Morgunblaðið - 26.05.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.05.1961, Blaðsíða 5
Föstudagur 26. maí 1961 MORGVXBLAÐIÐ 5 MMM%i MENN 06 ’ '= MMEFN/= EINS og frá var sagt hér í blaðinu fyrr í vikunni, hefur forseti Islands nýlega skipað Tómas Helgason lækni til að vera prófessor í geðlæknis- fræði við læknadeild Háskóla Islands frá 1. ágúst n.k. að telja. Skal hann jafnframt vera yfirlæknir sjúkradeildar Kleppsspítala, og er heilbrigð- ismálaráðuneytinu ætlað að taka nánari ákvörðun þar að lútandi. ' Hinn nýskipaði prófessor er 34 ára að aldri, fæddur í Kaup- mannahöfn 14. febrúar 1927. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Bjarnadóttir og dr. med. Helgi Tómasson, sem nú eru bæði látin. Dr. Helgi var skipaður yfirlæknir við Nýja spítalann á Kleppi 1928, og fluttist fjölskyldan þá heim. Tómas varð stúdent í Reykjavík 1946 og lauk lækna prófi 1952. Hann var aðstoðar- læknir borgarlæknis um skeið, síðan náimskandidat við Lands spítalann, aðstoðarlæknir á Kleppi í tæp tvö ár og aðstoð- arlæknir við Bæjarspítalann í Reykjavík 1956—58. Þá var hann aðstoðarlæknir við tauga sjúkdómadeildir t v e g g j a sjúkrahúsa í New York um eins árs skeið. Frá 1. septem- ber 1959 hefur hann verið við Geðsjúkdómastofnun Árósahá skóla og aðallegra unnið þar að vísindarannsóknum. — Þetta sama haust Var hann viður- kenndur sérfræðingur í geð- og taugasjúkdómum. Dómnefnd sú, sem fjallaði um umsóknir um prófessor- embætti það, sem Tómas Helgason hefur nú verið skip- aður í, fór mjög lofsamlegum orðum um hann og taldi hann m.a. hafa framkvæmt rann- sóknir, sem væru einstæðar. Læknadeild háskólans mun einnig hafa lagt til einróma, að hann yrði skipaður í em- bættið. Tómas hefur samið nokkra fyrirlestra og tímarits- greinar um sérgrein sína. Hann hefur nú um árabil, síð- ast í Árósum, unnið að rann- sóknum á líkum islendinga til að fá geðsjúkdóma. Hefur hann gert mjög umfangsmikl- ar athuganir á heilsufari allra íslendinga, sem fæddust 1895 —1897 og komust af barns- aldri. Er rannsóknum þessum ætlað að hafa bæði fræðilegt og hagnýtt félagslegt gildi, og mun Tómas að mestu hafa lok- ið við ritgerð um niðurstöður sínar. Tómas Helgason er kvæntur Þórunni Þ. Clementz tann- lækni, og eiga þau þrjá syni. Flugfélag íslands h.f.: —- Millilanda- flug: Leiguflugvél F.í. fer til Glasg. og Kaupmh. kl. 08:00 í dag. Væntanleg aftur kl. 23:30 í kvöld. Flugvélin fer til Öslóar, Kaupmh. og Hamb. kl. 10:00 í fyrramálið. — Innanlandsflug í dag: Til Akureyrar (3), Egilsstaða, Fagur- hólsmýrar, Hornafjarðar, Isafjarðar, Kirkjubæjarklausturs og Vestmanna- eyja (2). — A morgun: Til Akureyrar (2), Egilsstaða, Húsavíkur, ísafjarðar, Sauðárkróks, Skógasands og Vest- mannaeyja (2 ferðir). Eimskipafélag íslands h.f.: — Brúar- foss fer frá Kotterdam á morgun til Hamborgar. — Dettifoss fer frá N.Y. í dag til Rvíkur. — Fjallfoss er á leið til Rvíkur. — Goðafoss er í Rvík. — Gullfoss er í Rvík. — Lagarfoss fór frá Akranesi í gær til Hafnarf jarðar, Kefla víkur, Vestmannaeyja og þaðan til Hull. — Reykjafoss er í Hamborg. — Selfoss fór frá Hafnarfirði í gær til Isafjarðar. — Tröllafoss kom til Rvík- ur í nótt frá N.Y. — Tungufoss er á leið til Rotterdam. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla fer frá Gautaborg í dag áleiðis til Kristian sands, Þórshafnar og Reykjavíkur. — Esja er á Austfjörðum. — Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum 1 dag til Hornafjarðar. — Þyrill er í Rvík. — Skjaldbreið fer frá Rvík kl. 12 á hád. í dag til Breiðafjarðarhafna og Vest- fjarða. — Herðubreið fer frá Rvík á morgun vestur um land í hringferð. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er í Archangel. — Askja kemur til Grangemouth í dag. Hafskip h.f.: Laxá lestar á Norður- landshöfnum. