Morgunblaðið - 20.05.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.05.1961, Blaðsíða 12
12 MORCllTSBLAÐIÐ Laugardagur 20. maí 1961 Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Franikvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. DÖMSTÓLAR OG MEIÐYRÐI F'rá því er greint á öðrum stað í blaðinu, að Eyjólf- ur Konráð Jónsson, ritstjóri, hafi ákveðið að stefna Einari Olgeirssyni, formanni Sam- einingarflokks alþýðu, Sósíal istaflokksins, fyrir einhver ofsalegustu meiðyrði, sem nokkru sinni hafa sézt í ís- lenzku blaði, þar sem Eyjólfi er jafnað við einhvern mesta níðing allra alda, nazistann og fjöldamorðingjann Adolf Eichmann. Mál þetta mun vekja mikla athygli, vegna þess að þar fæst úr því skor- ið, hvort hægt sé að bera ís- lenzkum borgurum á brýn hryllilegústu glæpatilhneig- ingar, án þess að dómstólar landsins veiti þeim vernd. Hefsirammi íslenzku meið- yrðalöggjafarinnar er mjög rúmur eins og eðlilegt er, því að hverju sinni verður að meta eðli meiðyrðanna. Daglega er fleygt milli blaða og deiluaðila á stjórnmála- sviðinu fullyrðingum, sem brjóta mundu í bág við meið yrðalöggjöf og menn yrðu dæmdir fyrir í smásektir, ef þeir nenntu að eltast við þær. Á hinn bóginn hefur svo það orð komizt á, að lít- illar verndar væri að vænta gegn hinum heiftarlegustu árásum á persónu manna, sektir væru svipaðar og í minniháttar meiðyrðamálum og rógberinn gæti haldið áfram iðju sinni. Honum væri jafnvel kærkomið, að sérstök athygli væri vakin á málinu með því að vísa því til dómstóla. Af þessum sökum hafa þeir, sem verst hafa orðið fyrir barðinu á rógtungum, hlífzt við að reyna að rétta hlut sinn, með því að leita ásjár dómstóla. Erfiðleikar þeirra og fjölskyldu þeirra væru nægir fyrir og þess vegna helzt að leita þeirrar vafasömu verndar, sem fólg- in kynni að vera í gleymsk- unni. En rógberarnir hafa þá venjulega hafi lag á því að rifja málið upp af og til. Morgunblaðið telur sér það heiður, að einn af ritstjórum þess skuli hafa höfðað mál gegn Einari Olgeirssyni, í ó- vissu um hve ríka vernd dómstólar vilji veita gegn verstu ærðumeiðingum. Með þessu máli fá þá einnig aðrir vísbendingu um, hvort litið verður á svívirðilegustu árás ir og ærumeiðingar eins og venjuleg minniháttar meið*- yrðamál. BYLTINGIN í SUÐUR-KÓREU l^nn hafa hryggilegir atburð ir gerzt í Suður-Kóreu, þar sem herinn hefur gert byltingu óg kollvarpað lög- lega kjörinni stjórn landsins. Sýna þessir atburðir, hve lýðræðislegur þroski er enn á lágu stigi þar austur frá. Má þó e.t.v. segja, að menn þyrftu ekki að undrast það svo mjög, þegar hinu gamla franska lýðræði er aftur og aftur ógnað af herforingja- klíku. Bandaríkjamenn gerðu allt, sem þeir máttu, til að styðja hina löglega kjörnu stjórn landsins og áttu þeir þó erfitt um vik, því að það er regla að sendimenn er- lendra ríkja eigi ekki að skipta sér af innanlands- átökum. Enginn efi er á því að Bandaríkjamenn munu vinna að því öllum árum að lýð- ræðislegir stjórnarhættir komist á