Morgunblaðið - 19.05.1961, Blaðsíða 15
Föstudagur 19. maí 1961
MORVUNBLAÐIÐ
15
Gunnar Einarsson
Bergskála — minning
GUNNAR frá Lundi, var hann
alltaf kallaður í vina og kunn-
ingja hópi. Hann andaðist í
Bjúkrahúsi Sauðárkróks þann 30.
apríl 1959, og var þá 57 ára og
rúmlega 6 mánaða gamall. Hann
var fæddur 18. október 1901, að
Varmalandi í Sæmundarhlíð í
Bkagafirði, foreldrar hans voru,
Einar Jónsson bóndi þar, Ingi-
marssonar bónda s.st., Þorleifs-
sonar bónda að Stóru-Þverá í
Fljótum, Höskuldssonar bónda á
Mófelli, Þorleifssonar bónda á
Berghyl, Símonarsonar bónda í
Hringverskoti, Hálfdánarsonar í
Ósbrekku. Og Rósa María Gísla-
dóttir, Þorlákssonar bónda á
Syðri-Brekkum, Finnbogasonar á
Daufá, Þorkelssonar á Vatns-
skarði, og eru ættir þessar þekkt
ar í Skagafirði og víðar, t.d. var
hinn landskunni hagyrðingur
Bjarni Gíslason móðurbróðir
Gunnars.
! Uppvaxtarár Gunnars heitins
voru um margt ólík nútímanum,
J>á var ólíkt erfiðara, fyrir fá-
tæka pilta, að afla sér menntun-
ar, en nú er, þó fer hann í Hvít-
árbakkaskólann og nemur þar £
3 vetur, 1918 til 1920. Að námi
loknu gerist hann barnakennari
í Staðarhrepp í 4 ár, síðar varð
Ihann barnakennari í Skefil-
staðahreppi frá árinu 1931 til
dauðadags. Árið 1919 þá 18 ára
gamall byrjar hann refaveiðar,
og stundaði þær flest eða öll árin
síðan til dauðadags, og fær árið
1956 heiðursverðlaun frá Búnað-
arfélagi fslands, fyrir eyðingu
refa og frábæran dugnað og ár-
angur í því starfi.
Þau árin sem Gunnar dvaldi í
Sauðárkróki, stundaði hann mik-
ið sjó, og var um árabil formað-
ur á opnum vélbát, honum gekk
vel og var fengsæll, á veturna
réri hann í sel sem kallað er, eða
fór á sjó til að skjóta svartfugl,
því hann var ágætis skytta.
Eigi hafði hann afskipti af op-
inberum málum, og hafði þó nóg-
ar gáfur og hæfileika til þess,
en engan áhuga til slíks frama,
enda var þeim stundum, sem gáf-
ust frá hörðu brauðstriti fórnað
á altari ljóðagyðjunnar, og vissu
lega hefði hann náð langt í ljóða-
— S.U.S s'iða
saga hefur verið rakin rækilega
í blöðum að undanförnu og hlýt
ur að v-ekja aðdáuin. Þessi sam
stilling kraftanna er mikil naiuð
syn fyrir þjóð eins og fsrael.
Væri miikið 'happ fyrir oklkur fs-
lendinga, ef við gætum tekið okk
ur þá til fyrirmyndar að þessu
Oteyti, þvi að við erurn nú í
þeirri stöðu að þurfa að gera
okkur Ijóst, að við erum eklki
lengur ríkir, heldur erum við að
dragast aftur úr nágrönnum
ekar og höfum ekiki efni á að
halda okkur eins og við höfum
vanizt og eins og við viljum.
í öðru lagi má læra það aif fs
raelsmönnum, hve miklu vel mýtt
mannvit getur komið ti lleiðar.
*Það virðist ekki leika á tveim
itungum, að þróun mála í fsrael
hefur að verulegu leyti ráðizt af
því, að jýar hafia úrvalsmenn
valizit til forystu á mörgium svið
wim. Raunar er mönnúm víðast
hvar að verða ljóst, að einhver
jnestu auðæfi, sem þjóð getur
áitt, eru vel menntaðir menn.
