Morgunblaðið - 20.05.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.05.1961, Blaðsíða 13
Laugardagur 2Ö. maí 1961 MORGVNBLAÐtD 13 «x*< Hvernig við fyrir í skóginum EFTIRFARANDI grein er rit- uð af Dr. Albert Schweitzer — hinrum mikla mannvini, heimspekingi og tónlistar- manni, sem helgað hefur líf sitt boöun kristinnar trúar og lækningu sjúkra í frumskóg- um Afríku. Hér segir Dr. Schweitzer frá þ-ví hvernig svarti söfnuöurinn hans hlýðir á prédikun. —★— Ég prédika hvern sunnudags morgun í trúboðsstöðinni minni í Lambarene, í frönsku Mið-Afríku, og kristnum manni í siðmenntuðu þjóðfé- lagi kæmi að öllum líkindum bæði ræðan og athöfnin dálítið undarlega fyrir sjónir. Margir í söfnuði mínum vita alls ekki neitt um kristindóm og kristna trú. Þeir eru verka- menn, sem komið hafa langt innan úr landi og hafa aldrei fyrr hlustað á trúboða. Brátt fara þeir heim aftur, til þess að kaupa sér konu og kvæn- ast, en ef þeir flytja eitthvað af fagnaðarboðskap mínum heim með sér, þá hefur mér tekizt að gróðursetja frækorn. Sjúklingar og félagar þeirra koma hægt til trúboðsstöðv- arinnar og setjast í forsæluna milli skálanna. Eg byrja að leika á lítið, færanlegt harm- óníum og þeir kristnir menn, sem viðstaddir eru, syngja söng. Söfnuðurinn minn get- ur ekki sungið, þar sem hann samanstendur nær einvörð- ungu af heiðingjum sem tala sex ólíkar málýzkur. Tveir túlkar endurtaka hvert orð sem ég segi. Eg krefst þess ekki að áheyrend- ur mínir sitji hljóðir og hreyf- ingarlausir. Þeir kveikja elda, sjóða mat, þvo börn sín og gera við fiskinet sín. Eg læt það jafnvel óátalið þótt ein- hver áheyrandinn noti tæki- færið og leggi höfuðið í kjöltu félaga síns og láti hann leita lúsa í hári sínu, vegna þess að ávítur myndu einungis raska hinni hátíðlegu alvöru augnabliksins. Og, þrátt fyrir allt þetta, er guðsþjónustan mjög hátíðleg, sökum þess að verið er að boða guðsorð fólki, sem heyrir það nú í fyrsta sinn. Eg verð að gæta þess vel að hafa ræður mínar sem einfald astar. Áheyrendur mínir kann ast ekkert við Adam og Evu, ættfeðurna, ísraelsþjóðina, spámanninn Móses, lögmálið, Fariseana, Messías eða postul- ana. Sem texta vel ég mér til- vitnun og bæti við hana einni eða tveim líkingum, eða sögu úr Ritningunni, sem skýrir til- vitnunina. Umfram allt reyni ég að forðast þá freistingu, ■— sem þeim mönnum er við heiðingja talar, hættir við að falla fyrir — að „prédika Lögmálið". Það er erfitt að vitna ekki í hin tíu boðorð, þegar fagnaðarerindið er boð- að, því fólki sem iðkar jöfn- um höndum lygar, þjófnað og siðleysi. Eg reyni að vekja hjá þeim þrá eftir friði við Guð. Þegar ég tala um muninn á eirðar- lausu og friðsælu hjarta, þá vita hinir villtustu af villi- mönnunum mínum hvað átt er við. Og þegar ég lýsi Jesú, sem Honum er flytur manns- hjartanu frið, þá skilja þeir Hann. Til þess að gera mig skilj- anlegan verð ég að gæta þesc að tala eins hlutstætt og ég frekast get. Þannig nægir t.d. ekki að segja frá spurning- unni, sem Pétur lagði fyrir Jesú — hvort maður ætti að fyrirgefa bróður sínum sjö sinnum. — Eg verð að taka dæmi úr lífi Svertingjanna sjálfra og gera þeim þannig skiljanlegt, hvað það merki að fyrirgefa sjö sinnum á dag. f prédikun, sem ég flutti ný- lega, sagði ég m.a.: „Þú ert nýrisinn úr rekkju þegar til þín kemur maður sem er kunnur fyrir vonzku og smánar þig. Vegna þess að Jesús segir að maður eigi að fyrirgefa, þegir þú, í stað þess að hefja deilur við hann. „Seinna étur geit nágrannans bananana, sem þú ætlaðir að hafa til hádegisverðar. í stað þess að ráðast á hann með illindum, segir þú honum blátt áfram, að það hafi verið geit- in hans og mælist til þess að hann bæti þér upp bananana. En ef hann neitar