Morgunblaðið - 26.05.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.05.1961, Blaðsíða 10
I to MORCVTSBLÁÐÍÐ Fðstudagur 26. ma! 1961 VORIÐ 1964 er áformað að opna nýja heimssýningu í New York, þar sem aðaláherzl an verður lögð á geimvísindi, listir og menningu. Sýningin verður haldin í námunda við La Guardia flughöfnina á Long Island, þar sem heims- sýningin 1939—'40 var haldin. Rúmlega eitt hundrað þjóðum og nokkrum alþjóðasamtök- um hefur verið boðið að taka þátt í sýningunni sem verður án efa mikill viðburður. Þar verður meðal annars minnzt 300 ára afmælis New York- borgar. Eins og á heimssýningunni í Briissel 1958 má búast við, að Uppdráttur af sýningarsvæðinu. Heimssýning í New York 1964 - - listir - menning R o b e r t M o s e s þessi sýning beri nokkurn keim af kalda stríðinu. Þar munu Bandaríkin og Sovét- ríkin leitast við að leiða í ljós allt hið bezta í list þeirra og menningu sem og geimtækn- mni. Þegar hafa tilkynnt þátt- töku sína eftirfarandi ríki: — Sovétríkin, Japan, Holland, Spánn, Formósa, ísrael, Búlg- aría, Indland, Indónesía, íran, Nepal, Kórea, Malaya, Jórdan ía, Mali, Argentína, Chile, Uruguay, Perú, Colombía, Ecuador og Mexico og enn- fremur Vatikanið. Enn fleiri hafa gefið óákveð in en þó líkleg svör um þátt- töku. Hinsvegar hafa nokkur lönd, þar á meðal Bretland, ftalía, Frakkland og Austur- ríki orðið að afþakka þátttöku í sýningunni, en jafnframt Iagt á það áherzlu, að fjar- vera þeirra komi ekki í veg fyrir þátttöku einstakra að- ila frá þjóðum þeirra ef svo beri undir. Ástæðan fyrir því, að lönd þessi geta ekki átt aðild að sýningunni, er sú að þau eru meðlimir Alþjóða- sýningaskrifstofu, sem aðset- ur hefur í París. Þessi stofnun hefur neitað að viðurkenna, sýninguna í New York sem heimssýningu, en aftur á móti viðurkennt sýningu, sem á- formað er að halda í Seattle 1962. í reglugerðum stofnun- arinnar er svo kveðið á, að aðeins megi viðurkenna eina heimssyningu í hverju landi á tíu ára fresti. Ennfremur, að sú sýning megi ekki standa yfir nema í hálft ár og ekki skuli \era krafizt leigu fyrir sýningarstaði. Sýningin í New York brýtur í bága við öil þessi atriði. Bandaríkjamenn eru ekki aðilar að Parísarstofnuninni og eru því ekki beinlínis háð- ir ákvörðunum hennar, þótt vænta megi einhverra óþæg- inda vegna þessa. Því hefur stjórn sýningarinnar í New York beint þeim tilmælum til bandarísku ríkisstjórnarinnar, að hún beiti áhrifum sínum við aðrar ríkisstjórnir til þess að undirbúningur að sýning- unni geti farið fram með sem mestri vinsemd. allir upp á tvö ár. Á öðrum stöðum er leiguverð misjafnt. Reiknað er með að fjörutíu milljónir manns sjái sýning- una fyrra árið en þrjátíu maður. Hann hefur orð fyrir að vera ákveðinn, stjórnsam- ur og fylginn sér, enda van- ur að fá vilja sínum fram- gengt. „Lincoln Center“ tilbúið við opnun sýningarinnar Loks má geta þess, að hin mikla Loncoln miðstöð, sem nú er í byggingu í New York á að vera tilbúin við opnun heimssýningarinnar. í þeirri byggingu . verður nokkurs konar listamiðstöð New York borgar. Þar verður nýtt óperu hús, sem kemur í stað Metro- politan óperuhússins, venju- Vænzt 70 mill. sýningargesta Á þeim hluta sýningarinn- ar, sem mynda á miðpunkt alls svæðisins er svæði leigt fyrir 3 dali ferfet- ið per ár, en samningar, sem þegar hafa verið gerðir, hljóða Ur anddyri Lincoln Centers. ráknmynd sýningarinnar — Unisphere — Hnöttur, 40 metrar í þvermál með brautum um- iverfis, sem sýna á afrek mannsins á sviði geimvísinda. Forseti undirbúningsnefnd- ar sýningarinnar er Robert Moses, velþekktur og dugleg- ur borgari í New York en jafnframt mjög umdeildur milljónir seinna árið. Allt sýningarsvæðið tekur yfir 646 ekrur lands, það tilheyrir New York-borg. Síðan heimssýning unni lauk árið 1940 hefur þetta svæði verið notað sem almennur skemmtigarður og algengt er, að þar fari fram ýmsar útiskemmtanir á sumr- in. Reiknað er með að undir- fcúningur að sýningunni muni nema milljónum dala, en mikils hagnaðar er vænzt af henni. legt leikhús, búið öllum hugs- anlegum tækniútbúnaði, fyrir Fílharmoníuhljómsveit- fyrir fílharmoníuhljómsveit- ina í New York, ballett- og óperettuhús svo og hljóm- leikasalur fyrir kammermúsik og einleikara. Þar eiga væntanlega færustu lista- menn heims, eftir að láta til sín heyra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.