Morgunblaðið - 27.05.1961, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 27.05.1961, Qupperneq 9
Laugardagur 27. maí 1961 MORGl'NBLAÐIÐ 9 Vaxandi starfsemi rœktarfél. Hafnarfjarðar 35 þús. plöntur gróðursettar HAFNARFIRÐI. — Aðalfundur Skógræktarfélagsins var haldinn 4. maí s.l. þar fl- .ti formaðurinn, séra Garðar Þorsteinsson, skýrslu um ársstarfið, sem verið hafði míeð miklúm blóma. Á árinu voru 35 þusi trjáplöntur gröðursettar Og var öll gróðursetningin unnin af unglingavinnuflokkum bæjar- ins, starfsmanni félagsins og Góðtemplurum, sém gróðursettu í sjálfboðavinnu. í Stóra-Skógarhvammi í Undir hlíðum voru gróðursettar rúm- lega 27 þús. plöntur og hafa þá verið gróðursettar úm 40 þús. plöntur % þeim stað. í Hvaleyrar- vatnsgirðingunni voru setttar niður tæplega 8 þús. plöntur, en líka var þar unnið að öðrum ræktúnarumbótum. Lýsi & Mjöl gaf félaginu fiskimjöl til áburðar Til ísSendingabyggða á Grænlandi KORT það, sem hér birtist er af Suður-Grænlandi og ís- lendingabyggðum þar og eru íslenzku nöfnin með beinu letri, en þau grænlenzku með skáletri. Punktarnir sýna hvar rústir frá byggð ís- lenzku víkinganna á Græn- landi eru, en hringirnir þorp- in eins og þau eru nú og kross arnir kirkjurústir. Kort þetta er í bæklingi, sem Ferðaskrifstofan og Flug- félag íslands hafa gefið út í sambandi við fyrirhugaðar ferðir, sem þessir aðilar gang- ast fyrir í sumar til Græn- lands. Ráðgert er að farnar verði þrjár þriggja daga ferð- ir til Narssarssuaq, og mun þá þátttakendum gefast kost- ur á að heimsækja hinar fornu íslendingabyggðir í Eiríksfirði og Einarsfirði og njóta um leið hins hrikalega og sér- kennilega landslags Græn- lands. Sú fyrsta þessara ferða verður farin 19. júlí. Einnig eru ráðgerðar þrjár eins dags ferðir til Meistara- víkur og verður sú fyrsta 25. júní. Fyrsta hópferð íslenzkra aðilja til íslendingabyggða á Grænlandi síðan 1410 var far- in í fyrrasumar á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins. Tókst hún mjög vel og vakti mikla athygli. Bæklingurinn, sem um var • getið, er á ensku og mun hann liggja frammi á skrifstofum Flugfélagsins Og Ferðaskrif- stofunnar bæði hér á landi og erlendis, einnig eru farmiðar í ferðirnar seldir þar. Þriggja daga ferðin kostar 4.480.—■ kr. og eins dags ferðin 2.350,— kr. allt innifalið. Áhugi á Grænlandsferðum hefur vaknað víðar en hér á landi og t. d. kom hingað full trúi frá American Express í Ziirich í vetur til að kynna sér möguleika slíkra ferða þ. e. a. s. fyrst til íslands og svo héðan til Grænlands. Einnig hefur félagið Tour- ing Club of France í hyggju að senda hingað mann til að afla efnis , grein um ísland og Grænlands, sem birtast á í árs riti félagsins á næsta ári. Talið er mjög eðlilegt að erlendir ferðamenn, sem til íslands koma fái tækifæri til að heimsækja Grænland um leið og feta þá í fótspor vík- inganna. Einnig er Reykjavík eins og sjá má af litla kort- inu í horninu efst til hægri sjálfsögð miðstöð slíkra ferða. Kortið er teiknað af Hall- dóri Péturssyni, í samráði við Þórhall Vilmundarson, en hann var hvatamaður Græn- landsferðarinnar í fyrra og tók saman fyrrnefndan bæk- ling. f» Staðn er dauáur" og þá klappa áhorfendur að nýrri rússneskri kvikmynd FEÉTTARITARI brezka blaðsins Observer skýrir ný- lega frá því, að sýningar séu að hefjast í Moskvu á nýrri kvikmynd þar sem lýst er ógnarstjórn Stalins á eftir- stríðsárunum. Segist fréttaritarinn bafa verið viðstaddur frumsýn- ingu á kvikmyndinni. — í myndinni eru þáttaskil, þeg- »r sendiboði kemur fram og tilkynnir: „Stalin er dauð- lir.“ Þá klöppuðu allir áhorf- endurnir í kvikmyndahús- inu, segir fréttaritarinn. Fangl snýr heim MeS kvikmynd þessari eru síð ustu leifarnar af Stalin-dýrkun- inni þurrkaðir út, segir Observer. Kvikmyndin lýsir lífi rússnesks orustuflugmanns Alexei Astak- hov, sem vinnur miklar hetju- dáðir en er loksins skotinn niður og tekinn til fanga af Þjóðverj- um. Eftir stríðið er hann frelsaður úr þýzku fangabúðunum en verð ur að ganga x gegnum ægilegan hreinsunareld og sálarkvalir þegar kemur heim til Rússlands. Hann er tortryggður og einangr- aður af því að hann hafði setið í þýzkum fangabúðum. Ógnaratriði með styttu Stalins Kvikmyndin rís hæst, þegar hann hrópar: — Hver er sök mín? — að ég var skotinn niður yfir þýzku