Morgunblaðið - 26.05.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.05.1961, Blaðsíða 8
9 MORCVTSHL 4 Ð1Ð Föstudagur 26. maí 1961 Heildarsala S.S. 1960 nam 130 milli. kr. FULLTRÚAFUNDUR fyrir allar félagsdeildir Sláturfélags Suður- lands var haldinn í Reykjavík s.l. mánudag. Á fundinum mættu 66 af 71 kjörnum fulltrúum frá 42 deildum af félagssvæðinu, en það nær austan frá Skeiðarár- sandi að Hvítá í Borgarfirði. Aðalfundur félagsins var hald- inn s.l. þriðjudag. Fundarstjóri var kjörinn Þorsteinn Sigurðs- son, formaður Búnaðarféiegs fs- lands, og fundarritari Páll Björg vinsson, bóndi, Efra-Hvoli. For- Stjóri félagsins, Jón H. Bergs, hdl., flutti skýrslu um helztu þætti félagsstarfseminnar á liðnu ári. Á s.l. hausti var afls slátrað í 7 sláturhúsum félagsins nærri 122 þúsund fjár, sem er nokkru minna en árið 1959. Má rekja or sakir þess til góðs árferðis á s.l. ári Og mikillar heyöflunar sum- arið 1960. Meðalþungi dilka í slát urhúsunum og var um % kg hærra en árið 1959. Auk sauðfjár slátrunar var mikil stórgripa- slátrun í sláturhúsum félagsins, Og hefur svínaslátrun aldrei ver ið meiri en á s.l. ári. Veruleg söluaukning varð á s.l. Börkur f ékk f yrstu verðlaunin SÍÐASTLIÐINN sunnudag var firmakeppni á Skeiðvellinum á vegum hestamannafél. Fáks. — Kepptu þar 136 hestar fyrir 136 fyrirtæki og var dæmt fyrir góð- hest og góða ásetu knapa. Komu þarna margir glæsilegir hestar fram og víða mátti sjá gott sam- spil milli knapa og hests. Úrslit urðu þau að Börkur Þorláks Ottesen varð nr. 1, en hann keppti fyrir Trésmíðaverkstæðið á Krossmýrarbletti 14, nr. 2 varð Sveipur Friðjóns Stephensens, sem keppti fyrir Gullsmíðavinnu stofu Guðmundar Andréssonar, 3. varð Stjarni Boga Eggertsson- ar, sem keppti fyrir Héðin h.f., 4. Stjarni Hólmfríðar Guðmunds dóttur fyrir Ræsi h.f. og 5. Gráni Leifs Jóhannessonar fyrir Glob- us hf. — „Svartur markaöur úr sög- unni44 ÚTLIT er fyrir að ferða- mannastraumurinn hingað verði meiri en í fyrra. Far- miðapantanir hjá flugfélögun- um eru mun meiri en í fyrra og sama er að segja um flesta gististaði bæjarins. Gistirúm. City hotels er t.d. upppantað fram í miðjan ágúst. Fétur Daníelsson, forstjóri á Hótel Borg, sagði í viðtali við Mbl. nýverið, að hótelin í bæ'ium skiluðu nú orðið all- mik.am gjaldeyri í bankana. „Fyrir gengislækkun var það nær óþekkt fyrirbrigði, að ferðamenn skiptu gjaldeyri sínum í hótelunum. Þeir voru fljótir að finna aðrar leiðir. Nú er þetta breytt og mér er nær að halda, að allur svartur markaður sé úr sögunni. Ferðamenn eru hættir að spyrja hve mikið þeir fái fyr- ir sterlingspundið eða dollar- ann. Nú er bara spurt: Skiptið þið pundum?“ — City hótel sagði sömu söguna. ári hjá Pylsugerð og Niðursuðu- verksmiðju S.S. Ullarverksmiðj- an Framtíðin, sem er eign S.S., starfaði líkt og áður, aðallega að framleiðslu prjónavara og bandframleiðsla til gólfteppa hef ur aukizt. Félagið á 8 sölubúðir í Reykjavík og 1 á Akranesi. Heildarvörusala allra starfs- greina félagsins var á árinu 1960 um 130 milljónir króna og hafði aukizt um 12 milljónir frá árinu 1959. Á aðalfundi áttu skv. félags- lögunum að ganga úr stjóx'n Eilert Eggertsson, bóndi, Meðal- felli og Sigurður Tómas>on, bóndi, Barkarstöðum, og voru þeir endurkjörnir. Félagsstjóm- ina skipa: Pétur Ottesen, fyrrv. alþingismaður, fomaður; Euert Eggertsson, Meðalfelli, Helgi K.tr aidsson, Hx-afnkelsstöðum; Sig- uvður Tómasson, Barkarstöði’.m og Siggeir Lárusson, Kirkjubæj- arkiaustri. Þessi mynd er af svæðinu við suðvesturhorn Tjarnarinnar, sem nú verður tekið og lagfært. Skúrarnir tii vinstri á myndinni verða rifnir og allar bárujárnsgrindurnar við húsin, munu hverfa, og þessi reitur verða eftirsóttur. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Gæti síldveiðifEotinn tekið þátt í allsherjar síldarleit í ÆGI, riti Fiskifélags fslands, hefur Kristján Júlíusson loft- skeytamaður hjá Landhelgis- gæzlunni, skrifað greinaflokk, sem hann nefnir Asdic og fiski- leitartæki. í síðasta hefti Ægis er 4. og síðasta greinin í þessum flokki. í lokakafla greinarinnar bendir Kristján á athyglisverða leið til þess að gera síldarleitina enn ár- angursríkari. Hann segir m. a. á þessa leið: Fangelsi fyrir víx'afölsun NÝLEGA var kveðinn upp í saka dómi Reykjavíkur af Þórði Björnssyni dómur í máli, sem ákæruvaldið hefir höfðað gegn Hreini Gunnlaugssyni, vélstjóra, Siglufirði, fyrir skjalafals. Ákærði var talinn hafa snemma á árinu 1960 falsað nafn tiltekins manns sem útgefanda 17 víxla samtals að fjárhæð kr. 85.000,00 en víxla þessa notaði ákærði til kaupa á bifreið. Einnig var ákærði fundinn sekur um að hafa á tímabilinu frá október 1960 til marz 1961 falsað nöfn 10 tiltekinna manna, ýmist sem samþykkjenda, útgef- enda eða ábekinga, á 7 víxla sam tals að fjárhæð kr. 101.000,00. Víxla samtals að fjárhæð kr. 74.000,00 tókst honum að selja í bönkum hér í bænum. Andvirðið notaði hann til greiðslu á bif- reiðakostnaði og til almennrar eyðslu. Ákærði var dæmdur í 15 mán- aða fangelsi fyrir skjalafals sam- kvæmt 155. gr. 1. mgr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940. Hann hefir verið í gæzluvarð- haldi síðan 13 apríl sl. og kemur sú vist hans til frádráttar refs- ingu hans. Þá var honum gert að greiða bönkum þeim, sem keyptu af honum falsaða víxla, fjárhæðir þeirra ásamt kostnaði, samtals kr. 74.298,67 svo og einstaklingi, sem hafði innleyst nokkra af hin um fölsuðu víxlum, kr. 45.995,01 að viðbættum vöxtum. Loks var ákærði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði, sem játaði brot sitt, hefir eigi áðv.r sætt refsingu. „Væri hugsanlegt að samvinna gæti tekizt með t.d. 15—20 skip- um í hóp eða helzt öllum ísl. síld veiðiflotanum um allsherjarsíld- arleit samtímis? Slík leit yrði að vera skipulögð og niðurröðun ákveðin af Síldarleitinni eða öðru leitarskipanna í samráði við forustuskip hvers leitarflokks í byrjun hverrar vertíðar. Ég gæti ímyndað mér að ef undirbúning- ur og skipulagning slíkrar leitai tækist vel, þá væru farnar 4—5 slíkar leitarférðir yfir sumarið með samtímis þátttöku allra skipanna. Með þessu móti væri hægt að kanna allt síldarsvæðið á tæpum sólarhring hverju sinni og fá öruggt yfirlit um horfur og líkleg síldarsvæði — ef þau eru þá nokkur fyrir hendi. Einhvern tíma kemur að því að þetta verði gert, e.t.v. í sumar? Kadar vill eldflaugar VÍNARBORG, 24. mai. (Reut- er). — Leiðtogi ungverska kommúnistaflokksins, Janos Kadar, hefir látið svo um mælt í ræðu, að Ungverjar verði að eiga eldflaugavopn, þar sem þeir geti ekki ætlazt til þess, „að vinir þeirra verji landa- mæri þeirra og sjálfstæði um aldur og ævi“. — Kadar við- hafði þessi ummæli fyrir viku, er hann talaði á fundi verk- smiðjufólks, en ungverska fréttastofan greindi fyrst frá þeim seint í gærkvöldi. Samkvæmt frásögn frétta- stofunnar, sagði Kadar, að Ungverjar þyrftu að koma sér upp eldflaugavopnum, „svo að við getum tekið réttilega á móti hverjum þeim, sem kynni að velja þann kostinn að brjót ast inn til okkar gegnum þak- ið — í stað þess að ganga inn um framdyrnar“. Mafsveina og veitinga - Ihjónaskólanum slitiÖ NÝLEGA fóru fram próf í Mat- sveina- og veitingaþjónaskólan- um, og luku að þessu sinni sveins prófi 3 framreiðslunemar og 5 matreiðslunemar: í tilefni