Morgunblaðið - 20.05.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.05.1961, Blaðsíða 1
«8. árg-angur 24 slður og Lesbók Kennedy og Krúsjeff hittast 3.-4, júní Fregnínni um fundinn fagnað á vesturlóndum Krdsjeff Kennedy Forseti S-Kdreu segir af sér — Herforingj amir nu einráðir með Öllu Seoul, S.-Kóreu, 19. maí. —• (Reuter) — í D A G ruddi hin hægri- sinnaða herforingjastjórn í Suður-Kóreu úr vegi síðustu stjórnarskrárlegu hindrunin- inni fyrir fullum völdum sín um í landinu, er Po Sun Yun, hinn 63 ja ára ga.nli forseti, sagði af sér embætti og gaf út yfirlýsingu, þar sem hann kveðst ekki hika við að taka á sig siðferðilega ábyrgð á því ástandi í land- inu, er leitt hafi til hylt- ingar herforingjanna. — Eft- ir þetta hefir Chang Do Yung hershöfðingi, formaður bylt- ingarráðsins, raunverulega öll völd í hendi sér, sem yfir- maður framkvæmdavaldsins og þjóðliöfðingi. — Þetta hefir það í för með sér, að Bandaríkin, er stóðu gegn byltingunni, sem og önnur erlend ríki verða nú að gera það upp við sig, hvort þau viðurkenna herforingjastjórn ina í S.-Kóreu eða ekki. ★ , < Byltingarstjómin hóf mikla „hreinsunarherferð“ um alla S.- Kóreu í dag. Hafa um 930 manns, sem taldir eru komm- únistar, verið handteknir. — Þá hefir ritstj órnarskrifstofum eins dagblaðs, „Min Jok Ilbo“ (Al- iþýðudagblaðið), verið lokað, og voru nokkrir úr ritstjórninni handteknir. ★ „RÓR í SINNI“ Yun forseti sagði m. a. í fyrrnefndri yfirlýsingu sinni, að hann segði af sér embætti „rór í sinni, því að mér er nú ljóst, að þjóðin bindur miklar vonir við byltingarráðið. — Og ég reyndi þó a. m. k. eftir beztu getu að koma í veg fyrir blóðs- úthellingar,” bætti forsetinn við. Hann hefir verið í stofufang- elsi síðan herforingjamir tóku völdin sl. þriðjudag. ★ EFNAHAGSMÁLIN Chang Do Yung hershöfðingi gerði í dag grein fyrir helztu stefnuskráratriðum byltingar- stjórnarinnar í efnahagsmálum. Þar er m. a. kveðið svo á, að bannað skuli að flytja kóreskt fjármagn úr landi, að viðlögð- um hörðum refsingum. Fyrir- hugaðar eru aðgerðir til að efla iðnaðinn í landinu og auka framleiðni hans. Komið skal í veg fyrir smygl með öllum til- tækum ráðum, höft á verzlun Framhald á bls. 23. Washington og Vínarborg, 19. maí. —- Þ A Ð var tilkynnt opinber- lega í Hvíta húsinu í Was- hington í dag, að ákveðinn hefði verið fundur þeirra Kennedys Bandaríkjaforseta og Krúsjeffs forsætisráð- herra Sovétríkjanna í Vínar- bor" dagana 3. og 4. júní nk. — og væri megintilgang- ur hans „að skiptast á skoð- unum um þau meginmál, er einkum varða sambandið milli hinna tveggja ríkja“.— í tilkynningu frá Hvíta hús- inu í dag um fundinn var lögð áherzla á það, að til- gangurinn með honum sé „ekki að ræða eða ná sam- komulagi um hin mikilvæg- ustu alþjóðamál, er snerta hagsmuni margra annarra landa“. Tilkynníng um fundinn var einnig gefin út í Moskvu í dag, og Moskvuútvarpið gerði hlé á útsendingu tón- listar til þess að skýra frá ákvörðuninni um fundinn. — Viðbrögð í höfuðborgum vesturlanda við þessum fréttum, sem reyndar komu ekki á óvart, hafa verið góð- ar og bera með sér, aðmenn vænta almennt nokkurs árangurs af fundum leiðtog- anna. # Undirbúningnrinn. Eins og kunnugt er, hefir mikill undirbúningur farið fram áður en samkomulag náðist um að halda þennan fund K&K, eins og þeir leiðtogarnir eru nú oft kallaðir í erlendum blöðum. — Blaðafulltrúi Kennedys