Morgunblaðið - 26.05.1961, Blaðsíða 15
/i Föstudagur 26. maí 1961
MORJZWNBLAÐIÐ
15
ur hefur verið í Dráttarbraut
Akraness, milli 100 og 110
tonn.
•-------
Annar bátur var Og skoðað-
ur við þetta sama tækifæri.
Hann stendur uppi á bryggju
við síldarverksmiðjuna. Voru
járniðnaðarmenn undir bátn-
um að koma fyrir tveim skrúf
um undir flötum botni báts-
ins. Þetta er hin nýja „Eld-
ing“, — bátur froskmannsins
Hafsteins Jóhannssonar. f
fyrrasumar var Hafsteinn á
hraðbáti sínum með síldarflot-
anum fyrir norðan og veitti
mörgum bátum þá marghátt-
aða aðstoð, einkum þó við að
losa flækjur úr skrúfum og
stýri og þess háttar. Nýja Eld-
ing verður meiri bátur en sú
gamla sem stendur uppi
skammt frá. Á nýja bátnum
verður stályfirbygging og í
henni allrúmgóðar vistarver-
ur fyrir Hafstein og aðstoðar-
mann hans. f bátnum verða
tvær mjög öflugar vélar og
mun Elding ganga allt að 18
sjómílum. Hún á að geta að-
stoðað flotann — jafnvel þó
hann fari út á reginhaf. —
Elding verður fullgerð það
snemma, að Hafsteinn ætti að
geta siglt norður um leið og
síldarflotinn lætur úr höfn.
Nýja Elding var áður bátur
sem flugmálastjórnin átti og
notaði norður á Akureyri. Hef
ur Benedikt Vestmann haft
yfirumsjón með smíði bátsins.
GÆTIÐ VERKFÆRANNA VEL
verkfærin
að bátnum í marzmánuði.
Kvaðst hann vonast til að
hægt yrði að vinna stöðugt við
smíði hans í sumar og næsta
haust, þannig að hann gæti
farið á vertíðina 1962. Einar
virtist hrifinn af skrokklagi
bátsins — einkum „perulag-
inu“ á stefninu og kvaðst telja
að það myndi marka tímamót
í smíði stærri fiskibáta hér.
Magnús Magnússon skipa-
smíðameistari teiknaði bátinn,
en hann er nú sjúklingur á
Vífilsstöðum. Verður þetta
stærsti báturinn sem smíðað-
árum saman, ef j>eim er haldið hreinum or sumrtt-
um — off höfð á vísura stað.
verða lang ódýrust,
miðað við endingar-
tíma, ef vel er um
þau hugsað.
ÞEGAR nýju stóru togararn-
ir komu til landsins á sl. ári,
var það meðal nýjunga við
smíði þeirra, að stefnið var
„perulagað“ að neðan. Þessi
skipsstefni hlutu fljótlega nafn
ið „perustefni“. Þau hafa ýmsa
góða kosti. Þau eru sögð gera
skipin hraðskreiðari, en auk
þess þykir „perustefni“ draga
mjög úr þungum höggum er
siglt er mót veðri og sjó.
Akurnesingar virðast ætla
að verða fyrstir til að taka upp
„perustefni“ í smíðum stærri Einar Mýrdal stendur á kili nýja bátsins. —
þess stærsta er Akurnesingar hafa smíðað. —
Hafsteinn a Eldingu og Benedikt Vestmann á þilfari nýja
bátsins. — Stályfirbygging.
fiskibáta og er nú fyrsti stóri
báturinn búinn slíku stefni i
smíðum hjá Dráttarbraut
Akraness.
Um daginn er ljósmyndari
og blaðamaður frá Mbl.,
brugðu sér upp á Akranes,
komu þeir í skipasmíðastöð
dráttarbrautarinnar. Er þetta
meðal helztu fyrirtækjanna
þar í bæiium. Skipasmíðastöð-
in er yfirbyggð, svo sama er
þótt rigni eldi og brenni-
steini, ekki þarf að fella nið-
ur vinnu fyrir það við skipa-
smíðarnar. Það voru margir
menn að störfum, við að smíða
rúmlega 100 tonna bát. Búið
var að reisa rúmlega 20 bönd
bátsins og verið var að teikna
og saga úr stórum skipseikum
bönd í skrokk bátsins, en þau
eiga að vera eitthvað kringum
fimmtíu.
Bátur með perustefni og
ný 18-20 míl. Elding
Yfirsmiðurinn við bátinn,
Einar Mýrdal, sagði okkur að
kjölurinn hefði verið lagður
Góð verkfæri kosta peninga en þau endast lengi.
&AMCO verkfærin endast
V.-Þjóðverjar fá
sfór herskip
með eldflaugum, er bera kjarnasprengjur
London, 24. maí (Reuter)
YFIRSTJÓRN Atlantshafsbanda-
lagsins hefir leyft, að Vestur-
Þjóðverjar komi sér upp átta
6.000 lesta tundurspillum, er geta
skotið flugskeytum með kjarn-
orkuhleðslu. Hingað til hefir
Þjóðverjum ekki leyfzt að smíða
stærri herskip en 3.000 lestir. —
Sjö þjóða Vestur-Evrópusam-
bandið, sem hefir yfirumsjón
jneð vígbúnaði Vestur-Þýzka-
lands, samkvæmt samningi er
gerður var í Briissel árið 1954,
veitti í dag samþykki sitt við
þessari ráðstöfun. f tilkynningu
frá sambandinu segir, að þessi
tilslökun frá fyrrgreindum samn
ingi sé gerð til þess að gera -.-
þyzka flotanum kleift að gegna
því varnarhlutverki, sem NATO
ætlist til af honum.
Þessi ráðstöfun til aukningar á
herstyrk Þjóðverja var gagn-
rýnd í brezka þinginu í dag. Einn
af þingmönnum Verkamanna-
flokksis, Frank Allaun, sagði m.
a., að Þjóðverjum væri leyft að
hafa stærri herskip en áður, að-
eins til þess að þau gætu notað
flugskeyti með kjarnorkusprengj 1
um. „Útbreiðsla kjarnavopna
eykur hættuna," sagði þingmað-
urinn, „og ég treysti ekki þýzk-
um foringjum, sem starfað hafa
undir stjórn Hitlers, til þess að
hafa slík tæki undir höndum“. —
Þingmanninum var þá bent á, að
þessi skip, með öllum sínum
vopnum og tækjum, yrðu undir
yfirstjórn Atlantshafsbandalags-
ins.