Morgunblaðið - 20.05.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.05.1961, Blaðsíða 24
f fáum orðum sagt Sjá bls. 10 111. tbl. — Laugardagur 20. maí 1961 Albert Schweitzer Sjá bls 13. Verkfall 29. maí? Stjórn Dagsbrú'nar fekk fundar- samþykkt fyrir því í gær I GÆRKVÖLDI efndi Verka mannafélagið Dagsbrún til fundar í Gamla Bíói og var til umræðu tillaga um heim- ild til handa trúnaðarmanna ráði félagsins um að efna til vinnustöðvunar 29. þ.m. ef ekki hefðu tekizt samn- ingar við vinnuveitendur fyr ir þann tíma. Eðvarð Sigurðsson fylgdi til- lögunni úr hlaði og rakti samn- ingaviðræður við atvinnurek- endur, sem staðið hefðu frá því 15. jan. í vetur án árangurs. Tillagan hljóðar svo: „Fundur í Verkamannafélag- inu Dagsbrún, haldinn í Gamla Bíói 19. maí 1961 samþykkir að trúnaðarmannaráð félagsins lýsi yfir vinnustöðvun frá og með 29. þ m. hafi ekki fyrir þann tíma tekizt samnmgar við atvinnurek- endur um kaup og kjór verka- manna.“ Var hún samþykkh Fram kom á fundinum gagn- rýni á það að jafn örlagaríkt mál sem þetta, væri til lykta leitt á fundi, þar sem enginn möguleiki væri á að meira en þriðjungur félagsmanna gæti Tvœr heið- ar óruddar í MORGUN átti að fara fyrstu áætlunarferðina til Siglufjarðar frá BSÍ. Siglu- fjarðarskarð opnaðist í gær og þá hafa aliir fjallvegir á aætlunarleiðutn Bfaí opn- azt að undantek aura íveim- ur heiðam á Vestfjörðum — að því er BSÍ upplýsti í gær. Þorskafjarðarheiði er enn lokuð svo og Breiðadals- heiði, en það er fyrsta heið- in, sem farið er i"n á leið- inni frá ísafirði til Reykja- víkur. Verkfoll boðuð á Akurni AKUREYRI, 19. maí. — Iðja, fé- lag verksmiðjufólks á Akureyri, hefur boðað vinnustöðvun frá og með 29. þ.m. hafi ekki tekizt samningar þá. í kvöld er sam- eiginlegur fundur hjá Verka- mannafélagi Akureyrar og Verkn kvennafélaginu Einingu og mun trúnaðarmannaráð félaganna leita umboðs til þess að lýsa yfir vinnustöðvun. SÍÐARI FRÉTTIR: Á fundinum í gærkvöld fengu trúnaðarmannaráðin um beðna heimild. Skutu ráðin þeg ar á fundi og samþykktu að boða verkfall frá og með 29. þ. m. — Þar með hafa þrjú verkalýðsfélög hér boðað verk- fall í lok mánaðarins. látið álit sitt í ljós með atkvæða- greiðslu. Bent var á að eðlilegast væri að allsherjaratkvæðagreiðsla skæri úr um þetta mál. Að lokinni frumræðu for- manns iélagsins tilkynnti fund- arstjóri Guðmundur J. Guð- mundsson að tillagan yrði bor- in upp ekki seinna en kl. 10,30. Var hún borin upp um kl. 11, en síðan var orðið ekki gefið frjálst, en umræðum slitið á þeim forsendum að enginn væri á mælendaskrá. Hvítasunnuferð LAGT verður a' stað í hvíta- sunnuferð ungra Sjálfstæðis- manna til Vestmannaeyja kl. 2.30 í dag frá Valhöll við Suðurgötu. Allar upplýsingar eru veittar í Sjálfstæðishúsinu sími 17100. Frá Dagsbrúnarfundinum í gærkveldi. (Ljósm. Mbl.; Markús) Tími kominn fyrir íslendinga að ákveða sig í viðskiptamálum Gylíi Þ. Gíslason segir fra Osló-fundi og stofnun samstarxsnefndar atvinnuvieganna EF BRETAR og einhverjar aðrar þjóðir í Fríverzlunar- svæðinu tengjast Markaðs- bandalagi Evrópu, þá verð- ur það mikllu brýnna en áð- ur fyrir okkur íslendinga að athuga okkar gang í þessum málum. Þannig mælti Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráð- herra er Mbl. átti stutt sam- ttal við hann í gær um skyndiför hans og Jónasar Haralz ráðuneytisstjóra á fund viðskiptamálaráðherra Norðurlanda. Ráðherrann upplýsti blað- ið einnig um það, að ríkis- stjórnin ynni nú að því að koma á fót samstarfsnefnd atvinnuveganna til þess að veita hinum ýmsu stofnun- um og þáttum atvinnulífsins upplýsingar um, hvaða þýð- ingu nánari þátttaka íslands í efnahagssamstarfinu hefði og hvað það gæti kostað okkur að standa þar fyrir utan. Fram að þessu hefur sérfræðinganefnd verið starf andi í