sagði 1 dag, að forsetinn hefði náið sana Dand við leiðtoga annarra vest rænna ríkja um viðræðurnar um Krúsjeff. Hann hefði rætt málið við Diefenbaker, forsætisráðherra Kanada, í nýafstaðinni heimsókn til Ottawa — og sömuleiðis hefði hann staðið í nánu sambandi við þá alla, de Gaulle, Macmillan og Adenauer undanfarnar vikur um möguleika á slíkum „einkafundi“ með Krúsjeff. — Salinger blaða fulltrúi sagði, að eiginlega hefði undirbúningur fundarins staðið sjö vikur. Hinn 22. febrúar hefði Llewellyn Thompson, sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, flutt Krúsjeff orðsendingu frá Kenne dy. Síðan hefði forsetinn rætt möguleika á fundi með Krúsjeff við sovézka sendiherrann í Wash ington, Mikhail Menshikov, mán uði síðar, eða 22. marz. Loks hefði svo Menshikov borið Kennedy skilaboð frá Krúsjefff s.l. þriðju- dag, 16. þ.m., — og væri þá að Framhald á bls. 23. Vonir um árangur? Evian og Algeirsborg, 19. maí (Reuter). VIÐRÆÐURNAR um framtíð Alsírs, sem hefjast áttu í Evian síðdegis á morgun munu væntan- lega hefjast árdegis, þrátt fyrir hrakspár ýmissa aðila um, að ráð Einari Olgeirssyni stefnt fyrir siölaus meiöyröi j Líkir ritstjóra Morgunblaðsins við einn J j mesta glæpamann allra alda, nasistann \ Adolf Eichmann, sem ábyrgð ber á morðum 6 milljóna Gyðinga I ÞJÓÐVILJANUM sl. laug- ardag birtist ávarp frá Ein- ari Olgeirssyni, formanni Sósíalistaflokksins, undir yf- irskriftinni: íslendingar, það er hætta á ferðum. Er þar ráðizt heiftarlega að einum ritstjóra Morgunblaðsins, Eyjólfi Konráði Jónssyni, og sagt, að hann sé sama mann- gerðin og fasistinn og fjölda- morðinginn Adolf Eichmann. Orðrétt segir Einar Olgeirs- son m. a.: „Það er ekki lengra frá Eykon til Eich- mann en frá Göbbels til Gyðingamorða.“ Vegna þessa óttalega rit- stjóra og annarra álíkra, boð ar Einar Olgeirsson það, að hér þurfi að setja upp nokk- urs konar alþýðulögreglu, skirskotar til allra álíka góðra manna og hann telur sjálfan sig vera, því að glæpamenn á borð við Eyi- Einar Olgeirsson ólf beri „ábyrgð á gerðum sínum frammi fyrir þjóð- inni og sögunni.“ Það er ekki venja ritstjóra Morgunblaðsins að höfða mál út af meiðyrðum, en hér er um að ræða einhverja Framh. á bls. 23 stefna þessi mundi aldrei verða að veruleika. — Gert var ráð fyrir því, að ráðstefnan byrjaði ekki fyrr en síðd. á morgun, eins og fyrr segir, en nú er ákveðið að hefja hana í fyrramálið — og flýta henni sem verða má. Lausafregnir frá AlgeirsbOrg herma, að franskir öfgamenn þar hafi sent út „munnlega orðsend- ingu*', þar sem hvatt er til alls- herjarverkfalls til þess að mót- mæla samningaviðræðunum í Evian. Ekki eru menn almennt trúaðir á, að ofstækismenn hafi erndi sem erfið í þessu efni. Harka — en von inn árangur GENF, 19. maí. (Reuter) — —Allharðar deilur voru á Laos-ráðstefnunni hér í dag. Einkum var það fulltrúi N- Vientnam, sem réðst að Bandaríkjunum með tals- verðu offorsi, m/o og að Suð-austur-Aísubandalaginu. Fulltrúi Bandaríkjanna svaraði og sagði, að komm- únista-sendinefndirnar væru að reyna að fá frjálsar þjóð ir Asíu til þess að „villast" undir einræðísstjórn komm- únismans. Þrátt fyrir hörð orða- skipti, telja flestir — þar á meðal Home lávarður, utan ríkisráðherra Bretlands — að ráðstefnan hafi farið bet- ur af stað og lofi meiri ár angri e mátt hefði vænta fyrir fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.