Morgunblaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 14
14 MORCVNBLÁÐtÐ Miðvikudagur 24. maí 1961 MODEL 600 Vv * LADY H. Alhr spyrja um þetta nýja slankbelti. Hversvegna? Model 600 sameinar alla kosti góðs slankbeltis. Það nær vel upp fyrir mittið. í því eru fjórir teinar, sem halda vel að, svo vöxturinn verður mjúkur og spengi- legur. Framleitt bæði krækt á hliðinni óg heil. Fyrsta flokks efni. Fyrsta flokks vinna. Stærðir: Medium- Large — Extra Large. Biðjið um Model 600 og þér fáið það bezta sem völ er á. Fæst í flestum vefnaðar- vöruverzlunum um land allt. ■ lífstykkjaverksmiðja, Barmahlíð 56, sími 12-8-41. Nýtízkuleg íbúðarhœð Til sölu er 4 herbergja, nýtízkuleg og skemmtileg íbúðarhæð við Goðheima. íbúðin er svo til ný, harð- viðarinnréttuð með sér miðstöð og teppalögðum gólfum. Fagurt útsýni. íbúðinni fylgja mikil og góð láp til langs tíma. FyRlRGRElDSLU SKRIFSTOFAN Fasteigna og verðbréfasala Austurstrséti 14, sími 3-66-33 Fasteignaviðskipti: Jón B. Gunnlaugsson. Trésmiðir — Verkamenn Viljum rá.ða nokkra trésmiði og verkamenn vana byggingarvinnu. — Langur vinnutími. Trésmiðjan, Njarðvík. símar 1680 og 1744. Tilboð óskast óskast í Dodgebifreið, Custon Royal, árgerð 1956. Átta strokka vél, vökvastýri, sjálfskipting. Bifreiðin er í fyrsta flokks standi, öll dekk ný. Upplýsingar gefur Magnús Guðjónsson. Slippfélagið ■ Reykjavík h.f. Verzlunarmaður Röskur og reglusamur óskast. — Upplýsingar í búðinni kl. 5—6,30. Verzl. Aðalstrœfi 4 h.f. Vélritunarstúlka Stórt fyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða vélritunarstúlku sem jafnframt gæti gegnt störfum einkaritara framkvæmdastjóra. Aðeins 1. flokks vélritun kemur til greina. Gott kaup. Tilboð ásamt mynd sendist afgr. Mbl. fyrir fimmtudagskvöld merkt: „1950“. Húsnœði til leigu Við Álfheima höfum við til leigu húsnæði, sem hentar vel fyrir rakarastofu eða dömuhársnyrtingu. Léttur iðnaður eða sérverzlun kemur til greina (ekki sjoppa) -sími 34095. Hús til sölu Sem ný 100 ferm. 4 herb. íbúð ásamt góðu risher- bergi í Laugarneshverfi. Harðviðarhurðir og tvöfalt gler. Verð kr. 450 þús. Útb. kr. 200 þúsund. FASTEIGNA og LÖGFRÆÐISKRIFSTOFAN Tjarnargötu 10 — sími 19-7-29. Jóhann Steinason, lögfr. — sími- 10-2-11. íbúðir óskast Höfum m.a. kaupendur að: 2ja herbergja íbúð á hæð í Austurbænum. Útborgun 150 þúsund krónur. 2ja herbergja nýlegri íbúð í Laugarnesi eða Hlíð- unum. íbúðin þarf að vera á hæð. Útborgun 200 þúsund krónur. 3ja herbeagja nýlegri íbúð, sem allra mest sér. Út- borgun 300 þúsund krónur. 4ra herbergja íbúð á hæð á hitaveitusvæði. Útborg- un um 300 þúsund krónur. Málflutningsskrifstofa Vagns E. Jónssonar Austurstræti 9 — Sími 14400 Skrlfstofu- og geymsluhúsnæði Óskum eftir að taka á leigu skrifstofu- og geymslu- húsnæði allt að 200—250 ferm. Kaup á slíku hús- næði koma einnig til greina. Tilboð óskast send afgr. Mbl. fyrir kl. 12 á hádegi n.k. laugardag merkt: „Innflutningur — 1361“. MÚRARAR Tilboð óskast í utanhússmúrhúðun á þriggja hæða húsi við Rauðalæk. Allar upplýsingar gefnar í síma 36147 eftir kl. 6. Sumarbústaður Til sölu vandaður sumarbústaður við Hafravatn. Stærð 42 fermetrar ásamt sérstöku geymsluhúsi. Rennandi vatn og olíukynding. Tilboð óskast send afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 28. maí merkt: „Sumarbústaður — 100“. Matsvein eða konu vana matreiðslu vantar okkur nú þegar. Einnig stúlku í eldhús. Góð vinnuskilyrði. IVfatstofa Austurbæjar Sími 10312. 