Morgunblaðið - 26.05.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.05.1961, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 26. mal 1961 JlfawgtntMafrifr Otg.: H.f. Arvakur Reykjavik. FraTnkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. TRAUSTUR FJÁRHAGUR TRYGGIR STÖRFRAMKVÆMDIR ¥vAÐ er óumdeild staðreynd, r að síðasta hálfan annan áratuginn hafa íslendingar dregizt aftur úr öðrum lýð- ræðisþjóðum á efnahagssvið- inu, þannig að kjarabætur hafa hér litlar eða engar orðið meðan lífskjörum hef- ur fleygt óðfluga fram í ná- grannalöndunum. Ástæðurn- ar til þessa eru fyrst og fremst röng stjórnarstefna og svo sú verkfallapólitík, sem hér hefur verið rekin. Vegna þessa kyrrstöðutíma- bils er nú enn brýnni þörf fyrir stórátök, sem bætt geti hag þjóðarinnar hröðum skrefum. Menn kynnu að halda að þetta væri hægara sagt en gert, en ýmsar upplýsingar liggja þó fyrir, sem benda til þess að íslendingar gætu einmitt auðgazt stórlega á skömmum tíma, ef þeir kunna fótum sínum forráð. Nýlega hafa verið birtar niðurstöður bandarískra sér- fræðinga um væntanlega framleiðsluaukningu á þess- um áratug. Þar kemur í ljós, að gert er ráð fyrir um 95% aukningu alúmíníumfram- leiðslu og um 75% aukningu orkuframleiðslunnar. — Er þarna um langmestu aukn- inguna að ræða og til sam- anburðar er gert ráð fyrir að stálframleiðsla aukist að- eins um 26%, olíuframleiðsl- an um 10% o. s. frv. Nú Vill svo til, að einmitt alúmíníumverksmiðja og orkuver eru talin ein hag- kvæmustu stórfyrirtæki, sem hægt væri að leggja í hér á Islandi. Á öðrum stað í blaðinu birtist frétt af því að mikill áhugi sé á því að reisa stór- iðjuver til aluminiumvinnslu hér. Er þar um að ræða svissnesk og sænsk fyrir- tæki. Auðvitað blandast engum hugur um að það væri hin mesta heimska að hagnýta ekki þau tækifæri, sem byð- ust á þessu sviði, enda fyrir hendi næg ráð og reynsla annarra þjóða varðandi það, hvernig svo mætti búa um hnútana að íslendingar stór- högnuðust á slíkum atvinnu- rekstri og eignuðust fyrir- tækin smátt og smátt. Helzti þröskuldurinn, sem verið hefur á veginum til að slík fyrirtæki risu hér upp, hefur verið hin ranga stjórn efnahagsmála landsins og al- gjört öryggisleysi, þar sem aldrei var hægt að sjá fyrir nema nokkra mánuði fram í tímann í hæsta lagi, hvernig efnahagsástandið yrði. Þegar íslendingar sýndu þann manndóm á síðasta ári, að taka ábyrga afstöðu til efna- hagsmála eins og aðrar þjóð- ir, vaknaði á ný traustið, þannig að tekið er að hilla undir að við getum fengið fjármagn til slíkra fram- kvæmda. Ástæða er til að vekja sér- staka athygli á þessu nú, þegar hinu trausta efnahags- kerfi er ógnað af harðvít- ugri verkfallabaráttu, því að sannarlega væri það hið hryggilegasta sjálfskaparvíti, ef íslendingar gerðu að engu þá stórkostlegu möguleika, sem þeir eiga til að bæta lífs- kjörin geysilega á örfáum árum. ALMENNINGS- HLUTAFÉLÖG C*jálfstæðisflokkurinn leggur ^ á það megináherzlu að sem allra flestir borgarar landsins geti verið efnalega sjálfstæðir og eignazt eitt- hvað. Þannig vill flokkurinn að slík stórfyrirtæki, sem hér hefur verið rætt um, mættu vera í fonni almenn- ingshlutafélaga, þar sem smá hlutabréf væru seld á frjáls- um markaði og menn gætu byrjað að kaupa hlutabréf fyrir nokkur þúsund krónur og síðan smám saman aukið við eigu sína. Gjarnan mætti búa svo um hnútana að sá hluti, sem út- lendingar ættu fyrst í stað, minnkaði ár frá ári og skylt væri að bjóða fleiri og fleiri bréf til kaups á innanlands- markaði. Jafnframt mætti svo gera ráðstafanir, sem nægðu til þess að engir gætu átt nema tiltölulega lítinn hlut í félaginu heldur dreifð- ust hlutirnir meðal þúsunda manna. E I N S og kunnugt er af fréttum, hefur Fidel Castro forsætisráðherra Kúbu boðizt til þess að selja fanga þá, sem teknir voru í innrásinni