Morgunblaðið - 27.05.1961, Page 20
20
MORGVNBLAÐIÐ
Laugardagur 27. maí 1961
-Mary Howard:
- lygahúsið -
... > 9 1 (Skdldsaga)
Stephanie lyfti brúnum, eins
og hún væri í einhverjum vafa
um þetta og Karólína hló aftur.
Já, ég veit.. en hann er alveg
meinlaus og svo er hann svo mik
ill vinur minn. En hitt er mér
alvara, að hann ér hrifinn af þér.
Hún tók upp vindling og kveikti
í honum. — Og hvað finnst þér
svo um Bill Powell?
Stephanie gat ekki að því gert,
að roðinn kom upp í kinnar henn
ar. — Mér finnst hann ágætur,
sagði hún.
—Laglegur?
Stephanie sneri sér undan, því
að hún þoldi illa svona þráspurn
ingai', og þá var Karólína fljót
að snúa við blaðinu.
í»ér finnst ég vera hnýsin.
Kannske er ég það líka. En þú
skilur, Stevie, að þú ert nú bara
nítján ára og ég ber ábyrgð á
þér. Hún gerði nú leikaraþögn og
svipurinn varð hreinskilnislegur
og blátt áfram. — Ég býst við,
Stevie, að þú hafir séð minnzt á
okkur hr. Jerome í blöðunum?
Við ætlum að fara að gifta okk-
ur en þar hafa verið ýmsir erfið
leikar í veginum. Konan hans..
jæja, kannske hafa fæst orð
minnsta ábyrgð um það hvað hún
hefur komið skammarlega fram
við hann. Ég vona bara, að þú
hafir ekki trúað öllum kjaftasög-
unum um mig.. að við Charles
séum nokkuð meira en vinir.
— Æ, vertu ekki að þessu,
Karólína frænka, mótmælti Step-
hanie.
— Það þýðir ekkert að vera að
tala um þitt einkalíf við mig.
Mér gæti aldrei dottið í hug að
fara að áfellast þig.
— Það veit ég, að þú mundir
aldrei gera, flýtti Karólína sér
að s-egja. — Ég vildi bara vera
viss um, að þú teljir mig alls
trausts verða. Nú getum við ver
ið vinir. Og þá ættum við að
sleppa þessu frænku ávarpi. Lít
ég kannske út eins og einhver
gömul frænka?
Stephanie brosti til hinnar, sem
var svo grannvaxin og gullin-
hærð.
— Nei ekki finnst mér það,
svaraði hún.
— Jæja, þá skulum við heldur
hafa það Karó. Æ, hringdu í
Carter, elskan. Hún er víst að
kjafta frammi í eldhúsi. Ég ætla
að fara að hátta.
Þegar hún var komin upp í
miðjan stigann. sneri hún sér við
og.augun ljómuðu:
— Og, Stevie, sagði hún glað-
lega, — þú skalt ekki taka alltof
mikið mark á Bill Powell.
Stevie stirðnaði upp með fing-
urinn á bjölluhnappnum.
— Okkar á milli sagt, þá er
hann óþarflega mikið upp á kven
höndina, sagði Karólina. — Hann
lét aldrei einkaritarann hans
Charles í New York í friði.
— Hvað er athugavert við það?
svaraði Stephanie og reyndi að
vera sem rólegust.
•— Já og svo er stúlka í Þýzka
landi og önnur í Ítalíu eða ein-
hversstaðar. Þessvegna er þessi
þeytingur á honum, trúði hann
mér fyrir. En eins og þú sérð,
hefur hann ekki stanzað lengi
neinsstaðar. Hann tollir hvergi til
lengdar.
Stevie kinkaði kolli dauflega.
Var það þessvegna sem hann
varðist allra frétta um sjálfan sig
og sérstaklega um þessa Berlín-
arför sína?
— Ég átti sjálf fullt í fangi með
hann í London, sagði Karólína.
Ég skal segja þér betur frá því
einhverntíma seinna. O, það var
hreinasta ævintýri: Hún geisp-
aði. — Æ, ég er svo syfjuð Góða
nótt, elskan, góða nótt!
Hún sendi sviplausu andlitinu
á Stephanie enn eitt augnatillit,,
sem var örvandi og rannsakandi
í senn og hélt síðan áfram upp
stigann og til herbergis síns.
Allt í einu kom Carter utan
úr eldhúsi. Stephanie ságði henni
að húsmóðir hennar þyrfti á
henni að halda. og fór síðan upp
í sitt herbergi. Þar settist hún á
rúmið sitt og tók að hugleiða um
mæli frænku sinnar, en svo varð
henni hugsað til Bills og minnt-
ist kossa hans, blíðu hans og
hreinskilninnnar í rödd hans.
Það var rétt eins og Karólína
hefði verið að tala um einhvern
allt annan mann. En hvor þeirra
var sá rétti Bill?