landssvæði, að ég dó ekki úr hungri, að mér var ekki eytt í fangabúðum nazista? Alexei Astakhov fer til flokks- nefndarinnar og biður um upp- reisn æru sinnar. Nefndarmenn- irnir eru svartir, ómannlegir, ópersulegir vélmenn sem sitja undir risastórri styttu af Stalin. Ógnaratriði kemur fram á kvik- myndatjaldinu, ljósin leika um styttu Stalins og hún varpar skugga yfir nefndarmennina. í hryllingssenu, sem á eftir fylgir fer Alexei jafnvel sjálfur að efast um sakleysi sitt. Þá kemur ungur byltingarsinn- aður maður fram, bendir á stytt- una af „hinum mikla föður mann kynsins“ og hrópar í fyrirlitn- ingu og andúð: •— Það var ekki hann sem bjargaði okkur undan fasismanum. Það var faðir minn sem missti lífið á vígvellinum, það varst þú Alexei og milljónir annarra hermanna. Vorleysing Ungi maðurinn kemur til að tilkynna Alexei „Stalin er dauð- ur“. Þegar það gerist heyrist mikið Og hávært lófatak í öllu kvikmyndahúsinu. Alexei lítur út um gluggann og áér niður á stórfljót. ísinn hefur þakið fljótið, en nú er hann byrjaður að brotna. ísinn bráðnar og rennur með ár- straumnum. Og himinninn er heiðskír og blár. Observer-fréttamaðurinn segir að enginn vafi sé á því, að kvik- mynd þessi hafi verið rædd á æðstu stöðum í Rússlandi og hafi hún fengið þar samþykki. Hann telur að það sé framar öllu rúss- neski kvenráðherrahn Ekaterina Furtseva sem hefur ráðið töku þessarar kvikmyndar. Féll af bíl og slasaðist iíla HAFNARFIRÐI — Á þriðjudags- morguninn núna í vikunni slas- aðist 16 ára piltur, Jóhannes Reykdal, mjög illa þegar hann féil af vörubíl við Lýsi & Mjöl hér við Hvaleyrarbrautina. Var verið að skipa út mjölpokum þennan dag. Mun Jóhannes hafa hrasað ofan af bílnum við það að fest annan fótinn í neti, sem pokarnir eru hífðir í. Kom hann mjög illa niður og slasaðist einkum á enni, kjálka og öxl, einnig kvartaði hann um þrautir í baki. Var farið með hann í Landakotsspítalann í Reykjavík, þar sem gert var að sárum hans. Tveir bátar fengu sfld gær KLUKKAN tæpt 22 í gærkvöldi hafði blaðið samband við síldar- leitarskipið Fanneyju og spurð- ist fyrir um síldveiðarnar á Faxaflóa. Þá hafði ekki frétzt til annarar veiði en þeirra tveggja báta, sem í gær- lönduðu á Akra nesi, Sveinn Guðmundsson 200 tunnum og Höfrungur II 100 tunnum. Eitthvað voru bátarnir þó að kasta í gærkvöldi. Lóðað hafði á talsverðri síld frá bauj- unum og suður eftir Bollasviði, en straumur var stríður og síld- in stygg. Veður var allgott. eins og undanfarin ár og hefir verið mikill stuðningu. að því. Þá skýrði formaður frá því að únnið yæri að því að fá. meira land til friðunar og ræktunar, bæði í- Undir-hlíðum og að stækka Hvaleyrarvatnsgirðing- una. Allmiklar umræður urðu um málefni félagsins og ríkti áhugi á vaxandi starfsemi þess. í lok fundarins sýndi Hákon Bjarnason skógræktarstj. skugga myndir og flutti erindi um skóg- rækt. Núverandi stjórn skipa: Séra Garðar Þorsteinsson form, Hauk- ur Helgason, Irigvar Gunnarsson, Jón Magnússon, f innbogi Jóns- son, Ólafur Vilhjálmsson og Páll V. Daníelsson. Ný ýr flugstjóri á Skymaster NÝLEGA hlaut Magnús Guð- brandsson flugstjóri réttindi til þess að stjórna Skymasterflug- vél. Magnús, sem er sonur hjón- anna Matthilöar og Guðbrandar Magnússonar hóf snemma flug- nám. Gerðist virkur þátttakandi í Svifflugfélagi Islands aðeíns tíu ára gamall og tók þar, er fram liðu stundir A, B og C próf í sviffugi. Magnús lauk prófi atvinnu- flugmanna í Bandaríkjunum árið 1948 og blindflugsprófi- 1950. Hann varð fastráðinn flugmaður » ' Hl hjá Flugfélagi íslands árið 1952, fyrst sem aðstoðarflugmaður á innanlandsleiðum og síðar flug- stjóri. Þegar Flugfélag íslands keypti Viscount skrúfuþoturnar Gull- faxa og Hrímfaxa árið 1957, var Magnús í hópi þeirra flugmanna félagsins, sem stundaði nám hjá framleiðendum flugvélanna í Bretlandi og lauk prófi frá Loft- ferðaeftirlitinu brezka. Magnús fór fyrir nokkrum dög um í sína fyrstu ferð sem flug- stjóri á Skymasterflugvélinni Sól faxa til Narssarssuaq, en þar er flugvélin staðsett við ísleitarflug o. fl. I.O.G.T. Barnastúkan Díana nr. 54. Síðasti fundur á morgun. Þetta er eitt af málverk- Morgunblaðsins um þess- um þeim er Magnús Þór- ar mundir. Myndin er af arinsson sýnir í glugga Snæfellsjökli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.