Morgunblaðið - 20.05.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.05.1961, Blaðsíða 17
Laugardagur 20. maí 1961 MORCVNBLAÐ1Ð 17 Þórdís Egilsdóttir — minning í DAG verður jarðsomgin frá ísafjarðarkirkjiu frú Þórdís Egils dóttir, ek'kja Þorsteins heitins Guðmundssonar, klæðskerameist ara. Þórdís var fædd að Kjóa- etöðum í Biskupstungum órið 1878. Hún var mikiihæf lista- (kona og brautryðjandi í útsaumi úr íslenzfcri ull. Litina í verk eín vann iiún úr íslenzíkum jurt- um og þykir útsaiumur hennar frábærlega fagur og vandaður. Frú Þórdís hélt sjálfstæða sýn- ingu í Reykjavík árið 1930 og öðru sinni sjö árum síðar. Út- saumur hennar var einnig á íieimssýningunni í New York árið 1939 og íslenzka ríkið hefur keypt nokkur verk hennar. — Heimili þeirra Þorsteins á fsa- firði var jafnan rómað fyrir xnyndarbrag og höfðingssfcap. Með frú Þórdísi er liðinn einn mætasti borgari ísafjarðarkaup- staðar. — Konan í heimi Framh. af bls. 6. arbragða eða kynferðis. Áður en fyrsta stjómin var kjörin í ísra- él, veitti bráðabirgðaráðið kosn- ingarétt ölluim konum og körl- ium, sem nóð höfðu 18 ára aldri. Eins og oft hefur verið á bent höfðu arabískar konur hvergi fengið að kjósa áður en fsraels- ríki var stofnað. Eftir það fóru einstöku Arabaþjóðir og rýmka hag kvenna. Á fyrsta þingi ísnaels voru konur kjörnar í ellefu þinigsæti af eitt hundrað og tuttugu. Enn er þetta of lág hlutfallstalia en er þó hin þriðja hæsta meðal þing ræðisrilkja heimst. Ein þessara þingkvenna hefur um árabil ver ið varaforseti þingsins og allar hafa þær af hæfni og samviaku- semi tekið þátt í störfum þings- áins og átt xnikilsverðan þátt í störfum þeirra nefnda, sem fara með menningarmál og félagsmál. Þingið er orðið óbugisandi án þeirra og við væntum þess, að þeim fjölgi áður en langt um líð ur. Einna mest ber á • þátttöku kvenna í héraðsstjórnum og bæj arstjórnum fsraels svo og verka lýðsráðum. Til þessa eru konur einfcar hæfax vegnia hinnar víð- tæku félagsstarfsemi sem fconur hafa þróað með sér svo og vegna haldgóðrar menntunar sem marg ir innflytjendur höfðu hlotið áð Ur en til fsraels kom. . Jafnræði karla og kvenna er mýnæmi þeim tugþúsundum kvenna sem koma frá hinum ná lægari Austurlöndium og Afríku. I>ær teljia það því ekki sjálfs'agð- en hlut, en kunna vel að meta það og eru ákveðnar í að færa sér það í nyt eftir beztu gietu, — þeim sjálfum, — fjölskyldum þeirra og þjóðfélagi til hagsbóta Af sömu ástæðum færa arabísk- ar konur sér í nyt í auknum mæli hinar nýju memntastofnan iir og eru fúsar að taika að sér op Pétur Sigurðsson. 500 mótmæla Kaupmannahöfn, 16. maí (Frá Siguröi Lindal). — DÖNSKU blöðin herma í morg- un, að tala vísindamanna sem undirritað hafa mótmæli gegn afhendingu íslenzku handrit- anna sé komin upp í 500. Þá birtir Politiken neðanmáls grein eftir prófessor Hjelmslev sem kallast „Hin fornnorrænu handrit“. Höfundurinn staðhæf- ir að handritin séu ekki í eig- inlegum skilningi íslenzk held- ur samnorræn eign og sé hin fyrirhugaða handritaafhending ósanngjörn þeear af þeirri ástæðu. !