Stephanie afklæddist og fór í
rúmið. Bill hafði sagt, að á morg
un yrði allt öðruvísi. Já, kannske
yrði hann sannspár. Kannske
myndi hún vakna við það, að
hún væri alls ekki ástfangin leng
ur?
Einn góðveðursmorgun, fjórum
dögum seinna, renndj Bill hjól-
inu sínu framhjá vinnustofu
Faurés, og fór að elta bílinn, sem
þá var nýlega farinn frá húsi
Karólínu.
Hann hafði alls ekki séð Step-
hanie síðan um kvöldið þegar
hann hafði kysst hana og heldur
ekki heyrt orð frá henni og hann
gat ekki að sér gert að setja það
í samband við heimkomu Karó-
línu, sem varð svo skjótt og ó-
vænt. En að því ætlaði hann að
minnsta kosti að komast, og nú
hafði Bertram sagt honum, að
Stephanie ætlaði að aka Francine
til Nice, í verzlunarerindum, og
þá ætlaði hann að nota tækifær-
ið og komast að sannleikanum í
málinu.
Þegar til Nice kom, stöðvaði
Stephanie bílinn við fisktorgið,
og Francine steig út og kjagaði
af stað með tvær körfur, og hvarf
brátt í mannþröngina. Bill steig
af hjólinu, gekk að bílnum og
horfði á rjótt andlitið á Stephanie
gegn um rúðuna.
— Hvar hefurðu verið? spurði
hann.
Stephanie fann hjartað í sér
taka sprett. — Ég hef haft svo
óskaplega mikið að gera. stamaði
hún. — Karólína kom heim....
hún var komin þarna um kvöld-
ið . .og nú roðnaði hún enn meir
— þegar ég kom inn. Fyrirgefðu
mér Bill; ég ætlaði að koma nið-
ur í fjöruna, en ég hef bara alls
ekki komizt neitt út. Þarna hafa
verið gestir til hádegisverðar og
kvöldverðar upp á hvern dag, og
svo kokteilgilldin þess á milli. Þú
tryðir því ekki, að ein mann-
eskja gæti þekkt svona margt
fólk!
Bill hallaði sér að bílnum og
stakk höfðinu inn um opinn
gluggann.
—Hvað er að? spurði hann.
Stephanie stirðnaði upp, en
reyndi að leiða svona mikla ná-
lægð hans hjá sér eins og ekkert
væri.
— Hefur einhver verið að róg-
bera mig? Verið að segja þér sög
ur af fortíð minni? spurði hann,
í tilraunaskyni. Og þegar hún
leit upp, eins og henni yrði
hverft við, kom glampi í augu
hans, og er hann hélt áfram: —
Góða Stevie mín .. fortíð mína
á ég sjálfur. Og allt, sem henni
tilheyrir, skeði áður en ég hitti
þig. Ekki er ég neitt að grennsl-
ast eftir fortíð þinni, eða hvað?
— Ég á enga.. þaut hún upp,
en þegar hún horfði í glettin
augu hans, leit hún niður reiði-
lega, og fann, að brynjan hennar
stóðst ekki töffra hans. Hann
horfði á fagra andlitið, sem
laut niður, og svörtu löngu augna
brýnnar sem hún hafði látið síga
— Nei, þú átt enga fortíð,
sagði hann blíðlega. — Það
þarftu ekki að segja mér. Þú ert
gagnsæ eins og gler. Hversvegna
hefurðu aldrei komið niður í
fjöruna? Hvað gengur að, Stevie?
— Þú.. þú fórst út með Karó-
línu í London, hreytti hún út úr
sér, eins og reiður krakki, en
skammaði um leið sjálfa sig fyrir
svona vitleysu. Vitanlega varð-
aði hana ekkert um, hvað hann
kynni að hafa gert, áður en þau
hittust. Henni hefði líka verið
alveg sama um það allt að undan
teknu þessu, sem Karólína hafði
lauslega gefið í skyn en svo ekki
minnzt á frekar, en einmitt það
hafði stsekkað í huga hennar, og
fyllt hann efasemdum.
— Nú, var það það? sagði Bill
og skildi nú loks, hvað hún var
að fara. — Jú, það held ég mað-
ur hafi farið út með henni. Og
hvernig leit það út í hennar út-
gáfu?
Stephanie leit upp og augu
hennar voru óvenju blá, í sól-
Meanwhile
BUT, OEORG6,
THIS GUV TRAIL
HAS A POINT f
SO HAVE I...LOOK
AT THE GOODV-GOO SALES
CHART...AFTER TRAIL'S
‘ATTACK" IT WILLGOEVEN
HIGHER, YOU’LL SEE f
í aðalstöðvum náttúruverndar
iélagsins:
— Já, Markús, við höfum smá
sjóð, sem einmitt er ætlaður til
að nota í svona máli . . . Hann
er ekki stór!
— Það er allt í lagi ef við
notum hann rétt . . . Má ég vinna
hérna hjá þér í nokkra daga?
— Vissulega!
Á meðan.
