það að segja, að þau hafa alla aðstöðu til nýtingar aflans: hrað- foystihús, skreiðarhjalla og sölt- unaraðstöðu. Akureyrarkaup- staður á Síldarverksmiðjuna í Krossaresi, sem vinnur fiskúr- gang frá vinnslustöðvum Útgerð arféU’gs Akureyringa. Hér fer ekkert á milli mála. Hér kemur fram mynd af hag og ástandi togaraútgerðarinnar, eins og það er nú yfirleitt, þótt halla- rekstur sé ekki alls staðar jafn míkill, en sumsstaðar meiri. Vill Kristján Thorlacius halda því fram, að reikningar þeir, sem hér um ræðir, séu rangir og af- koma þessara fyrirtækja sé raun- verulegað svo góð, að þau geti tekið á sig stórhækkaðar kaup- greiðslur? (Frá FÍB), Cristina von Widmann Mamma baðar sig ALLT var tilbúið. Það átti að fara að taka eitt atriði í nýjustu kvikmynd Diönu Dors í Hollywood. Kvik- myndadísin steig upp í bað- kerið — £ sundbol — og hjálparkokkur kom aðvíf- andi með bala fullan af froðu, en þá opnuðust dym- ar og inn um dymar hentist lítill drenghnokki og hróp- aði: — Mamma, mamma! Kvikmyndatökumennirnir litu undrandi upp frá vélum sínum, þegar disin reis upp úr baðkerinu og kyssti dreng inn á vangann. Síðan varð það að samkomulagi að Mark litli ,sem er 14 mánaða gam- all sonur hennar, fengi að vera kyrr meðan bað-atriðið væri tekið. Allt var gert klárt á ný. Og Mark litli klappaði sam- an lófunum í hrifningu þeg- ar mamma hans sullaðist í sápulöðrinu. Þetta voru ósköp venjuleg baðherbergis-atriði, kvikmyndadísin rétti úr fag ursköpuðum fótleggjunum og nuddaði þá með svampi; ekk ert sást af líkama hennar nema naktar herðarnar og fóturinn, sem hún er að þvo. Þess er vandlega gætt að froðan slettist ekki í hár hennar né andlit, enda mundi það stórspilla útlitinu. Jæja, nóg um það. Mark litli kunni vel við sig í kvik- myndaverinu, þó þetta væri hans fyrsta heimsókn þang- að. Samt varð honum ekki um sel, þegar stór maður kom aðvífandi með heljar klóru og fór að róta upp sápulöðrinu. Á daginn kom að þetta var kvikmyndatöku- maður, sem vildi hækka löðr ið og fá fallegri línur á yfirborðið. En drengur ró- aðigt brátt og var hinn á- nægðasti þegar móðir hans fór með hann út í bíl og ók honum heim. Akureyringa h.f. á s.l. ári. Rekst- VINNA Ensk stúlka 21 árs_ óskar eftir atvinnu á ís- lenzku heimili, kauplaust, júlí, ágúst. — Forster, St. Hildás, Oxford. 4 _ VKIPAUTGCRB RÍKISINS E S J A austur um land í hringferð 24. þ. m. — Tekið á móti flutningi í dag til Fáskrúðsf j arðar, Reyðar fjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Þóshafnar, Rauf- arhafnar og Kópaskers. — Far- seðlar seldir á briðjudag. // Sigaunabaróninn ✓/ Sœnskur leikstjóri og söngkona írá Vín ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur eins og | ið og hefur stjórn hans með hönd kunnugt er haft það fyrir venju um. ímdanfarin ár að setja á svið óperettu á vorin og mun svo einnig verða nú. Sú óperetta, sem varð fyrir valinu að þessu sinni er „Sígaunabaróninn" eftir Johan Strauss. Þetta er mjög um fangsmikið verk, í því koma fram 10 einsöngvarar. 