Morgunblaðið - 19.05.1961, Blaðsíða 17
i Fouudagur 19. maí 1961
MORCVNBLAÐIÐ
17
Rússlandsviðskiptin
efiir Finnboga Guðmundsson frá CerÖum
I>Ó MÉR finnist óheppilegt að
tolaðaskrif eigi sér stað um afurða
sölumál, sem eru á samningsvið
ræðustigi, finnst mér rétt að
leggja orð í belg um Rússlands-
viðskipti úr því að þau eru hvort
eð er komin á dagskrá í dagblöð
unum.
Rússlandsviðskiptin
undanfarin ár
Eins og mönnum er í fersku
minni, varð verðhrun á fiski á
Bandaríkjamarkaði 1952. Þá var
einnig svo lágt verð á freðfiski
í Bretlandi, að ekki kom tíl mála
nein freðfisksala pangað. Árið
1953 tókust samningar við Sovét
ríkin um skárra verð heldur en
þá var á hraðfrystum fiski í þess-
um löndum. Síðan þetta átti sér
stað hafa aflabrögð verið mun
minni í Norðurhöfum og tilkostn
aður meiri við fiskveiðarnar. Fisk
verð í Vestur-Evrópu og Norður-
Ameríku hefur bví liækkað á þess
um árum, en Sovétríkin hafa
keypt fiskinn af okkur á svo til
óbreyttu verði. Raunin hefur því
orðið sú að verðið hefur verið
lægst á Sovétmarkaðinum sér-
staklega tvö síðustu árin. Rétt er
þó að hafa í huga, að Sovétmark-
aðurinn hefur ákveðr,a kosti, sem
ekki hafa verið fyrir hendi í jafn
ríkum mæli annars staðar. Hann
er mjög stór og getur tekið við
miklu magni á stuttum tíma, og
er hann því heppilegur, ef um
miklar aflahrotur er að ræða,
sem fljótlega þarf að selja. Kom
þetta sér sérstaklega vel, þegar
hinn mikii karfi aflaðist árið 1953
á Nýfundnalandsmiðunum og í
sambandi við saltsíldina árið
1959. Rússar borga einnig fljótt
og vel, og greiðslur þeirra hafa
verið öruggar. Hefur greiðsluhátt
ur þeirra verið íslenzkum sjávar-
útvegi til hagsbóta.
Hærra verð á frjálsum
mörkuðúm
Á undanförnum árum hefur
fiskigengd á norðurhveli jarðar
minnkað, — þó sérstaklega tvö
síðustu árin. Tilkostnaður per
framleitt kg hefur því stórhækk-
að. Á það sérstaklega við um tog-
arana. Framleiðslukostnaðarai’kn
ing hefur einnig orðið hjá öðrum
fiskveiðiþjóðum. Tilhneiging hef
ur því verið í þá átt, að verð á
fiski hækkaði vegna minnkandi
framboðs og hærri tilkostnaðar.
Nægir í því sambandi að minna á
hækkanirnar á ísuðum fiski í
Bretlandi og Þýzkalandi.
Stöðugt hækkandi verð er á
frystum fiski í Bretlandi og
Bandaríkjunum. Má segja, að
verðið sé orðið mjög hagstætt á
þessum mörkuðum. Einnig hefur
étt sér stað nokkur hækkun á
saltfiski og skreið á flestum mörk
uðum.
Þessar fiskverðhækkanir á
frystum fiski, skreið og saltfiski
á hinum frjálsu mörkuðum, hafa
orðið þess valdandi, að möguiegt
reyndist að koma til móts við
óskir og þarfir útgerðarmanna og
sjómanna um hærra fersfiskverð
sl. vetur, — sérstaklega fvrir
gæðabezta fiskinn. Var á þann
hátt unnt að leysa kjaramál sjó-
manna á vélbátaflotanum á við-
unandi hátt.
Rússlandsviðskiptavandamálið
Islendingar standa nú frammi
fyrir því vandamáli, að Rússar
vilja ekki kaupa fiskinn á hærra
verði, þ. e. a. s. í samræmi við
hliðstæðar hækkanir, sem orðið
hafa á öðrum mörkuðum, og virð
»st þeir halda, að við getum hald-
ið áfram að selja á sama lága
verðinu, sem hefur verið svo til
óbreytt á fiski, seldum til þeirra
síðan árið 1953. Auk þess sem
þeir vilja svo til óbreytt verð, þá
ætlast beir til að beir geti feneið
samninga um mikið magn Og
reglulegar afskipanir og á skömm
um tima, án þess að um veiði-
klásúlur sé að ræða. Af augljós-
um ástæðum er erfitt fyrir okk-
ur að fullnægja þessum skilyrð-
um.
En hins vegar er það vitað, að
Sovétríkjunum er nauðsynlegt að
geta gert slíka samninga vegna
áætlunarbúskaparins. Þeir þurfa
að fá fiskinn jafnt og þétt og í
samræmi við gerða samninga, en
af því leiðir, að nauðsynlegt er,
að skipin séu gerð hér út, þótt lít
ið aflist, en það þýðir aftur, að
tryggja verður útgerðarmönnum
og sjómönnum verð, sem skapar
þeim viðunandi afkomu í meðal
veiðárferði. Það er ekki unnt að
miða viðskiptasamninga við sér
stakar aflahrotur, sem unnt væri
að koma í hús og afgreiða síðan
smátt og smátt upp í gerða samn
inga, því slíkar aflahrotur eru
ekki ætíð fyrir hendi, eins og
mönnum er vel ljóst.
