Morgunblaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 8
ð MORCV1SBL 4 ÐIÐ Miðvik'isíagur 24. maí 1961 Hvað gerðist um helgina? HELGIN byrjaði vel, með hlýindum, og það kom ferða- hugur í fjöldann. Á laugar- daginn var mistur hér á suð- urlandi. Veðurstofan sagði það hafa verið verksmiðju- reyk af Bretlandseyjum. Þessi reykur hafði borizt langt vest- ur fyrir ísland, en síðan kom- ið hingað norður eftir. Gerði hann ýmsum gramt í geði og Jétti ferðatólki stórum, þegar mistrið hvarf á hvítasunnu- cíag. Það kemur oft fyrir, að mistur berst hingað frá iðn- sðarborgum V.-Evrópu og það er þá ekki nema tæplega sól- arhring á lciðinni. Að þessu sinni hafði það verið 3—4 sól- arhringa á leiðinni og hélt svo áfram til síns „heimalands“. Á hvítasun íudag var veðrið með eindæmum gott, þúsund ír manna foru ur bænum og einn ferðalaugur, sem kom að máli við blaðið, sagði, að hundruð bi'. i h«fðu stöðvazt á Þingvöllum i tæpar tvær stundir vegna an k.sturs, sem þar varð. Engin s.ys urðu þar, en bílstjórarnir neituðu að hreyfa bílana fyrr en lögregl- an kæmi á vettvang og það er hægt að ímynda sér, að mörg- um ökumanninum hefur gram izt töfin. Á meðan þessu fór fram hófst vestur í Bandaríkjun- um mikil fjársöfnun til þess að hægt yrði að kaupa líf eitt þúsund fanga á Kúbu. Castro bauð mannablóð fyrir jarðýtur Og dráttarvélar og tileinkaði sér þar með aðferð- ir nazista, er þeir verzluðu með Gyðinga. Vill Castro láta af hendi tvö mannslíf fyrir hverja jarðýtu. Gerir liann sér sjálfsagt von um að utan- ríkisverzlunin sým betri af- komu eftir að þessir nýju við- skjptahættir verða teknir upp. — Stjórnarvöld í Bandaríkj- unum lýstu því yfir, að út- flutningur vinnuvélanna yrði ieyfður „af mannúðarástæð- um“. í Alsír gerðu Frakkar vopna blé til þess að greiða fyrir lausn Alsírmáisjns, en ýmis ófl í Alsír telja þetta áróðurs- bragð af hálfu Frakka. Frakk- ai slepptu fjö'da fanga og sögðu vopnahléið stæði a m. il. í mánuð. En róstur voru í .'iisír og táragasi var beitt Allir ráðherrar fyrrverandi stjórnar Suður-Kóreu voru í haldi á laugardaginn og þá hækkuðu Danir forvexti um 1%, upp í 6%%. Kynþáttaóeirðir hófust í Alabama, en Kennedy-bræður brugðust skjótt við og sendu fjölmennt lið ríkislögreglu á vettvang. Yfirvöldin í Ala- bama töldu hins vegar að sam bandsstjórnin hefði engan rétt til þess að skipta sér af inn- anríkismálum fylkisins. All- margir menn meiddust í átök- unum og atburðir þessir voru harmaðir í Washington. Hér sunnanlands hófst hval veiðin, en norðan fjalla þreyttu menn íþróttir: Ár- menningar kepptu við Akur- eyringa Og sigruðu í öllu nema körfuknattleik. Á Siglufirði fór Skaiðsmótið fram og veitti Reykvíkingum og Siglfirðing- um bezt, enda þótt ísfirðingar væru mættir til leiks. Mikill fjöldi Reykvíkinga skoðaði þýzka skólaskipið, sem lá í höfn yfir hátíðina. Einkum bar þar mikið á ung- lingum, enda tjölduðu Þjóð- verjarnir því, sem til var, fyr- ir unga pilta á sjóvinnunám- skeiði. Hin nýja stjórn S.-Kóreu tók formlega við völdum og hélt áfram handtökum, stjórn- in í Missisippi hét Alabama- stjórn stuðningi gegn sam- bandsstjórninni og Nkruma varð áhyggjufullur vegna ástandsins í Angola. Laos-þing samþykkti, að Sameinuðu þjóðirnar skyldu einar hafa rétt til að veita iandinu aðstoð og yfir helgina fjölmenntu Reykvíkingar á málverkasýningar, sem voru hvorki fleiri né færri en þrjár. — Þú urðu þeir varir við jarð- skjálfta á Selfossi og Húsvík- ingar frestuðu verkfalli sínu um eina viku. Skýrt var frá því vestan- hafs, að kommúnistar hefðu um 300 þúsund manna njósna- lið í hinum frjálsa heimi og 130 sinnum hefðu þeir komið fyrir leyndum upptökutækj- um í sendiráðum Vesturveld- anna í kommúnistaríkjunum. Þá voru 20 þúsund tunnur síld ar í þróm á Akranesi og biðu bræðslu. Golda Meir hafði boð inni á Hótel Borg annan