Morgunblaðið - 26.05.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.05.1961, Blaðsíða 17
Föstudagur 26. maí 1961 MORGUNBLAfílÐ 17 UTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA Anægjulegir dagar í Vestmannaeyjum Ungir Sjálfstæðismenn efndu til fjölbreyttra hátíBahalda um hvitasunnuna Skúli Ingibergsson seig í Fiskhellnanefi. r Fyrsta samkoman, sem Félag ungra Sjálfstæðismanna hélt um helgina, var á laugardaginn. — Skemmti þar hljómsveit Svavars Gests ásamt söngvaranum Ragn- ari Bjarnasyni, en þeir féiag'ar höfðu komið til Eyja árdegis (þennan dag. Þátttakendur í hóp ferðinni komu hins vegar ekki fyrr en um níuleytið um kvöldið. Tóku Vestmannaeyingar á inóti ferðalöngunum á bryggjunni og ^ Skemmtanir Að kvöldi hvítasunnudags var skemm.tun í Samkomuhúsinu. Þar fluttu ávörp Guðlaugur Gísla son alþingismaður og Þór Vil- hjálmsson formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Síðan fóru Svavar Gests og félagar hans með skemmtiþætti með aðstoð fjögurra Vestmannaeyinga, sem komu fram í þættinum „Gettu betur“, eins og verið hafði kvöid ið áður. Þessari samkomu lauk um kl. 10,30, en á miðnætti hófst dansleikur, sem stóð til kl. 4 Rétt utan við hafnarmynnið er Klettshellir. Þar foru batarnir undir bjargvegginn og Sigurgeir Jónsson tók þessa skemmtilegu mynd. að morgni. Þar lék hljómsveit Svavars Gests, en Ragnar Bjarna son söng. ^ Ekið um Heimaey Eftir hádegi á annan dag hvítasunnu var farin ökuferð um Heimaey. Tveir stórir bílar voru Bifreiðalestin sem fór suður á Stórhöfða á annan dag hvítasunnu. fengnir til ferðarinnar, en að auki lánuðu ýmsir Sjálfstæöismenn einkabifreiðar sínar, og voru 14 bifreiðar í lestinni, sem fór suður á Stórhöfða. Er þangað um 7 km. leið. Á höfðanum skýrði Sigfús Johnsen, formaður Félags ungra Sjálfstæðismanna, frá örnefrium og rifjaði upp nokkra aíburði, sem við ýmis þeirra eru tengdir. Af Stórhöfða var haldið austur fyrir Helgafell og síðan í Herjclfs dal. Þar er þjóðhátíðarsvæðið, og uppi um móbergsvegginn austan vert við dalinn getur að líta all- margar fornar blágrýtishleðslur, þar sem búalið í Vestmannaeyj- um geymdi matarforða áður fyrr til að forða honum undan flugu. Þarna heitir Fiskhellnanef, um 90 m hátt bjarg, og niður það seig Skúli Ingibergsson, einn af þekkt ustu sigmönnum í Eyjum Þótti aðkomumönnum þetta áhrifamik il en nokkuð hrollvekjandi sjón. Margt manna úr bænum hafði komið í dalinn til að sjá Skúla síga. ^ Ilaldið heim Úr Herjólfsdal var ekið til 'bæjarins, og tóku komumenn síð an að tygja sig til brottfarar. Frá bryggju var lagt laust fyrir kl. fimm, og var siglt til Þorlákshafn ar. Tekur sú sigling um fjórar stundir. Um það leyti, sem hópur inn sté á land, hófst enn dansleik ur á vegum ungra Sjálfstæðis- manna í Eyjum, og var hann loka atriði hins margþætta mannfagn- aðar þar um þessa hvítasunnu- helgi. ★ Allar móttökur af hálfu ungra Sjálfstæðismanna í Vestmanna- eyjum voru með miklum ágætum, enda nutu þeir í ýmsu aðstoðar annarra Sjálfstæðismanna þar. Mest mæddi þó á stjórn Félags ungra Sjálfstæðismanna, en hana skipa: Sigfús Johnsen (formað- ur), Sigrún Þorsteinsdóttir (vara formaður), Júlíus Magnússon (rit ari), Sigurgeir Sigurjónsson (gjaldkeri), Eyjólfur Magnússon, Garðar Arason, Guðni Grímsson, Guðrún Lára Þorsteinsdóttir og Leifur Ársælsson (meðstjórnend- ur). — Þ. V. fylgdu þeim í húsakynni Fiskiðj- unnar, en þar gistu komumenn og borðuðu. Siglt umhverfis eyjarnar Eftir hádegi á hvítasunnudag var farið í siglingu umhverfis eyj arnar. Var margt um manninn á bryggjunni, þegar lagt var af stað, og varð að fara með tveim stórum vélbátum. Sigit var suður með Heimaey, og sögðu eyjar- skeggjar frá því, sem fyrir augu bar, eftir því sem tilefni gáfust til. Var komumönnum m.a. sér- staklega bent á Kafhelli, sem fyll ist einkennilegri birtu, þegar sól- argeislar brjótast inn í hvelfingu hans um neðansjávargöng, og Ræningj atanga, þar sem Tyrkja- ránsmenn gengu á land 1627, — svo og að sjálfsögðu á úteyjar og sker, sem sáust, og annað, sem fróðlegt var um að heyra. Um þessar mundir stendur varptím- inn sem hæst, og þótti öllúm á- hrifamikil sjón að horfa upp þver hnípt björgin og sjá svartiuglinn, sem raðar sér á syllurnar. Siglt var norður með Heimaey austan- verðri og út fyrir Bjarnarey. Rétt fyrir utan hafnarijiynnið í káup- stanðum er Klettshellir, og fóru bátarnir að lokum þar undir bjargvegginn. Alls tók þessi ferð um tvo klukkutíma og varð öllum til mikillar ánægju. Ekki spillti það fyrir, að á tveim eða þrem stöðum ultu bátarnir nægilega mikið til að menn þóttust hafa rat að í svolítið ævintýri, en þó nægilega lítið til að ævintýrið var eingöngu til gamans, enda létu yngstu Vestmannaeyingjarmr, sem fengið höfðu að fsra með, fögnuð sinn óspart í li íu framan í þær fáu á ", sem gátu teygt sig h. . ...u- stokkana. ' TJNGIR Sjálfstæðismenn í Vest- mannaeyjum efndu til fjölþættra hátíðahalda um hvítasunnuna. Samh. ungra Sjálfstæðismanna og Heimdallur stóðu fyrir hópferð til Eyja, og dvöldust komumenn þar í tvo daga og tóku þátt í hátiða- höldunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.