Morgunblaðið - 20.05.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.05.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIE Liaugardagur 20. maí 1961 Lausaskuldum bænda verði breytt í föst lán Tilmæli rikisstjórnaririnar og Landsbankans til Búnaðarbankans BANKAHÁÐ Búnaðarbankans samþykkti sl. íimmtudag að verða við tilmælum rikisstjórnarinnar um að breyta hluta af víxil- skuidum bænda í föst og hagkvæmari lán. Ennfremur er vitað að ríkisstjórnin hefur hafið viðræður við Landsbankann um að hann geri svipaðar ráðstafanir, og er gert ráð fyrir að undir- tektir hans verði á svipaða lund og Búnaðarbankans. vixilskulda bænda Megihluti mun vera í þessum tveimur bönk um eða útibúum þeirra. Þá mun ríkisstjórnin einnig hafa falið sérfróðum mönnum að semia greinargerð um hag bænda stéttarinnar til þess að auðvelda samanburð á aðstöðu laennar og annara atvinnustétta. Núverandi ríkisstjóm hefar gert margvislegar ráðstafanir til þess að tryggja afkomu fram- Listkynning á vörusýningu f SAMBANDI við framleiðslu- sýriingu þá, sem verksmiðjurnar „Vefarinn" H.f. og „,Ofasmiðjan“ h.f. öpna klukkan tvö í dag í hinu nýja húsi að Laugavegi 26, hefur verið tekin upp sú nýbreytni að hafa þar einnig nokkur lista- verk til sölu og sýnis. Þarna er um að ræða milli tuttugu og þrátíu vatnslitamynd- ir efir frú Sólveigu Eggerz, og hafa engar þeirra verið almenn- ingi áður til sýnis. Frú Sólveig hefur að undanförnu vakið á sér athygli fyrir vatnslitamyndir sínar — einkum af gömlum hús- um og hverfum í Reykjavík, sem hún hefur gert margar myndir af Og þannig förðað frá gleymsku, þegar þau verða að þoka fyrir nýju skipulagi og nýjum bygging um. Að þessu sinni verður mynd- unum komið þannig fyrir til sýn- ingar, að það eitt mun vekja at- hygli gesta; þær verða ekki hengdar á veggi, heldur á þræði úr loftinu, og er þetta alger nýj- ung hér á landi. Sýningin að Laugaveg 26 verð- ur opin gestum til kl. 10 á laug- ardagskvöld fyrir hvítasunnu, og írá því kl. 10 árd. til kl. 10 síðd. á annan í Hvítasunnu og næstu daga. Sýnir „Vefarinn" h.f. þama fjölbreyttar tegundir gólfteppa Og dregla, en „Ofnasmiðjan" h.f. fjölbreyttar gerðir eldhússvaska, ofna og fleira. Urðu að kasta aflanum SEYÐISFIRÐI 19. maí — Mokafli hefur verið hjá trillu bátunum að undanfömu og kvað svo ramœt að í vikunni, ið ein trillpnn varð að kasta miklum fiski af lóðunum, hún bar eWki allan aflann. í Þetta er lítil trilla með tveim/ ur á. Það var blíðskaparveð- J ur, þegar þeir drógu og fylltu þeir skelina svo, að nær flæddi < yfir borðstokkinn. Þetta dugði ekki til og þótti sjómönnunum sárt að þurfa að gefa þessum fallega og væna þorski líf. Upp úr trill- unni kom hálft þriðja tonn. — Og nú vilja allir eignast triilu. — Sveinn. leiðenda í sveitum landsins, m. a. með breytingum a afurðasölulög- gjöfinni, bættri samvinnu neyt- eda og bænda og eflingu lána- slofnaa landbúnaðarins. Þeir aðiljar vinna vissulega Siglufjarb- arskarð opnast SIGLUFIRÐI, 19. maí. — Siglu- fjarðarskarð opnaðist um 5 leyt ið í miorgun. Fyrstu bílarnir fóru um Skarðið strax og vegiurinn hafði verið opnaður og bílar með Reykjavíkurnúimeri voru á göt- unum hér í dag. Þar með er vetr- areinarngrunm rofin og voru margir orðnir langeygðir eftir því að úr rættist, því mikið dró það úr samgöngunum, þegar Katalíniubátnum var lagt. Sigl- firðingar anda nú léttara. Stefán. illt verk sem reyna að ala á úlflúð milli fólksins til sjávar og svtita. Mikil lúðu- veiði und- an Vest- fjörðum Patreksfirði, 19. maí _ FJÖLDI norskra línuveiðara hef ur komið hingað til hafnar að undanförnu. Þetta eru 130—200 tonna bátar, sem stunda lúðu- veiðar á sundinu milli íslands og Grænlands. Afli þeirra hefur ver ið mjög góður og var einn bát- anna á heimleið með fullfermi eftir þriggja vikna útivist. Lúð- an er ísuð um borð, en allur .