Morgunblaðið - 20.05.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.05.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐ1B Laugardagur 20. maí 1961' ■ I laumoVi sggt 1 ,Of| ég sem á eft ir að vaska upp44 i. NIKULÁS Angantýsson, öðru nafni Lási kokkur, er gamall og gróinn sjómaður og höf- uðprýði sinnar stéttar, enda áreiðanlega einn þekktasti sjómaður landsins. Sögur af honum eru iandfleygar og hafa yljað mörgum. Eitt sinn þegar hann var á vrðskip- inu Sæbjörgu, lá skipið á Siglufirði á gamlárskvöld. Hjón ein í bænum buðu skips höfninni heim til sín um kvöldið, þar á meðal Niku- lási, sem var í hópi yfir- martna, því hann var bæði bryti og kokikur á skipinu. I>egar þeir félagar þökkuðu fyrir sig seinna um kvöldið, var ákveðið að þeir skyldu kyssa á vanga húsmóðurinn- ar í þakklætisskyni fyrir góð ar móttökur, fyrst skipstjór- inn og síðan hver af öðrum, en þegar kemur að kokknum varð honum að orði: „Nei takk, ég kyssi ekki það, sem aðrir hafa kysst.“ Einu sinni kom Lási kokk- ur hátíðlegum sjórétti til að skella upp úr í miðjum rétt- arhöldum. Maður einn hafði týnzt af skipinu, sem Láisi var á, og drulkknað — við getum kallað hann Jón — og hafði Lási séð til ferða hans skömmu áður en slysið vildi til. Hann var því eitt aðal- vitnið. Rétturinn spurði: ,,Hvað fór Jóni og vitninu á milli?“ „Hann bað mig að hlaupa eftir jakkanum sínum fram á,“ svaraði Lási. Þá spurði rétlturinn: „Hverju svaraði vitnið því?“ Lás'a þótti þessi spurning eitthvað utangarna og segir: ,,Ég sagði við manninn: Auðvitað er sjálfsagt að ná í jakkann þinn, Jón sálugi.“ Einu sinni sem oftar var verið að munstra Lása kokk á skip. Þá spyr skrásetjarinn, hvort hann sé læs. Hann svar ar því neitandi, svo hinn verð ur vandræðalegur en herðir sig upp og spyr aftur: „Og kannt þá ekki að skrifa?" „Jú, jú ég kann að skrifa,“ segir Lási ákveðinn. í»á seg- ir skrásetjarinn: „Nú jæja vin ur, þá er þetta í lagi“ — fær honum skjöl og bendir hon- um, hvar hann eigi að skrifa nafnið sitt. Lási setti sitt signatúr undir. En þegar skrá setjarinn lítur á það, verður hann vandræðalegur, hristir höfuðið og segir: „I»að er bara ómögulegt að lesa þetta.“ Þá svarar Lási hróðugur: „Nú — jæja, góði, svo þú ert þá ekki læs heldur." Að lokum hefur mér verið sögð enn ein saga af þessum víðfrægasta kökki íslenzka flotans: Þeir lentu í aftakaveðri á Halanum, en Lási ekkert sjó hræddur og hinn brattasti, og spyr félaga sína hvort eitt- hvað gangi á. Þeir héldu nú það, því skipið væri bókstaf- lega að farast. Þá sagði Lási: „Guð almáttugur og ég sem á eftir að vasfca upp.“ Með þessar sögur í huga gekk ég á fund Nikulásar Anigantýssonar. ir. Þegar ég kom í anddyri Dvalarheimilisins sátu þar fjórir gamlir sjóarar og röbb uðu um daginn og veginn. „Þið eruð í góðum holdum," segi ég, eins og til að draga athygli þeirra strax að þess- um óboðna og ókurteisa land krabba, „það væsir ekki um ykkur hér.“ Þetta hreif. Þeir þögnuðu í miðjum klíðum og litu á mig. ,,Hvar er Lási kokkur?" bætti ég við. „Hann er á 412,“ svar aði einn þeirra félaga, en hin- ir stungu saman nefjum, kími leitir. „Hann er búinn að bíða eftir þér á annan klukku- tíma, en það er með ykfcur þessa blaðamenn, að ómögu- legt er að marka orð af því sem þið segið.“ „Já, hann er búinn að bíða eftir þér í meira en klufckutíima,“ ítrekaði ann ar, og ég held hann hafi skroppið út að leita að þér. Þú ert nærri þvi búinn að gera út af við drenginn. Hann va-r orðinn svo spenntur að hann gekk á tánum eftir göng unum. Ef við ekki finnum hann á augabragði er ég viss um, að hann fer sér að voða eins og hann er orðinn tauga veiklaður. Þesar hann gekk um gangana áðan, sagði hann: „Ég fer í mál við hann. hel- vízkan, og ég sem hélt hann væri frá heiðvirðu blaði.