Morgunblaðið - 26.05.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.05.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 26. maí 1961 'Mary Howard: Lygahúsið 9 (Skáldsaga) Það fór ofurlítill hrollur um hana. — Við skulum tala um eitt hvað annað. Hann brosti aftur framan í hana og Stephanie fann enn til þessa einkennilega spennings, sem hú varð ávallt vör í návist hans, og hún átti svo bágt með að hafa hemil á. Hún flýtti sér að segja: — Við skulum heldur tala um hana Sally. Hún hefur komið heim naestum á hverjum degi í seinni tíð en ekki staðið við nema and- artak og virzt eitthvað utan við sig. Það er ekki henni líkt. — O, hún er víst bara ástfang- in, sagði Bill, kæruleysislega. — Er hún mikil vinstúlka þín? — Við vorum herbergisfélagar í skólanum og ég kunni svo á- gætlega við hana, en.... Hún ‘þagnaði, snöggvast en sagði síð- an. — En mamma hennar vill ekki, að hún sé að koma til mín, og ég er alveg viss um, að hún hefur ekki hugmynd um þessar ferðir hennar hingað. Ég. veit bara, að hún stendur sama sem ekkert við hjá mér. . og auðvitað kemur mér þetta ekki nokkurn skapaðan hlut við. — Og þú ert náttúrlega alveg andvíg öllu svona smáplati og meinlausu skröki? — Það er víst einhver heittrú- ararfur_ sagði hún með nokkurri tregðu. — Pabbi minn var Skoti. — Eru foreldrar þinir báðir dánir? spurði Bill. — Ekki pabbi, að minnsta kosti held ég að hann sé lifandi. Hann.. hann kærði sig ekki um mig eftir ófriðinn, sagði frsenka mér. Ég heldl helzt, að hann hafi gift sig aftur. — Ég skil. Stephanie fann, að Bill rétti arminn aftur fyrir stól inn hennar, eins og hann vildi úti loka þennan einmanalelika, sem skein út úr orðum hennar. — Hversvegna vill frú Row- — Nei, þakka yður fyrir, maður minn, ég ætla ekki að kaupa skammbyssu! land ekki lofa Sally að heim- sækja þig? spurði hann eins og meðal annarra orða. — Það er víst heimilishaldið hjá okkur, sem fellur henni ekki í geð, svaraði hún hreinskilnis- lega. — Hún er víst hvorki hrif- in af mér né Karólínu frænku. Bill var næstum farinn að hlæja að þessari tryggð. sem kom fram í því að nefna sjálfa sig í sömu andránni og hina al- ræmdu Karólínu Courtney. — Þú skalt ekki setja það fyr- ir þig, Stevie sagði hann blíð- lega. Frú Rowland kann að vera mjög virðingaverð kona, en hún er líka vel heimsk. Enginn nema bjáni gæti sett þig í samband við annað en það sem gott er. Þú ert eins og skært ljós, sem skín í myrkrinu í vondri og spilltri ver- öldl, Stevie. Það brá fyrir glettni í bláum augunum, er hún leit á hann. — Þetta voru hátíðleg orð.. sagði hún. — Ég vona bara, að hugur fylgi máli. En þá þagnaði hún, er varir hans mættu henn- ar vörum rétt sem snöggvast. Bill hörfaði til baka og þau horfðu hvort á annað, ringluð og utan við sig. Armur hans, sem hann hafði rétt bak við stólinn læsti sig um hana, og næsti koss inn var langur og dásamlegur.. fannst þeim báðum. Þau horfðu hvort á annað, eins og í leiðslu. — Stevie, ó, Stevie, sagði Bill, hásum rómi. Veiztu. hvað þú hef ur gert mér? Það var orðið æði mjög áliðið, þegar BiU stýrði hjólinu sínu niður eftir fjallastígnum og lenti við jámhiðið fyrir framan húsið. Hann drap á vélinni og stökk úr sætinu og hún líka. Þau föðmuð- ust innilega í hlýju sumarrökkr- Hátt uppi í fjallinu var bílljós á hreyfingu og í húsunum í ná- grenninu mátti sjá ljós í glugg- um. Nú var slökkt í forstofunni í húsinu. — Þetta hlýtur að vera Bert- ram, sagði Stephanie. Hann fer alltaf um allt húsið, áður en hann læsir því á kvödin. — Sefur þú þarna ein? — Já, en Bertram og Francine sofa yfir í bílskúrnum og það er beinn sími á milli. Hann hleypti brúnum. — Þetta er stórt og skrautlegt hús, sagði hann, —og ekki heppilegt fyrir þig að