Morgunblaðið - 27.05.1961, Síða 2

Morgunblaðið - 27.05.1961, Síða 2
2 MORGVNBLAÐIE Laugardagur 27. maí 1961 > 4. \ A Atlantshafsbandalagíð tryggt ðryggi og Fróðlegt erindi um varnamál I á stúdentafundi i gærkvöldi AÐALSALUR Tjarnarkaffis var þéttskipaður áheyrend- um í gærkvöldi, þegar Ro- bert E. Button flutti þar stór fróðlegan fyrirlestur um varnir Atlantshafsbandalags- ríkjanna, á fundi, er Stúd- endafélag Reykjavíkur hafði boðað til. Formaður Stúdentafélagsins, Matthías Johannessen, s^tti fund- inn og kynnti fyrirlesarann. Til verndar frelsi Því næst hóf Robert E. Button fyrirlestur sinn og minnti í upp- hafi á það takmark vestrænna þjóða að standa vörð um friðinn í heiminum. Þær stæðu ekki gegn neinum manni, neinni þjóð eða stjórnskipulagi, nema því að- eins að slíkt væri nauðsynlegt frelsinu til vemdar. • Fyrirlesarinn kvaðst einkum mundu ræða hernaðarhliðina á hinu annars víðtæka og fjöl- þætta samstarfi Atlantshafsríkj- anna og vék fyrst í fáum dráttum að skipulagi varnanna. stjórn þeirra mála og starfsháttum inn- — SuBur-Kórea Framh. af bls. 1. ráðsmönnum. Macgruder sam- þykkti á hinn bóginn, að herfor- ingjaráðið fengi áfram að hafa yfirráð yfir nokkrum fámennum sveitum og lögreglusveit. Talsmaður Sameinuðu þjóð- anna í Seoul minnti í dag á, að Macgruder hefði þegar nokkrum klukkustundum eftir að uppvíst var um byltinguna lýst yfir and- stöðu sinni við hana, enda hefði hann verið í þeirri stöðu að menn hefðu getað álitið að hún væri með hans samþykki gerð. Síðan hefði hann stöðugt haldið uppi viðræðum við byltingarmenn til þess að fá herinn aftur undir stjórn SÞ. • Kennedy fylgist með þeim Talsmaður sendiráðs Banda- ríkjamanna í Seoul hefur lagt á það áherzlu við byltingarráðið, að Bandaríkjamönnum sé mjög í mun, að stjórn landsins komist sem fyrst aftur í hendur borg- aralegrar stjórnar. Sagði tals- maðurinn, að Kennedy, forseti hefði nú strangt auga með því, að yfirlýsingar herforingjanna þar að lútandi yrðu ekki innan- tóm orð. Nú hafa allir ráðherrar úr stjórn John Changs verið látn ir lausir utan tveir, þar af er annar fjármálaráðherrann. Forystumaður byltingarmanna Yung Chang, hefur sem fyrr hef- ur verið sagt frá, óskað eftir að ræða við Kennedy Bandaríkja- forseta í Washington, en honum var neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna og borin orðsend- ing frá forsetanum þess efnis, að hann væri nú svo önnum kafinn við undirbúning að för sinni til Parísar og Vínarborgar, að hann hefði ekki tíma um sinn til að ræða við herforingjann, an bandalagsins. Hann rakti ein- staka hlekki varnarkerfisins um alla álfuna og gerði grein fyrir Robert E. Button helztu þýðingu einstakra varnar- stöðva.t. d. hefði Keflavík mjög mikilvægu hlutverki að gegna fyrir flutninga og samgöngur, og sem eftirlits- eða leitarstöð. í stöðvum Atlantshafsbandalags- ins væri nótt sem nýtan dag ver- ið á verði til að mæta þegar í stað hugsanlegri árás. KAUPMANNASAMTÖK íslands efna til kynnisferðar til Norður- landa og Þýzkalands hinn 10. júní. Ferðaskrifstofan Sunna ann ast um þessa ferð fyrir samtök- in, en fararstjóri verður Jón Helgason ritstjóri Verzlunartíð- inda. Ferðin er miðuð við það að hún geti Orðið þáttakendum bæði til fróðleiks og skemmtunar. Flogið verður héðan til Ósló og dvalið þar í nkokra daga. Ferðazt meðal annars inn á Þela- mörk. Frá Noregi er haldið til Gautaborgar. Þaðan