Morgunblaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. maí 1961 f " Mary Howard: . — — - Lygahúsiö - ^ > 10 (Skáldsaga) Fauré drap á vélinni og steig öt til þess að láta kynna sig- Hann varð var við glettið augna- tillit Stephanie og þessvegna lagði hann sig sem mest í líma að vera töfrandi við Sally. Að- dáunin sem skein út úr augum hennar var góð tilbreyting frá glaðlega kaeruleysinu, sem Step- hanie hafði sýnt homum. — Hver í veröldinni er nú þetta? spurði Sally með miklum ákafa, þegar hann var farinn. — Það er vinur fraenku minn- ar. Hann hefur vinnustofu uppi við vegamótin. — Þetta er afskaplega aðlað- •ndi maður. Stephanie hló og gekk síðan á undan inn í húsið. — Þú skalt nú samt sjá fótum þínum forráð, Sally litla. Þetta er gamall erki- bósi. Gleymdu nú hr. Fauré og segðu mér einhverjar fréttir. Sally fullyrti, að hún hefði engar fréttir að segja. Hún var að drepast úr leiðindum með þessum ungu mönnum, sem mamma hennar hafði boðið til dvalar hjá þeim, en átti hins vegar erfitt með að losna við þá. I dag hafði hún verið svo heppin að geta læðzt að heiman, án þess að nokkur yrði þess var. Ofurlítill skuggi færðist yfir andlitið á Stephanie er hún sagði — Sally, veiztu hversvegna mamma þín vill ekki, að þú far ir hingað? — Auðvitað. Það er vegna hennar mömmu þinnar og hr. Jerome. En mér er sama. Það er svo góð tilbreyting að koma hingað. Hér er allt svo fínt og skemmtilegt.. Eins og til dæmis hr. Fauré. Stephanie var í órólegu skapi, er hún ók heim um kvöldið, eft- ir að hafa farið með Sally nokk- urn hluta leiðarinnar. Þessi frá- sögn Sally, að mamma hennar liti samand þeirra við Jerome hornauga, gerði henni nú fyrst — Jæja Markús, nú þegar við höfum kynnt okkur, hvað getum við gert fyrir yður? — Ýmsir félaga minna hafa ljóst, hvað það væri að lifa í heimi eins og frænka hennar — heimi, sem var fullur af mönn- um eins og Fauré. Hún átti með öðrum orðum heima í einskonar ræningjabæli, og venjulegt skikkanlegt fólk mundi forðast hana. Þetta jók enn á einmanakennd hennar. En öllu þessu gleymdi bún þeg ar hún kom aftur heim og sá mótorhjólið klyfjað allskonar farangri standa í húsgarðinum. Hún glápti á það með mestu furðu, en í sama bili kom Francine út til hennar. — Mademoiselle, sagði hún með áhyggjusvip á dökka and- litinu, — Það er kominn ungur Englendingur með bréf frá frænku þinni. Hann segist hafa leyfi til að tjalda í olífulundun- um. Heldurðu að hann segi það satt. — Bíddu andartak. sagði Step- hanie hlæjandi, — Við skulum líta á bréfið. Francine rétti henni ^það, og Stephanie reif það upp í snatri og las hrafnasparkið. — Já, þetta er frá frænku. Ég ætti að tala við manninn. Hún flýtti sér svo inn. í miðri setustofunni stóð mjög hávaxinn og mjög óhreinn ungur maður í rykjakka. í andlitinu, sem var atað ryki og olíu glömpuðu tvö glettnisleg augu og horfðu á hana — Hr. Powell? sagði hún kurt- eislega. — Viljið þér ekki fá yð- ur sæti. — Það þori ég ekki, sagði hann í örvæntingartón. — Ég er svo útataður. Ég kem alla leið frá Austurríki í dag_ og hér er allt svo fínt og fágað. Henni var skemmt. — Við skul um eiga ráð við því, sagði hún. Síðan sótti hún rykábreiðu, sem lá á skáp frammi í forstofunni og lagði hana á stól. — Gerið svo vel. Þarna er yður óhætt að sitja. Bill