þorskur, sem kemur á línuna hjá Norðmönnunum, er saltaður. — Miklu minna hefur verið um færeyska handfærabáta í höfn hér en undanfarin vor. Færeying ar eru óðum að leggja gömlu skútunum sínum og svo senda þeir miklu fleiri á Grænlands- mið en undanfarin vor. Afli þeirra við V.-Grænland mun hafa verið dágóður eftir því sem erlendu sjómennimir segja mér. — Trausti Flogið dag og nött Mikið annríki i innanlandsflugi MIKLAR annir voru í innan- landsfluginu í gær og þegar Mbl. átti tal við Flugfélagið fyrir kvöldmatinn var áætlað að síð- ustu brottfarir frá Reykjavík yrðu seint í nótt. Þörfin var þó engan veginn leyst með því að halda þannig áfram allan sólar- hringinn, því m. a. varð að slá á frest einni ferð, sem Douglas- vél átti að fara með farþega og vörur til Kulusuk í nótt. Ástæðan fyrir erfiðleikunum var fyrst og fremst sú, að ein Douglas-vélanna hefur verið teppt á ísafirði í nokkra daga svo að einungis tvær Douglas-vélar voru í innanlaudsfluginu. í öðru lagi var mjög mikið um farþega og vöruflutninga vegna hátíðar- innar, sem 1 hönd fer. Þrisvar var farið til Akureyrar í gær, tvisvar til Hornafjarðar, ein ferð til Eyja, Egilsstaða og Fagurhólsmýrar. Áætlað var að fara til Húsavíkur kl. 1 í nótt og til Eglsstaða með vörur kl. 2 — og einhvern tíma síðar í nótt, eða þegar vélin kæmi frá Húsavík, átti að fljúga til Vestmannaeyja. Ók á vörubíl KEFLAVÍK 19. maí — Umferð- arslys varð hér í dag, á mótum Hafnargötu og Skólavegs. Kven- maður ók fólksbíl út á aðalbraut, beint á hlið vörubíls. í fólksbíln um voru tveir farþegar, þ. á m. stálpuð stúlka, sem meiddist lít- ilsháttar. Konan sem ók Skarst einnig á höfði. Voru þær fluttax í sjúkrahús, en síðar heim. Fólks billinn skemmdist töluvert. Dagurinn í gær og dagurinn í dag renna því nokkurn veginn saman í innanlandsfluginu og í kvöld verður flogið fram á nótt, ef veður leyfir. Á að fara þrjár ferðir til Akureyrar, tvær til Eyja Og ísafjarðar, eina til Skóg- arsands, Húsavíkur, Egilsstaða og Sauðárkróks. Á hvítasunnudag verður ekk- ert flogið innanlands, en milli- landaflug er með venjulegúm hættL f'M/Shnútar SV 50 hnútor H Snjitccma * onwm V Stcúrir lí Þrumur W,1%, KuUashit Hitaski! GRUNN lægð yfir nörðan- verðu Grænlandi en hæð sunn an við ísland. Vestlæg átt um allt land og þokubræla vestan lands en bjart um allan aust- urhluta landsins. Hiti var 14 st. á Ak. um hádegi í gær og hvergi hlýrra á kortsvæðinu nema í Valencia í írlandi, en þar var 16 st. hiti. Veöurspáin kl. 10 í gær- kvöldi: SV-land til Vestfjarða og SV-mið til Breiðafj.miða: Vestan gola eða kaldL þoku- loft og súld með köflum. Vestf. og Vestfjarðamið: stinningskaldi, þokusúld. Norðurland og NA-land: Vestan kaldi, þurrt veður en Víða skýjað. Norðurmið og NA-mið: Stinningskaldi vestan, þoku- loft með nóttunni. Austfirðir: Hægviðri, létt- skýjað. Austfjarðamið Hægviðri, þoka með köflum. SA-land og miðin: Norð- vestan gola, bjartviðrL Kappreiðar Fáks AÐ venju heldur Hestamanna- félagið Fákur, hinar árlegu kapp reiðar sínar á Skeiðvellinum við Elliðaár á 2. hvítasunnudag kl. 2 e. h. Verða þar reyndir flestir beztu hlaupahestar landsins og keppni því afarhörð. Má fyrst nefna á skeið Blakk frá Laugar- vatni, Óðin frá Gufunesi, Lýs- ing Höskuldar á Höfstöðum og Loga Jóns í Varmadal. Á 200 m. stökki eru frægastir Gott veður f yrir norðan STAÐUR í Hrútafirði, 18. mai. — Hér hefur verið einstök veð- urblíða undanfama daga, 10— 15 stiga hiti dag