Morgunblaðið - 19.05.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.05.1961, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐ19 Fösfudagur 19. maí 1961 XJtg.: H.f. Arvakur. Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónssor Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. v3.00 eintakið. ALLSSTAÐAR SITJA ÞEIR Á SVIKRÁÐUM gegn hatursáróðri íslenz'ka ríkisútvarpið er al- þjóðareign. í lögum þess og reglugerðum er svo kveð- ið á, að það skuli vera hlut- laus stofnun og einhliða póli tískur áróður einstakra stjórnmálaflokka því ekki leyfður þar. Hinsvegar út- varpar það almennum stjórn málaumræðum, þar sem öll- um stjórnmálastefnum og flokkum er gert jafnhátt undir höfði. Þannig rækir útvarpið það hlutverk sitt að gefa þjóðinni kost á því að fylgjast með á sviði stjórn mála og mynda sér skoðun ? mönnum og málefnum. En einn er sá flokkur manna í þessu landi, sem stöðugt leitar allra bragða til þess að brjóta hlutleysi útvarpsins og sniðganga reglur þess. Það eru komm- únistar. Þeir reyna sífellt að læða inn áróðri sínum með auglýsingum, fréttum og öðru útvarpsefni. Kveður orðið svo rammt að þessum áróðri kommúnista, að stór- hneykslun veldur meðal almennings í landinu. Er þess skemmst að minnast, að þeim tókst að koma á fram- færi auglýsingu, þar sem Moskvumenn hvöttu til „að- gerða“ í tilefni af erlendri heimsókn til landsins. — Glumdi auglýsing um þetta í eyrum alþjóðar. * ★ Mikið brestur á það, að við íslendingar höfum áttað okkur á því, eins og flestar aðrar menningarþjóðir, að kommúnistar sitja allsstaðar á svikráðum við lýðræðis- skipulagið, og frelsi og mann helgi einstaklingsins. Útvarp ið er máttugt áróðurstæki þar sem því er beitt í þágu einstakra stjórnmálaflokka og pólitískra stefna. I þeim löndum, er kommúnistar stjórna, hafa þeir algerlega einokað það í þágu pólitískra hagsmuna sinna. Þar er hlut- leysi. óþekkt hugtak, enda þótt kommúnistar hér á landi segist eiga það mark háleitast að Island verði al- gerlega „hlutlaust land“!! En þótt kommúnistar mis- noti útvarpið þannig í þeim löndum, er þeir hafa kom- izt til valda í, með ofbeldi og yfirgangi, væri það fjarri lagi, ef þeim héldist það uppi að nota hið íslenzka ríkisútvarp sem pólitíska skó þurrku. — íslenzkt lýðræði verður að gjalda varhug við svikráðum þeirra. Það verð- ur að koma í veg fyrir hin stöðugu hlutleysisbrot komm únista í ríkisútvarpinu. Þeim má ekki takast að setja þann ómenningarstimpil á þessa merku menningarstofnun, sem þeir hafa sett á útvörp þeirra landa, er þeir hafa svipt öllu frelsi og sjálf- stæði. LÆRDÓMAR EYJAVERKFALLS- INS Af hinu pólitíska verkfalli, sem kommúnistar efndu til í Vestmannaeyjum í vet- ur, má draga ýmsa lærdóma. Talið er. að þetta verkfall hafi haft í för með sér 15 þúsund króna tap fyrir hvern einstakan verkamann í Vestmannaeyjum. En af því leiddi jafnframt stórtjón fyrir sjóm-enn og útgerðina í Eyjum. Línuvertíðin eyð>i- lagðist svo að segja alveg, og á það ríkan þátt í hinni hörmulegu útkomu á vetrar- vertíð Vestmannaeyinga í heild. Raunverulegar kjara- bætur höfðu launþegar nær engar upp úr þessu langa og dýra verkfalli. — En nú hyggja kommúnist- ar sér til hreyfings að nýju. Nú stendur fyrir dyrum ákvörðun um það, hvort hefja skuli verkföll hér í höfuðborginni og víðar um land. Óhætt er að fullyrða að meirihluti launþega geri sér ljóst, að sú stefna, sem kommúnistar hafa markað í kaupgjaldsmálunum sé ekki líkleg til þess nú, frekar en undanfarin ár, að færa þeim raunverulegar kjarabætur. — Engu að síður virðast leið- togar kommúnista ekki hika við að hefja verkföll til að knýja þessa stefnu sína fram. Nú, eins og veturinn 1955, hafa þeir fyrst og fremst áhuga á pólitískum hermdarverkum. Raunveru- legar kjarabætur til handa launþegum eru þeim algert aukaatriði. Allir íslendingar muna, að vinstri stjórnin sáluga lét það verða sitt fyrsta verk, að taka aftur af launþegum þá kauphækkun, sem knúð var fram með hinum póli- tísku verkföllum veturinn 1955. Hvers vegna fram- kvæmdi ríkisstjórn, sem kommúnistar áttu sæti í, slíka ráðstöfun? Orsökin var fyrst og fremst sú, að þegar kommúnistar voru komnir í stjórn, gerðu þeir sér ljóst að útflutningsframleiðslan gat ekki risið undir auknum tilkostnaði og að kapphlaup- ið milli kaupgjalds og verð- lags varð að stöðva. Nú hyggjast kommúnistar hinsvegar hleypa nýrri verð- bólguskriðu yfir þjóðina. — Höfuðtakmark þeirra er að brjóta