Morgunblaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVIS BLAÐ1Ð Miðvik'udagUr 24. maí 1961 Séra Bjarni kjörinn heiðursfélagi KFUM STJÓRN KFUM í Reykjavik efndi til almennrar samkomu í húsi félagsins að kveldi annars hvítasunnudags, í tilefni þess, að síra Bjarni Jónsson, vígslu- biskup, hefur gegnt formanns- störfum í félaginu í 50 ár. Guðlaugur f>orláksson, sem á sæti í stjóm KFUM, stjórnaði samkomunni, sem var mjög fjöl- menn. Hófst hún með því, að hann bauð síra Bjarna og fjöl- skyldu hans velkomna, svo og aðra gesti. Því næst var sung- inn sálmurinn „Guð helgur andi, heyr oss nú“ og síðan las framkvæmdastj. félagsins, síra Magnús Runólfsson, ritningar- kafla og bað bænar. Þá var al- mennur söngur og blandaður kór KFUM og K söng kafla úr 66. Davíðssálmi. Að söng kórsins loknum skýrði ritari stjórnarinnar, Bjami Eyjólfsson, frá þeirri ákvörðun samstarfsmanna síra Bjama að kjósa hann heiðurs- félaga KFUM. Er það gert sam- kvæmt ákvæði í lögum, sem segir svo, að vinni einhver mað- ur störf fyrir félagið, sem séu því gagnleg eða mikil störf, megi stjórnin kjósa hann heið- ursfélaga, ef sérstaklega standi á. HefðU þeir samstarfsmenn síra Bjarna verið sammála um það, að óhætt væri að telja, að það stæði sérstaklega á, er þess væri minnzt, að sami maður hefði um 50 ára skeið verið for- maður Kristilegs félags ungra manna og allir ávallt verið sam- mála um það, að enginn annar sómdi sér betur sem formaður félagsins en einmitt síra Bjarni. Þá gat hann þess m. a. hve mjög hann hefði lagt þvi lið með því að tala á samkomum og fundum og þá ekki sízt með því að setja svip sinn á ýmsar hátíðir þess. Hann minnti einnig á, að síra Bjarni hefði gegnt framkvæmdastjórastörfum meg- inhluta þeirra þriggja ára, sem síra Friðrik Friðriksson dvaldi í Ameríku. I lok ræðu sijinar færði hann síra Bjarna þakkir stjórnar og Síra Bjarni Jórrsson félags fyrir störf hans í þágu KFUM. Tóku samkomugestir undir þessi orð svo og þá ákvörðun stjórnarinnar, að gera síra Bjarna að heiðursfélaga, með því að rísa úr sætum. Á rúmlega 60 árum, sem fé- lagið hefur starfað hefur aðeins einn maður áður verið kjörinn heiðursfélagi, en það var Knud 'Ziemsen, fyrrverandi borgar- stjóri. Einnig voru frú Áslaugu Ágústsdóttur, konu síra Bjarna, færðar þakkir stjórnarinnar fyrir margháttaðan stuðning hennar við félagið. Bjarni Eyjólfsson gat þess í lok máls síns, að á sama tíma og síra Bjarni var kosinn í stjórn félagsins, hefði Sigur- björn Þorkelsson, forstjóri kirkjugarðanna, einnig verið kosinn í stjórn. Vottuðu við- staddir Sigurbimi Þorkelssyni virðingu sína fyrir þátt hans í starfi KFUM með því að rísa úr sætum. Að lokum þakkaði síra Bjami þær hlýju kveðjur sem honum og konu hans hefði borizt og þann heiður, sem honum hefði verið sýndur. Mælti hann síðan nokkur orð í þeim létta og skemmtilega tón, sem honum er lagið, þegar við á og oft hefur sett sinn blæ á fagnaðarstundir félagsins. í síðari hluta ræðu sinnar minntist hann á marg- háttaða blessun, sem hann hefði hlotið við þátttöku sína í starfi KFUM. Lögregluvöröur fylgdi Goldu Meir