Morgunblaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 1
24 síður 48. árgangur 112. tbl. — Miðvikudagur 24. maí 1961 Prentsmiðja Morgun'blaðsins Leynd yfir viðræð- unum í Evian Evian, Frakklandi, 23. maí. — (Reuter) —. FULLTRÚAR frönsku stjórn arinnar og útlagastjórnarinn ar í Alsír héldu í dag áfram viðræðum í Evian um frið í Alsír. — Haldnir voru tveir fundir í dag og þykir það benda til þess að báðir aðil- ar hafi fullan hug á að binda endi á styrjöldina, sem stað- ið hefur í 6 Yz ár. Fulltrúar beggja aðila samþykktu að láta ekkert uppi um árangur að svo komnu. Orðrómur er uppi um það að fulltrúar útlagastjórnarinnar setji það sem skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum að uppreisnarforingjanum Moham- med Ben Bella verði þegar sleppt úr haldi, en hann er nú í fangelsi í Frakklandi. Gripið hefur verið til víð- tækra varúðarráðstafana í Evi- an og er þar vel búið franskt herlið á verði til að tryggja ör- yggi fulltrúa útlagastjórnarinn- ar. — Arás? Serknesku fulltrúarnir búa rétt utan við Genf í Sviss og ferðast til fundahaldanna í jþyrlum svissneska hersins. Hafa fulltrúarnir höll til íbúðar í Sviss og þar eru hermenn á verði dag og nótt. Frá því var skýrt í Genf í dag að einn af hermönnum þeim, sem eru á verði við höllina, hafi tvisvar hleypt af skotum úr handvél- byssu sinni sl. nótt eftir að klippt hafði verið í simdur gaddavírsgirðing umhverfis höll ina. Kvaðst hermaðúrinn hafa séð mann taka til fótanna er hann hóf skothríðina. Seinna fannst planki við girðinguna, sem talið er að hafi verið ætl- aður til að komast á yfir gadda virinn. Vopnalilé Frakkar fyrirskipuðu á iaug- ardag herliði sinu í Alsír að hætta hernaðaraðgerðum gegn uppreisnarmönnum. Var ákveð- ið að vopnahlé þetta skyldi gilda í 30 daga. Hér var um einhliða ráðstöfun að ræða, og hafa uppreisnarmenn ekki lýst yfir samskonar vopnahléi. I gær kom til nokkurra átaka við uppreisnarmenn í Alsír, og hef- ur franska herstjórnin tilkynnt að sex franskir hermenn og fjórir lögreglumenn hafi fallið. Péfur Ottesen PKTl.’R OTTESEN er búinn að liggja í fimm vikur í Lands spítalamim vegna fótbrots og honum er farið að leiðast. Ekki af því að það fari illa um hann, heldur vegna þess að hann er bóndi og túnin eru farin að grænka. Golda Meir og Guðmundur í. Guðmundsson við sjúkrabed Péturs Ottesen. r-------- fékk óvœnfa heimsókn En á hvítasunnudag fékk Pétur óvænta heimsókn. Utan- ríkisráðherra ísraels, Golda Meir vitjaði hans. Þetta var í heimsóknartímanum og ekki var laust við að stofufélagar Péturs og kunningjar þeirra, sem voru þarna í heimsókn, yrðu dálítið undrandi, er Golda Meir birtist í dyrunum í fylgd með Guðmundi í. Guð- mundssyni, utanríkisráðherra, Bjarna Guðmundssyni, blaða- fulltrúa, og fleiri embættis- mönnum. Golda Meir gekk brosandi að rúmi Péturs, þau tókust í smáræði. Já, og mikið er land- hendur: „Komið þér sælar. ið fallegt. Ég hitti þar margt Verið velkomnar til íslands“, gott fólk og sá marga sögu- sagði Pétur. — „Vilt þú ekki fræga staði, t.d. Nazaret — og þýða fyrir okkur, Bjarni", mikið er Tel Aviv falleg borg“. bætti hann við. „En Jerúsalem? Komuð þér Pétur Ottesen fór í ferðalag þangað?