Morgunblaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 23
Miðvfkudagur 24. maí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 23 — Norðanáhlaup j Frh, aí bls. 24 | þunga vél, íór margar veltur og er mikið skemmdur. -Togarinn Guðmundur Pétur kom inn í gær með 50 lestir aí fiski. Hafði hann fengið aflann á tveim dögum, en hafði 10 daga útivist. Ekki hefur verið hægt að landa úr togaranum vegna .veðurs. ft Bændur voru um það bil að sleppa fé sínu og sumir búnir að iþví, er óveðrið skall á, enda sauð burður búinn. Var vakað yfir fénu í nótt og lítur út fyrir að tekizt hafi að bjarga því, því að enn er ekki vitað um fjárskaða. Breiðdalsheiði var opnuð nú fyrir helgina, en er nú aftur al- gerlega ófær. — Fréttaritarú Kulnaðar vonir og hné- djúpir skaflar á ísafirði ísafirði, 23. maí Kl. um tvö í nótt skall á hríð úr norðaustri, sem jókst sífellt eftir því sem á leið. Má segja, að ihér hafi verið iðulaus hríð síð- an, og enn, kl. hálftólf að kvöldi, er hún mjög dimm í hvössustu byljunum. Þegar verst lætur, sér ekki milli húsa. Farið er að draga saman í skafla, sem eru (hnédjúpir sums staðar. Frostið er tvö til þrjú stig. Ekki er vit- að til, að beinn skaði hafi orðið. yindhæðin hefur verið mjög mik il i verstu hviðunum. Breiðadalsheiði hafði verið mokuð fyrir helgi, en er nú ófær aftur. Hérna var 14 stiga hiti og fólkið í sólbaði bæði þá og í fyrradag. Margir voru farnir að hugsa um að flytja í sumarbú- staði í skóginum 1 Tungudal. Hafa þær vonir kulnað út í bili. — Guðjón Ökkladjúpur snjór á Blönduósi Blönduósi, 23. maí Kl. átta á þriðjudagsmorgun var alauð jörð á Blönduósi, en þá skall á snjókoma. Kl. 5—6 um daginn hætti að mestu að snjóa, en þá var kominn ökkla- djúpur snjór. — Sprengiefni Framh. af bls. 24. Hans skýrði bæjarfógeta frá fundi sínum og fékk hann menn af varðskipinu Þór til að athuga sprengjurnar. Þeir treystust ekki til að rannsaka þær, svo að Þorkell Steinsson, varðstjóri hjá ríkislögreglunni var fenginn til að fara austur. Eyðilagði hann sprengiefnið. Hann kom til bæj- arins í gærkvöldi og skýrði blað- inu frá ferð sinni. Sprengiefnið var grafið efst í stóru skriðunni undir Stranda- tindi. Efnið heitir ammonal, og er það hið helzta svonefndra ör- yggissprengiefna. Það var 1 þrem ur málmdósum, 84 hylki í hverri dós. Þetta sprengiefni er mun hættuminna í meðferð en önnur eprengiefni, þolir vel högg án þess að springa og lítil hætta er á, að í því kvikni af völdum neista. Þar að auki var langmest af efninu óvirkt orðið vegna raka og hafði tapað sprengjugildi eínu. Þó voru nokkur hylki ó- skemmd. Notaði Þorkell þau til bð sprengja allt efnið í loft upp, en það gerði hann á klöpp við Fjarðará. Þorkell tók fram, að frétt þessi hefði verið fullmikið blásin upp af blöðum á laugardag og fólk eystra verið hrætt að ó- þörfu. Verkamenn grófu á nokkr um stöðum í leit að meira efni en fundu ekkert, og taldi Þorkell •ig hafa leitað af sér allan grun. " í þessari ferð eyðilagði Þorkell einnig sprengju úr herskipafall- byssu, sem fannst fyrir nokkrum árum og geymd hefur verið í læstum skúr utan bæjarins. Mun hún stafa frá æfingum á styrjald- arárum, lent í mjúkum jarðvegi og ekki sprungið. Stórhríð í Skagafirði Hofsósi, 23. maí Snjókoma er um allan Skaga- fjörð og stórhríð í útsveitum. Óttazt er um lambfé, en bændur leita að því úti um haga. — Björn Keðjufæri á Siglufirði — Skarðið lokað Siglufirði, 23. maí Ágætisveður var hér um helg- ina Og hlýindi, allt upp í 15 stig, en segja má með sanni, að í morg un hafi Siglfirðingar vaknað við vondan draum, a. m. k. hroll- kaldan. Kl. 7 var enginn snjór sjáanlegur, nema hvað fjalla- toppar höfðu rétt gránað, en kl. 8 var skollin á stórhríð á norðan. Er hægt að segja, að blind vetr- arhríð háfi verið fram undir há- degL Þá dró heldur úr ofsanum og ósköpunum, en seinni hluta dags herti hríðina aftur. Kl. sjö fór áætlunarbíllinn suður yfir, en eftir tvo tíma var skarðið orð- ið kolófært. Þessu veðri fylgir mesti stormur og kuldi. Frost er til fjalla. Fram að veðrinu höfð- um við Siglfirðingar búið við suð vestanátt, svo að munurinn er mikill. Húsfreyjur grafa skjól- flíkur frá vetrinum fram úr kommóðuskúffum, sem hefðu að réttu lagi átt að hvílast þar næstu mánuðL Stefán og Guðjón Snögg hitalækkun á Akureyri Akureyri, 23. maí Undanfarna daga hefur verið hér mjög gott veður, sólskin Og bjartviðri og 12—18 stiga hiti. Þannig var veðrið einnig í gær. f morgun brá heldur til hins verra, því að þá var komin norð- anátt og þykkt i lofti. Um kL niu byrjaði að snjóa. Að visu festi ekki