4- Sundhöll Siglu- f jarðar tekin til afnota Siglufirði, 19. mai. SUNDHÖLL Siglufjarðar, sem verið hefir í smíðum undanfarin ár, var opnuð til kennslu fyrir nokkru. þótt enn sé hún ekki full gerð með öllu. Næstu daga verð- ur hún enn fremur opnuð til af- nota fyrir almenning á kvöldin. Laugarþróin er 10x25 m, grunn flötur byggingarinnar 718 ferm. rúmmál vesturálmu ofan þróar, en þar eru búningsklefar, böð o. fl. um 5030 rúmm. en heildar rúmmál hinnar yfirbyggðu sund- laugar er 5923 rúmmet. Áformað er að gera gólf yfír sundlaugarþróna, svo að nota megi bygginguna jafnframt sera íþróttahús þegar henta þykir. Vonir standa til að laugin verði fullgerð að vori. Br hér um að ræða hið glsasileganta íþróttamannvirki og sennilega stærstu yfirbyggðu sundlaugina hér á landi utan Reykjavíkur. — Stefán Sýslufundur Skagafjarðar SAUÐÁRKRÓKÍ, 15. maí. — A föstudaginn var, setti oddviti sýslunefndar Skagafjarðarsýslu, Jóhann Salberg Guðmundsson. 88. sýslufund Skagafjarðarsýslu. Allir nefndarmenn voru mættir á fundinum. Áður en gengið var til dagskrár, minntist oddvitinxi látins sýslunefndarmanns Péturs Hannessonar, en hann lézt i ágústmánuði sl. Var hann sýslu- nefndarmaður Sauðarkróks á ár- unum 1935—47, en þá fékk stað- urinn kaupstaðarréttindi. Risu fundarmenn úr sætum í virðing- arskyni við hinn látna. Að lokinni ræðu Jóhanns Sal- bergs Guðmundssonar, sýslu- manns, var gengið til dagskrár og kosið í aukanefndir. Síðan var lagður fram reikningur sýslusjóðs fyrir síðasta ár, svo og sýsluvegasjóð. Á þessum fyrsta degi sýslufundarins voru lögð fram 25 erindi, og var þeirn vísað til nefnda. — jón. Lausar stöður í LÖGBIRTINGABLAÐINU aug lýsir Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins lausar stöður til um- sóknar: Framleiðslu- og sölu- stjóra, skrifstofustjóra, aðalbók- ara og stöðu aðalféhirðis. Um- sóknarfrestur er til 30. maí. Flýgur til Hellis- sands FLUGSKÓLINN Þytur hefur nú selt tveggja hreyfla de Havil- land flugvélina Daníel Péturs- syni, flugmanni, og fleirum. —t< Daníel hyggst nú hefja áætlun. arferðir til Hellissands, einu sinni í vi’ku. en auk þess fer hann leiguferðir um allt *land. Daníel Pétursson er ungur mað- ur, nam flug í Sviss fyrir tveim- ur árum. Fyrir skömmu var hann á ferð á flugvél sinni austur á Fáskrúðsfirði. Þangað fór hann með mjólkurís. Blaðlýs skemma sitkagreni í NÝJU ársriti Garðyrkjufélags Islands, gerir Ingólfur Davíðsson að umtalsefni í örstuttri grein, skemmdir þær er orðið hafa á sitkagreni hér í bænum. Víða má sjá falleg grenitré gul Og visin orðin, vegna þess að blaðlús hef- ur hreiðrað um sig á barrnálun- um. Þær lifðu veturinn af fyrir það hve mildur hann var. Ingólfur bendir á ýmis lyft til varnar skaðvaldinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.