Morgunblaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 2
2 MUKUL n BLAÐIE Miðvik'udagur 24. maí 1961 >4 Alþjóðleg veizla á Álafossi Á ÞRIÐJUDAGSMOHGUN var brotizt inn í íbúð nppi á Álafossi. Fyrir innbrotinu stóð þýzkur maður, en í fylgd ■með honum var bandarískur maður og tvær stúlkur, norsk og sænsk. Ekki mun ætlunin með innbrotinu hafa verið sú að auðga sig að veraldlegum gæðum, heldur ætlaði flokkurinn að hressa anda sinn lítillega á brennivíni. ; Til fólksins sást, og var komið í veg fyrir tiltæki þess í tæka tíð. Verkfall samþykkt AKUREYRI, 23. maí. — I gær og dag fór fram atkvæðagreiðsla í Félagi verzlunar- og skrif- stofufólks á Akureyri varðandi kaupkröfur og það, hvort farið skuli í verkfall þeirra vegna. At- kvæði greiddu 120 af um 160 fé- lagsmönnum. Með verkfalli greiddu atkvæði 09 móti voru 17, en 4 auðir og ógildir. Þar með er boðuð til verkfalls í þessu fé- lagi að viku liðinni. Brunar í gœr KL. HÁLFÁTTA í gærmorgun kom upp eldur í þixrrkklefa í Sútunargerð Boga Jóhannesson- ar í Síðumúla 11. Þar lágu gærur á þurrkþönum og munu um 300 þeirra hafa eyðilagzt, brunnið eða skorpnað af hita. Er því tjón eigandans allmikið, en hins veg- ar mun herbergið ekki hafa skemmzt mjög mikið. Eldurinn var slökktur fljótlega. Ókunnugt er um eldsupptök. Stundarfjórðungi fyrir kl. fjög ur í gærdag brann ónýtt kofahró inni á Bústaðavegi. Þetta var fyrrverandi vinnuskúr í eigu Vatnsveitu Reykjavíkur. Óvíst er um orsakir brunans. Um kl. hálfátta í gærkvöldi kviknaði í vinnufötum, sem héngu í jámklæddum skúr í eigu Sindra við Borgartún norðan megin. Fötin munu hafa sviðnað og brunnið eitthvað, en litlar skemmdir orðið annars. Þekkir ekki höfundinn ÞJÓÐVILJINN skýrði á laugardaginn frá nýjum Dandarískum glæpareyfara, sem gerist að verulegu leyti á íslandi. Nafn bókarinnar er I „Danger is my line“, en höf- 1 undur að sögn blaðsins Stephen nokkur Marlow. Segir blaðið: „Aðalbófan- um í bókinni er lýst sem at- vinnumorðingja, er starfi í þágu Sovétríkjanna, og hann er látinn vera Islendingur og bera nafnið Einar Laxness“. Bendir blaðið á að hér á landi er aðeins einn maður sem ber þetta nafn, en það er Einar Laxness, sonur Hall dórs Kiljans Laxness. Einar Laxness er staddur í Kaupmannahöfn um þessar mundir og fór Mbl. þess á I leit við fréttaritara sinn þar að hann innti Einar eftir áliti hans á reyfara þessum. 1 gær barst svohljóðandi skeyti frá fréttaritaranum: „Ég talaði við Einar Lax- ness í kvöld og kvaðst hann ekkert hafa um málið að segja. Höfundinn hefði hann aldrei heyrt nefndan og sér væri það alveg hulin ráð- gáta hvaðan hann hefði feng ið nafn sitt. Ekkert vildi hann segja að svo stöddu /hvað hann mundi gera í mál- 1 inu". Beið bana við höfuðkúpubrot JÓN EIRÍKSSON cand. mag. lézt aðfairanótt sL fimmtudags í Ósló skv. frétt í „Aftenpost- en“ á föstudag. Jón bjó í stúdentabænum á Sognd við Osló, og þar fundu nokkrir stúdentar hann meðvit- undarlausan á grasflöt. Þeir báru hann ti’l sængur, en síðar um nóttina uppgötvuðu þeir, að hann var látinn. Var þá sent eftir lækni, sem komst að því að Jón hafði hlotið sár á hnakk- ann. Lögreglunni var þá til- kynnt slysið. Sárið var þó efeki svo rnikið ,að það hafi getað verið dauðaorsöik. Hins vegar er talið líklegast, að höfuðfeúpu brot hafi valdið dauða Jóns. — Lögreglan telur enga ástæðu til þess að ætla, að Jóni hafi verið greitt höáuðhögg, heldur muni hamn hafa tfallið og slasazt þann- ig. Samt mun málið verða namn- sakað. Jón Þorberg Eiríkssom varð 34 ára gamall. Hanm var ættaður frá Hrafntóftum x Djúpárhreppi í RangáTvallasýslu. Hann varð stúdent í Menmtasikólanum - i Reykjavík 1947 og lauk síðax miagistersprófi í Osló í tumgumá!