MENN tóku eftir því í heimsókn frú Goldu Meir, utanrikisráð- herra ísraels hingað til lands, að lögregluvörður fylgdi henni eftir hvar sem hún fór. Sjálf hafði hún með sér einn óein- kenmsklæddan vörð og auk þess slógust islenzkir lögregluþjónar í fylgd með henni og voru í hús- um þeim sem hún heimsótti. Þessar varúðarráðstafanir eru ekkert óvenjulegar, sagði Ólaf- ur Jónsson, fulltrúi lögreglu- stjóra við Mbl. í gær. Þær tíðk- ast í öllum löindum, þegar um er að ræða heimsóknir háttsettra og óberandi stjórnmálaleiðtoga eða þjóðhöfðingja. Varúðarráð- stafanimar hér eru ekki miklar samanborið við það sem tíðkast í öðrum löndum. Og slíik varúð hefur oft verið höfð við áður hér á landi t. d. við konungskomur. Þetta var gert í samráði við utanríkisráðuneyitið. Það óskaði eftir því að lögreglumaður væri fenginn til að aka bifreið frúar- intnar, en það var ekki liður í öryggisaðgerðunum, heldur að- eins venjuleg þjónusta, þegar háttsettir erlendir gestir koma i heimsókn. Þessi bílstjóri vair klæddur einkennisbúningi lög- reglunnar. Ég held, sagði Ólafur Jónsson að lokum, að varúðarráðstafan- imar núna hafi verið svipaðar og venjulega, e. t. v. aðeina meiri, en minna áberandi þar sem verðirnir voru flestir óeiru kennisklæddir. HÚSAVÍK: — Grásleppuvertíð lauk hér á lökadaginn 11. Þ. m. og tóku þá allir upp net sín, þrátt að salta hér í Húsavík, það magn af hrognum, sem selt var og horfur voru á að hægt væri að selja, eða alls 1250 tunnur. Út- flutningsverðmæti þessa rnagns mun vera um 2 milljónir króna. — Fréttaritari. Jarðstrengur á j>óðu verði „VEGNA ummælia í leiðara I Morgunblaðinu þriðjudaginn 16. þ.m., um viðskipti við Rússa, viljum við taka fram að við höf- um að undanförnu keypt raf. magnsjarðstreng frá Rússum á mjög hagstæðu verði. Jarðstreng- ur þessi hefur verið seldur Raf- magnsveitum ríkisins, Rafmagns. veitu Reyikjavíkur og fleiri raf«( veitum úti á landi. Hann hefur reynzt vel og einangrunarhæfni hans fyllilega sambærileg við reglur þær sem gilda í vestræn- um löndum. — ELECTRIC HF.“ Börnunum vel fagnað AKRANESI, 16. maí — Lúðra- sveit Barnaskóla Akureyrar lék í Bíóhöllinni í gærkveldi undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. í sveitinni eru 20 böm. Var þeim mjög vel tekið með dynjandi lófa klappi og blómum. — Oddur skallann Nú standa próf sem hæst í skójum landsins. 7 ára gamlir snáðar Og þrítugir háskóla- nemendur sitja „með sveitt- an skallann" við prófborðið. í háskólanum standa yfir próf frá apríllokum og fram í júní. Þar eru um 100 mismunandi skrifleg prófverkefni undir- búin og um 600 lausnir á þeim gerðar, sjálfsagt mismunandi góðar. Prófstjóri í skriflegu prófunum er dr. Steingrímur J. Þorsteinsson, prófessor. Munnlegu prófin eru svo enn þá fleiri. Meðal háskólanemendanna eru alltaf einhverjir útlend- ingar, sem taka próf, sérstak- lega ætlað fyrir útlendinga í íslenzku þ. e. a. s. þýðingum, ísl. málfræði, textaskýringum Og bókmenntasögu auk rit- gerðar. Það er gaman að líta á prófverkefnið þeirra, og at- huga hve miklu við, skóla- gegnir íslendingar getum svarað. f fyrri