— / fáum orðum Framh. af bls. 15. mennirnir horfnir. Einn þeirra hét Guðmundur. M^Sur minni verður auð- vitað hverft við og gengur frá Gullhúsám, þar sem við bjuggum, heim að Berjadals- ám, en það er um 10 mínútna gangur. Þar var ljósmóðirin og mamma segir henni að menn- irnir hafi drukknað. Ljós- móðirin kom með henni heim og þær fundu líkin sex í fjörunni og gerðu þeim til góða í skemmu skammt frá húsinu okkar. Þegar þær höfðu lokið því, var komið fram nótt og móðir mín dauðþreytt. Hún leggur sig undir eins að sofa, en þá kemur Guðmundur til henn- ar í draumi og ér allsnakinn. Hann segir: „Sæl vertu, Guð björg mín, ég vil fá nafnið". Þá segir móðir mín: „Þú get- ur ekki fengið það, huldu- konan á að fá það“. „Það gerir ekkert", segir hann. „Ég vil fá nafnið hans sem liggur í vöggunni". „Það get- ur þú ekki fengið“, ítrekar móðir mín og síðan fer Guð- mundur. Næstu nótt dreymir móður mína huldukonuna. Hún kemur til hennar og segir: „Ég ætla ekki að ásaka þig, þó þú látir hann fá nafnið fyrst hann sækir það svona fast, en þú verður að hjálpa mér seinna, ef ég þarf með“. Þriðju nóttina kemur Guð- mundur aftur og er nú al- klæddur. Mamma lá í rúm- inu sínu vakandi. Hann geng ur að vöggunni minni og segir: „Sæll vertu nafni“, tek ur mig upp, lyftir koddanum og eins og hann láti pen- ingaveski undir hann, legg- ur mig svo aftur í rúmið og kveður. En þegar að var gáð voru engir peningar undir koddanum, en allir sögðu að þetta væri gæfu- merki“. „En þú ert ekki nafni hans, ekki heitirðu Guðmund ur, Lási?“ „Jú, ég heiti einmitt Guð- mundur og er Angantýsson, en þegar við vorum á Hótel Heklu vorum við þrír Guð- mundarnir, svo þeir sögðu það væri bezt að kalla mig Lása. Nú hef ég verið kall- aður það í 39 ár alls staðar nema í Vestmannaeyjum þar er ég enn kallaður Guð- mundur, en nafnið hefur áreiðanlega verið mér til gæfu, og svo er annað: Einu sinni þegar ég var drengur og fór um Óshlíðina gangandi að vorlagi, lagðist ég niður við lækinn í Selja- dal og fékk mér áð drekka eins og siður var. Geng svo spölkorn áfram eri heyri þá, að þrisvar sinnum er kallað: Gummi. Móðir mín hafði sagt mér að líta ekki við, ef ég heyrði kallað, svo ég gekk rakleitt áfram, en nokkru síðar sé ég konu sitja á kletti og er að prjóna. Hún segir við mig: „Þú heldur upp á þann sið að drekka vatnið í Seljadalslæk, þú verður lánsmaður, guð blessi þig“. Svo kvaddi huldukonan mig og gekk inn í klettinft sinn, en ég hélt áfram för- inni inn í minn klett, sem þeir kalla lífið. Kannski eru þetta skýring- arnar á því að ég hef alla tíð verið lánsmaður. Trúðu mér, lánið er með mér, bæði á sjó og landi. R'agnar segir að allt sem hann geri fyrir mig margfaldist hjá honum, þarna sérðu. Guð launar fyr- ir hrafninn“. M. iMl» ■MMhMMMIMhMB inber störf, sem þeim eru falin af samstarfsmönnum þeirra. í utanrí'kásþjóniustu ísraels taka fconur mikinn þátt bæði heima fyrir og erlendis. Mér þyk ir ánægja að því, að þrír sendi- herrar í ísrael — sendiherra Kan ada, Brazilíu og Guatamala eru konur. Það bendir ljóslega til þeirra breytinga, sem orðið hafa á stöðu konunnar í almennu lífi og aulknum áhrifuim þeirra í stjómmáluim. Meguim við efcki vona, að þvi meiri áhrif og þátt, sem fconur fá í stjómmálum allra landa muni þær hjálpa meir til að verja mannfcynið hugsunarlausu heraaðaræði og ólýsanlegum hörmungum — að þær hjálpi til að veita mannlegri orfcu meir og meir inn á braut friðar og uppbyggingar? Aðalfundur Félags flug- umsjónarmanna NÝLEGA var haldinn aðalfund- ur í Félagi flugumsjónarmanna á íslandi. Starfandi félagsmenn eru nú 21, hjá Flugmálastjórn íslands, Flugfélagi íslarids Og Loftleiðum. Meðal annara mála voru rædd- ir möguleikar á að taka þátt í al- þjóðasamtökum Flugumsjónar- manna, sem hafa aðsetur í Moníreal. Stjórn