Morgunblaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 24. maí 1961 MORGVflBLAÐ IÐ 5 SVAVAR GESTS tilkynnti i síðasta þætti sínum „Gettu betur“, að hann myndi fara ' með alla hljómsveitina sína upp í Blóðbanka og láta dæla af henni nokkrum lítrum af blóði. Við hittum þá félaga náföla og skjálfandi á bein- unum niðri á Steindórsstöð fyrir hátíðina, en þeir voru þá einmitt að leggja af stað upp á Barónsstíg'. Ferðin upp eftir er varla í frásögur fær- andi nema hvað Svavar gerði ítrekaðar tilraunir til að setja á sig rö'gg og fullvissa hina um, að þetta væri ekkert ógur legt, bara stungið gat á ein- hverja æð í handleggnum, slöngu stungið í gatið, og svo streymdi blóðið sjálfvirkt niður í flösku. Þegar í Blóðbankann kom fóru menn fyrst inn á skrif- stofuna, létu skrá sig og þá kom það upp úr kafinu að Ragnar Bjarnason átti þar einhverja innstæðu, hann hafði gefið blóð áður, og rat þess vegna borið sig manna- lega og veitt hinum ýmis heil- ræði fyrir blóðgjöfina. Svavar Íympraði á því við skrifstofu- stúlkuna hvort það myndi vera hægt að fá sjúkrabíl til að keyra piltana heim, þegar allt væri um garð gengið, en hún þvertók fyrir það, enda þótt Svavar brosti sínu breið- asta brosi, og gerði sig eins sjarmerandi og hann mögu- lega gat. Nokkrir strákar vest an af landi voru inni í blóð- tökuherberginu og þess vegna lá leiðin næst inn á biðstof- una. — Hvaða lag ætlið þið að láta spila við jarðarförina, strákar? Þetta er síðasta tæki- færið til að ákveða það, sagði Svavar. — Corina, var svarað ein- um rómi. Nú kom ung blómarós Inn í biðstofuna með stóra flösku með ávaxtasafa og nokkrar flöskur af blóði. Piltarnir hættu að berja fingurgómun- Svavar stóð sig eins og hetja, nema hvað hann rak upp smá- vegis óp, þegar nálinni var stungið inn í æðina. um í borðið, blésu í sígarettu- reykinn og þurrkuðu af sér svitann. — Viljið þið ekki smá sopa, spurði stúlkan með flöskurn- ar? — Getum við ekki alveg eins fengið það í blóðmör? — Nei„ ég meina. Viljið þið ekki djús? Röðin fer að koma að ykkur. — Jú4 takk. Og svo var drukkinn djús. Hjúkrunarkona kom inn og tilkynnti að nú væri komið að blóðgjöfinni og menn yrðu að koma inn í næsta her- bergi. Ragnar gekk í broddi fylkingar, enda öllu kunnug- ur og svo voru menn spurðir hvort þeir hefðu fengið gulu eða asma. Einn hafði fengið asma — hann var úr leik. Örn gítarleikari sagðist hafa feivgið guluna og bar sig held- ur aumlega. Svavar tók hann mátulega trúanlegan og spurði hvenær það hefði ver- ið. — Ég man það alveg. Það var þegar ég var tveggja vikna. — Uss. Það er ekkert alvar- legt. Ungbarnagula, segir seg- ir hjúkrunarkonan. — Nei, ég er ekki alveg viss um hvenær það var, en það var gula. Svo hefur líka komið út á mér berklaprufa. — Hefurðu ekki líka fengið inflúensu, segir Ragnar. Bless aður vertu ekki að þessu. Það hefur hellzt yfir þig úr gulri málningardollu. Og við það sat. Engin und ankomuleið fyrir Örn. Það var skorið á eyrað á Ragnari og blóðþrýstingurinn athugaður. Hann var með 98% blóð, í blóðflokki núll-mínus. — Dýpra verður víst ekki sokkið, varð Svavari að orði um leið og hann tók sæti Ragnars, sem flutti sig yfir á legubekkinn. Hjúkrunarkon- urnar tóku fram sprautur, nálar, slöngur og flöskur og eftir smáveigis tilfæringar og litbreytingar á andliti Svav- ars tók blóðið úr þeim