Morgunblaðið - 19.05.1961, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIB
Föíitudagur 19. maí 1961
m
4ra herb. íbúS
nýtízkuleg og rúmgóð til sölu við Stórholt. —•
Skemmtilegt útsýnL Stórar svalir. Bílskúr getur
fylgt. Hagkvæmir skilmálar. Laus strax.
STEINN IÓNSSON hdl.
lögfræðistofa — fasteignasala
Kirkjuhvoli — Símar 14951 — 19090.
Skipstjóra og stýrimannafélagið Vísir
heldur fund kl. 20,30 í kvöld í Vörubílastöð
Keflavíkur.
Fundarefni: — Dragnótaveiðar í Faxaflóa og fleira
Stjórnin
Ný sending
Svissneskar kvenblússur
Glugginn
Laugavegi 30
Blikksmiður — Vélvirki
og maður vanur slípun óskast.
Framtíðaratvinna
Stálumbúðir h,f,
Kleppsvegi
)g því nákvæmar
sem þið athugið
því betur sfáið
þið — að
M O -ið skilar
IIVÍTASTA
ÞVOTTHMUIH
O M O þveginn þvottur stenzt alla athugun og gagnrýni
— vegna þess að OMO hreinsar burt hvern snefil af
óhreinindum, og meira að segja óhreinindi, sem ekki sjást
með berum augum. Mislitur þvottur fær bjartari og
fegurri liti en hann hefur nokkru sinni haft áður, eftir að
hann hefur verið þveginn í O M O.
OMO 98/8860
OMO framkallar fegurstu litina — um /eið og Jbað hreinsar
— Bókmennta-
umræður
Framh. af bls. 8.
is, um vandamálið: hið sérhæfða
og hið 'almenna, menntun og upp
lestur, hásikólamentun og margt
fleira. En hún hefur mikið að
segja í þeim umræðum, sem eiga
sér stað um nútím'astefniuna í
Dammörku, bæði gefur hún henn*
fortíð með því að sýna firam á
hana fyrr á timum og sýnir
hana einnig sem eitthv'að annað
og meira en þetta óskiljanlega,
sem hinn almenni lesandi álítur
hana vera, eða stefnuleysi og
myndfágun, sem hún er hjá sér-
fræðingunum. Og sannarlega
getur Thorkild Björnvig borið
vitni. Hann er sjálfur mikið nú-
tíma Ijóðskáld, sem yrkir eftir
hefð eða eklki eftir því, sem hent
ar yrkisefni hians í hvert sinn.
Hann veit að nýir tímar heimta
nýjar myndir, og einnig, að fár-
ánleikinn er ekki aðalsmerki nú
tímans vegna þess að hann er
fáránlegur. f bókarlok prentar
hann kantötu þá. er hann hefur
ort til Áróaa háskóla, en hann
leggur hana til grundvallar. í
henni stendiur:
En ósigur hlýtur,
uppgötvar, brýtur
brautir hetjan, og kveður sin
afrek gleymd.
f djúpin hún kafar
og berst til grafar
af innri þörf við funa og frera.
Og boðin berast.
Geislun í mót, úr fjarska, er
enginn má finna:
Lífið er heiliagt.
Göfugst þjóns vinna.
Mótgeislun? Áreiðanlega mót
Scylla og Karybdis nútímastefn-
unnar. Ef til vill eru Danir
hvorki •friðsaelli né makráðari
en hinir norrænu bræður þeirra,
heldur hógværari?
Hakon Stangerup.
— Minningororð
Framh. af bls. 6.
fyrst haustið 1907 í Flensborg-
arskóla. Við komum þá báðir
vestan af fjörðum, að leita okk-
ur fjár og frama og síðan héld-
ust kynni okkar. Við vorum báð
ir sjómenn og áttum því sam-
leið. Og er hann verður hafn-
sögumaður eigum við aftur sam
leið, að ýmsu leyti fyrir utan
starfið, því við höfðum báðir
áhuga á velferðarmálum sjó-
mannastéttarinnar, og minnst er
margra ánægjustunda frá þeirri
samvinnu, sem og frá samvinn-
unni við hafnsögumannsstarfið.
Á undanfömum áratugum
hefir margt áunnizt að bætt-
um hag og öryggi sjómanna-
stéttarinnar og má þakka það
áhuga og óeigingjörnu starfi
margra góðra manna, og verð-
ur Guðbjartur Ólafsson þar
framarlega í flokki.
Við sem unnum með Guð-
bjarti Ólafssyni við hafnsögu-
mannsstörfin höfum margs að
minnast. Við ýmsa erfiðleika var
að etja og menn ekki alltaí
sammála um leiðir, en að koma
skipi öruggu í höfn voru allir
sammála. Og þrátt fyrir allt,
voru ánægjustundirnar margar
eftir vel unnin störf og þeim
má ekki gleyma.
Sjálfur þakka ég svo Guð-
bjarti Ólafssyni fyrir góð kynni
og samstarf á langri leið.
Við fráfall Guðbjarts Ólafsson
ar er að eftirlifandi konu hans
og börnum kveðinn sár harmur,
en hugljúfar minningar um góð
an eiginmann og föður er sá
arineldur er sorg og kvíði eyð-
ist úr.
Ég votta þeim mína innileg-
ustu samúð.
Blessuð sé minning Guðbjarts
Ólafssonar.
Þorv. Björnsson.