Morgunblaðið - 26.05.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.05.1961, Blaðsíða 1
24 síður 48. árgangnr 114. tbl. — Föstudagur 26. maí 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsin* ikill áhugi aluminíum- vinnslu á Islandi Sænsk og svissnesk fyrirtæki leita fyrir sér um slíkan rekstur MBL. hefur fregnað að svissneskt fyrirtæki hafi þegar sl. haust tekið að leita fyrir sér um möguleika á að reisa hér aluminiumverksmiðju og sænskt fyrirtæki hafi einnig sýnt mjög mikinn áhuga á málinu, er íslenzkir iðnrekendur voru í Svíþjóð í vetur. Bæði þessi fyrirtæki hafa hug á að reisa hér geysistór iðjuver á íslenzkan mælikvarða og kaupa raf- orku frá stórvirkjunum sem íslendingar byggðu. Stóriðja hér Athuganir fyrirtækjanna eru ekki langt komnar en allt bend- Chang neit- að um „vis- um44 til USA SEOUL, S.-Kóreu, 25. maí — Reuter. — Bandaríska sendi- ráðið í Seoul neitaði í dag Chang Do Yung, forsætisráð- herra hershöfðingjastjórnar- innar í S.-Kóreu, um vega- bréfsáritun til Bandaríkjanna. Sú ástæða var tilgreind, að Chang hefði gefið upp þá á- stæðu fyrir umsókn sinni, að hann ætlaði að ræða við Kennedy forseta, en forsetinn hefði nú lýst því yfir, að hann hefði ekki tíma til að ræða við hershöfðingjann — og væri því ástæðan fyrir umsókninni úr gildi fallin. •<—O—— Það var upplýst I Seoul i dag, að sex ráðherrar fyrr- verandi stjórnar, sem hand- teknir höfðu verið, hefðu ver- ið látnir lausir, þar á meðal 9 John Chang, fyrrv. forsætis- \ ráðherra. ir þó til þess að aðstæður séu hér hagstæðar. Þannig kann þess að verða skammt að bíða að stóriðja rísi hér upp. Forsenda þess er að sjálfsögðu að traust efnahagslíf verði hér tryggt og frjálsræði í viðskipta- málum, enda er hvorki fáanlegt lánsfé né áhættufjármagn án þess. Margháttuð samvinna Ekki munu enn hafnar um- ræður um það í hvaða formi slík fyrirtæki yrðu reist og rek- in, en þar kemur auðvitað til greina margháttuð samvinna milli erlendra og innlendra að- ila. — Áhugi fer nú vaxandi fyrir aluminiumvinnslu, er nú mjög mikill, enda er gert ráð fyrir, að hún nær tvöfaldist á þessum áratug meðan áætlað er að stál- framleiðsla t.d. aukist aðeins um fjórðung. Uih þessi stórkostlegu tæki- færi, sem íslendingum kunna að bjóðast innan skamms, er nánar rætt í ritstjórnargrein blaðsins í dag. KENNEDY — brýndi fyrir mönn um ábyrgð Bandaríkjanna í bar- áttunni fyrir frelsi og friði. Kennedy flytur þinginu boðskap: Bandaríkjamaður skal til tunglsins fyrir 1970 Washington, 25. maí. KENNEDY Bandaríkjafor- seti ávarpaði báðar dcildir þingsins á sameiginlegum fundi í dag. — Forsetinn flytur vanalega boðskap um hag og ástand ríkisins í sam- Handritanefnd vantar svör I GÆRKVÖLDI símaði frétta- frá lagadeildum háskólanna. ritari Mbl. í Kaupmannahöfn, Ef það dregst verulega úr Páll Jónsson, eftirfarandi um þessu, að þau komi fram, mun störf handritanefndar danska nefndin óska þess sérstak- þjóðþingsins: lega, að þau verði send án Störf handritanefndar ganga tafar. eðlilega, að því er formaður Nefndarfundurinn, sem nefndarinnar, Hækkerup, upp ákveðinn er 31. maí, mun lýsti í samtali við mig í dag. varla komast að endanlegri — Reyndar hefir hún þó ekki niðurstöðu, en eftir þann fund enn fengið allar þær upplýs- ætti hins vegar að reynast ingar, sem hún hefir óskað. unnt að sjá fyrir, hvenær Nefndin lagði nokkrar spurn- nefndin lýkur störfum. — ingar fyrir menntamálaráð- Óvíst er, hvenær handritamál herrann, hefir hún þegar ið kemur aftur fyrir þjóðþing- fengið svör við nokkrum ið, en nefndin miðar ákveðið þeirra, og væntir svars við við það, að málinu verði end- hinum mjög bráðlega. — Þá anlega lokið, áður en þingi hafa eigi heldur borizt svör verður slitið, hinn 8. júní. Beiðist stóraukinna