sofa þar alein. Þú ættir að hafa varðhund. Stephanie fann, að hann herti takið utan um hana. Hún varð hrærð yfir þessari umhyggju hjá honum. Hún gat staðizt töfra hans og ástaratlot, en þetta var allt annað, og hún var ekki við því búin. — Ó. Bill, sagði hún titrandi. Hann sneri sér að henni, og fann að kinnin var vot, er hann kyssti hana. — Ertu að gráta? spurði hann hissa. Hún þerraðí af sér tárin. — Nei, ekki mikið.. jú annars.. það er ég víst. Það hefur enginn sýnt mér svóna umhyggju áður og ég er því svo óvön. Honúm urðu nú ljós hin mörgu ár sem hún hafði verið einmana. — Já, er ég ekki vitlaus. Þetta var þó ekki annað en almenn og venju- leg kurteisi sem þú sagðir. — Það var nú hvorki almennt né venjulegt af minni hálfu, sagði Bill, blátt áfram. — Ég hef aldrei áður sýnt neinum um- hyggju. Aldrei dottið það í hug. Hann dró hana enn að sér og hall aði höfði hennar að öxl sér. Hann varð næstum hræddur og agn- dofa við það, að þessi stúlka skyldi allt í einu taka sér svo veigamikið hlutverk í áhyggju- lausu og óháðu lífi hans. Það var því líkast sem engin stúlka hefði nokkurn tima fyrr komið við sögu hans, það var rétt eins og líf hans væri nú fyrst að byrja að opinbera honum nýjan persónuleika sjálfs hans — við- kvæman og verndandi. — Ég er hrædd, sagði Step- hanie allt í einu. — Ég hef ald- rei haft svona tilfinningar áður til nokkurs manns. Ég hef alltaf orðið að vera sjálfstæð, án þess að treysta á nokkrun annan með hamingju mína. Ég held við sé- um of bráð á okkur.... — Elskan mín, sagði Bill. — Ég er eins hræddur og þú. En ég get ekki keypt neitt, sem gæti tryggt hjarta þitt eða mitt og ég held varla að ég gerði það þótt ég gæti. Kysstu mig nú og á morg un skulum við gera áætlanir okk ar. Komdu til mín í tjaldið og þá skulum við ákveða hvernig við verjum deginum. Hann kyssti hana aftur, en þá reif hún sig lausa og fór inn án þess að líta um öxl; aðeins heyrði hún_ að hjólið fór í gang. Hugur hennar var allur á ring- ulreið. „Hann er eldri en þú, og svo miklu reyndari.. og þú veizt als ekki ,hvort honum er alvara... þú hefur engan að bera saman við.. “ En þá minntist hún kossanna hans og hina hrærandi umhyggju hans fyrir velferð hennar og hjarta hennar varð rólegra og fylltist sælutifinningu. Hún opnaði dyrnar og gekk inn í forstofuna. En um leið og hún kom þar inn, ,kviknaði á öllum Ijósum. Hún leit við og sá hvar Karólína stóð við slökkvar- ann við dyrnar og starði á hana. Fyrst kom Ttephanie engu orði upp, svo hverft varð henni við þessa sjón. Karólína var klædd í rjóma- gula dragt og í birtunni, sem þarna var, sýndist andlit hennar daufhvítt á litinn næstum eins og fötin. Hún stóð þarna graf- kyrr og önnur höndin fitlaði við perlufesti, sem hún hafði um hálsinn, en augun voru hállflok- uð og með einhverjum undarleg- um glljáa. — Karólína frænka.. ég hafði enga hugmynd um, að þú kæm- ir í kvöld, sagði Stephanie. — Hversvegna léztu mig ekki vita? Karólína svaraði: — Ég sendi þér skeyti, rétt áður en ég steig upp í flugvélina, og Bertram seg ir mér, að þegar það kom, hafir þú verið farin út. Hvar hefurðu verið? — Ég hef verið úti allan dag- inn. — Og með hverjum? — Með Bill.. hr. PoweU. — Nú? Karólína lét fallast nið m MR.TRAIL, I'O LIKE TO TELL VOU I DON’T PARTICULABLV LIKE THIS GOODV-GOO CAMPAIGN, BUT I’M JUST A JUNIOB PARTNER... AND WE’VE ALREADV a L > u — Ég verð að láta yður vita það, herra Tripwell, að ég mun gera allt sem ég get til að vekja reiði almennings yfir því hvern- ur á stól og greip höndum fyrir andlitið. —Get ég ekki náð í eitthvað handa þér? spurði Stephanie ó- róleg og kvíðafull. — Hefurðu fengið nokkuð að borða? — Já4 já, ég borðaði í flugvél- inni. En náðu mér í eitthvað að