í Kúbu í síð- asta mánuði fyrir 500 dráttarvélar og jarðýtur auk varahluta. Nú hefur verið frá því skýrt að hér sé um 1.214 fanga að ræða. Áætlað er að vélar þessar kosti um 20 milljónir doll- ara, eða ísl. kr. 762.000.000. Tilboð Castros kom fyrst fram í ræðu, er hann hélt á fundi 6.000 smábænda á mið- vikudag í fyrri viku í ná- grenni Havana. í fyrstu voru menn ekki vissir um að for- sætisráðherrann væri að tala um það í alvöru að selja fang- ana, en Castro tók af allan grun á föstudaginn er hann ítrekaði tilboð sitt. NEFNDARSKIPUN í Bandaríkjunum var brugð ið við skjótt Og nefnd skipuð undir forsæti frú Eleanor Roosevelt, ekkju Franklins D. RosseVelts fyrrverandi for- seta Bandaríkjanna til að ann ast fjársöfnun. Með henni eru í stjórn nefndarinnar dr. Milton E. Eisenhower, bróðir Eisenhowers fyrrum förseta, Og Walter P. Reuther forséti sambands verkamanna í bif- reiðaiðnaðinum. Nefndin nefn Castro og félagar ist „Tractors-for-Freedom committee" eða „dráttarvélar- fyrir-frelsi“. í tilefni af nefndarskipun- inni átti frú Roosevelt tal af SVIPAÐIR VEXTIR í DANMÖRKU OG HÉR ^axtahækkunin var á sín- um tíma mikilvægur lið- ur í efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar, en strax og jafnvægi hafði náðst á milli framboðs og eftirspurn- ar á erlendum. gjaldeyri og öruggt þótti, að innlánsaukn- ing viðskiptabanka og spari- sjóða á árinu 1960 myndi nægja til að standa undir þeirri útlánaaukningu sem orðið hafði, þá voru vext- irnir lækkaðir um 2%. Al- mennir forvextir hafa því verið 9% frá 29. des. sl. Fróðjegt er að gera sér grein fyrir seinustu atburð- um í Danmörku í þessu sam- bandi. Þar hafa verið mikil verkföll, sem leitt hafa til launahækkana. — En þær hækkanir hafa ekki byggzt á lækkuðum vöxtum, heldur þvert á móti hefur danski þjóðbankinn nú hækkað for- vexti sína um 1% eða upp í 6%, sem svar við launahækk unum. Er þetta að sjálfsögðu gert til að bægja verðbólgu- hættunni frá. En við þekkj- um það af dýrkeyptri reynslu, að verðbólgan kem- ur einmitt verst við hina lægstlaunuðu. Með þessari hækkun eru vextir í Danmörku orðnir nær því eins háir og hér á landi. Þegar forvextir þjóð- bankans þar voru 5% voru almennir forvextir í Dan- mörku 7%%, en nú munu þeir hækka upp í allt að 8*4%. Munurinn á almenn- um forvöxtum hér og þar er því aðeins %% eða rúm- lega það. Hvorir skyldu svo hafa meira vit á eðlilegri vaxtastefnu, bankastjórar danska þjóðbankans eða rit- stjórar Tímans, sem stöðugt tala um að hægt væri að stórbæta kjör með vaxta- lækkun. að nefndin væri skipuð í nafni mannúðar í þeim tilgangi að bjarga mannslífum. Nefndin starfaði ekki á vegum banda- rísku stjórnarinnar, heldur væri ætlunin að safna fé hjá almenningi og einkafyrirt'ækj um. — Bandaríska þjóðin hef- ur innilega samúð og löngun til að hjálpa þeim, sem eru hjálparþurfi, en við teljum ekki að unnt sé að meta mannslífið í vélum, sagði frú Roosevelt. FJÁRSÖFNUN HAFIN Á þriðjudag ræddi nefndin við 10 fulltrúa fanganna á Kúbu, sem Castro hafði sent til Bandaríkjanna til að ræða verzlunina. Hefur nefndin til- kynnt Castro að hún taki til- £ boði hans og muni láta vita fljótlega hvenær skiptin geti farið fram. Áður en nefndin tók til starfa hafði stjóm sam taka kúbanskra flóttamanna í Miami borizt peningasending- ar víða að úr Bandaríkjunum. Banki nokkur í Miami sendi 1.000 dollara og skoraði á 14.000 banka aðra í Bandaríkj unum að gera slíkt hið sama. Spellman kardináli í New York sendi 5.000 dollara, Pawley fyrrverandi sendi- herra Bandaríkjanna í Brazilíu og Perú sendi 25.000 dollara og fjöldi manns sendi smærri upphæðir. DAGBLAÐ GEFUR JARÐÝTU En söfnunin er ekki ein- ungis í Bandarí'kjunum. Víða í Suður Ameríku er einnig hafin söfnun með góðunrl ár- angri. Þannig tilkynnti eitt Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.