í hvíta- sunnu og fór héðan morgun- inn eftir. Þá var tekið að kólna í veðri og í gærkvöldi var spáð frosti norðan og vest an lands. Ekki vissu veður- fræðingar gjörla hve lengi þetta kuldakast stæði, en von uðu bara eins og allir, að bráð lega hlýnaði aftur. Fjölbreyttar kappreiðar Fáks H I N A R árlegu kappreiðar Hestamannafélagsins Fáks fóru fram á skeiðvelli félags- ins við Elliðaár á annan dag hvítasunnu. Hófust þær með því að hópur unglinga reið um skeiðvöllinn með undirleik hljómsveitar. Þessu stjórnaði Rosemarie Þor- leifsdóttir en hún hefir stundað þjálfun hesta og unglinga á hest- um á vegum Fáks í vetur. Að lokinni þessari athöfn fóru fram kappreiðar. Á skeiði sigraði Blakkur Bjarna Bjarnasonar á Laugar- vatni á 26 5 sek., 2. Logi Jóns- Jónssonar í Varmadal á 26,7 sek. og 3. varð Goði Höskuldar Ey- jólfssonar frá Hofsstöðum á 26.8 sek. Góðir tímar í stökki í 300 m. stökki vann Litli- Rauður Guðmundar Ragnarsson- ar, Rvík á 24 0 sek. 2. Fálki Þor- geirs Jónssonar í Gufunesi á 24,0 sek. en sjónarmun á eftir og 3. varð Gaukur Steingríms Oddssonar, Reykjavík á 24,2 sek. í 250 m folahlaupi sigraði Grá- mann Sigurðar Sigurðssonar, Reykjavík á 21 sek. 2. Blossi Rík- arðs Jónssonar Helgafelli og 3. Blesi Jónasar Ólafssonar Kópa- vogi, báðir á 21,2 sek., en sjónar- munur skildi. í 350 m stökki sigraði Gulur Bjarna Bjarnasonar á Laugar- vatni á 27 sek., 2. varð Blesi Þorgeirs Jónssonar í Gufunesi á 27.8 sek. og 3. Skenkur Sigfúsar Guðmundssonar Rvík á 28,0 sek. Allir hlutu hestar þessir aðal- verðlaun 1., 2. og 3.. er nema 1600, 1000 og 600 kr. í folahlaup- inu hlutu allir þrír fyrstu hest- arnir verðlaun 1000, 600 og 400 kr. og sömuleiðis í 300 m en þar eru verðlaunin 1400, 800 og 500 kr. Á skeiðinu náði hins vegar enginn hestanna nægum hraða til þess að hljóta 1. verðlaun. Krakkar leika listir á hestbakt Áður en úrslitin fóru fram sýndi Rosemarie Þorleifsdótt- ir hestinn Fák, sem taminn hefir verið þannig að hann hleypur í hring og er honum stjórnað með löngum taum. 5 krakkar sýndu listir sinar á hestinum. Voru það þau Ásta Guðmundsdóttir, Ylfa Brynjólfsdóttir, Herdís Her- mannsdóttir, ívar Björnsson og Kristján Ágústsson. Vakti þetta atriði mikla athygli og þótti ak- ast vel. Að loknum úrslitahlaup- unum sýndu þau Rosemarie og Guðlaugur Þorgeirsson hindr- unarhlaup en það hefir ekki ver- ið iðkað hér um langt árabil eða frá því 1932—4. Allar báru þessar kappreiðar það með sér að áhugi er ríkjandi fyrir því að gera þær fjölbreytt- ari. Steig á bak vinningnum í sambandi við kappreiðarnar var efnt til happdrættis og voru vinningarnir hestur, beizli og borðlampi. Hesturinn kom á nr. 929 og hlaut hann Kristján Guð- mundsson úr Hafnarfirði og fór hann riðandi á þessum föngulega vinningi frá kappreiðunum. Beizl ið kom á nr. 444 en lampinn á 1375. SUMARVÖRURNAR KOMNAR Þeir sitja fyrir um vöruvalið, sem panta fyrst. M.T.Fine Instant kaldir búðingar: Karamellu Súkkulaði Súkkulað m/hnetum Vanille. Niðursuðuvörur: Amerískir bl. ávextir Sveppir Olífur Súrkál Marmeðlaði: Þurrkað grænmeti í pökkum: Rauðkál Súpujurtir o. fl. Kex og loökur í pökkum og lausu: Tekex Ostakex Saltstengur Bl. kex Kremsnittur Kremkex Cocoskex Heilhveitikex Maltkex ískex og ávaxtakex iHagnús Kjaran umboðs- og heildverzlun Sími 24140 — Pósthólf 1437. Ávaxtasafar: Crape-safi í dósum Bl. grape- & appelsínusafi í dósum Tómatsafi í dósum Jarðarberjasaft fl. Hindberjasaft á fl. Rifsberjasaft á fl. Sólberjasaft á fl. Ýmsar matvörur: Knorr-súpur Slotts-sinnep * Slotts-tómatsósa Hershey-kakó Hershey-kakómix Tetleys-te Bio-Foska-haframjöl Top-Corn Flakes Matarsalt Bankabygg í pk. Perlugrjón í pk. Spaghetti Makkaroni. Hreinlætisvörur: Henkó-sódi Fljótandi bón Strin-línsterk j a Handsápur Rakkrem Rakvélar Rakblöð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.