“ Þá sagði ég: „Ætli hann komi efcki bölvuð Skepnan." .,É3g trúi ekki öðru,“ sagði Lási og fórnaði höndum. „Á þetta að vera blað^rabb við Lása kokk?“ laumaði nú sá þriðji inn í samtalið. „Já.“ svaraði ég. ,,Og hvern fjand- , ann ætlar hann svo sem að segja?" „Við keifckum e;+thvað saman,“ sagði ég. ,.Ér> hef heyrt hann haldi þvi fram, að hann sé orðinn sextueur“, sagði sá sem fyrstur ávarnaði mig. „Hann lýgur því,“ skaut annar inn í, „hann sem var 49 ára í gær.“ ,.Það sakaði ekki þó þú spyrðir hann hvað hann væri gamall o« hvenær hann sé fæddur." Sá þeirra félaga, sem hafði setið þeej- andi og hlustað á samtal okk- ar. greip nú fram í: „O. ætli það þýði nofcfcuð, það kemur allt á afturfótunum hvort eð er.“ í sömu svifum bar að Hall dór Þorgrímsson. Þeir heils- uðu honum allir glaðlega. ,.Þú ert búinn að vera lenei á sjón um, Halldór,“ saeði ég. .Já, ég hef lífcleffa verið um hálfa öld á höfum úti, ég er áttræð ur í dag.“ Við óskuðum honum inni- lega til hamingju. „Ég var lengst af hjá Eim- skip,“ bætti hann við. „Nú, jæja, ég fór með dalli til Spánar og Ítalíu með fisk, en það var ekki Eimskipafélags- skip“ Á hvaða fossi byrjað- irðu?“ „Gamla Göðafossi." „Þú stendur þig vel, Halldór,“ sagði ég. „Ænei, ég er ekkert nema roðið og uggarnir." Svo kvaddi ég þá félaga, Lási kokkur teiknaður af Braga upp á bátadekk, saltkjöt og brauð og hvað eina sem mað ur valdi oní þá, stundum í snarvitlausu veðri og ef túrinn tók meira en hálfan mánuð, stóð ég allan daginn í bakstri og þau voru annáluð hveiti- brauðin, klattarnir og klein- urnar mínar. Stundum bakaði kg jólaköku líka, það dugir ekki minna en sýna hæfileika sína í starfinu. Og þá var ekk- ert annað gert um borð en slegið með sleif í eldhúsinu allan daginn og veginn, hend- urnar þvegnar, neglurnar burstaðar settir upp vettling- ar, þegar þurfti að sækja kol niður í fýrpláss. Allt gekk þetta prýðilega og ég veit ekki til að neinn hafi beð- ið varanlegt tjón af því að trúa mér fyrir fæðinu sínu. Þeir blésu út eins og hvalir. Strákur í sveit fyrir vestan fékk ég ekki allitaf nóg að borða, svo ég sagði við sjálf- an mig, þegar ég kom á sjó- inn: „Karlarnir verða að fá að ét'a eins og þeir geta í sig látið, það segir hann Nikulás kOkkur." Einu sinni kom karlfauskur um borð til okkar og sagði við mig: „Hvern fjandann á þetta að þýða hjá þér að fcarupa svona mikinn miat?“ „Hvað kemur það þér eigin- lega við?“ svaraði ég. „Þú kaupir allt of mikinn mat,“ endiurtók hann, „þetta er ofan mál, geng bara um daginn og veginai og gef engum höggstað á mér. Það getur verið gott að vera diplomat hér á Dvalar- heimilinu og ég er fæddur diplomat, get ég sagit þér. Og svo er eitt: maturinn hér er ágætur ,þó ég eegi sjálf ur frá.“ „Þykir þér saltfiskur góð- ur?“ var ég fljótur að spyrja. „ Já, saitfiskur er góður, betri en nókkurn tíma kjöt, ef hann er vel þurrkaður, en nú orðið fer lítið fyrir þvi. Ég hafði sa'ltfisk á síldinni á sunnudögum og ávaxtagraut á eftir. Það þótti herramanns matur og kom fyrir þeir segðu ég væri fæddur snill- ingur. Maður er svo sem fædd ur eitt og annað, eftir því hver talar.“ „Þeir sögðu niðri að þú værir ekki orðinn sextugur, Lási.“ „Sögðu þeir það? Þeir eru hraðlygnir.“ „Og hver heldurðu að sé lygnastur?" „Ég veit það ekki, þvi ég hef ekfci gegnumlýst þá. Ég vildi heldur lenda í sjávar- háska en horfa á það sem kæmi í ljós, ef þeir yrðu gegn umlýstir allir héma. En hvað segja þeir þá ég sé gamall?“ „49 ára.