því, þá ferð þú rólegur leiðar þinnar og minnist þess hvernig Guð læt- ur svo marga banana vaxa á ekrunni þinni, að þú þarft ekki að gera þér neinar á- hyggjur út af þessum fáu sem geitin át. Maðurinn, sem fór þennan sama dag með tíu skeppur af banönum á markaðinn fyrir þig, til að selja þá, skilar þér aðeins peningum fyrir níu skeppur. Þú segir að það sé of lítið, en hann heldur því fram, að þú hafir mistalið og aðeins látið sig fá níu skepp- Dr. Albert Schweitzer ur. Þú ert að því kominn að hrópa í reiði þinni, að hann sé lygari, en svo minnistu þess hve margar lygar, sem þú einn þekkir, guð verður að fyrir- gefa og þá gengurðu hljóðlega inn í kofann þinn. Þegar þú kveikir eld, verð- urðu þess var, að einhver hefur tekið talsvert að viðn- um, sem þú sóttir inn í skóg- inn í gær. Aftur knýrðu hjarta þitt til fyrirgefningar og gerir enga tilraun til að finna þjóf- inn og klekkja á honum. Um kvöldið, þegar þú ætl- ar að fara að hætta vinnu þinni á ekrunni, tekurðu eftir því að einhver hefur tekið. góða hnífinn þinn og skilið annan eftir, gamlan og skörð- óttan. Þú veizt hver gerði það, vegna þess að þú þekkir hníf- inn. Þá hugsarðu sem svo, að úr því að þú sért búinn að fyrir- gefa fjórum sinnum, getirðu gert það fimm sinnum. Enda þótt margt óþægilegt hafi kom ið fyrir þennan dag, ertu samt glaður og ánægður. Hvers vegna? Vegna þess að hjarta þitt hefur fyllst fögnuði við það að gera vilja Jesú Krists. Seinna um kvöldið, þegar þú ætlar að skreppa út á ána og fiska, er blysið þitt horf- ið. Reiðin ólgar í brjósti þínu, þér finnst þú hafa fyrirgefið nóg í dag og ásetur þér að sitja um þrjótinn, sem fór í veiðiferð með blysið þitt. En enn einu sinni hlýðnast hjarta þitt boðum Jesú Krists. Þú gengur niður á árbakkann með blys sem þú fékkst lán- að hjá nágranna þínum. Þar uppgötvar þú að bátur- inn þinn er horfinn. Einhver hefur farið til fiskjar á hon- um. Þú felur þig á bak við tré og ásetur þér að hirða allan fisk bátsþjófsins, þegar hann kemur að landi og kæra hann sjálfan fyrir yfirvöldun- um. En á meðan þú bíður, fer hjarta þitt að tala. Aftur og aftur endurtekur það þau orð Jesú, að Guð geti ekki fyrirgefið okkur syndir okkar, ef við fyrirgefum ekki með- bræðrum okkar. Aftur verður Jesú herra þinn og stjórnandi. í ljósaskiptunum, þegar mað urinn kémur loks að landi og fellur til jarðar óttasleginn við komu þína, lemur þú hann hvorki né skammar, heldur segir honum, að Jesú knýi þig til að fyrirgefa honum og láta hann fara í friði. Þú krefst þess ekki einu sinni að fá fiskinn. Nú ferð þú heim, ánægður og hreykinn, vegna þess að þér hefur tekizt að fyrirgefa sjö sinnum. En ef Jesú kæmi þennan sama dag til þorpsins þíns og þú gengir fram fyrir Hann og væntir þess að Hann hrósaði þér, þá myndi Hann segja við þig, eins og Hann sagði við Pétur, að sjö sinn- um væri ekki nóg, — að þú yrðir að fyrirgefa sjö sinnum aftur og aftur og aftur og mörgum sinnum oftar, svo að Guð geti fyrirgefið þér hinar mörgu syndir þínar“. Eg sé það á andlitum safnaS arfólks míns, hve snotið það er af því, sem það heyrir. Og í lok prédikunarinnar læt ég þá spenna greipar, meðan ég les hægt stutta, óundirbúna bæn. Lengi á eftir „amen“ eru höfuð beygð niður að spennt- um greipum. En þegar mildir tónar orgelsins rjúfa þögnina, líta allir upp. Þeir $itja heyf- ingarlausir, unz síðasti tónn- inn er hljóðnaður. Um leið og ég fer, rís fólkið mitt á fæt- ur . . . (Einkaréttur Mbl. , Singer). ' lluti af Laugardalstrjá- garðinum opn- aöur í sumar Ýmsar umbætur í bæjargorðumim áformaðaj VIÐ erum alveg önnum kafnir, inú verður að gera allt á þrem vikum, sagði Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri, er fréttamaður Iblaðsins hitU