Powell fór úr jakkanum og lét fallast niður á stólinn. — Ég er búinn að standa þarna í kvartað yíir því að þér komið auglýsingaspjöldum yðar fyrir úti í náttúrufegurðinni. — Nú, og hvað er á móti því? stundarfjórðung, sagði hann. Ég gæti ýlírað eins og hundur. — Þér ættuð heldur að fá eitt glas til að hressa yður á. Hafið þér nokkuð borðað. — Ekki síðan um hádegi. —• Þá ætla ég strax að gefa yð ur eitthvað að borða. Hún brosti. — Frænka min segir mér að sýna yður alla gestrisni. —Það er fallega hugsað af henni. — Já víst er það. Stephanie fann til þakklátsemi, þatta hafði enginn sagt um frænku hennar, nema hún sjálf. Hún kallaði síðan á Bertram og bað hann flýta kvöldverðin- um, og síðan sótti hún vænt glas af viskf handa BilL — Þessu hefur maður gott af. Hann setti frá sér glasið og leit á hana — þessa rólegu, grönnu stúlku, með svarta hárið. sem gljáði svo fallega á. — Þér eruð alls ekki eins og ég bjóst við, og alls ekki og Karó lína lýsti yður. Hvað er langt síð an hún hefur séð yður? — Þrjú ár. 1 Bill brosti með sjálfum sér. — Mér er ekki grunlaust um, að hún verði hissa, þegar hún sér yður næst. Stephanie fann, að hún roðn- aði. — Þekkið þér hana vel? flýtti hún sér að segja. — Ekki sérlega. Charles Jer- ome kynnti okkur í New York, fyrir um það bil viku, og svo urð um við samferða til Énglands. Þá hlýtur hann að vita allt um Karólínu og Jerome, hugsaði hún Og er honum alveg sama um það? — Þér þekkið þá her. Jerome? ‘ — Já, mjög vel ég hef unnið fyrir hann og kann ágætlega við hann í alla staði. Hún hafði allar hugsanlegar spurningar á vörunum en þegar hún leit á rykatað andlit hans, sá hún, að hann var yfirkominn af þreytu. Hún flýtti sér að standa upp. — Afsakið, sagði hún. Mér datt í hug, að þér vilduð fá að þvo yður eða fara í bað.... — Já, bað væri dásamlegt. — Þá skal ég vísa yður á það. Hann elti hana upp þrönga krókótta stigann. Þegar upp kom, hnaut hann um eitthvað og hún rétti út hönd til að styðja hann. — Hversvegna komuð þér svona langa dagleið? — Það er eins og hver önnur vitleysa af mér, samsinnti hann. En þá þarf ég heldur ekki neitt að hreyfa mig.. fyrst um sinn. Það var rétt eins og hann væri einhver farfugl, hugsaði Step- hanie með sjálfri sér og gat ekki stillt sig um að halda áfram: — Ég er fegin að þér ætlið að stanza svolítið, var komið yfir varir hennar áður en hún vissi af.. — ég á við að ég er fegin að fá einhvern til að tala við. Hún opnaði dyrnar á einu gesta- baðherberginu. — Gerið svo vel. Þér komið svo niður þegar þér eruð búinn. Þau eru falleg og þetta er góð þjónusta við þjóðina! — Okkur þykir þau eyðiteggja fjölda fallegra staða .. . Við höf- Bill lokaði dyrunum og leit kringum sig. Baðherbergið var lagt ljósrauðum flísum og allt ilmandi og hlýtt. Honum varð hugsað til óhreinu kompunnar í Austur-Berlín og bóndabæjarins í fjöllunum í Austurríki, og hann brosti með sjálfum sér að þessum endurminningum frá ferðalaginu. Stephanie fór inn í sitt her- bergi og fór að velta fyrir sér, hvernig á því gæti staðið, að ung ur maður, sem samkvæmt bréfi frænku hennar átti sex mánaða leyfi, skyldi leggja á sig svona langa ferð á einum degi, og hversvegna hann virtist lítið ætla að standa þarna við. Hún þvoði sér og hressti upp á varalitinn, hugsahdi. Þessi einmanaleiki_ sem hafði þjáð hana hingað til, var nú gjör samlega horfinn. Var það af völd um Williams Powells? Af því að hann hafði ekki komið fram við hana eins og einhverja tortryggi lega manneskju í ræningjabæli. Henni var þetta einhverskonar huggun, þótt hún gæti ekki gert sér fulla grein fyrir ástæðunni. Tuttugu mínútum seinna gekk hún inn í setustofuna, en stað- næmdist ósjálfrátt á þröskuldin um, furðu lostin. Bill Powell lá steinsofandi á legubekknum. Hann sýndist yngri en henni hafði fundizt hann áður. Hú dokaði ofurlítið við og var á báðum áttum, hvort hún ætti að vekja hann, en þá opnaði hann allt í einu augun og var sam- stundis glaðvakandi. Hann brosti til hennar og það var vingjarn- legt og glaðvært bros. — Maturinn er tilbúinn, Mad- emoiselle Stevie, sagði Bertram í dyrunum. \ — Halló! sagði Bill og reis upp í legubekknum. Síðan greip hann um höndina á Stephanie og dró sig á fætur rétt eins og hann hefði þekkt hana alla ævi. — Ég heiti Bill, sagði hann. — Má ég kalla þig Stevie? —Auðvitað, ef þig langar til, svaraði hún stillilega. En hún varð um leið vör við hve hlý og sterk höndin var, sem greip henn ar hönd, og hún fékk einhverja undarlega tilfinningu fyrir brjóst ið. Það varð ekki annað sagt en að fyrsti gesturinn hennar, þarna í Villa Chrystale kæmi býsna mikilli hreyfingu á hana. II. Viku eftir að Bill Powell kom til Villa Chrystale, útataður og dauðþreyttur, fékk Claude Fauré símahringingu frá París. — Elsku Claude! Hvernig líð- ur þér? — Karólína? Hvar ertu? Hve- nær ferðu að koma? — Ég er í París að kaupa glás af tuskum utan á mig. — Til hvers? Ætlarðu loksins að fara að giftast honum Charles Jerome eða hvað. — Honum Charles? Claude varð var við einhverja breytingu á röddinni. — Já, maður heyrir, að konan hans hafi loksins gefið eftir þennan skilnað. Er það ekki dásamlegt? Það er það sjálfsagt, svaraði hann hæðnislega, en það er rétt eins og þú sért ekkert yfir þig hrifinn af því. Hvað gengur að, Karó? Hvað ertu að bralla? — Ekkert. Vertu ekki svona tortrygginn. Nei, ég hringdi nú annars bara til að vita, hvort hún frænka mín hefur spurt þig ráða um ekkert á móti auglýsingum á vissum stöðum, en það er til skammar að eyðileggja stað eins og Sólskinsfossa! um þessi vínkaup til hússins. Hún þekkir auðvitað ekkert inn á slíka hluti og ég vildi bara full- vissa mig um, að allt væri í lagi. — Já, það er það vertu viss, svaraði Claude og brosti með sjálfum sér. — Ég hafði mikla á- nægju af að liðsinna henni með þetta. Hún er afskaplega indæl stúlka. — Ég vona að hún sé eins dug leg og hún er indæl, svaraði Kar ólína í ofurlítið fyrtnum tón. — Ég á nefnilega von á dálitið sér- stökum gesti. Fauré dró snöggt að sér and- ann og svaraði dálítið meinfýsnis- lega: — Það skyldi þó ekki fyrir einhverja tilviljun vera falleg- ur ungur maður á mótorhjóli? Ef svo er, þá er hann þegar mættur! —Hvað segirðu, Claude? Ertu viss? Ég bjóst ekki svona fljótt við honum.. Ertu viss um, að hann hafi verið á mótorhjóli? ailltvarpiö Miðvikudagur 24. maí 8:00 Morgunútvarp (Bæn. 8:05 Mor£ unleikfimi. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. —• 10:10 Veðurfregnir). Fréttir og tilkynningar). 