Morgunblaðið - 20.05.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.05.1961, Blaðsíða 8
ð MORGV1VBLAÐ1Ð Laugardagur 20. maí 1961 Framtíö Afríku veltur á menntun íbúanna sagði Golda IUeir í fyrirlestri í gær 1 GÆR kl. 12.30 buðu félag- ið ÍSRAEL-ÍSLAND og Verzlunarráð íslands utan- ríkisráðherra ísraels, frú Goldu Meir, til hádegisverð- ar í Tjarnarcafé. Var þar húsfyllir, og að hádegisverði loknum hélt frúin fyrirlestur sem vakti mikla athygli. — Ræddi hún ástand og erfið- leika hinna ungu ríkja í Afríku og Asíu og kryddaði ræðu sína með mörgum dæm um úr eigin reynslu á ferða- lögum um þessi ríki. Hún kvað Afríkuríkin hafa hiotið allt sem bezt yrði á kosið frá náttúrunnar hendi sól, vatn, frjósama jörð, málma, trjávið o. s. frv. Eigi að síður lifðu Afríkubúar við verri kjör en flestir aðrir. Milljónir manna hefðu t.d. aldrei bragðað mjólk eða egg, sjúkdómar væru taldir til náttúrulögmálanna, og fráfræð in vær óskapleg. Hér ætti hvíti maðurinn mikla sök og hefði ríka skyldu að bæta fyrir brot sín. Það yrði hins vegar ekki gert með því einu að senda um- frambirgðir af hrísgrjónum eða hveiti til Afríku, þó slíkt væri auðvitað góðra gjalda vert. Það sem máli skipti væri að kenna Afríkumönnum að færa sér í nyt þær auðlindir sem þeir ættu sjáifir. Þac væri hefð að skipta mönnum 1 ríka og snauða, sagði frúin, og ætti sú skipting fulian rétt á sér, því misræmið í kj<ir- um manna væri hörmulegt. En samt væri önnur skipting miklu öriagaríkari, þ. e. a. s. skipting manna og þjóða í lærða og óia-írða, því hér væri megin- ástæðan fyrir hörmungum Afríku. Ef íbúar Afríku hefðu verið menntaðir og þjálfaðir til að nýta lönd sín, stæðu þeir hvergi að baki Evrópumönnum. Hún nefndi sem dæmi ungt ríki með 14 milljónum íbúa þar sem ekki var einn einasti innfæddur læknir. Ástandið á öðrum svið- um var í samræmi við það. Goida Meir lagði áherzlu á, að minnimáttarkénnd Afríkubúa væri með öllu ástæðulaus. Óþol- inmæði þeirra væri líka eðlileg, þeir gætu ekki beðið eftir hæg- fara þróun, sem hefði tekið aldir í Evrópu, vegna þess að þeir lifðu í heimi, sem væri stöðugt að skreppa saman, og sæju hvernig umheimurinn lifði. Velgengni Evrópu ætti m. a. rætur að rekja til arðránsins sem rekið var í Afríku og Asíu öldum saman. Golda Meir benti á, að smærri þjóðir ættu að mörgu leyti hæg- ara með að koma til liðs við Afríkuríkin, vegna þess að þær ælu ekki á heimsvaldastefnu eða öðrum annarlegum sjónarmiðum. Lýsti hún með nokkrum orðum því mikla átaki sem ísraelar eru nú að gera til að hjálpa Afríku- mönnum til sjálfsbjargar, og var sú frásögn vissulega fróðleg og áhrifamikil. Að loknum fyrirlestri frúar- innar ávarpaði Hendrik Ottósson Frú Ragnheiður Ei- ríksdóttir sjötug ÁSTÆÐULAUST er að biða alltaf hinzta tækifærisins, og nú vil ég ekki sleppa góðu tæki- færi til þess að færa frú Ragn- heiði Eiríksdóttur, kveðju í sam bandi við sjötugs afmæli henn- ar. Ég játa þó, að það finnst mér að sumu leyti mér ofvax- ið vandaverk, því að hún er ein þeirra valkvenna, sem eiga skil- ið þá manníýsingu, sem er að- eíns listamanna meðfæri. Lífs- verk slíkra kvenna, sem oftast er mikið, er jafnan unnið í kyrr þey, og það vilja þær sízt hafa í sýningagluggum. Mér verður það lengi minnis- stætt, hvaða orð skólameistari Sigurður Guðmundsson hafði um frú Ragnheiði. Henni sjálfri hafði hann þó ekki kynnzt neitt að