Morgunblaðið - 20.05.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.05.1961, Blaðsíða 11
Laugardagur 20. maí 1961 MORGUWBLAÐIÐ 11 Níræður á Iivílasunnudag: Ólafur Thorarensen ÓLAFUR er fæddur 21. maí 1871 að Reykjarfirði í Strandasýslu, 6onur hjónanna Guðrúnar Óla- dóttur og Jakobs Thorarensen Isaupmanns á Reykjarfirði. Ólaf- úr ólzt upp í foreldrahúsum, og fcar þar margt fyrir barnsaugað, þar sem segja mátti að þarna væri höfuðból Strandasýslu um tuga ára skeið, þar sem þetta var aðalverzlunarstaður Stranda- sýslu, kaupsiglingar, hákarla og fiskútgerð ásamt landbúnaði, að ógleymdum frönskum og Hol- lenskum fiskduggum, sem mjög oft komu á Reykjarfjörð. Ólafur var yngstur 14 systkina og komust 12 þeirra til fullorð- ins ára og gefur það nokkra hug- mynd um fólksfjölda heimilis- ins. Strax á barnsárunum byrj- aði Ólafur verzlunarstörfin hjá föður sínum og heillaðist hann snemma að þeim lið verzlunar- innar, sem sneri að hestakaupum, iþví árlega um nokkurt árabil keypti faðir hans tugi hesta inn- ar úr sýslunni og Húnavatns- sýslum, sem reknir voru norður á Reykjarfjörð, Og þaðan fluttir •lifandi til Danmerkur og víðar, J>ar sá Ólafur á bak mörgum vin- inum, þótt kynnin væru ekki allt af iöng, enda veitti hann sér strax og aldur leyfði að velja sér og eignast góða hesta. Þegar ég ihefi spurt Ólaf um störf og hætti verzlana þessara tíma, kemur það í ljós að verzlunin hin sú eir.a og sama þurfti að kaupa og selja aliar afurðir til lands og sjávar, sem flutt var úr landi og til landsins of minnist Ólafur oft gíeðistunda, er fjölmennt var í kaupstaðinn, sem oftast var einu sinni eða tvisvar á ári, og voru jþær eigi fáar brennivínstunn- urnar, sem settar voru um borð í báta eða á hestklakk, í lok slíkra ferða, þótt efni réði um Stærðir kúta eða tunna, enda var ekki örgrant um að smakkað væri á veigum þeim er láku með trékrana í undirbyttur frá brenni vínstunnunum, en þá var líka öldin önnur. Árið 1895 giftist Ólafur Elísa- bet Ingunni Bjarnadóttur stór- bónda frá Ármúla í ísafjarðar- djúpi myndar og gáfukonu, og byrjuðu þau búskap sinn á Reykjarfirði, þar sem Ólafur vann við verzlunarstörf hjá föð- lir sínum Og ýmiskohar erinda og kaupsýslu um nærliggjandi sýsl- ur (Spekúlantstúrar). Síðar fluttu þau að Ármúla og bjuggu þar til 1913, að þau fluttu aftur að Reykjarfirði. Þau eignuðust 3 börn og komust þau til fullorð- ins ára, en aðeins eitt er á lífi, auk þess ólu þau Ólaf ir og Elísabet upp 3 dótturbörn sín til fullorðins ára, sökum þess að dóttir þeirra veiktist á unaa aldri, sem öll eru mannkosta börn, Og var það yndi hans á efri árum að sjá góðan ávöxt vinnu sirinar, sem uppeldisfóður og afa. Þegar síminn var lagður nOrð- ur í Árneshrepp 1923, varð Ól- afur bréfhirðingarmaður þar til ihann fluttist burt úr byggðarlag- ir.u. Ólafur var mikill hestamað- ur og hafði hann yndi af hestum, enda átti hann marga góða hesta, enda urðu margir hestar hæf- ari í höndum Ólafs en annarra, og mörg var ótemjan, sem hann tók og gerði að góðhesti. Alla tíð hefur Ólafur verið kát- ur og glaður heim að sækja, og hi-ókur alls fagnaðar við manna- mót, og minnist ég sérstaklega endalausrar greiðasemi, ef það var í hans valdi oð leysa vanaa manna, enda naut ég hans greiða margoft þó erfiðlega gæti stað- ið á hjá honum, en þar sem hann var mjög laginn við alla járn- I smíði, og hafði smá smiðju, varð mörgum á að fá hans hjálp til íands og sjávar, og var ekki hikað við að henda orfinu eða hrífunni frá sér til að gera greiðann sama var að segja um ferðalög, ef fljótlega þurfti að ná í lækni eða yfirsetukonu, sem oftlega var um langar Og erf iðar vegaler.gdir að ræða, þá var viðkvæðið. „Hann Ólafur fer“ og var þá ekki riðin nein kerlinga- reið. Ólafur missti konu sína 1943 og var þar mikið skarð fyrir skildi, þar sem saman fór mann- kösta og gáfukona mikil. 