12:00 Hádegisútvarp: (Tónleikar. -^i 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 ,,Við vinnuna“: Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til-* kynningar. — 16:05 Tónleikar — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Öperettulög. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 íslenzk tónlist: a) Norræn svíta eftir Hallgrífli Helgason (Strengjaleikarar úr Sinfóníuhljómsveit íslands flytja undir stjórn höfundar), b) Konsert í einum þætti fyrir píanó og hljómsveit eftir Jón Nordal. (Höfundur leikur meS Sinfóníuhljómsveit islands; Wilhelm Schleuning stjórnar). 20:20 ..Fjölskylda Orra", framhalds-* þættir eftir Jónas Jónasson. — Fjórði og fimmti þáttur: „Hund« ur heitir Kolur“ og „Friðrofinn'V — Leikendur: Ævar R. Kvaran, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Krist ín Anna Þórarinsdóttir, Steindör Hjörleifsson, Valdimar Lárusson og Emilía Jónasdóttir. Höfund- urinn stjórnar flutningi. 20:55 Tónleikar: Brilliant Rondo op. 70 eftir Schubert (Vaiman leik-* ur á fiðlu og Karandsjova k píanó). 21:00 Erindi: Æskan og áfengisvanda* málið (Jóhann Hannesson pró- fessor). 21:45 Kórsöngur: Hollenzki óperukór-* inn syngur; Rudolf Moralt stjórn ar. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Búnaðarþáttur: Ölafur E. Stefána son ráðunautur talar um sumar* beit mjólkurkúa. 22:25 Harmonikuþáttur (Högni Jónsson og Henry J. Eyland). 23:10 Dagskrárlok. Fimmtudagur 25. maí 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi. ■— 8:15 Tónleik ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleilc ar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar 12:25 Fréttir, tilk. og tónl.). 12:55 ,,A frívaktinni“, sjómannaþáttur (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15.03 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til- kynningar. — 16:05 Tónleikar — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Lög úr óperum. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Af vettvangi dómsmálanna (Há« kon Guðmundsson hæstaréttar- * ritari). 20:20 Frá söngskemmtun 1 Austur- bæjarbíói 18. f.m.: Martina Arr* oyo syngur lög eftir Richard Strauss, Obradors o. fl.; Harry L. Fuchs aðstoðar. 20:45 Frásöguþáttur: Skipsstrand á Skeiðarársandi (Jónas St. Lúð- víksson). 21:10 Píanótónleikar: Vladimir Horo* witz leikur tvö verk eftir Skrja- bin, sónötu nr. 9 op. 68 og „stú- díu“ 1 b-moll op. 8 nr. 7. 21:25 Upplestur; „Steinninn**, smásaga eftir Liam O’Flaherty, í þýðingu Málfríðar Einarsdóttur (Klemens Jónsson leikari). 21:45 Tónleikar: Fantasía eftir Vaug- han Williams um stef eftir Thom- as Tallis (Leopold Stokowski og sinfóníuhljómsveit hans flytja), 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kvar an). 22:30 Svissnesk nútímatónlist: a) Kvartett fyrir flautu, klarí- nettu, fiðlu og selló eftir Jacq ues Wildberger (Joseph Bopp, Osvaldo Mengassini, Jules Jou bert og René Gacon leika). b) „Elegie“, kammerkantata fyr* ir kvenrödd, óbó, víólu, sem- bal og ásláttarhljóðfæri eftir Rudolf Kelterborn (Hedwig Gerster og svissneskir hljóð- færaleikarar flytja; Erich Schmid stjórnar). 23:00 Dagskrárlok. ........... inT.i sími 11687 • * Kcn ,«o1 a r L ú ó WE FEEL THEY RUIH A LOT OF BEAUTIFUL SPOTS...WE DON'T O&JECT TO ADVERTISINO in SOME PLACSS, BUT TO BLOCK OFF A PLACE LIKÉ. SUNBURST FALLS IS A PISSRACEI,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.