“ spurði Golda Meir. til Israels fyrir nokkru og skrifaði þá allmargar greinar ”JÚ’ éf= keld nú það. En ekki í Morgunblaðið um förina. Var sá Betlehem. Eg kom hins hann mjög hrifinn af landinu ve§ar a® Galileu-vatninu og helga, enda sagði hann við úr ánni Jórdan tók éS vatn 1 flösku — og sonarsonur minn Goldu Meir: Mikið þótti mér ánægjulegt að heimsækja land yðar. Og það sem þið, hafið gert á 12 árum, það er ekkert hefur nú verið skirður upp úr því vatni". Framh. á bls. 15. Starf stjórnmálaflokka bannað í Suður-Kóreu Seoul, Suður-Kóreu, 23. maí. —. (Reuter) —. ÁGREININGUR er nú risinn Öttast óeirðir í S-Afríku Jóhannesarborg, S-Afríku, 23. maí — (Reuter) F J Ö L D I hvítra manna og blökkumanna hefur verið handtekinn í Suður-Afríku undanfarna daga í þeim til- gangi að reyna að koma í veg fyrir óeirðir þegar land- ið verður lýðveldi í næstu viku. UNESSA, flokkur enskumæl- andi Suður-Afrikubúa (United English-Speaking South Afric- ans), tilkynnti í dag að aðal- stöðvar flokksins hafi verið fluttar til ónafngreinds staðar vegna sífelldra lögregluinnrása á heimili meðlima. Handtökur í dag komu 400 Afríkubúar fyrir rétt í Jóhannesarborg og hafa 2.500 manns verið hand- teknir þar undanfarna fimm daga grunaðir um að vinna að mótmælaaðgerðum gegn ríkis- stjóminni í næstu viku. Francois Erasmus, dómsmála- ráðherra, sagði í þinginu í Höfðaborg í dag að það væri þjóðinni fyrir beztu ef ekkert Framh. á bls. 2 upp milli yfirstjórnar liðs Sameinuðu þjóðanna í Suð- ur-Kóreu og herforingja- stjórnarinnar í landinu, þrátt fyrir yfirlýsingar herforingj- anna um að þeir muni aftur koma á fót þingræðdsstjórn í landinu. Eftirlitsstjórn SÞ Ágreiningurinn kom fyrst fram í viðræðum Jung Hui Park herforingja, sem talinn er eiga einn mestan þátt í að skipuleggja byltinguna í fyrri viku, við Carter B. Magruder herforingja, sem er yfirmaður liðs Sí>. Þessir tveir herforingj- ar ræddust við í dag í fyrsta sinn eftir að stjóm dr. Johns Changs var steypt af stóli, en sú stjórn naut stuðnings Banda- ríkjanna. Talið er að aðalágrein ingsefnið hafi verið krafa SÞ um áframhaldandi eftirlitsstjóm með aðgerðum hers S-Kóreu. Flokkar og blöð bönnuð Fundur hershöfðingjanna tveggja var haldinn eftir að Park hafði tilkynnt að herfor- ingjastjórnin hefði ekki í hyggju að halda völdum lengur en nauðsynlegt væri. Sagði Park að á sínum tíma yrði efnt til almennra kosninga í landinu og stjórnmálaflokkum leyft að taka aftur til starfa. En herforingjastjórnin bann- aði í dag starfsemi allra 15 stjórnmálaflokka landsins og allt starf 238 félagssamtaka. — Auk þess hafa 70 af 110 dag- blöðum Suður-Kóreu verið bönn uð. — Hefur bandaríska sendiráðið í Seoul lýst því yfir að það harm aði þessar aðgerðir stjórnarinn- ar. — Nýjar tillDgur Genf, 23. maí — (Reuter) Á 14 RÍKJA ráðstefnunni í Genf um framtíð Laos lögðu Frakkar í dag fram fyrstu tillögur Vesturveldanna um lausn á vandamálum lands- ins. í tillögunum er gert ráð fyrir tveim yfirlýsingum um hlutleysi Laos, annarri frá fulltrúum Laos, hinni frá öðrum aðildarríkjum að ráð- stefnunni. 4 Fulltrúar Bandaríkjanna, Bret lands og Frakklands ræddu tii- lögur þessar á fundi í gær- kvöldi. í yfirlýsingu þeirri, sem Frakkar vilja að komi frá full- trúum Laos, er því heitið að landið taki aldrei upp árásar- stefnu. Það lýsi yfir hlutleysi og neitar að gerast aðili að hemaðarbandalögum. Auk þess er í yfirlýsingunni algjört bann við erlendri hersetu í Laos. — Ætlazt er til að yfirlýsingin verði tekin upp í stjórnarskrá landsins. 1 hinni yfirlýsingunni heita öll aðildarríkin því að forðast öll afskipti af innanríkismálum Laos og lýsa stuðningi við hlut- leysisstefnu landsins. — Undir þessa yfirlýsingu eiga að rita: Bandaríkin, Frakkland, Bret- land, Sovétríkin, Kína, Kanada, Kambodia, Norður-Vietnam, Ind land, Pólland, Thailand, Burma og Suður-Vietnam

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.