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell kemur til Onega 27. þ.m. frá Sauðárkróki. Arnar- fell er í Archangelsk. Jökulfell' er í London. Dísarfell er í Mantyluoto. — Litlafell er 1 olíuflutningum í Faxa- flóa. Helgafell losar á Eyjarf jarðarhöfn um. Hamrafell er í Hamborg. tíLÖÐ OG TÍMARIT Faxi, blað málfundarfélagsins Faxa í Keflavík 5. tbl. 1961 er komið út. I heftinu er m.a. efnis: Minningar frá Keflavík eftir Mörtu Valgerði Jónsdótt ur, viðtal við Jón K. Jóhannsson, lækni um sjúkrahúsmál o. fl. Söfnin Ustasafn íslands er opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 1,30—4 e.h. Asgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1.30—4 e.h. Þjóðminjasafnið er opið sunnud., jþriðjud., fimmtud. og laugard. frá kl. 1,30—4 eh. Minjasafn Reykjavikurbæjar, Skúla túni 2. opið daglega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. • Bókasafn Dagsbrúnar, Freyjugötu 27, opið föstud. 8—10 e.h., laugard. og sunnud. 4—7 eh. Bæjarbókasafn Reykjavíkur: — Aðal safnið, Þingholtsstræi 29A: TJtlán: 2—10 alla virka daga, nema laugardaga 1:4. Lokað á sunnudögum. Lesstofa: 10—10 alla virka daga, nema laugardaga 10 —4. Lokað á sunnudögum. — Útibú Hólmgarði 34: 5—7 alla virka daga, nema laugardaga. — Útibú Hofsvalla- götu 16: 5,30—7,30 alla virka daga, nema laugardaga. Tæknibókasafn IMSÍ í Iðnskólahús- Inu Skólavörðutorgi er opið virka daea frá kl. 13—19, nema laugardaga kl. 3—5. Sisýfus var hjá Grikkja goðum í gengi, en móti þeirra boðum málugur sér til meina braut; því var dóna frá himni hrundið og handverk það eina verðugt fundið, sem örmæddi hann, en aldrei þraut. Hann átti að velta hlíð upp bratta hnöttóttum kletti, stórum skratta, og þar með fylgdi þetta slys: ætíð við fjandans efsta tindinn ofan valt steinninn, svo mannkindin erfiðaði til ónýtis. Hver sínum steini hefur að velta, hindranir þúsundfaldar elta oft hvað sálin fær afrekað; hún má sig el við líkam losa, leirköggli þessum er að hnosa og kemst því aldrel stórt úr stað. Sigurður Breiðfjörð. Önýtt erfiði. • Gengið • Sölugencl 1 SterHngspund ...... Kr. 106,42 . Bandaríkjadollar ....... — 38.10 1 Kanadadollar .... , , ,, —. 38,58 100 Danskar krónur........... — 549,80 100 Sænskar krónur ________ ______ 738,35 100 Finnsk mörk ................ _ 11,88 100 Norskar krónur __________ — 533,00 100 Franskir frankar ........... _ 776,44 100 Belgiskir fraókar .......... _ 76,15 100 Svissneskir írankar ........ — 880.00 100 Gyllini ............>.....„ — 1060,35 100 Tékkneskar krónur _....„ — 528.45 100 V-þýzk mörk — 959,70 1000 Lírur .................. _ 61,39 100 Austurrískir shillingar — 146,35 100 Pesetar .......„........ — 63,50 — Læknarnir seg-ja, að það sé vísindalega sannað, að tóbaksreik ingar eyðilegga minnisgáfuna. — Nú jæja. Það er þá ekki að furða, að ég skuli alltaf gleyma því, að ég er hættur að reykja. — Þarft þú líka að hjálpa kon- unni þinni við uppþvottinn? spurði Hermann bróður sinn. — Nei, ég keypti svo dýrt og sjald gæft leirtau, að hún þorir ekki að láta mig snerta á því. Ungur maður kom með unn- ustu sína inn í skartgripaverzlun til þess að velja giftingarhringa. — Hvernig heldur maður honum hreinum? spurði stúlkan, þegar parið hafði ákveðið gerðina. — Það er mjög einfalt, sagði kaup- maðurinn brosandi, bezta aferðin er a dýfa honum tvisvar ofan í uppþvottavatn daglega. •— Það ætti ekki að vera ómögu legt að skapa góðan gagnrýnanda úr lélegum rithöfundi, sagði Som erset Maugham: — Það er t.d. búið til ágætis edik úr ódrekknadi vínum. f veizlu nokkurri lét hinn feiti Chesterton gamansemi sína bitna á Bernhard Shaw, sem einnig var viðstaddur. — Þegar maður horfir á yður, sagði Chersterton, gæti maður haldið að hungursneið ríkti í Eng