Morgunblaðið - 26.05.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.05.1961, Blaðsíða 22
22 r MORGVVBLAÐIÐ FöstUdagur 26. maí 1961 Þróttur vann Víking 4:0 /' » ' V v 1 ■" jfþMUafrétth IftotpMafohiA % I* A Ð viðraði ekki vorlega um berleggjaða Víkinga og Þróttara, þegar liðin mætt- ust í Reykjavíkurmótinu í fyrrakvöld. Norðan garri var og hiti við frostmark. Örfá- ar hræður áhorfenda hímdu undir búningsklefum í skjóli fyrir garranum, en samt voru allir loppnir á höndum og fótum — leikmenn jafnt sem áhorfendur. Þetta var baráttan um að lenda ekki í neðsta sætinu og Víkingur hafði stigi betur; nægði því jafntefli. Víkingar léku fyrst undan vindi. Kæruleysi var alls ríkjandi hjá liðinu. í>að var eins og það treysti vindin- um til að gera það sem gera þurfti. Það var sparkað með tám, hnjám eða leggjum í átt- ina að marki — en sjaldan nema í áttina. Örfá skot voru hættuleg en aldrei fylgt. „Kári“ vildi ekki skora fyrir Víking. ★ Hálfleikurinn var afar „klénn“ Fram R-víkur- meistari í GÆRKVÖLDI léku Valur og KR í Reykjavíkurmótinu. Var það lokaleikur mótsins. Valur fór með sigur af hólmi eftir hraðan leik og á köflum allgóð- an með 3 mörkum gegn 2. Sigur Vals í þessum leik færði Fram Reykjavíkurmeistaratitil- inn. Fram hafði þegar náð 6 stig- um. Með þessum sigri hafði Val- ur 5 og KR 4. í hálfleik stóðu leikar 1—1. I upphafi síðari hálfleiks skoruðu Valsmenn 2 mörk á 3 mín. en síðar KR eitt. KR var mjög í sókn mestan hluta síðari hálf- leiks. knattspyrnulega. Þróttur náði nokkrum upphlaupum gegn vind inum. Og það var þegar sýnt að þeir léku betur en Víkingur. — Það örlaði á vilja hjá þeim og þeir komust í nokkur færi, sum opin, en mörk urðu ekki. ★ Fjögur mörk 1 síðari hálfleik hlaut Vík- ingur varnarhlutskiptið. Þróttur sótti nær stanzlaust og 4 sinn- um tókst þeim að senda knött- inn í mark Víkings. Voru þar útherjar Þróttar að verki í öll skiptin, Halldór þrívegis og Heimir einu sinni. Það var aldrei glæsibragur í þessum leik — enda kannski ekki von í kuldanum. En sigurinn var verðskuldaður hjá Þrótti, því það sem sást af því sem til hins betra getur talizt, áttu þeir. — Víkingur hreppir því neðsta sætið — þrátt fyrir sigurinn yfir KR. Dómari var Guðbjörn Jóns- son og dæmdi vel, þó honum væri kalt sem öllum öðrum. — A. St. ítalir léku betur — skoruðu EIN S og skýrt var frá í blaðinu í gær sigruðu Eng- lendingar ítali í Iandsleik í knattspyrnu í Róm í fyrra- kvöld með 3 mörkum gegn 2. ítalska liðið sýndi mjög góðan leik. Framherjarnir ítölsku með Argentínumanninn Omár Sivori (v. innh.) sem bezta mann, áttu hver fyrir sig betri leik en mót- herjar þeirra í enska liðinu. Enska vörnin var hins vegar mjög góð og markvörðurinn átti frábæran leik. í upphafi síðari hálfleiks var markrvörður Itala, Lor- enzo Buffon borinn af velii. Hafði hann fengið spark í andlitið er hann kastaði sér á fætur eins af ensku fram- herjunum. Kann að vera að þetta óhapp hafi kostað ítali sigurinn. Hættan var tíðust og mest við enska markið — en alit kom fyrir ekki. Það var Hitchens, — eini nýi maðurinn í enska liðinu frá leikn um gegn Portugal — sem skor- aði fyrsta markið á 8. mín. Sivori jafnaði með langskoti 5 mín. síð- ar. Brighenti miðherji ítala skor- aði á 29 mín. í síðari hálfleik. Hitchens jafnaði fyrir England 4 mín. síðar og svo kom Jimmy Greaves á 39 mín. og skoraði sigurmark Englands. Sundmeistara- * mót Islands SUNDMEISTARAMÓT íslands 1961 verður haldið í Sundhöll Reykjavíkur 8. og 9. júní n.k. kl. 20:30. Keppnisgreinar verða: Fyrri dagur: 100 m skriðsund karla 100 m bringusund karla 100 m skriðsund drengja 50 m bringusimd telpna 200 m baksund karla 100 m baksund kvenna Framhald á bls. 23. Helgi útherji Þróttar (t. v.) skoraði 3 mörk liðsins. Hér er hann í návígi við varnarmann Víkings. Ljósm.: Sv. Þormóðsson. Norrænt knatt- spyrnuþing á íslandi 1963 SAMBANDSRÁÐSFUNDUR ÍSÍ var haldinn sl. laugardag og var rætt um mörg mál. Mestar urðu umræðurnar um áhugamannaregl ur ÍSÍ. Fundarins verður nánar getið síðar. í skýrslu knattspyrnusambands ins sem lögð var fram á fundin- um kom m.a. fram að þing nor- rænu