Ragn- ari að seytla niður í flösk- urnar. Hinir meðlimir hljóm- sveitarinnar fylgdust með af áhuga, horfðu með aðdáunar- augum á, hve fyrirliðinn bar sig karlmannlega, smeygðu sér úr jökkunum og vildu ljúka þessu af í hvelli til þess að komast sem fyrst fram í kaffistofu og fá sér sopa hjá blómarósinni sem þar ræður ríkjum. — Segðu manninum mínum, að^ maturinn sé tilbúinn. ' Mikil landbúnaðarsýning var eitt sinn haldin erlendis. Svohljóð andi auglýsing var fest upp, og blasti við allra sjónum: Klukkan 10 koma nautgripirnir Klukkan 11 koma gestirnir. Klukkan 12 verður sameigin- legt borðhald. TJpphaf spekinnar er að kunna að I>egja. Mennt er máttur. Tár fagurrar konu eru fegurri en hros hennar. Blessaður sé sá, sem fyrstur fann WPP svefninn. Hljómlistin lýslr l>ví, sem hvorki Terður sagt né jþagað yfir. Tónarnir ná þangað, sem sólargelsl arnir berast ekki. Menntun er að vlta l>að bezta, sem liugsað hefur verið og sagt í veröldinni Leið er hál um urð og ál, uppi er stál, við fætur bál, dult finnst tál og dýrt finnst prjál, dygg skal sál og fast skal mál. Fár þig styður. Legg þér lið, lífsins svið á stríð, ei frið, skop slær niður, hrekkur á hlið, hatur miðar upp á við. Láttu smátt, en hyggðu hátt, heilsa kátt, ef áttu bágt. Leik ei grátt við minni mátt. Mæltu fátt og hlæðu lágt. (Úr „Stökur“ eftir Einar Benedikts- son). Söfnin Listasafn fslands er opið sunnudaga, þriöjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 1,30—4 e.h. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1.30—4 e.h. Þjóðminjasafnið er opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. frá kl. 1,30—4 eh. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla túni 2, opið daglega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Bókasafn Dagsbrúnar, Freyjugötu 27, opið föstud. 8—10 e.h., laugard. og sunnud. 4—7 eh. Bæjarbókasafn Reykjavíkur: — Aðal safnið, Þinghol.tsstræi 29A: Utlán: 2—10 alla virka daga, nema laugardaga 1:4. Lokað á sunnudögum. Lesstofa: 10—10 álla virka daga, nema laugardaga 10 —4. Lokað á sUnnudögum. — Útibú Hólmgarði 34: 5—7 alla virka daga, nema laugardaga. — Útibú Hofsvalla- götu 16: 5,30—7,30 alla virka daga, nema laugardaga. Tæknibókasafn IMSÍ í Iðnskólahús- inu Skólavörðutorgi er opið virka daea frá kl. 13—10, nema laugardaga kl. 3—5. Læknar fiarveiandi Friðrik Einarsson fjarverandi til 1/7. Gísli Ólafsson um óákv. tíma (Stefán Bogason Laugavegsapóteki kl. 4—4,30. sími 19690). Grímur Magnússon um óákv tíma (Björn í>. Þórðarson). Guðmundur Benediktsson til 1. jún. (Skúli Thoroddsen) Gunnar Guðmundsson um óákv. tíma (Magnús Þorsteinsson). Haraldur Guðjónsson oakv. tíma Karl Jónasson). Jónas Sveinsson í tvo mán. frá 9. maí (Gunnar Benjamínsson). Ófeigur J. Ófeigsson fram I júlí. (Kristján Þorvarðarson). Sigurður S. Mngnússon óákv. tíma — (Tryggvi Þorsteinsson). Víkingur Arnórsson um óákv. tfma. — (Ölafur Jónsson, Hverfisgötu 106). • Gengið • Sölugengl 1 Sterlingspund ........ Kr. 106.53 1 Bandarikjadollar ...... — 38,10 1 Kanadadollar .......... — 38,58 100 Danskar krónur ........ — 550,40 100 Sænskar krónur ....... — 738,35 100 Finnsk mörk ........... — 11,88 100 Norskar krónur ........ — 533,00 100 Franskir frankar ..... — 776,44 100 Belgiskir frankar ..... — 76,15 100 Svissneskir frankar ... — 880,00 100 Gyllini ............... — 1060,35 100 Tékkneskar krónur ........ — 528.45 100 V-þýzk mörk .......... — 959,70 1000 Lírur ................. — 61,39 100 Austurrískir shillingar — 146,35 100 Pesetar .............. — 63,50 Málari getur bætt við sig innan- hússvinnu. — Uppl. í síma 14064. Tvær trillur til sölu 2—3% tonna. Uppl. i síma 1259, Keflaví!".. Túnþökur til sölu mjög ódýrt ef tekn ar eru á staðnum næstu daga. Uppl. í síma 22896. Trésmíði Vinn allskonar innanhúss trésmíði í húsum og á verkstæði. Hef vélar á vinnustað. Get útvegað efni. Sanngjörn viðskipti. Sími 16805. Til leigu Lítil kjallaraíbúð fyrir eina eða tvær stúlkur sem vinna úti. Uppl. 1 síma 12845 eft- ir kl. 2. Óska eftir stað í sveit fyrir 6' ára dreng. Helzt í 2 mán gegn með- lagi. Vinsaml. sendið tilb. til blaðsins merkt 4,Sumar- dvöl“ fyrir mánaðarmót — eða síma 33376. Tandberg segulbandstæki (norskt) til sölu. Tveggja hraða. Einnig Rolleicord myndavél. Uppl. á Bræðra borgarstíg 18. Einbýlishús til sölu 3 herb. og eldhús og bíl- skúr gæti verið með. Uppl. í síma 34348 milli 6—8 næstu kvöld. F orstof uherber gi 2 langferðabílstjóra vantar herb. nú þegar. — Uppl. í síma 24687, Sjómenn Vanan sjómann vantar á 23 tonna bát á handfæraveið- ar. Uppl. í síma 34090 í dag íbúð óskast 2ja—3ja herb. íbúð óskast sem fyrst. — Uppl. í síma 11437. Sængur nælonfylltar til sölu Garða stræti 25. Sími 14112. Tvær íbúðir til leigu 3ja herb. íbúð og 2ja herb. og eldunarpláss til leigu um næstu mánaðamót. — Tilb. sendist blaðinu fyrir 25. þ.m. merkt „Seltjarnar- nes — 1360“ íbúð Ung hjón óska eftir 2ja-3ja herb. íbúð. Algjör reglu- semi. Fyrirframgreiðsla. — Uppl. í síma 14577. Amerísk barnakerra til sölu: Sími 37175. * 2ja til 3ja herb. íbúð til leigu við Miðbæinn fyr- ir barnlaust fólk. Uppl. í síma 18848. Tek að mér að skafa og lakka útihurðir Uppl. í síma 33281. íbúð óskast 2 herb. fyrir 2 unga menn sem vinna utanbæjav. — Uppl. í síma 18146. Sníðing Konur sem sauma sjálfar geta fengið létta sumar- kjóla sniðna og hálfsaum- aða ódýrt. Leiðbent um frá gang. Uppl. í síma 16735. íbúð óskast Reglusöm hjón með 1 barn óska eftir 2ja—3ja herb. ibúð strax. Einhver hús- hjálp ef óskað er. — Sími 18907. Til sölu ódýrt Olíutankur 62x3,60 m 800 1 olíuketill, timbur gluggar, innihurðir skápahurðir, em ileraður vaskur, mótatimb ur. Samtúni 26 sími 15158. Glerísetningar Á einföldu og tvöföldu gleri. Kíttum upp glugga o.fl. Pantið í tíma í síma 37074. Viðleguútbúnaður Vegna brottflutnings er til sölu tjald, 2 vindsængur, pumpa, pottasett og gas- prímus. 2700 kr. Sími 12133 Til sölu trilla 3Vz tonn í góðu standi. Uppl. í síma 36452 í dag og næstu daga kl. 5—7. Peysur í sveitina Hef allar stærðir af peys- um klukkuprjóns o.fl. — Sporðagrunn 4, sími 34407. Haf narf j örður Sauma, sníð og máta hálf- sauma einnig allan kven- fatnað. Guðrún Jónsdóttir Selvogsgötu 2. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í kjör- búð. Uppl. í síma 32262. Kaupakona óskast á gott sveitaheimili í fögru umh /erfi^ ekki yngri en 18 ára. Tilb. sé skilað á afgr. blaðsins fyrir 25. þ.m. — Merkt „Bjarkarlundur — 1532“. 1—2 herb. og eldhús í steinhúsi á hitaveitusvæð inu til leigu. Tilb. sendist afgr. Mbl sem fyrst, merkt „íbúð — 1531“ 2ja—3ja herb íbúð óskast strax. Uppl. í síma 32388.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.