1950 íluttist Ólafur til dóttur-dóttur sinnar frú Elísabetar ThOreren- sen og ‘hennar manns Benedikts Valdimarssonar í Reykjavík, og undi sér vel þar til hann varð heilsu sinnar vegna að fara að Vífilstöðum, þar sem hann hefur dvalið síðan. Ég minnist þeirra ára með þakklæti þegar ég mátti til þín leita vinur góður, hvort sem ég þurfti að biðja þig að sækja mig til Hólmavíkur eða fá þig á handfæri, plóga fyrir kúfisk, gera við legu í vél, smíða hest- járn að ógleymdum klukkuvið- gerðum og allskonar límingum og fleira, enda áttu nafnið skilið ,.ailtmaður“, það eru menn sem eru einskonar slagæð fámennis- ins. Ég óska þér hjartanlega til hamingju góði vinur með af- mælisdaginn, og ég og fjölskylda mín sendum þér hjartans þakk- læti fyrir öll samveruárin og vonum að þér líði vel til æfi kvöldsins hinzta. Á morgun mun Ólafur dveljast á heimili dóttur-dóttur sinnar og tengdasonar, Holtsgötu 21. SP Timbur Seljum úti- og innitimbur, pappa, saum og vélavinnu. Húsasmiðjan Súðarvogi 3 Sími 34195 íbúð til sölu í Vogahverfi, 3 herb og eldhús, sér hiti. — Upplýsingar í síma 50424 kl. 8—9 á kvöldin. VerzSunarhúsnæði í hornhúsi á góðum stað við Miðbæinn til leigu. Lysthafendur leggi nöfn sín inn á afgr. Mbl. merkt: „1341“, fyrir 25. maí. Timbur og timburvörur frá Póilandi Útvegum frá Póllandi timbur og timbur- vörur með stuttum afgreiðslutíma. Fulltrúi frá pólsku timburútflytjendunum „Paged“, Warszawa verður til viðtals á skrifstofu vorri að Mýrargötu 2 frá nk. þriðjudegi 23. maí og næstu daga frá kl. 2 e.h. Finnbogi Kjartansson Mýrargötu 2 — Sími 15544 SJÁLFSTÆÐISHUSIÐ DANSLEIKIIR á annan hvítasunnudag. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. Sími 12339. ^ Tryggið ykkur borð tímanlega. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík. Glaðheimar Vogum Gömlu dansarnir annan hvítasunnudag kl. 9 e.h. Vörubílstjórar Suðurnesjum fjölmennið Glaðheimar Húseigendur Vegna okkar vélakosts, getum vér boðið yður hinar sterku og áferðarfallegu HELLUR vorar á aðeins kr. 26,70 stk. m, n RAUÐARÁRSTÍG II REYKJAVÍK SÍMAR 12551 S 12751 ji>^\ Símar 12551 og 12751 Sumarbústaður Vandaður sumarbústaður, 12 km. frá bænum til sölu. Bústaðurinn er rafiýstur, miðstöðvarhitun og innleitt vatn. — Ræktað land um 1600 ferm. — Þeir, sem kynnu að óska frekari upplýsinga, sendi tilboð til afgr. Mbl., auðkennt: „Góður sumarbústaður— 1358“, fyrir miðvikudagskvöld. Lækkið byggingarkostnaðinn. — Steingirðingar og handrið frá Mosaik h.f. eru það ódýrasta, sem völ er á. — Kynnið yður hið ótrúlega lága verð. Úrvalið er mest og þjónustan bezt hjá B'ilasynirig i dag Ingólfsstræti 11. Sími 15014 og 23130. Aðalstræti 16 — Sími 19181 Hörum til sölu Mulningsvél, rafsuðuvélar 400 vatt, Smur-unit, tengivagna m/húsi, lítinn beltakrana m/bómu, diesel traktor, Steypuhrærivélar, diesel ljósavél 30 kw., 2% tonna vórubílakerrur, Oliutankur 1—lVz tonn, tengivagn m/4000 gal. vatnstönkum, tengivagn einn- ar housingar, kranabómur, benzín ljósavél 9,4 kw., Leroy pressu 210 kuft., Gufustímara til vélaparta- hreinsunar fyrir verkstæði, stóra gufukatla, galv. og svart profil járn, jarðbora, asbest skífur utan húss. Sölunefnd Varnarliðseigna Hfosaik hf. Þverholti 15. — Sími 19860, eftir lokun 10775 vantar ungling til blaðburðar við Nýbýlaveg. AFGREIÐSLAN í KÓPAVOGI Sími 14947-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.