til Kaup- mannahafnar og svo loks til Ham borgar. Að lokinni 16 daga dvöl á þessum stöðum er snúið heim á leið með viðkomu í Kaupmanna Ógnlr Rússa Þá ræddi Button um orsakir þess, að varnir af þessu tagi væru nauðsynlegar, ógnanir Sovétveld isins. Af þeirra hálfu hefði verið marglýst yfir hugsjónalegum á- greiningi og lögð sérstök áherzla á þýðingu hernaðar í því tilliti. Vitnaði fyrirlesari m.a. í þau orð Lenins, að vopnin tækju við af stjórnmálabaráttunni, svo og seinni ummæli bæði Stalins og Krúsjeffs á sömu lund. Sá síðar- nefndi hefði m.a. lýst-stefnu sinni í orðunum „Við munum grafa ykkur“. Barátta kömmúnismans væri háð á mörgum sviðum, m. a. í efnahags- og menningarmál- um, en að því yrði ekki vikið að þessu sinni, heldur hernaðar- aðgerðum þeirra einum. íhug- unarverð væru þau orð rúss- nesks marskálks, er hann við- hafði í ræðu nýlega, að herinn væri verkfæri flokksins. Gífurleg hervæðing Brá ræðumaður síðan upp skýrri mynd af hinum gífurlega hernaðarmætti Sovétríkjanna, er hefðu 3 milljónir manna undir vopnum í 175 herdeildum, og meira en tvöfalt fleiri tiltæka. Með stórefldum vopnaiðnaði á undanförnum árum hefði þeim tekist að margfalda vopnaförða sinn og réðu sovézkar hersveitir nú yfir nýtízku vopnum og hern- aðartækjum til árása bæði í lofti, láði og á legi. T.d. hefðu þeir komið sér upp um 1000 flugvöll- um í þeim löndum er liggja að vestur Evrópu, auk valla annars- staðar í Sovétríkjunum sjálfúm. Það mætti hins végár hafa í huga, þegar rætt væri um þann niöguleika að til styrjaldar kæmi, að ekki gætu ráðamennirnir treyst um of á hollustu fólksins í þeim löndum, sem kommúnism- inn hefði lagt undir sig. öflugar vamir afstýra Að svo mæltu vék Robert E. Button að þeim aðgerðum, sem Atlantshafsbandalagið hefur grip höfn, þar sem ferðafólkið getur orðið eftir á eigin vegum. Það skal tekið fram, að þó að þessi ferð sé sérstaklega ætluð kaupmönnum og þeirra fólki er ekkert því til fyrirstöðu að aðrir geti komizt með í ferðina, þó að ferðin sé að nokkru miðuð við það að þeir, sem vinna að verzl- unarstörfum, geti um leið haft sérstök hagnýt not af ferðalag- inu. Hafa verið gerðar ráðstaí- anir til þess að menn geti kynnt sér búðir og verzlunarhætti sér- staklega í öllum þeim fjórum löndum, sem gist er í ferðinni. Nánari upplýsingar um feröina veita Ferðaskrifstofan Sunna og skrifstofa Kaupmannasam,taka ís lands. Kynnisför kaup- mannasamtakanna ið til í því skyni að mæta ógn- unum Rússa. Markmiðið með stofun bandalagsins hefði verið það fyrst og fremst að aftra stríði, en verja landssvæði að- ildarríkjanna, ef á þau yrði ráðizt. Stefnt hefði verið að því, að koma upp svo styrkum vöm- um, að fjandsamleg ríki áræddu ekki að ráðast gegn þeim. Lýsti hann síðan á hverju varnirnar byggðust, vopnabúnaði banda- lagsins og öðrum einstökum at- riðum. Einbeittur ásetningur að- ildarríkjanna væri sá, að sporna gegn árás til hins ítrasta. Ef ekki hefði verið snúizt til varnar, stæðu frjálsar þjóðir berskjald- aðar fyrir aðsteðjandi ógnunum. Eins og málum væri nú komið, þyrfti árásaraðilinn vissulega að hugsa sig um tvisvar. Samstillt átök — fullur árangur Fyrirlesari rakti í megindrátt- um, hvernig umhorfs var, þegar hafizt var handa, drap á ein- stök vandamál, sem þurft hefði að leysa við uppbyggingu varn- anna og hvernig þau hefðu ver- ið leyst. Það fullkomna varna- kerfi, sem nú væri