■— En Georg, þessi Markús heí
ur nú sitthvað fyrir sér!
— Það hef ég líka . . . Littu
á söluskýrslu Goody-goo . . . Eft
ir árás Markúsar lítur hún enn
betur út ,sjáðu bara til!
skininu. — Hún sagðist hafa
lent í vandræðum með þig.
— Hverskonar vandræðum?
— Það nefndi hún ekkert nán»
ar.
Það þyrfti hún annars að gera,
ef hún vill gera almennilega
sögu úr engu.
— Engu?
Bill hleypti brúnum, er hann
minntist ákafans í augun. Karó-
línu og á vörum hennar. Við borð
uðum saman og dönsuðum. Hún
er náttúrlega mjög fögur kona,
en hitt er bezt að segja eins og
það er að hún alls ekki ung
lengur — og svo er hún auk þess
trúlofuð manni, sem ég dáist að
og virði. Hann leit á hana glettn-
islega. — Var það svo nokkuð
fleira?
— Til hvers getur hún þá ver-
ið að segja mér þetta?
Viðbjóður hans og reiði færð-
ist í aukana. Jú, hann hafði góða
hugmynd um, til hvers hún var
að segja það. En hann svaraði I
léttum tón: — Hún er nú í sér-
flokki. Heimsfræg fegurðardís.«
og vill láta karlmenn dást að sér.
Stephanie þagði. Hún hafði
ekki þurft nema viku til að gera
sér ljósa hina takmarkalausu hé-
gómagirnd frænku sinnar.
— Þú hélzt, að þetta um kvöld
ið hefði bara verið eitthvert
flangs hjá mér, sagði hann. —
Það er gott, að þú vitir það
strax, að slíkt er algjör misskiln
ingur. Þú vissir það þá þegar,
var ekki svo?
Jú, hún hafði vitað það. og
alla vikuna hafði hún átt í stríðii
við sjálfa sig að telja sér trú um,
að honum hefði verið alvara.
Hún hafði hugsað sér, að bezt
væri að gleyma öllu saman og
gefa ekki neitt færi á sér.
— Ó, Stevie, sagði hann í bæn-
arrómi. — Efastu um allt, sem
þú vilt, en bara ekki um tilfinn-
ingar mínar til þín.
Hann sá, að hún linaðist upp
og öll þvermóðskuleg mótstaða
hvarf. Hún brosti og rétti honum
höndina. Hann greip hana föstu
taki. — Þetta var betra.
— Ég sagði þér, að ég væri
hrædd sagði hún hálfkjökrandi.
— Ég er svoddan gunga, Bill. Ég
gríp um andlitið áður en ég fæ
höggið. Fyrirgefðu mér.
— Ég hefði verið hræddur um
þig ef ég hefði ekki heyrt hjá
Bertram og Francine, að þú vær
ir lifandi og önnum kafin. Ég
veit, að ég er ekki í simasam-
bandi í tjaldinu, en þú hefðir
getað sent mér boð með öðru
hvoru þeirra.
— Já, það hefði ég getað, svar
aði hún hreinskilnislega. — Það
var ónærgætnislegt af mér að
gera það ekki. Mér fannst, þegar
Karólína talaði við mig, að þú
hefðir réttinn þín megin, en vissi
ekki hvernig ég gæti svarað
henni. Ég hef líklega viljað særa
þig. Fyrirgefðu mér.
— Ég er feginn að þér hefur
þó ekki verið alveg sama. Nú
hækkaði hann röddina: — Og
skilaðu til frænku þinnar, að hún
verði að finna upp á einhverju
sniðugra en þessu, ef hún vill
ryðja mér úr vegi.
— Ég veit nú ekki, hvort það
hefur verið tilgangur hennar,
syaraði Stephanie vesældarlega.
— Nú ekki það? Hvaða annart
tilgang gat hún hafa haft með
öðru eins og þessu?
— Ja, ég býst við.. byrjaði
ajlltvarpiö
Laugardagur 27. maí.
8:00 Morgunútvarp. (Bæn. — 8:0S
Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleikar
— 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar,
«— 10:10 Veðurfregnir).
12:00 Hádegisútvarp. (Tónl. — 12:21
Fréttir, tilk. og tónl.).
12:55 Öskalög sjúklinga (Bryndís Sig
urjónsdóttir).
14:30 Laugardagslögin. — (15:00 Frett
ir).
16:00 Fréttir og tilkynningar.
Framhald laugardagslaganna.
16:30 Veðurfregnir.
18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl.
(Jón Pálsson).
18:55 Tilkynningar. — 10 20 Veðurfr.
19:30 Fréttir.
20:00 Leikrit: „Einkalíf mömmu gant
anleikur eftir Victor Ruiz Iriarto.
Þýðandi: Sonja Diego. — Leik*
stjóri: Baldvin Halldórsson.
22:00 Fréttir og veðurfregntr.
22:10 Danslög. — 24:00 Dagskrárlok.