landi. —Og þegar maður horfir á yð ur, sagði Shaw, gæti maður hald ið að þér ættuð sök á henni. Læknar fjarveiandi Arinbjörn Kolbeinsson, til 27. júní (Staðg.: Bjarni Konráðsson). Friðrik Einarsson fjarverandi til 1/7. Gísli Ólafsson um óákv. tíma (Stefán Bogason Laugavegsapóteki kl. 4—4,30. sími 19690). Grímur Magnússon um óákv tfma (Björn t*. Þórðarson). Guðmundur Benediktsson til 1. jún. (Skúli Thoroddsen) Gunnar Guðmundsson um óákv. tíma (Magnús Þorsteinsson). Haraldur Guðjónsson óákv. tima KarJ Jónasson). Jónas Sveinsson í tvo mán. frá 9. maí (Gunnar Benjamínsson). Ófeigur J. Ófeigsson fram í júlí. (Kristján Þorvarðarson). Sigurður S. Magnússon óákv. tíma — (Tryggvi Þorsteinsson). Víkingur Arnórsson um óákv. tíma. — (Olafur Jónsson, Hverfisgötu 106). Skemmtun er synd, og syndin er stundum skemmtileg. Skáld er næturgali, sem situr f myrkri og syngur til þess að sefa eigin einmanaleika með ljúfum tónum. Það er skynsamur maður sem hrygg ist ekki yfir því, sem hann á ekki, en gleðst yfir hinu, sem hann á. Tíminn er það, sem vér girnumst mest, en því miður eyðum verst. Maður iðrast ekki þreytu og erfið- leika ferðarinnar þegar markinu er náð. Listin er að kunna að takmarka sig. Tíkur tvær um eitt bein, og píkur tvær um einn svein, verða sjaldan samlyndar í þeirri grein Oft fær sá knésitr. sem knárri er. Ungur maður óskar eftir herb. Tilboðum svarað í síma 34142. BÍU — Kr 5000.— Chevrolet ’26 til ölu. — Uppl. í síma 35723 eftir kl. 7 í dag og næstu daga. Reglusamur maður óskar eftir vakit- mannsstarfi. Tilb. sendist blaðinu merkt „Reglusam- ur — 1385“ Stúlka óskast til að sjá um heimili í ná- grenni Reykjavíkur. Öll heimilisþægindi. Uppl. í sima 35175 eftir kl. 6. Húsnæði 2 samliggjandi herb. án eld húss til ieigu að Nesvegi 14. Uppl. í síma 19705. Ljósmyndari óskar eftir vinnu, talar ensku, sænsku, þýzku. Góð meðmæli. Tilb. sendist Mbl merkt ^Ljósmyndari — 196«“. 3ja herb. íbúð í nýlegu steinhúsi við Sörlaskjól er til sölu með góðum kjörum. Uppl. kl. 5—7 í dag í síma 24944. Segulbandstæki sem nýtt 4ra rasta Radio- nette segulbandstæki til sölu. Uppl. í síma 24695 eft ir kl. 6. Traktor Ferguson til sölu. Sími 22994. Keflavík Stúka óskast í vist 2—3 mánuði. Gott kaup, þrennt í heimili. Sími 1107. Smára túni 2. Málari getur bætt við sig innan- hússvinnu. — Uppl. í síma 14064. Amerískt barnabað með borði til sölu. Uppl. í síma 14538 eftir kl. 6. Hestur Ungur reiðhestur til sölu. Uppl. í símum^ á daginn 16555, en eftir kl. 6 í 17362. Tvær duglegar stúlkur óska eftir vinnu eftir kl. 5 á daginn. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt — „1299“ Til leigu 3 herb. og eldhús á jarð- hæð, sér hiti. Tilb. merkt „Vogar — 1297“ sendist blaðinu. 6“ Afréttari Walker turner til sölu. — Uppl. í Efstasundi 49 kjall- ara- Sími 35269. Barnagæzla Óska eftir barngóðri konu eða unglingsstúlku til að gæta 1% árs barns frá 1—6 Engin heimilisverk. Sími 15765. Prentstúlka vön ílagningu óskast efitir hádegi. Stórholtsprent hf. Skipholti 1. Rafvirkja vantar vinnu. Uppl. í síma 37322. Guðlaugur Einarsson Málflutningsstofa Freyjugötu 37. Sími 19740. Stúlka óskast Stúlku vantar til starfa í eldhúsi. Uppl. gefur ráðs- konan. — Sjúkrahúsið í Keflavík. Smurt brauð Snittur, brauðtertur. Af- greiðum með litlum fyrir- vara. Smurbrauðstofa Vesturbæjar Hjarðarhaga 47 Sími 16311 Af. 5. Cullfoss fer frá Reykjavík laugard. 27. þ.m. kl. 20.00 til Leith og Kaupmannahafnar. Farþegar eru beðnir að koma til skips eiei síðar en kl. 18,30. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS. Lífeyrissjóöur löpanna Aðalfundur verður haldinn í Tjarnarcafé uppi í dag föstudaginn 26. maí kl. 5 e.h. Tekið verður á móti nýjum sjóðfélögum. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.