hlutanum í bók menntasögu eru t. d. þessar spurningar lagðir fyrir nem- endur. JjiðjsvaraðT^ 1) a) Nefnið þrjú forn- kvæði, sem fjalla um Jörmun rekssögnina b) Hver söguleg- ur fótur er talinn fyrir þeirri sögu. 2. a) Hvenær var Sighvat- ur Þórðarson uppi? b) Hvar fæddist hann? c) Nefnið kvæði hans? 3) a) Nefnið þau íslenzk fornrit, sem greina frá Vín- landsferðum b) Hverja telja þær tvær íslendingasögur sem segja frá Vínlandsferð- um, hafa fundið Vínland? c) Hvað ætla menn um aldur þeirra sagna? 4) a) Gerið grein fyrir efni Morkinskinnu b). Hvenær er hún talin vera rituð? 6) Hvenær má helst ætla að sagnadansarar hafi bor- izt til íslands og rímnakveð- skapur sé upp kominn? Nefn- ið helztu sameiginleg eða ná- skyld einkenni þessara bók- menntagreina. 7) a) Nefnið fjórar af helztu bókum, sem út komu íyrir atbeina Guðbrands biskups Þorlákssonar og b) 8) Nefnið tíu af mestu ís- lenzku ljóðskáldum á 19. öld Og b) fimm helztu smásagna- og skáldsagnahöfunda ís- lenzka frá sömu öld. 9) Nefnið a) íslenzkt tíma- rit, sem flutti einvörðungu þýðingar bandarískra bók- mennta b) fimm til sex bæk- ur, sem hafa inni að halda ís- lenzkar bókmenntir í enskri þýðingu c) tíu íslenzk skáld og rithöfunda, sem hafa farið til Vesturheims til lengri eða skemmri dvalar á síðustu hundrað árum — og íslenzkar ,☆! FERDINAINin bókmenntir, sem skapast hafa i sambandi við þessar ferðir d) fimm kvæði e) fimm smá- sögur og skáldsögur f) tvo leikrit óg g) tvær ferðabækur. Auk þess áttu nemendur að finna bragarhátt vísna, nefna höfunda og kvæðin sem þæR, voru úr, skýra orðasambönd i kveðskap, nefna tilefni til- tekins kvæðis og annað kvæði eftir sama skáld, sem því er tengt. • ÁÍitlegur_hópuj^^^ jjslandsvina^___^^ Jæja, hvernig lízt ykkur á? Hve mikið af þessu vitið þið? Að vísu eru þeir erlendu nem endur, sem prófið þreyta bún- ir að lesa eitthvað í germönsk um fræðum og norðurlanda- málum, Og hafa verið hér við nám flestir í tvo vetur, en þeir eru ekki aldir upp á „Sagnaeyjunni“. Það kom mér á óvart, þegar ég frétti hve margir erlendir stúdentar hafa sótt íslenzku- nám við Háskólann. Árið 1949 byrjaði hið opinbera að veita útlendum nemendum styrki og hefur þeim fjölgað. Nú er 15 löndum árlega boðinn styrkur fyrir nemanda til ís- lenzkunáms, 17.500 kr. handa hverjum. Ekki eru alltaf nem- endur í viðkomandi löndum. sem þiggja þetta boð, en auk styrkþeganna eru alltaf ein- hverjir útlendir stúdentar á eigin vegum. Auk þess sem þessir nemendur fylgjast með almennri kennslu, fá þeir sér* staka kennslu hjá Hreini Bena diktssyni og dr. Steingrími J. Þorsteinssyni. Núna hefur einn nemandi, Bandaríkjamaðurinn Peter Careleton, lokið prófi með ágætiseinkunn. Áður hafa lok ið prófi Þjóðverji, Spánverji, Hollendingur, Englendingur. Svíi, Finni og annar Banda- ríkjamaður. Og næsta vetur Og í haust ganga sennilega 5 útlendir stúdentar undir próf. Þarna er kominn álitlegur hópur menntamanna með þekkingu á íslenzku máli og íslenzkum bólcmenntum, sem dreifður verður úti í heimi. Það er ekki lítils virði?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.