ráði, en minnsta kosti fimm böm hennar hafði hann haft í sínum ágæta skóla, fjórir syn- irnir stúdentar frá Menntaskóla Akureyrar. Þetta rifjar svo upp hið einkennilega fyrirbæri í konungabókum Israelsmanna, að þegar konungunum er lýst, bæði hinum góðu og vondu, þá er þess oft getið, hver hafi verið móðir þeirra. Til dæmis er sagt um einn þeirra: „Hann var tuttugu og fimm ár ríkti hann í þá er hann varð konungur, og tuttugu og fimm ár ríkti hann í Jerúsalem. En móðir hans hét Jóaddin og var frá Jerúsalem. Og hann gerði það sem rétt var í augum drottins". Og um Hiskía Júda-konung er sagt: „Hann var tuttugu og fimm ára gamall, þá er hann varð kon- ungur, og tuttugu og fimm ár ríkti hann í Jerúsalem. Móðir hans hét Abia Sakaríadóttir. Og hann gerði það sem rétt var í augum drottins". Þessa er ekki getið um alla konungana, en um suma þeirra hefur söguritaranum þótt við- eigandi að geta mæðranna. Hafa sennilega legið til þess gildar orakir. Sú hönd sem sign ir vögguna ræður oft meiru |um velfarnað þjóða, en marg- ur hyggur. hana nokkrum orðum og þakk- aði henni komuna til íslands, um ieið og hann bar ísraelum kveðj- ur íslendinga. Vegirn'r aldrei jafn siæmj AÐALGEIR Sigurgeirsson frá Húsavík var að afhlaða stóra flutningabíiinn sinn við Sendibílastöðina, þegar við hittum hann að máli um 6 v leytið. Hann hafði komið hei.^ri an frá Húsavík með flutning kl. 3,30 síðdegis. — Svo lesta ég í fyrramálið og fer undir eins Og það er búið um miðian dag á morgun, sagði hann. — Og hvað gerirðu þér til skemmtunar í höfuðstaðnum kvöldið sem þú stanzar? Ferðu á Borgina? — Ég erinda fyrir náung- ann, fer með pakka, kaupi inn o. s. frv. Meira en nóg að gera við það! Aðalgeir hefur ekið milli Reykjavíkur og Húsavíkur með flutning í 5 ár og um dag inn komst hann í blöðin, þeg- ar vegirnir voru svo vondir að hann var hálfan mánuð á leiðinni heim. Þetta var fyrsta ferðin hans á nýjum Mercedez Benz bíl sem kostaði hann 320 þús., svo það var ekki mjög gott, eins og hann orðaði það. En í svona vinnu verður að taka því, bætti hann við. • 14 mánuð á heimleið — Ég hefi aldrei sér vegina svona vonda á vorin, segir Að- algeir. Norðurvegurinn sums staðar eins og stundurtætt flag. Það hefur verið svo mik- ill klaki í jörðu Og enginn snjór, klakalagið allt að einn metri á þykkt sums staðar í Aðalgeir Sigurgeirsson við bíl sinn öxnadalnum. Þá kemst vatn- ið ekki niður og engin fyrir- staða er fyrir bílana. Þarna um daginn iagði ég af stað laugardaginn 29. apríl og var kominn norður í Varmahlíð um miðjan dag á sunnudag. En þá var allt ófært. Við vorum 4 saman með þunga bíla og ókum út á Sauðárkrók. 1. maí fengum við lítinn bíl með drifi á öllum hjólum með okkur til Akureyrar og sáum að varla var hægt að komast leiðar sinnar á honum, hvað þá stórum bílum. Þeir hinir losuðu farminn í flóabátinn Drang, en ég flaug norður til Húsavíkur og beði þar í viku, Þegar vegurinn fór að skána, fékk ég bil til að taka hluta af farminum og komst þannig norður til Akureyrar á upp- stigningardag, og beið þar fram á næsta mánudag, þegar vegurinn til Húsavíkur opn- aðist eftir þriggja vikna lok- un. Annars hefði þetta getað farið ver með vegina, ef ekki hefði þorrnað svona fljótt. • Langur vinnudagur — Þetta er erfið vinna, er það ekki Aðalgeir? Er nokk- urn tíma frí? — Vinnudagurinn er venju- lega frá 7 á morgnana til kl. 10, 11 