ný í Suður-Kóreu og njóta til þess stuðnings annarra lýðræðisþjóða. Verð- ur að vona að þær tilraunir beri árangur, þó að enginn geti í dag sagt fyrir um það, hver þróunin verður. HANN GÆTTI SÍN EKKI rins og menn minnast, var þess getið, þegar Þjóð- viljinn hóf árásirnar á eist- neska flóttamanninn’ Eðvald Hinriksson, að hann hefði ritað greinar á móti komm- únisma. Þjóðviljinn heldur áfram að geta þess, að hann hafi gert sig sekan um þau afbrot að segja frá örlögum þjóðar sinnar og í grein, er Árni Bergmann, fréttamaður blaðsins, varinn með því að honum hafi borið skylda til að ráðast að Eðvald „eink- um vegna þess að maður þessi hefur látið allmikið að sér kveða í'íslenzkri pólitík. Hefur hann rokið fram á rit- völl Morgunblaðsins, yggld- ur á brún í hvert sinn sem meiriháttar kosningar voru í nánd“ o. s. frv. UTAN UR HEIMI Kosningabaráttan í V-Þýzkalandi aö hefjas Erhard átti frumkvæðið að því að gengl marksins var hækkað Eftir Pdl JorLsson Hannover í maí 1961. „ADENAUER hafnar öllu sam- starfi við jafnaðarmenn. Hann getur ekki einu sinni sameinað Vestur-Þjóðverja. Hvernig ætti hann þá að geta sameinað Vest- ur- og Austur-Þýzkaland?“ Þannig komst Willy Brandt, kanslaraefni jafnaðarmanna, að orði í ræðu í Bonn, þar sem hann skýrði frá stefnu flokks síns við þingkosningarnar í september nk. Sem vænta mátti, er ekki mikill munur á því, sem þessir tveir stjórnmálaleiðtogar hafa upp á að bjóða. Fylgismenn Adenauers segja, að jafnaðar- menn hafi í öllum aðalatriðum tekið upp stefnu kanslarans, en Brandt segir, að Adenauer hafi eftirritað stefnuskrá jafnaðar- manna. Báðir aðalflokkarnir lofa við- tækum umbótum í félags- og menntamálum. Þeir vilja tryggja frelsi Berlínar og reyna — í samráði við hin Vesturveldin — að bæta sambúðina við löndin austan járntjaldsins, sérstaklega Pólland. Þeir eru sammála um, að eingöngu friðarfundur, sem Bandaríkin, Bretland, Frakk- land og Rússland taki þátt í, geti ákveðið austurlandamæri Þýzkalands. Báðir flokkamir vilja afstýra viðskiptastríði milli Sameiginlega markaðsins og Fríverzlunarsvæðisins. Um eitt eru þeir þó ósammála. Adenau- er er því fylgjandi að Vestur- Þýzkaland eignist kjamorku- vopn, en Brandt er því andvíg- ur. Brandt hefur ekki upp á mikið nýtt að bjóða. Sama má. að visu líka segja um Adenauer. Gamli maðurinn í Bonn er and- vígur öllum tilraunum, sem geta stofnað í hættu hinum mikla árangri af stjómarstarfi hans. Hann vill í öllum aðalatriðum fylgja framvegis sömu stefnu og hingað til. Adenauer og ráðherrar hans hafa sem kunnugt er ekki að- eins reist Vestur-Þýzkaland úr rústum, heldur líka skapað þar mikla og almenna velmegun. — Atvinnuleysið er í reyndinni úr sögunni. Ein milljón þýzkra verkamanna eiga bíl. Önnur hver fjölskylda á sjónvarps- tæki. Vestur-Þjóðverjar vörðu í Hatursáróður er nú rekinn gegn flóttamönnum frá Eystrasaltsríkjum um heim allan að boði hinnar komm- únísku yfirstjórnar í Kreml. Morgunblaðið skýrði í gær frá viðbrögðum sænskra lýð- ræðissinna