- um og uppeldisfræðum. Hanm fófekst við kemmslustörif og þýð- ingar hér á lamdi um árabil. Sl. haust fór hanm til Noregs og ■kenndi við menntaskóla í Norð- ur-Þrændalögum, þar sem heife- ir Lífamgur (Levanger). Þegar hanm lézt, stundaði hanm nám við Pedagogisk Semimar í Osló. • í kapphlaupi við dauðann HVAÐ hugsar sá maðxxr um annað en hlaupa, sem stendxxr hjá húsi sem allt í einu tekur upp á því að síga fram fyrir sig og velta xxm koll? Auðvitað tekur hann til fótanna Og hleypur — en hvert? Sumir fara í gagnstæða átt, en þá er björgunarvonin tengd hæð hússins. Sé hæðiri nokkur að ráði er hætt við að efsta hæð- in eða þakskeggið sjái svo um að flóttamaðurinn þurfi ekki um sár að binda. En það er ekki hlaupið að því að hugsa rökrétt, þótt sjald an hugsi menn meira miðað við tíma en einmitt á slíkum hættustundum. Sennilega hef- ur tilviljunin ein ráðið því, að maðurinn á myndinni hér tók á rás til hliðar en ekki beint frá húsinu. Hann hljóp og hljóp og komst xxndan — sjálfur kveðst hann ekki hafa haft nokkra hugmynd um að hann gæti hlaupið svona hratt. Verkfalli frest>*5 á Húsavík | HÚSAVÍK, 23. maí. — Verkfaíl átti að hefjast á Húsavík aðfara- nótt hvítasunnudags. Sáttasemj- ari á Norðurlandi, Steindór Steijí dórsson mermtaskólakennari, sat fund með fulltrúum atvinmf- rekenda og verkalýðs fram yfír miðnætti á laugardagskvöld. ón þess að samningar tækjust. Það kom því flestum á óvart, þegar stjórn og trúnaðarmannaráð verkalýðsfélagsins tilkynnti I gær, að verkfallinu hefði verið slegið á frest um vikutíma. eða fram á miðnætti 29. maí. Ekki var getið neinnar ástæðu fyrir þessari frestun. — FréttaritarL , — S.-Afrlka Féll af baki og slasaðist AK.RANESI 23. maí. — Tvítug- ur piltur, Óskar Halldórsson, til heimilis á Suðxxrgötu 114 hér í bæ, handleggsbrotnaði síðdegis á annan í hvítasunnu. Óskar var á heimleið ásamt tveimur félögum sínum. Við hliðið á Arkarlæk í Skilmannahreppi missti hann stjóm á hestinum. Klárixm rudd- ist gegnum netið, sem í hliðinu var, og Óskar endasentist ofan í grjótið á holtinu og handleggs- brotnaði. Yngri bóndinn á Ark- arlæk Guðjón Guðmundsson, ók Óskari á bíl sxnum í Sjúkrahús Akraness, þar sem gert var að sárum hans. — Oddur. Nýr sendiherra SAMKVÆMT fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta íslands, af- henti nýr sendiherra Tékkó- slóvakíu á íslandi, dr. Miroslav Kadlec, forseta íslands trúnaðar- bréf sitt í gær. Fjórir sóttu um sakadómarastöðu S Ú skipulaigsbreyting var gerð á embætti sakadómara fyrir nofekru, að skipaður var sérstaik- ur yfirsaifcadómari, Valdimar Stefánsson. Jafnframt vomx aug- lýstar lausar til umsóknar fjór- ar sakadómarastöður. Umsókn- arfresturinn er nú liðixrn og sóttu fjórir, þeir Ármann Krist- insson, Gurmlaugur Briem, Hall- dór Þorbj örnsson og Þórður Björnsson. Fjórir í árekstri KL um hálfþrjú í gær lentu fjórir bílar í árekstri á mótum Sölvhólsgötu og Kalkofnsvegar. Lentu þeir allir hver aftan á öðr- um, svo að úr varð „einn alls- herjar krambúll“. Ekki munu þeir hafa skemmzt neitt veru- lega. Útlendingur með ágætiseinkunn í íslenzku