upp komið, væri árangur samstilltra átaka aðildarríkjanna. Þrátt fyrir skiptar skoðanir bandalagsaðila í ýmsum efnum, hefði bandalag- ið stöðugt haldið áfram að efl- ast og mundi svo enn verða meðan nauðsyn krefði. Það, sem bandalagið hefði í upphafi ætlað sér, hefði fram til þessa tekizt öryggi og friður hefðu verið tryggð á Atlantshafssvæð- inu og framsókn kommúnismans stöðvuð. Stóðu fram undir miðnætti Þegar fyrirlesarinn hafði lokið máli sínu var áheyrendum gefinn kostur á að leggja fyrir hann spurningar. Varð sú athöfn all- kostuleg, því upp spruttu nokkr- ir kommúnistar og „hernámsand- stæðingar“ með skrifaða pistla og hófu að lesa hinum erlenda gesti fyrir með heldur fruntalegum hætti. Þó örlaði á kurteisi inni á milli, einkum hjá Haraldi Jó- hannssyni hagfræðingi. Fundi var slitið skömmu fyrir miðnætti. Siglingin til íslands konungi kærkomin hvíld MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt einkaskeyti frá Osló, þar sem segir frá undirbúningi að hinni opinberu heimsókn Ólafs Nor- egskonungs 31. maí til 2. júní. Konungur leggur úr höfn í Berg en á sunnudagsmoirgun. 1 skeytinu segir m. a.: Laugardaginn 3. júní, þegar hinni opinberu heimsókn er lokið mun hans hátign fara í einkaheimsókn að Reykholti ásamt forseta íslands, Ásgeiri Ásgeirssyni. Árið 1947 afhjúp- aði Ólafur konungur styttu Gustafs Vigelands af Snorra Sturlusyni. „Snorra-ferðin“, sem þá var farin, var einstæður viðburður öllum þátttakendum og mátti þakka það hinni hjart- anlegu og stórbrotnu gestrisni Islendinga. Sjóferðin til Islands verður Ólafi konungi án efa kærkomin hvíld því að síðustu mánuði hef- ur hann verið óvenjulega önn- um kafinn. I gær, fimmtudag, opnaði konungur listahátíð í Bergen og mun hann jafnframt taka þátt í einhverjum athöfn- um varðandi hátíðina, á föstu- dag og laugardag. Áður en konungur fór til Bergen með næturlestinni á mið vikudagskvöldið ók hann til Fornebu-flugvallar til þess að kveðja Persíukeisara og drottn- ingu hans Farah. Þau fóru fljúg andi til Bergen að aflokinni opinberri heimsókn í Noregi. Ennfremur höfðu þau áformað að ferðast meira um Vestur- Noreg, en verða að hætta við það, sennilega vegna stjórnmála- ástandsins heima í Persíu. Frá Bergen fara þau síðdegis á föstu dag með einkaflugvél keisarans. í Noregi er ferð konungs til íslands tekið með miklum á- huga. Aðeins fáir Norðmenn þekkja ísland af eigin raun, en telja sig á einhvern undarleg- an hátt bundna þessu landi vest ur í Atlantshafi og þjóðinni vegna sameiginlegra sögulegra minja og ennfremur sökum þess að hvert barn í Noregi veit að íslendingar eru upphaflega að nokkru leyti útflytjendur frá Noregi. í ferð með konungi verður meðal annarra Odd Grönvold hirðmarskálkur, Th. Lunds- gaard ofursti og Arne Haugh, major. Nokkrir norskir blaðamenn fara til Islands í tilefni konungs heimsóknarinnar og um borð í „Norge“, verða tveir starfs- menn frá NTB-fréttastofunni. 1 ^ NA /5 hnú/ar [ S V 50 hnútar Snjihma • osimm V Skúrtr K Þrumur W/,y.t . Kutíash Hi/ts/ti/ HÆÐIN fyrir sunnan ísland verði hér um helgina. Norð- þokast austur eftir og lægð- an og austan lands mun arsvæðið við Suður-Græn- verða sérstaklega fagurt veð- land hreyfist norðaustur á ur, en sunnan lands yfirleitt bóginn. Eru því horfur á, að skýjað og sums staðar rign- suðlæg átt og hlý veðrátta ing. — A.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.