hann fyrir nokkru. Spurningunni um Iþað hvort gróðurinn væri ekki óvenj usnemma á ferðinni, svar- »ði hann þannig, að öll undan- farin ár hefði hann verið óvenju ®nemma, svo erfitt vseri að segja wm hvað væri óvenjulegt. Ann- ers teldi hann sig aldrei nægi- lega öiruggan fyrir veðrinu, til að fara að planta út í almennings- garðana fyrr en um mánaðar- mótin maí og júní. — Ég veit þó ekki hvað gert verður 1 þetta sinn vegna Ólafs Noregskonungs, sagði Hafliði. — Ef okkur lízt vel á veðrið, reyn- um við að fagna honum með hreinu hlaði. Hafliði sagðist vera með um 100 þús. plöntur í ár, sem væri svipað magn og í fyrra. Nú, eins og alltaf, væru innan um ný af- brigði og alltaf væru reyndar nokkrar nýjar tegundir. Grasfletir skemmdir. Hafliði sagði að laufgun trjáa væri nú langt á veg komin í bæn- um, og væri það fyrr en venju- lega, enda aldrei klaki í jörðu í vetur. f vor ber minna á spjöll um á trjánum í bæjargörðunum en í fyrravor. Aftur á móti hefur vorblíðan orðið til þess að unglingar hafa freistast til að leika knattspyrnu á grasvöllum, sem hafa látið mjög á sjá. Eins eru ræktuðu svæðin á Öskj uhlíðinni víða illa farin eftir |1 ófaspark reiðmanna. Það er visst I tímabil á vorin, þegar allir verða að taka tillit til þess hve við- kvæmir grasblettirnir eru, sagði Hafliði. Það kostar okkur stórfé að verða alltaf að lagfæra þetta. Grasflöt í Bústaðahverfi er líka dálítið illa leikin eftir fyrsta vet urinn. Og það hefur valdið okkur vonbrigðum. Við gerðum okkur vonir um það í fyrrasumar að þarna tækist vel að rækta vegna þess að fólkið virtist hafa áhuga fyrir þessu. En það hefur ekki dugað. Jafnvel hafa bifreiðar ekið yfir trjábeðin í vetur, og nú verð ur að endurplapta í mörg þeirra. Þá eru skólalóðirnar vandamál. í rauninni þyrfti að koma á kennslu í umgengni um gróður í skólanum.. Girðingin kringum tjábeltið við Tjörnina hefur hlíft því í vetur. En Menntaskólabrekk an er illa farin. I.eiktæki í Mæðragarðinum. Aðspurður um það, að hverju væri helzt unnið í bæjargörðun um, nefndi Hafliði Mæðragarðinn við Lækjargötuna. Á honum hafa verið gerðar miklar umbætur og plantað í hann fleiri trjám. Þar á líka að koma fyrir leik- tækjum, svo að börn er bíða eft- ir strætisvögnum með foreldrum sínum geti leikið sér á meðan. Einnig er ákveðið að gera nú einhverjar umbætur á Landakots túni, þó erfiðlega gangi að láta fólk nota gangstígana þar. A.m.k. verður í sumar sett blómabeð meðfram allri Túngötunni. Þá á að planta trjábelti við Miklubrautina milli Stakkahlíðar og Lönguhlíðar og bæta trjám inn í eyðurnar í Tjarnargarðinum. Einnig á að planta samkvæmt teikningu við Mæðraheimilið og í Laugardalstrjágarðinum fara fram trjáflutningar. Hafliði kvaðst gera sér vonir um að geta opnað hluta af Laugar Á Hvítasunnudag kemur höfundur Kardemommubæj arins Thorbjörn Egner til landsins í boði Þjóðleikhúss- ins og verður viðstaddur síðustu sýninguna á Karde- kommubænum. Þetta er 74. sýningin á leiknum og hefur verið mjög mikil eftirspurn eftir aðgöngumiðum enda munu færri fá miða en vilja. dalstrjágarðinum fyrir almenning í sumar. Og að í sumar verði byrj að á því að koma þar upp plöntu- safnsgarði með útlendum jurtum, er söfnun íslenzkra jurta bíði grasagarðs. Yrði þetta fyrsti vís ir að slíkum garði í Reykjavík, en garðurinn á Akureyri er þannig upp byggður. Þetta voru helztu framkvæmd irnar sem Hafliði nefndi að áform aðar væru í bæjargörðunum í sumar. i Egner mun dvelja hér á landi í nokkra daga kjnnast landi og þjóð. Hann er allra höfunda vinsælastur hjá yngri kynslóðinni um þess- ar mundir. Myndin er af höfundi Kardemommubæjarins börn um hans Anne og Harold og kettinum Hassan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.