fjárfram- iaga til hervarna, aðstoðar við [erlend ráki, geimranrisókna o.fl. einuðu þingi einu sinni á ári, en fyrir kemur, í undantekn- ingartilfellum, að hann flyt- ur slíkt „aukaávarp“, sem Kennedy flutti í dag. Enda sagði hann í upphafi ræðu sinnar: „Þetta eru vissulega óvenjulegir tímar“. Forsetinn ræddi mjög um frelsið — um andstæðinga þess, og um nauðsyn þess að berjast fyrir því og varð- veita það, og ræðu sína byggði hann í rauninni alla upp á því, hvílík ábyrgð hvíldi á Bandaríkjunum sem forustuþjóð í baráttunni fyr- ir frelsi allra þjóða — og betri heimi. Þar mætti eng- inn Bandaríkjamaður liggja liði sínu, allir yrðu að gera sitt ítrasta — hvorki mætti spara fé né fyrirhöfn. Kennedy bað þingið um stórauknar fjárveitingar ___ til þess að auka og efla varn ir heima og erlendis, til fjár- hagslegrar og hernaðarlegrar aðstoðar við erlendar þjóðir, og síðast en ekki sízt til nýs átaks á sviði geimrannsókna Ilann kvaðst ekki biðja um auknar skattaálögur — enda ætti slíks ekki að þurfa með, ef allir kraftar þjóðarinnar yrðu sameinaðir og nýttir og allt miðað við að vinna verk- in á hinn hagkvæmasta hátt. Frh. á bls. 2 Sjö fórust í námuslysi JÓHANNESARBORG, S-Afríku, 25. maí. (Reuter) — Sjö menn létu lífið í dag, er sprenging varð í kolanámu £ Coalbrook í norður- hluta Orange-fylkis. Hinn 21. janúar 1960 fórust 437 námamenn, er göng í annarri kolanámu í Coalbrook hrundu saman. Þung ábyrgð Á HERÐUM þeirra manna sem nú sitja á samninga- fundum í Alþingishúsinu dag hvern hvílir þung ábyrgð. Landslýður allur treystir því að þéir geri sér hver um sig grein fyr- ir því, hve ábyrgðar- miklu hlutverki þeir gegna. í lýðfrjálsu landi er til þess ætlazt að launþegasamtök leitist við að tryggja félags- mönnum hverju sinni sem bezt kjör. Á sama hátt er það hlutskipti fulltrúa vinnuveit- enda að sjá til þess að samn- ingsbundin útgjöld atvinnu- veganna verði ekki meiri enl svo að skynsamlegar likur séu til að fullur og hagkvæmur rekstur þeirra sé tryggður. Við því er auðvitað ekkert að segja að þessa aðila greini á, þótt hinu sé ekki að neita að í nútímaJþjóðfélagi ættu þeir sameiginlega að geta rek- ið stofnun, sem á hverjum tima fylgdist með kaupmætti launa, afköstum fyrirtækja, hag þeirra, markaðshorfum o. s. frv. Sannleikurinn er líka sá, að hagsmunir vinnuveit- enda og launþega eru nú orð- ið nátengdari en menn gera sér ef til viil grein fyrir i fljótu bragði. Þess vegna hef- ur Morgunblaðið margbent á, að koma þyrfti upp samstarfs- nefndum launþega og vinnu- veitenda, að ákvæðisvinnu- fyrirkomulagi þyrfti að koma á sem víðast, að sérstakt til- lit þyrfti að taka til þarfa út- flutningsframleiðslunnar, sem nú þarf að greiða meira yfir- vinnuálag en aðrir atvinnu- vegir, og að tryggja þyrfti hag verkamanna með frekari viku- eða mánaðarkaups- greiðslum o. s. frv. Allt eru þetta mál, sem að sjálfsögðu ber á góma á samn- ingafundum þeim, sem nú standa yfir. Sumum má vafa- Iaust þoka áfram til sameigin- legra hagsmuna atvinnufyrir- tækja og launþega. önnur þurfa vafalaust meiri athug- unar við. Meginatriðið er hins vegar að á samningafundun- um ríki andrúmsloft skilnings á gagnkvæmum og jafnframt sameiginlegum hagsmunum. Ef sá skilningur iær að ríkja er enn von um að afstýrt verði verkföllum þeim, sem nú hafa verið boðuð og vel gætu orð- ið einhver hin lengstu og hörð ustu, sem hér hafa verið háð, ef þau á annað borð skella yfir. íslendingar hafa á síðasta ári og vetrarvertíðinni, sem nýlokið er, orðið fyrir mikl- um skakkaföllum vegna afla- brests og verðfalls. Af því leiðir auðvitað að kjör þjóð- arheildarinnar og þá um leið einstaklinga batna seinna og minna en ella hefði verið. Við Frh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.