“ „Jæja, segja þeir það? Bor ið saman við þá er ég auðvit- að ekki nema 49 ára. Og svo fylgist ég enn þá með, þó ég hafi ekki drukkið daginn og veginn, því mættirðu skjóta að þeim.“ „Þú hafðix saltfisk á síld- inni?“ „Já, en ég er fæddur 1901, ekki 1902 eins og stendur í skýrslunum, sem hafa verið sendar Dvalarheimilinu. „Þú ert fæddur 1902,“ sagði for- stjórinn einu sinnl við mig. „Nei, ég er fæddur 1901“ sagði ég. Og þar sem ég er fæddur 21. maí, geturðu trú- að því, að ég verð sextugur á sunnudaiginn kemur. Karlam ir eru bara öfundsjúkir að komast ekki í blöðin.“ „Þú segist alltaf vera mjög hreinn, ég sé líka að þú ert fínn í tauinu." , Já, það hef éff plltaf ver- ið, um að gera að vera fínn Lási kokkur helmsóttur þar sem þeir sátu í anddyrinu á bekknum Letigarði og gekk upp á 412. Lási kofckur beið mín uppi í herbergi sín-u og var miklu róleffri en fjórmenninffamir höfðu sagt. Hann bauð mér inn. og gaf mér ávexti og konfekt. „Hvað varstu lenffi á sión- um, Lási?“ spurði ég eins og í vandræðum. „25 ár,“ svaraði h,!>nn „15 ár á trollurum. 10 á s;id.“ „Og hvort líkaði þér betur?" „Mér líkaði allt betur." „Þú meinar hvort tveggja, er það ekki Lási?“ „Jú, mér lífcar hvort tveffgja betur, en það var auðveldara að vera á trollurunum. Þar var meira hreinlæti og ég er ákafleffa veikur fyrir hrein- læti, eins oe þú hefur kanmsfci heyrt. Við þurftum að sækja kol og standa í ýmiss konar skítverkum, sem vom ekki sam'kvæmt mínu upplagi. Ég hef aldrei þvegið mér eins oft um hendumar og þegar ég var á trollurunum. Ég gerði bókstaflega ekkert annað all an tímann en þvo mér og skrúbba. Þú veizt hvernig þetta var í þá daga allt sótt í heila herdeild." „Þannig á það að vera,“ hrópaði ég. „Hér er heil herdeild um borð og komdu þér út eða— Svo steytti ég framan í hanm hnefana og hann hrökklaðist út. Ég hrópaði á eftir honum af öllum sálarkröftum: „Hef- urðu aldrei á sjó komið, mannfýlan þín?“ Litlu síðar kemur skipstjórinn niður til mín og segir: „Hvað var það eiginlega sem þú sagðir við reiðarann. Lási minn?“ Eftir það var ég kallaður Lási kjaftur. En sjáðu hvað ég er tandur hreinn um hendurnar, svona er ég alltaf, enginn skítur, engar sorgarrendur." Hann rétti fram hendurnar og sýndi mér og bætti við: „Ég hef alltaf ve: j hrein- legur. Maður á að vera hreinn, hvort sem er á sjó eða landi. Allt . eldhúsið spegilfagurt hiá mér á síld- inní og samt fengu allir nóg að éta. Ég er ekki gefinn fyr ir neina draslvinnu og ef þú skrifar eitthVað um mig, mundu þá að segja að mér líði vel hérna á Dvalarheimilinu, því hér er allt hreint og fág- að, ef því er að skipta. Og svo blanda éff mér ekki í nein deilu Allt endar þetta í nöqlum í tauinu bæði utan og innan." „Og samt ógiftur, Lási?“ „Hvað áttu við með þvi, að ég geti ekfci séð um mig sjálf- ur, eða hvað?“ „Nei, ég sagði bara: og samt ertu óeiftur, Lási." ,,Já, þú átt við að ég sé hamingiusamur, það er líka alveg rétt. Ég hef alltaf vilj- að vera piparkarl og efcki gift ast neinni einni konu, heldur hafa allar konur eins og dag- inn og veginn." „Þú sagðist vera fæddur fyrir vestan.“ „Vestur á Snæfiallastrond. alveg rétt. Svo fór ég til Styfckishólms og var í Elliða- ey hjá Ólafi og Theodóru, frænfcu minni. Þau voru mér al'ltaf ósfcöp góð. Svo til Reykjavíkur.“ „Og hvenær var það?“ „Ég man það efcki, en fyrst í stað var ég 6 mánuði hjá Kristínu Dalsted á Fjallkon- unni og þar var þvílítour has- ar um tíma, að lögreglan trú ir því efcki enn, að ég hafi sloppið þaðan lifandi. Það var sfco efcfcert grín, get ég saigt þér. Og fullkomnasta vöru- skiptaverzlun, sem ég hef hingað til heyrt getið um. Þeim hefði ekki veitt af að skrúbba á sér neglurnar, sum Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.