knattspyrnusambandanna verður haldið í Reykjavík 1963. Slík þing eru árlega og fjalla um öll samskipti Norðurlandanna á knattspyrnusviðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem þingið er haldið á íslandi og ísl. knattspyrnusam- bandið hefur aldrei átt fulltrúa á þinginu, utan áheyrnarfulltrúa. Er það næsta mikilsvert fyrir fs- land að komast í þennan norræna hring og aukast þá möguleikar á norrænum samskiptum. Heimsmet í stangarstökkí Davies, tvltugur BandaríkjamaoUr, setti það, Bandaríkjamaðurinn Ge- orge Davies setti um síð- ustu helgi heimsmet í stangarstökki og stökk 4.832 metra. Metið setti Davies á móti í Boulder í Colorado. Hann stökk hæð ina í þriðju tilraun sinni. Davies hafði fyrr á þessu ári stokkið 4.72 m og það hafði hann hæst stokkið áður en heimsmet- ið fauk, segir sænska íþróttablaðið. — í fyrra hvíldi hann sig frá keppni og er alls ekki getið á af- rekaskrá Bandaríkjanna. Árið 1959 stökk hann hæst 4.42 metra og þá var svo um hann sagt, að hann væri „maður íramtíðar- innar“. Davies er 20 ára gamall og er við háskólanám. — Hann vegur 86 kg. og er 190 cm á hæð. Hann er því kröftuglegur og hressi- legur piltur. Ýmislegt annað hefur skeð í heimi frjálsíþróttanna. — Þýzku spretthlaupararnir hafa náð þessum tímum: Cull- mann 10,4, Gamber 10,5, Breker 10,5 og Ulonska 10,5. Lehnertz stökk 4,35 í stangar- stökki, Salomon kastaði spjóti 75,59 og Lorenz sleggjunni 62,07 metra. * * * Svisslendingurinn Wartburg hefur kastað spjótinu 74,75 og landi hans Barras stokkið 4,35 m í stangarstökki. * * * Hollendingurinn Kock hef- ur kastað kringlunni 52,65. * * * Japanir láta nú til sín taka. Ijima hefur hlaupið 400 m grindahlaup á 52,0 sek. Yas- uda hefur hlaupið 110 m grind á 14,5. Hanada hefur stokkið 7,67 m í langstökki og Okamoti kastað sleggju 62,89. f París náðist góður árang- ur. Delacour hljóp 100 m á 10,3 sek. og Lagorce á 10,5 sek. Michel Jazy setti landsmet á 2000 metrum á 5.09,4, Bogey varð annar á 5,09,8. Dohen jafnaði metið í 110 m grinda- hlaupi 14,2, Chardel náði 14,3, Duries 14,4 og ítalinn Mazza fékk 14,4. Morale ftalíu vann 400 m grindahlaup á 51,5 Og vann yfirburðasigur yfir Þjóð verjanum Janz sem náði 52,4. Husson 62,09. íslands- mótið ÁÐUR en íslandsmótið í knatt- spyrnu hófst, hefur Orðið að raska niðurröðun leikanna. Það kemur til út af því að völlur Akureyringa er ekki tilbúinn til leika. Fyrsta umferð mótsins verður því þannig að kl. 4 á sunnudag leika í Laugardal KR og Akur- eyringar. Á sama tíma leika i Hafnarfirði Akurnesingar og Hafnfirðingar. Þar verður keppt á mjög endurbættum velli. Á mánudagskvöldið verður leikur Vals og Fram í Laugar- dal. Þessi leikur er fluttur frá sunnudeginum. Á sunnudagskvöldið fe'r fram á Melavellinum leikur í 2. deild milli Víkings og fsfirðinga. Þessi leikur fer því aðeins fram, að ekki komi til verkfallsins, þvf ef það skellur á komast ísfirð- ingar ekki heim aftur. Leikur Akureyrar og KR verð- ur að vera kl. 4 svo Akureyringar nái kvöldvélinni norður en lok- ist ekki hér syðra ef verkfall verður. kastaði sleggjunni Skólamót í triálsíþróttum ÞANN 18. apríl fór fram keppni í frjálsum íþróttum í leikfimis- húsi Menntaskólans og áttust þar við Menntaskólinn og Kennara- skólinn, sem báðir hafa ágætis frjálsíþróttamönnum á að skipa. Var keppnin skemmtileg og spennandi og árangur ágætur. —• Úrslit urðu þau, að Menntaskól- inn vann með 26 stigum gegn 18. Langstökk án atrennu 1. Vífill Magnússon Í.M....... 3,13 2. Halldór Ingvarsson K....... 3,09 3. Kristján Stefánsson Í.M.... 3,01 4. Þorvaldur Jónasson K....... 2,99 Hástökk án atrennu 1. Halldór Ingvarsson K....... 1,64 2. Kristján Stefánsson Í.M.... 1,55 3. Jón Ö. Þormóðsson Í.M...... 1,50 4. Helgi Hólm K ............ 1,45 Hástökk með atrennu 1. Kristján Stefánsson I.M.... 1,75 2. Þorvaldur Jónasson K. ..... 1,75 3. Páll Eiríksson Í.M......... 1,70 4. Steindór Guðjónsson K...... 1,65 Þrístökk án atrennu 1. Kristján Eyjólfsson Í.M.... 9,19 2. Halldór Ingvarsson K. ..... 9,14 3. Jón Ö. Þormóðsson Í.M...... 9,01 4. Þorvaldur Jónasson K....... 6,97

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.