eða 12 á kvöldin. Ann- ars sköpur* við okkur vinn- una sjálfir, þar sem við erum með eigin bíla, og tökum okk ur yfirleitt aldrei frí, nema þegar drottinn gefur okkur það með ófærð. Og það hefur verið sjaldan undanfarna tvo vetur. — Nóg að gera í þessum fiutningum? — Jái við höfum vérið tveir i flutningum til Húsavíkur og virzt nóg fyrir okkur að flytja. Annars eru flutningar með bílum alltaf að aukast. Flutningarnir ganga fljótar og vörurnar koma fyrr á áfanga- stað þannig, þar eð skipsferð- ir eru strjálar, og þær verða fyrir minna hnjaski. Meðan við spjöllum við Að- algeir er stöðugur straumur af þessum geysistóru bilum að stöðinni. Bílar merktir Ak- ureyri, Sauðárkrókur og stór- ir bílar frá Akranesi með aft- anívagna Þeir munu geiÆ tekið allt að 12—14 lesta hlass, ef vegir eru þurrir. Það er ekki undarlegt þó hlifa þurfi vegimum á vorin, þegar slík flykki eru á ferðinni. ! Með sinni frábæru geðprýði hefur frú Ragnheiður Eiríks- dóttir veitt forstöðu stóru heim- ili. Fjölskyldan var mannmörg og gestakoma mikil, því að m.a. var um langt skeið mikið at- hafnalíf á Sólbakka, bæði við útgerð og síldarbræðsluna, en margt annað var og orsök þess, að oft bar þar gest að garði. Þótt hin góðu böm Ragnheiðar muni oft hafa létt henni störf- in, var þáttur hennar eigi smá- vægilegur. Hún hefur þjónað og fórnað, en ekki heimtað, og nú er hún rík, því að hún á auðinn hinn bezta: barnalán mikið og einnig er hún rík hjá Guði. Hún er guðelskandi kona, en siíkt hefur löngum verið aðalsmerki landsins beztu mæðra. Um þessa dyggð sagði hinn athafnamikli og vel mennti postuli, Páll frá Tarsus, að guð- ræknin væri til „allra hluta nytsamleg“, og þá auðvitað ekki sízt við uppeldi æskumanna og heimilisstjórn. Frú Ragnheiður ætti skilið þá beztu kvenlýsingu, sem mál- hagir menn geta samið. Um hina „vænu konu“ segir höf- undur Orðskviðanna þetta: „Hún opnar munninn með speki, og ástúðleg fræðsla er á tungu hennar. Hún vakir yfir því sem fram fer á heimili hennar, og etur ekki letinnar brauð. Synir hennar ganga fram og segja hana sæla, maður hennar gengur fram og hrósar henni: „Margar konur hafa sýnt dugnað, en þú tekur þeim öllum fram!“ Þannig mundi Ásgeir Torfa- son hafa talað, og sem betur fer, getum við fleiri talað þann- ig, og vissulega ganga böm frú Ragnheiðar fram og „segja hana sæla“. Börn þeirra hjóna voru átta. Sjö þeirra eru á lífi og öll heim ilisfeður og mæður. Dætumar tvær: María, hjúkrunarkona, gift Gunnari Böðvarssyni, starfs manni landssímans og Hanna, gift Magnúsi Konráðssyni, raf- virkja og oddvita á Flate-ri. Bræðurnir fimm: Ragnar læl-ú- ir í Isafirði, kvæntur Laufe; u Maríasdóttur, Haraldur, veix- fræðingur, kvæntur Halldóru Einarsdóttur, útgerðarmanns í Bolungarvík, Önundur, lögfræð- ingur og viðskiptafræðingur, kvæntur Evu, dóttur Ragnars Ásgeirssonar, garðyrkjuráou- nautar, Ásgeir, lyfjafræðingur, kvæntur Guðrúnu Magnúsdótt- ur, og Torfi, kvæntur Valgerði Vilmundardóttur. Torfi hefur sambýli við móður sína á Sól- bakka og hefur systkinanna mest verið hennar önnur hönd. Frú Ragnheiður er fædd 22. maí 1891 að Hrauni á Ingjalo.s- sandi. Foreldrar: Eiríkur Sig- mundsson og kona hans Sig- ríður Jónsdóttir. Þau fluttu frá Ingjaldssandi til Flateyrar árið 1905, hefur Ragnheiður þá ver- ið 14 ára, 18 ára giftist hún Framh á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.