Svo er að sjá, sem ísraelsmenn
Ihiafi Skilið þetta flestum öðrum
hetur. Árang'urinn sannar, að
iþekkingin verður ekki ofmetin,
og það er sannleikur, sem ís-
lenzk æska ætti að leggja á
jninnið.
V.
gerð, hefði hann getað helgað
sig þeirri köllun óskiptan, og
ekki þurft að eyða svo orku sinni
í lýjandi brauðstrit, sem raun
varð á, og hefði ljóðadísin vissu-
lega getað sagt við hann, hið
sama og Stephan G. Stephansson
lætur hana segja við sig:
„Þú helgaðir stritinu hraustleik
og dag
mér hríðar og nóttu og þreytu“.
Ómegð og erfitt árferði á fyrstu
hjúskaparárum hans, gerðu fjár-
haginn oft æði þröngann, og
mann með jafnviðkvæmt lundar-
far og Gunnar var, hefir vissu-
lega tekið það sárt þegar erfið-
lega gekk með að standa í skil-
um, og það jafnvel svo, að hann
hefði kosið að fara í felur fyrir
lánardrottnunum, fremur en að
hitta þá meðan ekki var hreint
uppgert, enga sérstöðu hafði
hann um það að skulda við og
við, á þessum árum skulduðu
flestir meira og minna, þeir sem
vinnandi menn voru kallaðir, en
hin viðkvæma skaphöfn skálds-
ins gat aldrei brynjað sig þeirri
skel sem til þarf, svo ekki svíði
undan kröppum kjörum.
Leiðir okkar Gunnars lágu fyrst
saman á Drangeyjarfjöru, þá
voru báðir ungir að árum og
óharðnaðir, og báðir af veikum
mætti farnir að taka þátt í lífs-
baráttunni, hann var grannur,
jafnvel krangalegur og frémur
pasturlítill, en reyndist seigur við
vinnu, og eitt var áberandi við
fyrsta tillit, það voru augun, þau
leiftruðu og spegluðu létta lund
og góðar gáfur, enda varð sú
raunin á við nánari kynni, að
hvorttveggja átti hann 1 ríkum
mæli, og minnist ég að á full-
orðinsárum hans ,er fullum
þroska var náð, að unun var að
hlýða frásögn hans frá veiði-
ferðum, eða dvöl úti í náttúrunni,
og þó ekki sízt er hann fór með
nýort kvæði, slíkt muna þeir
lengi er þess fengu að njóta;
vildi ég um það segja:
Lá þér á tungu lýsigull
mannvits og mennta.
Hann var enda eftirsóttur
skemmtikraftur, af ýmsum félaga
samtökum í Skagafirði, og kom
oft fram á þeirra vegum, og las
Félagslif
Knattspymufélagið Valur
Knattspyrnudeild
Meistara- bg 1. flokkur. —
Æfing í kvöld kl. 7.30. Kaffi-
fundur eftir æfinguna. Mætið
stundvíslega. — Nefndin.
Farfuglar
Ósóttar pantanir í Þórsmerkur
ferðina verða seldar eftir kl. 9
í kvöld. .
úr LKjLLut'
H IqrVu i t»vu k mV
Slálvöfuf
ifþof Jor\ssor\ Jk co
Magnús Thorlacius
næstaréttarlögmaður.
Málflutningsskrifstofa.
Aðalstræti 9. — Sími 1-1875.
þá gjarna úr ljóðasyrpu sinni
kvæði eða stökur.
Hann hafði yndi af að vera í
glöðum hópi vina og kunningja,
og öðrum mönnum var hann auð-
fúsu gestur sökum glettni sinn-
ar, skjótra tilsvara og annara
hnyttinyrða, er komu öllum við;
stöddum í gott skap, hann var
hrókur alls fagnaðar á mann-
fundum, en það er álit mitt, eftir
langa viðkynningu, að aldrei hafi
honum liðið betur eða verið sælli
en þegar hann átti vöku um vor-
nætur upp til heiða eða fjalla, þá
hann lá á grenjum.