málinu, en nú fer að koma að því að fulltrúar at- vinnuveganna verði kallaðir til viðræðna við ríkisstjórn- ina um málið. Bretar ræða við sexríkin Gylfi Þ. Gíslason sagði að það hefðu verið viðskiptamálaráðherr ar Norðurlandanna, sem sátu skyndifundinn í Osló og Jens Otto Krag utanríkisráðherra Dana, sem átti nýlega persónulegar við ræður í London við brezku rík- isstjórnina um þróun viðskipta- málanna. Tilefni var að viðræður hafa farið fram að undanförnu milli Breta og sexríkjanna í Markaðs bandalaginu um hvernig leysa megi þann ágreining, sem varð þess upphaflega valdandi að Bretar urðu utanveltu við Markaðsbandalagið. Ef til þess kemur að Bretar gangi í Markaðs Frh. á bls. 23 Handrita- málið til umræðu 6. og 7. júní KAUPMANNAHÖFN, 19. mai. (NTB) — Handritamáliö svo- nefnda kemur til afgreiðslu í danska þjóðþinginu dagana 6. og 7. júní n. k., að því er tilkynnt vax í Kaupmanna- höfn í dag. ( Verður handritamálið (þ. e. frumvarpið um að afhenda íslendingum hluta þeirra handrita í dönskum söfnum, sem sérstaklega snerta ísland) eitt síðasta málið, sem til um- ræðu kemur í þinginu áður en því verður slitið — hinn 8. júní. Sprengiefni frá stríðs- árunum fannst eystra AUSTUR á Seyðisfirði mun hafa fundizt allmikið magn af sprengi cfni, sem þar hefur legið i jörðu frá styrjaldarárunum. Ekki er fullkannað, hvort það er virkt, en það er grafið undir klettum, um 200 metra ofan við hafnar- bryggjuna. * * * Ungur maður úr Reykjavík var á ferð fyrir austan í vikunni. Maður þessi hefði í bernsku átt heima á Seyðisfirði jg séð til Breta, er þeir grófu sprengiefn- ið á fyrrgreindum stað (að því er næst verður komizt). Kirkjuvígsla við Úlfljófs- vatn á morgun Á MORGUN vígir biskupinn yfir 1 endurnýjun kirkjunnar. íslandi, herra Sigurbjörn Einars- Athöfnin hefst kl. 2 á hvíta- sem nýlega hefur verið endur-1 sunnudag og viðstaddir verða son, kirkjuna að Úlfljótsvatni, byggð og bætt. Þetta er gömul bændakirkja, sem féll í hlut Rafmagnsveitna ríkisins, er þær keyptu jörðina. séra Gunnar Jóhannesson, próf- astur að Skarði, og sóknarprest- urinn, Eiiikur Eiríksson. Vígslu- vottar verða séra Ingólfur Ást- marsson og prófessor Jóhann Þegar hann heimsótti Seyðis- fjörð núna, nær tuttugu árum síð ar, rifjaðist þetta upp fyrir hon- um og fór hann að hyggja að sprengiefninu og gróf það upp. Ekki reyndist Mbl. unnt að fá nákvæma lýsingu á þessum fundi í gærkvöldi, en sprengiefnið mun vera í „túbum“, í málmkössum. Hafa fundizt 2—3 „hrúgur“ í hol um með nokkurra metra milli- bili, en ekki er ljóst hvort sprengiefnið í holunum er terígt saman. Þegar ungi maðurinn kom aftur til Reykjavíkur gerði hann lögreglustjóra aðvart. Varðskip- ið Þór fór inn til Seyðisfjarð- ar og fóru varðskipsmenn á land til þess að athuga málið. Ekki hreyfðu þeir við neinu, þar eð þeir töldu sig ekki hafa fullkomna reynslu í að eiga við sprengiefni sem þetta. Varð- skipið hélt frá Seyðisfirði í gær. í dag mun sérfræðingur lög- reglunnar, Þorkell Steinsson, fljúga austur til að kanna hvort Staður sá, er sprengiefnið fannst á, er fjarri alfaraleið. Sáttasemj- ari til Húsavíkur Húsavík, 19. maí VERKFALLI® skellur á hér ann að kvöldi, ef ekki takast samn- ingar á morgun. Atvinnurekend- ur gerðu tilboð á miðvikudaginn en því var hafnað. Sáttasemjari fyrir Norður- landi, Steindór Steindór.sson_ menntaskólakennari, kemur hing að á morgun og hefur hann boð- að fund með atvinnurekendum og verkalýðsfélaginu. — Geysi- góður afli er nú á handfæri. Sex þilfarsbátar róa héðan svo og 30 trillur og 10—20 trillur bætast við næstu daga, ef ekki verður verkfall. En skelli verkfallið á stöðvast alir róðrar oe alt at- Hafa Rafmagnsveituinar annazt Hannesson. sprengiefnið er virkt eða ekki. vinnuíf lamast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.