félagsins sfcipa nú: Guð- mui.dur Snorrason, formaður; Marinó Jóhannsson, gjaldkeri og I Ólafur Axelsson, ritari. Jóhann Briem við eina af myndum sínum, er nefnist „Hestar í grænni brekku“. Jóhann Bríem heldur málverkasýningu í DAG kl. 2 opnar Jóhann Briem málverkasýningu í Bogasal Þjóð- minjasafnsins. Á sýningunni eru 26 olíumálverk. Sýningin verður opin í 9 daga kl. 14—22 e.h. Jóhann hafði síðast sýningu í Bogasalnum fyrir hálfu öðru ári og eru allar myndirnar á þessari sýningu málaðar síðan, að 4 undanteknum, sem þá voru á umferðarsýningu í Rússlandi og Póllandi. Á þessari sýningu eru horfnar grindverkakomposistion1 irnar, sem svo mjög einkenndu | þá síðustu. En ennþá eru þar hestar, í öllum litum, og önnur húsdýr. Náttúrufræðingur einn,' sem leit inn í Bogasalinn hafði; orð á því að hann gæti vel sætt sig við hestana meðan þeir væru bláir, en þegar þéir væru orðnir grænir, þá gengi þetta ekki leng- ur. Stærsta altaristaflan Jóhann hefur verið mjög at- hafnasamur síðan hann hélt sýn- ingu. Auk þess sem hann hefur málað allar þessar myndir, vann hann í fyrrasumar að því að gera altaristöfluna í kirkju Óháða safnaðarins, sem er stærsta altar- istafla á landinu, og hann kennir Gamanleikurinn Sex eða 7, vorleikur Leikfélags Reykja víkur hefur nú verið sýndur fimm sinnum og vakið mik- inn hlátur áhorfenda, enda einn vinsælasti gamanleik- ur sem komið liefur fram er lendis á síðari árum. Næsta sýning verður á 2. í hvíta- sunnu, en sýningum lýkur um næstu mánaðamót. Myndin sýnir skoska aðals- manninn og bóndann (Guðm. Pálsson) amerísku tengdamömmuna (Regínu Þórðard.) ungu eiginkon- una (Helga Yaltýsd.) og hinn ráðagóða tengdapabba sem fyrr allan veturinn í Laugar nesskólanum. Þetta er 7. einkasýning Jó- hanns í Reykjavík. — Ég var orðinn leiður á að sýna alltaf í skammdeginu, sagði hann við fréttamann blaðsins í gær. Mér þykir gaman að sýna einu sinni í fullri birtu. Og myndir hans tóku sig mjög vel út í vorbirt- unni. Flestar myndirnar á sýning- unni eru frá íslandi. Ein mynd frá Via appia í Róm sker sig þó úr. Himinninn yfir Rómaborg er rauðbleikur og mifclu drunga- legri en íslenzki himininn, sem er víða gulur og bjartur á mynd- um Jóhanris. Afmæli Framh. af bls. 8. Ásgeiri Torfasyni. Sambúð þeirra var svo sem bezt getur verið. Ásgeir var drengur góð- ur og einnig karlmenni, ýmsu vanur á lan'di og sjó, togara- skipstjóri um tíma, seinna verk- stjóri og verksmiðjustjóri. Ragnheiður er mikil geðprýð- iskona, en vel fer saman hin kvenlega geðprýði og karl- mennska drengskaparmannsins. Heimilinu fórnaði frú Ragn- heiður kröftum sínum fyrst og fremst, bæði andlegum og lík- amlegum, og svo gera jafnan hinar hyggnustu og þjóðholl- ustu konur. Ein voru þó þau félagsmál, sem hún gat ekki látið afskiptalaus. Það var bind- indismálið. Því unni hún og því lagði hún lið eftir föngum, það var í hennar augum mikil- vægt slysavamamál og velferð- armál. Hún var góður félagi stúkunnar á Flateyri, og þar átti hún einnig samfylgd eigin- manns síns. Það sem hér hefur verið sagt um frú Ragnheiði Eiríksdóttur, mundi margur, sem kynnzt hefur henni, en minna venzlað- ur en undirritaður, viljað hafa sagt, og meira, en síðast þess- ara orða færi ég henni inni- legustu þakkir okkar hjónanna fyrir hinar mörgu góðu stundir á heimili þeirra hjónanna um áratugi, og óska henni blessun- ar drottins allar stundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.