36 manna kór, sem kemur ýmist fram, sem kvennakór, karlakór og blandað- urkór, 9 dansmeyjar og 35 manna hljómsveit. Æfingar hafa staðið yfir að undanförnu og gengið vel, og verður óperettan frum- sýnd 24. þ.m. kil. 20. „Sigaunabaróninn" var fyrst frumsýndur í Vín árið 1885 og síðan hafa mörg óperu og óper- ettuleikhús víðsvegar um heim sett hann á svið. Sviðsetningu óperettunnar hér annast sænski leikstjórinn Soini Wallenius, en hann uppfærði hana fyrir skömmu í Gautabörg Og mun að starfi sínu hér loknu setja hana á svið fyrir Sænska Ríkisútvarpið. Hljómsveitarstjórnin er í hönd um Bohdan Wodiczko, sem er orðinn mönnum að góðu kunnur. Lét hann svo ummælt á fundi, sem Þjóðleikhússtjóri hélt með fréttamönnum, að tónlistin í „Sígaunabaróninum" væri ein- hver sú skemmtilegasta óperettu tónlist, er hann þekkti. Ballettinn í óperunni hefur Veil Bethke ballettmeistari sam- Teikningar af leiktjöldum og búningum eru gerðar af Jan Brazda, sem nú er búsettur í Sví- þjóð. Egill Bjarnason þýddi óperettuna. Af einsöngvurunum er fyrst að nefna Cristinu von Widmann, söngkonu frá Vín, sem fer með aðal kvenhlutverkið. Mun hún fara með hlutverk sitt á þýzku, en í því er mjög lítið tal. Hin einsöngshlutverkin eru í hönd- um Guðmundar Guðjónssonar, Guðmundar Jónssonar, Þuríðar Pálsdóttui', Guðrúnar Þorsteins- dóttur, Erlings Vigfússonar, Ævars Kvaran, Sigurveigar Hjaltested og Jóns Sigurbjörns- sonar. Óperettan er í þrem þáttum og gerist um miðja 19. öld í ná- grenni Vinarborgar. Sveinn Björnsson sýnir 40 vatnslitamyndir HAFNARFIRBI — Á morgu,. kl. I sýnir hann nú eingöngu vatns- 4 opnar Sveinn Björnsson list- litamyndir. Er þetta í þriðja málari málverkasýningu, og I sinn, sem hann sýnir hér í bæn- Sveinn Björnsson: Hraun Minkur í ÞÚFUM, N.-ís., 17. maí. — Gróðrl og grassprettu fer vel fram, enda blíðviðri og hlýindi daglega. Sauð burður er almennt hafinn og geng ur vel. Jarðabótavinna er að hefj ast. — Þorskafjarðarheiði er ófær enn þá. Talið er víst, að minkur hafi sézt í Furufirði í vetur, og þykir það slæmur gestur í héraðmu. Fuglalífi og veiði í ám er þar hætta búin, ef ekki tekst að vinna þann óboðna gest. — P.P. um, en áður hefir hann haft sýn ingar í Reykjavík og Vestmanna eyjum. Þessi sýning verður í Iðnskólanum við Mjósund og opin daglega kl. 2—10. Eins og áður segir, er hér um vatnslitamyndir að ræða og eru þær 40 talsins. Þær eru málaðar síðustu tvö árin í nágrenni Hafn. arfjarðar, við Kleifarvutn og á sjó úti. Sveinn Björnsson hefir verið mjög afkastamikill máliari á síð ari árum og myndir hans selzt víða. Mun mörgium vafalaust lei'ka hugur á að sjá hvaða töik. um hann nær með vatnslitun- um. Er vel til fallið að halda sýningu þessa n-úna um hvíta- sunnuna, því að þá eiga flestir frí í þrjá daga og ætti því að gefast tóm til að skoða sýningu Sveins. Síðast hélt hann mál- verkasýningu árið 1958. — G. E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.