loka- prófsins hélt stjórn Matsveina- og veitingaþjónaskólans og próf- ncfndir hóf inni í húsaÝynnum skólans, miðvikudaginn 26. apríl, en þann dag var sýning fyrir olmenmng á préfverkefnum nem enda og var sýningin vel sótt. Hófið hófst kl. 20,00 og stjórn- andi skólastjórinn Tryggvi Þor- finnsson, því, lýsti hann starf- semi skólans á liðnum vetri. For maður skólanefndar, Böðvar Steinþórsson, hélt ræðu þar sem hann gat þess að á þessu ári væri liðin 20 ár síðan matreiðsla- og framreiðsla voru viðurkennd- ar sem iðngreinar. Taldi Böðvar að sá maður sem mest hefði unn- ið að því að þeim áfanga varð náð hefði verið Gísli Guðmunds- son núverandi bryti á m/s Fjall- fossL Ræddi formaður skóla- nefndar um starfsskilyrði skól- ans o. fl. og kom víða við. Einnig tók til máls Páll Pálmason ráðu- neytisstjóri, Símon Sigurjónsson, formaður Félags framreiðslu- manna, og Ágúst Árni Jónsson, formaður Félags matreiðslu- manna. Laugardaginn 29. apríl var skólanum slitið. Flutti skólastjóri ræðu þar sem hann gat starf- semi skólans, en hann hafði á liðnum vetri starfað í tveimur deildum, minntist skólastjóri á lög um bryta og matreiðslumenn er afgreidd voru á liðnum vetri sem lög frá Alþingi. Tveir nem- endur, þeir Stefán Sigursælsson úr matreiðsludeild skólans og Sævar Júníusson úr framreiðslu- deild, fengu verðlaun fyrir ástundun við nám. Er skólastjór- in hafði lokið máli sínu tók Símon Sigurjónsson til máls Og afhenti f. h. Félags framreiðslumanna verðlaun fyrir prófafrek og hlaut þavi Guðm. Ágúst Jónsson. Var síðan skólanum slitið. Tekjuhalli KRON rúmlega 97 þús. Ic*. AÐALFUNDUR KRON var hald inn í Tjarnarkaffi s.l. sunnudag. Fundarstjórar voru kjörnir, Guðgeir Jónsson og Sveinn Gamalíelsson. Fundarritarar: Guðmundur Illugason og Tryggvi Emilsson. Formaður félagsins, Ragnar Ólafsson hæstaréttarlögmaður, setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar, rakti framkvæmdir síð- asta árs og drap á framtíðar- horfur. KaupfélagsStjórinn, Kjartan Sæmundsson, flutti yfirlit yfir rekstur ársins, las reikninga fé- lagsins og skýrði þá. Vörusala jókst á árinu um 12.55% og nam kr. 52.090.778.82. Tekjuhalli varð kr. 97.054.92. Þrátt fyrir þennan tekjuhalla varð reksturinn mun hagstæðari en undanfarin ár. Félaginu bættust tvær kjör- búðir frá því síðasti aðalfundur var haldinn, að Tunguvegi 19 og að Nesvegi 31, báðar í eigin húsnæði. Nú eru 7 af 14 matvöru búðum félagsins kjörbúðir og fyrirhugað að breyta tveim eldri búðanna við fyrsta tækifæri. Reynslan af hinum stærri kjör- búðum varð góð á árinu. Félagið rekur 5 sérvörubúðii’, efnagerð og kjötvinnslu. Sjóðir í árslok námu kr. 3.848.152.66. Félagsmenn voru um síðustu ára mót 5335. Á fundinum mætti Erlendur Einarsson, forstjóri S.Í.S. Flutti hann ávarp og ræddi um sam- vinnu KRON og S.Í.S. og að. stöðu samvinnumanna til auk> innar verzlunar og atvinnu- reksturs í bænum á næstu ár* um. Úr stjórn áttu að ganga Ragnar Ólafsson, Þorlákur Ottesen og Guðmundur Hjartarson, en voru endurkjörnir einróma. Einnig var Haraldur Steinþórsson endur kjörinn endurskoðandi til næstu tveggja ára. Stjórn félagsins skipa nú: Ragnar Ólafsson, Þorlákur Otte- sen, Guðmundur Kjartansson, Guðrún Guðjónsdóttir, Ólafur Jónsson, Þórhallur Pálsson, F«4- ur Jónsson, Hallgrímur Sigtryggs son og Sigurvin Einarsson. Varastjórn: Guðmundur Finn- bogason, Margrét Árnadóttir, Sveinn Gamalíelsson, Svein- björn Sigurjónsson og Guðbrand ur Guðmundsson. Endurskoðendur: Björn Guð- mundsson, Haraldur Steinþórs- son. Á fundinum mættu 90 fulltrúar auk stjórnar og nokkurra starfs- manna félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.