á bak aftur þá við- reisnarstefnu, sem núver- andi ríkisstjórn hefur fram- kvæmt. Um þennan tilgang kommúnista þarf enginn ís- lendingur að fara í grafgöt- ur. — BRJÖSTVÖRN FRELSISINS |Z ommúnistar hafa undan- farið haldið því fram að ráðagerðir væru uppi um það að gera kafbátahöfn í Hvalfirði og stórauka á ýms- an veg viðbúnað varnarliðs- ins hér á landi. Allt eru þetta slefsögur einar. Kom það m.a. fram í samtölum, sem Dennison aðmíráll átti við íslenzk blöð í fyrradag. Hann kvað engar ráðagerðir hafa verið uppi um kafbáta- höfn hér og varnarliðið á Keflavíkurflugvelli yrði svip að að styrkleika og það hefði verið. Könnunarflugið frá flugvellinum væri fyrst og fremst farið í öryggis- og viðvörunarskyni. Kjarni þessara mála er sá, að í þeim er ekkert aðhafzt án samráðs við íslenzk stjórnarvöld. Varnir og ör- yggi íslands eru fyrst og fremst hagsmunamál ís- lenzku þjóðarinnar, sem að sjálfsögðu gerir sér Ijóst að varnir hennar eru mikilvæg- ur liður í öryggiskerfi frjálsra þjóða. Atlantshafs- bandalagið er brjóstvörn frelsis þeirra og sjálfstæðis. Þess vegna hata skósveinar hins alþjóðlega kommúnisma það eins og pestina. HINN hatursfulli áróður Sovét- ríkjanna gegn samtökum flótta- manna frá Eystrasaltslöndunum hefur sætt hörðum mótmælum frá fjöldamörgum aðilum í Sví- þjóð. Sænsku blöðin eru á einu máli (að kommúnistablöðum vitanlega undanskildum) um að kalla þessar aðfarir „hetspropa- ganda“ eða hatursáróður. Hafa þau rætt allmjög að undanförnu orsakir þessara ofsókna, sem aukizt hafa mjög síðustu mán- uði. Svíar láta sig þessar of- sóknir að sjálfsögðu nokkru skipta, þar sem geysilegur fjöldi flóttamanna úr þessum löndum hefur flúið til Svíþjóðar. Telja fletir, að Rússar vilji reyna að þagga niður í flóttamönnunum, em margir hafa skrifað um reynslu sina og harmsögu þjóða sinna. Eigi nú að hræða þá frá slíku í framtíðinni ,og einmitt nú, þegar réttarhöld gegn Eich- mann og öðrum nazistum og Gyðingahöturum standa yfir, á að reyna að koma á þá óorði um samstarf við nazista. Takist Rússum með þessum áróðri að einangra flóttamennina í hinum nýju ættlöndum þeirra að ein- hverju leyti, þykjast þeir hafa náð takmarki sínu að nokkru. A. m. k. vonast þeir til, að einhverjir gleypi við áróðrinum og taki ekki mark á flóttamönn- unum lengur. Fjöldi framámanna og félaga- samtaka í Svíþjóð hefur snúizt gegn þessum aðförum. Gott dæmi mótmæla slíkra áðila, er yfirlýsing æskulýðssamtaka Frjálslynda flokksins í Gauta- borg, þar sem þvingunaraðferð- ir Rússa eru fordæmdar. Þar segir m. a. á þessa leið: „Aróður kommúnista meðal flóttamanna frá Eystrasaltslönd- um hefur á síðustu misserum aukizt um allan helming. Tíma- rit og blöð frá Sovétríkjunum og leppríkjum þeirra eru send í hverri viku á öll heimili flótta manna í Svíþjóð. Rússneskir diplomatar reyna með heimsókn. um og alls konar fortölum að fá flóttamenn til að snúa heim eða a. m. k. að skreppa i „skemmtiferð“ til heimalands- ins. í rússneskum blöðum eru stöðugt gerðar hatrammar árás- ir á flóttamennina og samtök þeirra. Það lítur út fyrir, að hér sé um að ræða nokkurs konar sál- fræðilegan hernað af hálfu Sovétríkjanna gegn baltnesku flóttamönnunum. Tilgangurinu með áróðri kommúnista er tal- inn vera sá, að sundra þe:m. og hræða þá frá því að taka þátt í starfi flóttamannasamtak- anna, og skapa jafnframt tor- tryggni gegn forystumönnum þessara samtaka. Áróðurinn reynir mjög á taug ar flóttamannanna og skapar þeim öryggisleysistilfinningu. — Þeim finnst þeir vera hundeltir og óttast mjög, að fylgzt verði með því, sem þeir taka sér fyr- ir hendur, og að það kunni að leiða til þess, að vandamenn þeirra í heimalandinu verði beittir hefndarráðstöfunum". 1 yfirlýsingunni er lögð á- herzla á nauðsyn þess, að mál- ið verði tekið upp í sænska ríkisþinginu og þar rannsakað hvert ekki sé hægt með álykt- unum eða lagasetningu að girða fydir þessar ofsóknir. „Aukinn stuðning'ur við sam- tök flóttamanna frá Eystrasalts- löndum og aukin upplýsinga- starfsemi", eru meðal þeirra að- gerða, sem í yfirlýsingunni eru taldar heppilegar til að stemma stigu við hinum rússneku of- sóknum. Landbúnaðardeilunni í Danmörku lauk sl. mlðvikudag með því að danska stjómin samþykkti að veita uppbætur, sem nema um 460 milljónum danskra króna. — Afgreiðslubann hafði verið á Iandbúnaðarvörum í tvo daga, og sést hér hvemig farið var með mjólkina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.