Morgunblaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 24. maí 1961 MORGVNBLAÐIÐ 15 Ásmundarbakarí logar. Mikið brunatión í Haínaríirði er elJur kom upp í brauðgerðarhúsi HAFNARFIRÐI: — Snemma á annan í hvítasunnu, eða um hálf- áttaleytið, var slökkviliðið kall- að að brauðgerðarhúsi Ásmundar Jónssonar, Suðurgötu 14. Var þá mikill eldur í húsinu og reykur svo að vart sá út úr augunum. XJm sjöleytið var mjólkurbíl ek- ið þar fram hjá og lagði þá reyk mikinn upp úr húsinu, en bíl- stjórinn og aðstoðarmaður hans gerðu slökkviliðinu þegar aðvart. • Miklar skemmdir Hús þetta, sem er tveggja hæða og um 500 fermetrar, var 'bvggt í tveimur áföngum, eldri hlutinn frá árinu 1910 og við- byggingin frá 1928. Eyðilagðist efri hluti hússins algerlega, en — Pétur Ottesen neðri hæðina var hægt að verja, nema hvað allt skemmdist af vatni og reyk. Var talsverðum erfiðleikum bundið að ráða niðurlögum elds- ins, sem var allmagnaður og nærliggjandi hús í bráðum voða. Að klukkutíma liðnum var þó slökkvistarfinu- að mestú lokið, en þá var líka orðið ljótt um að litast á staðnum. • Mikið tjón Á loftinu, þar sem bruninn varð skemmdist t. d. sykur um 30 þúsund króna virði, mikið af alls konar efni (kryddvörur og fleira, sem tilheyrði rekstrinum. Byggingavörur, pappi, gler, þil- plötur Og fleira, sem nota átti í að endurbyggja bakaríið, hús- gögn og fleira, sem ekki verður hér upp talið. Má þar til nefna vélar, sem notaðar vöru á sínum tíma við kexframleiðslu hjá fyr- irtækinu, mótor og varahlutir alls konar. Einnig skemmdist hveiti af reyk og vatni á öðrum stað í húsinu. Hefir Ásmundur Jónsson orð- ið fyrir mjög miklu og tilfinn- anlegu tjóni í bruna þessum. Má til dæmis geta þess, að honum varð mjög sárt um að missa for- láta húsgögn í marokkóstíl, sem hann átti geymd í bakaríinu og urðu eldinum að bráð. — Eitt- hvað af innbúinu var vátryggt, en þrátt fyrir það hefir Ásmund- ur orðið fyrir miklu tjóni. Ókunnugt er um eldsupptök, en helzt er hallast að því að kviknað hafi í út frá rafmagns- töflu, sem tengd var við bakar- ofn, er hætt var að nota fyrir löngu. — G. E. Framh. af bls. 1 Golda Meir tók aftur inni- lega í hönd Péturs og sagði: ,Þér eigið fallegt land, hérna“. „Já, en mig dreymir nú oft heim. Ég er bóndi og nú er aðalannatíminn að hefjast. Mér líður illa að komast ekki heim til búsýslunnar". „Ég er ekkert hissa á því. Bændur ættu helzt aldrei að liggja í rúminu. Ég hef sjálf verið bóndi og veit hvað það er“, sagði Golda Meir og brosti. — „Ég vona, að yður batni nú fljótt og þér komizt bráðlega heim“, bætti hún við. „Þakka yður fyrir, þakka yður fyrir heimsóknina — og skilið kveðju til fsrael“. Þau tókust enn í hendur og kvödd- ust. Golda Meir gekk hægt út úr sjúkrastofunni, snéri sér við úti við dyrnar, kinnkaði kolli til Péturs og sagði: „Ég vona, að þér fáið skjótan og góðan bata“. o O o Stofufélagar Péturs fóru aft ur að skrafa við gesti sína, Golda Meir og fylgdarlið henn ar gekk út í sólskinið. Fólkið snéri sér við í stiganum. Það var greinilegt, að allir könn- uðust við hana. Pétur Ottesen sétti á sig gleraugun, tók bók- ina af náttborðinu og hélt á- fram þar sem frá var horfið. — Sonarsonur hans var skírð- ur að Hrafnabjörgum hinn 18. desember sl. Hann heitir Guð- mundur Brynjólfur, mesti myndarpiltur. Ung, barnlaus hjón Vantar 3ja — 4ra herb. íbuð Fyrirframgreiðsla eftir samkomulagi. Þarf ekki að vera laus fyrr en 1. júlí. Tliboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Nýleg — 101“. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa, ekki yngri en 20 ára. G. Ólafsson & Sandholt 3/o herh. risíbúð á þriðju hæð á hitaveitusvæði Vesturbæjar, ásamt muta í kjallara er til sölu. ÞORVALDUR ARI ARASON, hdl. Skipholti 5 — Sími 17450. Síldveiðiskipstjóri Vanur síldveiðistjóri óskast á 2000 mála skip til síldveiða fyrir Norðurlandi í sumar Skipið er með kraftblökk og nýrri nælonót, radar og nýrri vél og öllum tækjum nýjum. Upplýsinga gefur undirritaður (ekki í síma). FRIÐRIK JÖRGENSEN Ægisgötu 7, Reykjavík. ERKSMIÐJU A L A í dag og næstu daga verða seld flest þau gólfteppi, mottur Og gólfdreglar sem verið hafa á sýningu að Laugavegi 26. Þar getið þér keypt yður ódýrt fyrsta flokks vöru. Öll teppi og dreglar frá okkur eru ofin úr þríþættu íslenzku ullargarni. Til viðbótar við hin landskunnu Lykkjuofnu og Flosofnu gólf- teppi Og dregla okkar, erum við einnig að hefja framleiðslu á nýjum teppum Og dreglum sem við nefnum Lykkjuflosteppi en á þeim er skorið upp úr annarri hvorri lykkju. Með þessari nýjung sameinum við helstu kosti beggja hinna gerðanna og aukum litbrigðin. Á sama stað eru til sýnis margháttaðar framleiðsluvörur Ofnasmiðjunnar h.f. svo sem hin kunnu stálvaskaborð, raf- magnssuðupottar, vegghillur og frístandandi hillur í eldhús, geymslur, skrifstofur, verzlanir og vörugeymslur. Einnig HELLU-öfnar og hinir nýju EIRAL-ofnar sem nú ryðja sér til rúms. Auk þess hin ágæta nýjung Silvavagninn sem flestar húsmæður óska sér. Sýningin á vatnslitamyndum frú Sólveigar Eggerz heldur áfram á meðan verksmiðjusalan er opin. VEFARINN Ný sending af Stórum kápum Berreharð Laxdal Kjörgarði. y y Trjáplöntur Blómplöntur Gróðrarstdðin við IHiklatorg Símar: 22-8-22 og 19775

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.