Þegar sólin fer hækkandi að
jónsmessudegi, þá er fagurt upp
í Skagaheiði, lognsléttur særinn
á Skagafirði og Húnaflóa og til
norðurs hið breiða blikandi haf,
gyllt geislum kvöldsólarinnar,
sem fer eldi aðeins ofar hafs-
brún og gullkögrar skýin. Magn-
þrungin kyrð lágnættisins, þeg-
ar jafnvel hver söngfugl þagnar,
þótt stutta stund sé, og öll náttúr-
an eins og stendur á öndinni. —
Og svo aftureldingin — sólin rís
ört, birtan skýrist, margradda
kliður rýfur þögnina hljómfagur
svanasögnur ómar frá vötnum
heiðarinnar og undirraddir lóunn
ar í hreiðurmó, vell spóans og
bassar andafuglanna sem segja
bra-bra- allt þetta hljómar fyrir
ómþyrstum eyrum hans, sem
voldug sinfónía náttúrunnar, og
jörðin sjálf angar af gróðri — og
„Það morar af lífi hver
moldarrein“
og því því verður suð skördýr-
anna einn þátturinn í þessu
hljómasafni. Við þessar aðstæður
hefir hann vissulega oft hvílt
sig og ef til vill sofnað örstuttann
dúr, eftir að hafa notið dýrðar
aftureldingarinnar í einveru heið
arinnar, hann segir sjálfur:
„Sögu ég marga og minning á
um mosarinda og stararflá
með vötnum og tærum tjörnum.
Oft hef ég hvílt mig örskammt frá
öndum og svanabörnum.
Þetta voru hans sælu stund-
ir öðru fremur, því þótt kona
hans og börn ættu umhyggju
hans og ást, svo sem vera ber,
og hann rækti sínar skyldur við
þau og heimilið með ljúfu geði,
þá fylgdi því sú önn, sem eigi
gefur tíma til ljóðagerðar eða
annarra fagurfræðilegra starfa,
því mun þessi vísa hans til orð-
in: —
„Brostinn streng og flúinn frið
finn — og genginn máttinn.
Stóð ég lengi lúinn við
lífsins engjasláttinn".
Manni getur runnið til rifja
þau örlög, er mac^r sér góða
hæfileika fara forgörðum, að
miklu leyti vegna þess að lífs-
baráttan — brauðstritið — gera
svo miklar kröfur og eru svo tíma
frek, að eigi vinnst tími til að
sinna því sem hugurinn stóð þó
allur til, og sá eðlisþátturinn
flögrar hálf lífvana eins og skot-
sár fugl, og nær aldrei þeim
þroska sem hann þó var borinn
til.
Og enn minnist ég ljóðlína úr
kvæði hans er heitir — Síðustu
arnarhjónin í Höfða — en þar
segir:
„Hóglega blóðið frá brjóstinu
rann
á blágrýtisklettinn og fraus“.
En hvort mun ekki heitt hjarta-
blóð, sem frýs í frOstnepju
krappra kjara eiga fyrir sér að
þiðna á ný, og verða frjógunar
dögg svo að upp spretti sterkir
stofnar, er beri þétta laufkrónu
og blikfögur blóm, háreistir meið
ir er standi rótfastir í jörð ár-
anna og dragi til sín næringu og
þrótt úr þeim akri er svo dýrri
1 dögg var vökvaður.
Gunnar vinur! Hafðu þökk fyr-
ir samveruna, nú hvílir líkami
þinn í friðsælu skauti Skaga-
fjarðar, sem þú ortir svo fagur-
lega um, en andi þinn var alltaf
svo þróttmikill og lifandi að ég
veit, að á landi lifenda verður þú
mikils metinn, og:
„Þar muntu finna frið og skjól
fegurri veröld hlýrri sól
lund þín léttast og kætast.
Og vordraumar þeir sem
æskan ól
aftur birtast og rætast“.
Guðs friður fylgi þér.
Albert Sölvason.
Við viljum vekja athygli yðar á því, að lánastofnanir gera kröfu um
að útihús þau sem lánað er út á, séu brunatryggð fullu verði.
Samvinnutryggingar taka að sér slikar brunatryggingar með beztu
fáanlegu kjörum. Iðgjald fyrir hús, sem byggt er eingöngu úr steini
er aðeins kr. 80,00 á ári fyrir 100 þúsund króna tryggingu.
Ef þér hafið ekki þegar brunatryggð útihús yðar, þá látið það ekki
henda yður að vera með þau ótryggð.
SAMVINNUTRYGGBMGAR
Umboð um allt land
tfr