íslendingum er nauðsynlegt að
fá verð, sem gerir þeim kleift
að stunda fiskveiðar fyrir Sovét
markaðinn, þótt ekki náist nema
meðaltalsafli fyrir heildina. Á
því er enginn vafi, að fullur vilji
er fyrir hendi af hálfu stjórnar-
valdanna og framleiðendanna, að
þessi viðskipti geti haldið áfram
við Sovétríkin, eftir því sem
mögulegt er. Það ætlast enginn
til, að Rússar borgi það háa, tíma
bundna og ótrygga verð, sem fæst
fyrir ísaðan fisk úr togurum í
Bretlandi og Þýzkalandi, en hins
vegar er nauðsynlegt, ef útflutn
ingur til þeirra á að geta átt sér
stað, að Rússar auki fjölbreytn
ina í pakkningum og tegundum,
frá því sem verið hefur, þannig
að unnt sé að láta þá fá fisk, sem
helzt aflast. Þó er það óumflýjan
legt, að þeir greiði hliðstætt verð
fyrir afurðir okkar, eins og við
getum fengið fyrir þær á öðrum
mörkuðum.
Til dæmis er ekki óeðlilegt, að
þeir greiði fyrir freðfisk verð,
sem er hliðstætt við það sem við
fáum fyrir þá framleiðslu í Bret
landi og Bandaríkjunum. Og fyr
ir saltsíldina svipað því, sem við
fáum fyrir þá framleiðslu í Sví-
þjóð og Finnlandi.
Enda finnst mér sjálfsagt að
gefa Rússum kost á að kaupa hér
verulegt magn af öllum útflutn
ingsafurðum okkar, ef þeir vilja
greiða hliðstætt verð og aðrir
markaðir.
Að lokum vil ég leggja áherzlu
á það, að það er til lítils að gera
viðskiptasamninga hvOrt sem er
við Rússa eða aðra, ef ekki er
unnt að standa við þá vegna
truflana af verkföllum og annarri
óáran, sem truflar framleiðsluna,
og gerir það að verkum, að ekki
er hægt að standa við þær skuld
bindingar, sem gerðar eru. Slíkt
hlýtur að hafa hin skaðlegustu
áhrif á framtíðarviðskipti þjóðar
innar, svo ekki sé talað um það
mikla tjón, sem af verkföllum
leiðir fyrir fólkið sjálft.
Ný sending
Sumarkjólar
Skólavörðustíg 17 — Sími 12990
Atvinna
rösk stúlka getur fengið atvinnu í verk-
smiðju vorri nú þegar.
Sápugerðin Frigg
Hvítir hanzkar
á telpur
Austurstræti 12
Ódýrt
Apaskinnsjakkar
Stærðir 6—16 ára — Verð frá kr. 245
Smásala — Laugavegi 81
Sumarhúsfaður
óskast í júní, júlí og ágúst. — Tilboð sendist afgr.
Mbl. fyrir miðvikudag, merkt: „Sumarbústaður—
1352“.
Opnum í dag að Austurstræti 9 II. hæð
Lögmannaskrifstofu
Önnumst allskonar málflutningsstörf, innhejmtur,
samningagerðir, leiðbeiningar í skattamálum og öll
venjuleg lögfræðistörf.
JÓN EIRlKSSON. hdl.
ÞÖRÐUR F. ÓLAFSSON, cand. jur.
Ítalía í júlí
Skemmtileg hópferð fyrir íslendinga til flestra feg-
urstu staða Ítalíu. — Ferðin er farin á vegum Cooks
í London. — Hagkvæm sumarferð til Suðurlanda.
Þáýttöku þarf að tilkynna í þessum mánuði.
Upplýsingar og farpantanir hjá:
• •
Sunna
Austurstræti 12, sími 11964 Hverfisgötu 4, sími 16400
INNFLYTJENDUR: — Umboðsmaður óskast fyrir
heimsþekkta sæmska vöru
Við óskum að komast í samband við traust fyrirtæki,
sem er fært um að kynna nýtt sænskt raftækninga-
tæki. Tækið hefir mikla sölumöguleika og er hent-
ugast að selja það beint á heimilin. Vinsamlegast
skrifið til:
AB Svensk Ljudteknik, Östra Promenaden 7 A,
Malmö C, Sweden.
Haðhús til leigu
Nýtt tveggja hæða raðhús við Skeiðarvog (ca 160
ferm.) er til leigu í ca. 2 ár, með eða án húsgagna.
Tilboð merkt: — 1348“, sendist afgr. Mbl. fyrir
hádegi laugardag.
Stúlka með góða
tungumálakunnáttu
og vön skrifstofustörfum, óskar eftir vinnu á skrif-
stofu. Tilboð merkt: „Skrifstofuvinna — 1357",
leggist inn á afgr. Mbl.
Hjóldælur og hjóldælusett
í eftir talda bíla:
Spindilkúlur í Chevrolet ’50—’60
— — í Ford og Dodge ’50-’6(
— — í Chevrolet ’55—’60
— — í Ford ’54—’59
Spindilboltar í Chevrolet ’49—’54
— — í Ford ’49—’56
— — í Dodge ’47—’56
— — í Nash ’46—’48
Hraðamælissnúrur í flesta bíla-
BILABÚÐIN
Höfðatúni 2 — Sími 24485