hvern. Það er sólarlaust í dag, en mistur í lofti, sem sennilega stafar af hinum óvenjulega hita um þetta leyti árs. Hingað kom í dag bíll frá Siglufirði á leið til Reykja- víkur, hinn fyrsti á vorinu. — Hann sagðist hafa sett keðjur á bílinn er hann fór um Skarð- ið, vegna hálku. Búizt er við mikilli umferð ferðafólks um helgina hingað norður í góða veðrið. — Fréttaritari. Nemendasamband Kvennaskólans NEMENDASAMBAND Kvenna- skólans í Reykjavík hélt aðal- fund sinn 13. marz sl. í Tjarnar- café. Stjórnin var endurkosin, en hana skipa: Ásta Björnsdóttir form., Regína Birkis varform., Margrét Sveinsdóttir ritari og Guðrún Þorvaldsdóttir gjaldkeri, Sigríður Rögnvaldsdóttir með- stjórnandi. Samþykkt var að halda bazar n.k. haust. Vonar félagið að sem flestir fyrrverandi nemendur Kvennaskólans sendi muni á baz- arinn. Einnig var samþykkt að halda skemmtifund að lokinni uppsögn Kvennaskólans og bjóða þangað nýútskrifuðum námsmeyjum eins og gert var sl. vor. Forstöðukona Kvennaskólans, frú Guðrún P. Helgadóttir, flutti fróðlegt og skemmtilegt erindi um stofnun Kvennaskólans og stofnendur hans, þau hjónin frú Þóru og Pál Melsted. Tvöfaldur kvartett úr karla- kórnum „Fóstbræður“ söng með undirleik Carls Billich. Spurn- ingaþátt annaðist Regína Birkis. Nú hefur verið ákveðið að halda skemmtifund miðvikud. 24. maí kl. 7,30 e. h. í Stork- klúbbnum. — Til skemmt- unar verður: Einsöngur Kristins Hallssonar óperusöngvara með undirleik F. Weisshappel, list- dans Bryndísar Schram, spilað bingó. Góð verðlaun verða veitt Og fluttar verða gamlar skóla- minningar. Aðgöngumiðar verða afhentir í Kvennaskólanum þriðjudaginn 23. maí, kl. 5—7 e.h. Stjórn Nemendasambandsins vill eindregið hvetja eldri og yngri árganga skólans að fjöl- menna á fundinn, til að endur- nýja kynni skólaáranna og efla veg sambandsins. Fálki frá Gufunesi, Litli Rauður frá Reykjavík, Hringur frá Eyr- arbakka og Þytur frá Laugar- vatni. Á 350 m. stökki má helzt nefna Gnýfara frá Gufunesi, sem nú er 21 vetra, Kirkjubsejar-Blesa frá Reykjum, Garp frá Dalsgarði og Gul frá Laugarvatni en þar að auki koma fram yngri óþekktir hestar, sem hætt er við að verði skeinuhættir. í folahlaupi 250 m. koma fram ungir Og óþekktir hestar Og verða án efa eftirsóttir að veðja á hin óvissu hlaup í þeirri grein. Nýbreytni. Rosemarie Þorleifs dóttir sem vakti sem mesta at« hygli með hestasýningu á Lækj- artorgi á sumardaginn fyrst, mun nú stjórn þremur nýjum grein- um hestaíþrótta, sem ekki hafa sézt hér áður, þ. e. hindrunar. hlaupL hópreið unglinga og sýn- ingu með aðstóð hljómlistar, svo Og íþróttir barna á liestinum Fák. við betri aðstæður' heldur en voru á LækjargötunnL Veðbankinn starfar og eru menn hvattir til að freista gæf- unnar í hinni vinsælu veðmála- starfsemi. Ferðir á Skeiðvöllinn verða með Strætisvögnunum frá Kal- koínsvegi frá kl. 1,30. Ósigur Dennis Welch SAMKVÆMT frásögn Ríkis- útvarpsins í gærkvöldi — eft- ir fréttaritara sínum í Lundún um hefir Dennis Welch, leið togi yfirmanna á togurum í Grimsby beðið herfilegan ósig ur í sambandi við verkfall togaramanna þar í bæ, sem nú er íarið út um þúfur, svo sem kunnugt er af fréttum. — Samkvæmt fréttum útvarps- ins, liefir D. Welch neyðzt til þess að taka sæti í fiskiðnað- arráði Englands — og að við- urkenna Parísarsamninginn, sem fjallar um löndunar- kvóta íslendinga. Ekki var annað að skilja af íyrrgreindri fregn frétta- ritara útvarpsins í Lundúnum en að sú væri helzta afleið- ing Grimsby-verkfallsins, að margar sjómannaf jölskyldur I þar væru nú mjög illa komn-í ar f járhagslega. {

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.