gegn þessum ósvífnu árásum, og ánægja er til þess að vita að ís- lenzkur almenningur skuli eins hafa brugðizt við haturs skrifum Þjóðviljans um þann flóttamann frá þessum ríkjum, sem nú er orðinn ís- lenzkur ríkisborgari. fyrra 3 milljörðum marka til skemmtiferða erlendis. Neyzlan í landinu vex um 8—10 millj- arða á ári. Gull- og gjaldeyris- forði landsins er kominn upp í 32 milljarða. Svo voldugt er Vestur-Þýzka- land orðið á efnahagssviðinu, að sigurvegararnir í heimsstyrjöld- inni biðja það um hjálp. Sem kunnugt er, er í ráði, að Vest- ur-Þýzkaland veiti Bandaríkjun um 1 milljarðs dollara hjálp til að rétta við bandaríska greiðsluhallann. Koma þar fyrst og fremst til greina aukin vest- ur-þýz vopnakaup í Bandaríkj- unum og endurgreiðsla á lánum, sem ekki eru fallin í gjalddaga. Þar að auki kemur til mála, að ríkisstjómin í Bonn verji seinna öðrum milljarði dollara til að hjálpa vanþróuðum lönd- um og létta þannig byrðum af Bandaríkjamönnum. Vitanlega finnst Vestur-Þjóð- verjum mikið til þess koma, að landið þeirra er orðið svona vel stætt. Er því eðlilegt, að marg- ir kjósendur segi: Hvers vegna ættum við að snúa bakinu að kristilega flokknum og greiða jafnaðarmönnum atkvæði, þótt Willy Brandt sé allsstaðar mik- ils metinn? Á fundi vestur-þýzkra jafn- aðarmanna fyrir skömmu töluðu nokkrir austur-þýzkir flokks- bræður þeirra. „í Austur- Þýzkalandi", sögðu þeir, hafa 70.000 andkommúnistar, þar á meðal fjöldi jafnaðarmanna, lát ið lífið í þrælabúðum, síðan kommúnistar komust þar til vaída. Við vorum sendir í þrælabúðir á dögum Hitlers, af því við vorum andvígir einræði hans. Að stríðinu loknu vorum við látnir lausir, eii það leið ekki á löngu, fyrr en við vor- um aftur settir fastir, af því við gátum ekki aðhyllzt ein- ræði kommúnista". Þessir Aust- ur-Þjóðverjar báðu menn að gleyma ekki ófrelsinu og póii- tískum • ofsóknum austan landa- mæranna. Einn ræðumannanna á þess- um fundi var Willy Brandt. —. „Mikill munur er á því“, sagði hann m. a., „hvernig erlenais er litið á hreingerninguna eftir stríðið í Austur-Þýzkalandi og Vestur-Þýzkalandi. í Austur- Þýzkalandi geta fyrrverandi naa istar umsvifalaust orðið með- limir kommúnistaflokksins e£ þeir bara eru fúsir til að veifa rauða fánanum. En þegar um Vestur-Þýzkaland er að ræöa, þá fylgja menn því erlenais með aðgætnum augum, hvort þar komi nokkursstaðar fram samúð með nazista, eða að fyrr- verandi nazistar fái noknur áhrif“. Keisaraheimsójb til Oslo Oslo, 18. maí (NTB) ÍRANSKEISARI, Mohammed Rezi Pahlevi og drottning hans Farah, kornu í dag í opintoera heimsðkn til Oslo. Var þeim ákaft fagnað á Fotrnebu flug- vellinum er eimkiaflugvél keisar- ans hafði lent þar kl. 14 eftir norsikum tíma. Ólafur Noregsíkoinungur var á fl'Ugvellinum til að taka á móti keisarahjónunum. Eftir að keis- arinn hafði kannað lífvarðar- sveit á ifliugvellinuim, óiku þau hjónin ásamt Ólafi konungi til Oslo, þar sem opinber móttaka fór fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.