BANDARÍKJAMAÐURINN Pet- er Carleton, sem verið hefur hér við nám lauk fyrir helgina ís- lenzkuprófi fyrir erlenda stúd- enta (Baccalaureatus philologiae Islandicae) við Háskóla íslands og hlaut ágætiseinkunn í aðal- einkunn. Er hann eini útlending- xxrin, sem það hefur gert. Auk prófverkefnisins var að þessu sinni ritgerðarefni Hávamál. Hlaut Peter Carleton 14,50, en 16 er hæsta einkxxnn og mun aldrei vera gefið meira en 15. Sama kvöldið sem prófinu lauk, fór Peter Carleton heim til Banda- ríkjanna. Opið lengur í Selási í GÆR var sú breyting gerð á símstöðinni í Selási við Reykja vík, að hún verður framvegis opin milli kl. 9 og 22 á virkum dögum, en áður var hún ekki opin nema frá 9—13,30 og 16 —22. Á helgidögum verður hún eins og áður opin frá kl. 9—13 og 16—21. Starfssvið Selásstöðvarinnar eykst stöðugt. Smálöndin eru nú komin í samband við hana. Stöðin hefur 70 afgreiðslunúm er, en þau verða bráðlega um 80, þegar stöðin í Dísadal verð ur lögð niður. Námskeið í norsku BJÖRGVINJARHÁSKÓLI mun halda námskeið í norsku og nOrskum bókmenntum dagana 21. ágúst til 17. október næstkom andL^- Skrifstofa Háskóla fslands hef- ur fengið bráðabirgðadagskrá námskeiðsins og veitir upplýs- ingar um það. Ærsl unglinga á Þingvöllum ALLMARGT manna, einkum unglingar, voru á Þingvöllum um hvítasunnuna. Flest tjöldin voru inrií við Vatnsvík. Eitt kvöldið höfðu unglingarnir í frammi nokkurn hávaða og ærsl, en ekki hlutust meiðsl og ekki höfðu vegalögreglumenn talið á- stæðu til að hafa sérstök afskipti af unglingunum, er þeir komu í Vatnsvíkina. Eins og undanfarin sumur, verður föst, löggæzla á Þingvöll- um um hverja.helgi, nú í sumar. Framh. af bls. 1. væri látið uppi um það hve margir hafi verið handteknir í landinu. Benzínsprengjur Hátíðahöldin í sambandi við lýðveldistökuna hefjast á mánu* dag og standa í þrjá daga. Hef- ur fjölmennt varalið verið kvatt til vopna til að halda uppi reglu rneðan á hátíðahöldunum stendur. Sumsstaðar í landinu hefur verið bannað að selja benzín öðruvísi ■ en beint á geyma bifreiða, en mikið hefur borið á því að blökkumenn hafi keypt benzín á flöskur og brúsa. Er óttast að það verði notað í sprengjur. NA15 frnúfor oT J S V 50 tmútor 11 * - Siúrlr K Þrumur KuMoski! ^ Hifoskif Hr Hml | L LaoB fi NU HEFUR breytt um átt, vestan lands, en nú er hún kominn noiðanvindur með komin austur fyrir land og fer snjókomu norðanlands. Um há enn þá vaxandi. Vonandi gætir degið var frostið orðið 1—3 áhrifa hennar ekki lengur en stig á Vestfjörðum og vestan einn til tvo sólarhringa. til á Norðurlandi. Hríðin var svo dimm, að skyggni var ekki Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi meira en einn kílómetri sums SV-land til Breiðafjarðar og staðar, og í Kjörvogi (í Árnes- SV-mið til Breiðafjarðarmiða: hreppi á Ströndum) sást að- N-hvassviðri og skýjað í nótt, eins 200 metra frá bænum. í lygnandi og léttskýjað á morg- Skaftafellssýslum var sólskin un. Vestfirðir til Austfjarða og og 8 stiga hiti. Vestfjarðamið til Austfjarða- Lægðin, sem þessu veðri miða: N-hvassviðri og snjó- veldur, kom vestan yfir Græn koma 1 nótt, heldur lygnandi land á hvítasunnudag og var á morgun og léttir víða tiL , þá lítil og grunn. Á annan SA-land Og SA-mið: N-storm- dýpkaði hún fyrir norðan ís- ur í nótt, batnandi á morgun, land og olli vestanstrekkingi léttskýjað. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.