á láglendL en fjöllin hér í kring urðu grá af snjó- komu og einnig festi snjó efst í Vaðlaheiði. Upp úr hádegi birti svo til, og er nú þetta snjóföl að mestu horfið. í kvöld er hér norð angola og fremur kalt. . — St. E. Sig. Hret á Húsavík Húsavík, 23. maí Hvítasunnuhretið lét ekki standa á sér. í gær var hér 16 stiga hiti, logn en moldrok mik- ið, er bílarnir óku um bæinn. Þurrviðri hefur verið hér um hálfsmánaðartíma. í nótt skip- uðust veður snögglega í lofti, þeg ar skall á norðvestan átt og rign- ing, en um hádegi var hitinn kom inn niður að frostmarki Og komin snjókoma, svo að gránaði í ról undir sjó Og fjallatoppar hvítn- uðu. Þegar á daginn leið, stytti upp, og hefur veður farið batn- andi. Töluvert brim fylgir þess- Sauðburður stendur nú engum sköðum. FréttaritarL Hraglandi á Seyðisfirði Seyðisfirði, 23. maí andi, ekki mikill, en kalt. Nýkomin verkfæri Béttingarverkfæri. Verkfæri tii vélaviðgerða. Knnfremur hinir viðurkenndu MOTO-METER cyl- inderþrýstimælar, sjálfritandi. Þ. Jónsson & Co. Brautarholti — Símar 15362—19215. Innilega þakka ég vinum og Vcmdamönnum og öllum þeim sem glöddu mig með skeytum og hlýjum kveðjum á afmælisdaginn. — Guð blessi ykkur öll. Guðrún Sigurðardóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, bæði til sjós og lands sem glöddu mig með gjöfum, blómum og skeytum á 70 ára afmæli mínu 29. apríl. — Lifið heil. Guðni Pálsson, stýrim. Stigahlíð 18. Öllum vinum mínum og frændfólki, nær og fjær sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu með heimsóknum og gjöfum þakka ég hjartanlega. Guð blessi ykkur öll. , Melga Guðbrandsdóttir, Drekavogi 20 Alúðarþakkir færi ég öllum þeim, sem heimsóttu mig, sendu skeyti og færðu mér stórgjafir á 90 ára afmæli mínu 12. maí. Jón Bjarnason, Bjarkagötu 8, R. Gott á fuglinn fleygi hann fjötrar engin bönd. En fótur vor er fastur ef fljúga vili önd. Á hugans fleygu seglum þöndum flýg ég heit og ör af þakklæti til guðs og manna og þakka ykkur öllum af innsta hjartans grunni, ungum og gömlum, mönnum og konum, sem hjálpuðu mér að gera 14. maí að hátíðisdegi. Fyrir hlýju kveðjurnar stóru, stóru gjafirnar. Ykkur Ríkharði, Einari, Kristjáni og Þorláki ljóðin. Þórhalli og Skúla tónverkin og þér Sigurður, dásamlega sönginn, og þó mest lagið frá Ella. Hann sem gaf okkur sólskin og vísar okkur veginn, bið ég að blessa ykkur öli. Ykkar einlæg, Helga á Engi ^ jón kirIksson frá Hrafntóftum . lézt 18. þ.m. í Ösló. Fyrir hönd foreldra, fósturforeldra og systkina. Sigríður Eiríksdóttir Maðurinn minn SIGURJÓN GESTSSON Hurðarbaki, Kjós lézt í Landspítalanum laugardaginn 20. maí. Herdís Jónsdóttir Maðurinn minn, GUÐMUNDUR RUNÓLFSSON andaðist að heimiii sínu, Nönnugötu 3, laugardaginn 20. þ.m. Fyrir hönd vandamanna. Guðlaug Vilhjálmsdóttir Frænka mín DOROTHEA BJARNADÓTTIR andaðist að Elliheimilinu Grund þann 21. þ.m. Fyrir hönd aðstandenda. Bjarni Jónsson Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir HANNES E. ÓLAFSSON fyrrv. kaupmaður verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni, fimmtudaginn 25. þ.m. kl. 3 e.h. — Blóm vinsamlega afþökkuð. — Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Kristrún Einarsdóttir, b<jm og tengdaböm JÓHANN Þ. JÓSEFSSON fyrrverandi ráðherra verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 25. maí 1961 kl. 13,30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð. — Athöfninni verð- ur útvarpað. Magnea Þórðardóttir Ágústa Jóhannsdóttir, Svana J. Hodgson Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar MICHAELS SIGFINNSSONAR Jónína Michaelsdóttir, Laila Michaelsdóttir Ásta Michaelsdóttir, Linda Michaelsdóttir Karl Michaelsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför fósturföður míns, SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR skipstjóra Fyrir hönd vandamanna. Bjarni Sigurðsson Þökkum hjartanlega öllum þeim er sýndu samúð og vinarhug við- andlát og jarðarför ÖNNU PÁLSDÓTTUR Bræðratungu 37, Kópavogi Helgi Ólafsson og börain Alúðar þakkir fyrir auðsýnda vináttu við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, RAGNHEIÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR Innra-Hólmi Magnhildur Jónsdóttir, Guðmundur Jónsson, Jónína Gunnarsdóttir, Þorgrímur Jónsson Margrét Kristófersdóttir, Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför AUÐUNS INGVARSSONAR frá Dcdsseli \ Vandamenn Innilegar þakkir fyrir samúð og hluttekningu við and- lát og jarðarför eiginkonu minnar JÓNÍNU HELGU EIN ARSDÓTTU R Ingibergur Þorvaldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.