drekka, konjak og sódavatn. Step hanie sótti drykkinn, hrædd og rugluð og vissi ekki upp eða nið- ur. Hana langaði til að þóknast frænku sinni, en þarna var eitt- hvað öðruvísi en það átti að vera Karólína sötraði drykkinn og reyndi að jafna sig. Hún hafði getið sér þess til, að Stephanie hefði verið með Bill, en samt reyndi hún, þegar hún hafði slökkt Ijósin og horfði á skugga- myndirnar tvær úti fyrir, að teija sér trú um, að þetta væri ekki þau. Hún leit á kvíðasvip- inn á Stephanie og sá að hún var að haga sér eins og heimskingi. Hún rétti henni hendurnar, eins og henni létti snögglega og rak upp glaðværan hlátur, og Step- hanie reip hendur hennar í sínar sólbrenndu hendur, og gleðisvip- ur kom á andlit hennar. — Fyrirgefðu, Stephanie.. en það var bara þetta.. já, þú skil- ur, en við þekkjumst bara svo lítið. Mér fannst þú ættir ekki að vera svona seint úti. En auðvitað hefði ég engar áhyggjur haft, ef ég hefði vitað að þú varst úti með Bill Powell. — Það ert þú4 sem átt að fyr- irgefa- — Ef ég hefði haft nokkra hugmynd um, að þin væri von í kvöld. hefði ég auðvitað ekki hreyft mig að heiman. — Nei, þetta er alltsaman mér að kenna. Ég tók það allt í einu í mig í morgun, að fara.. mér fannst snögglega ég vera orðin södd á París.. þú veizt hvað ég er duttlungafull. Ég vissi ekki einusinni þá, hvort ég fengi nokk urt flugfar. Hún brosti. — Það sýnist aUt vera í bezta lagi hérna. Þú hlýtur að hafa orðið að taka til hendi. — Þakka þér fyrir. — Ég talaði við hr. Fauré I síma í morgun, sagði Karólína. -—Hann virðist afskaplega hrif inn af þér. ig þið notið auglýsingiaspjöldin! — Það skulið þér bara gera, Markús.... Þér hafið fullan rétt alveg á sama! — Heyrið þér, Markús, ég vildi láta yður vita að ég er ekkert til þess.... Og okkur stendur sérlega hrifinn af þessari Goody- gooo-herferð, en ég er aðeins ráðalítill hluit’hafi í félaginu.... Og við höfurn þegar varið miklu fé í þetta!! Sflíltvarpiö Föstudagur 26. maf. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfiml. — 8:15 Tónleikar — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp. (Tónl. — 12:25 Fréttir, tilk. og tónl.). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veð- urfregnir). 18:30 Tónleikar: Harmonikulög. 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20:30 Tónverk eftir Richard Wagner (NCB-hljómsveitin í New York leikur. Stjórnándi: Arthur Tosc- anini): a) ..Sigfried Idyll'*. b) Forleikur að fyrsta liætti óp- erunnar ,,Lohengrin". 20:55 Upplestur: Ljóð eftir Halldór Helgason (Sigurður Skúlason magister). 21:10 íslenzkir píanóleikarar kynna són ötur Mozarts; X: Jón Nordal leikur sónötu f C-dúr (K330). 21:30 Útvarpssagan: „Vítahringur" eft ir Sigurd Hoel; V. (Arnheiður Sigurðardóttir). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Garðyrkjuþáttur: Lárus Jónsson búfræðikandidat talar um eyð- ingu illgresis. 22:25 í léttum tón: Ella Fitzgerald syngur lög eftir ieorge Gersh- win. 23:00 Dagskrárlok. Laugardagur 27. maí. 8:00 Morgunútvarp. (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleikar — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp. (Tónl. — 12:25 Fréttir, tilk. og tónl.). 12:55 Öskalög sjúklinga (Bryndís Sig urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. — (15:00 Frett ir). 16:00 Fréttir og tilkynningar. Framhald laugardagslaganna. 16:30 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl. (Jón Pálsson). 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Leikrit: „Einkalíf mömmu ‘, gam anleikur eftir Victor Ruiz Iriarte. Þýðandi: Sonja Diego. — Leik- stjóri: Baldvin Halldórsson. 22:00 Fréttir og veðurfregntr. 1 ‘22:10 Danslög. — 24:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.