Morgunblaðið - 27.05.1961, Page 23
Laugardagur 27. maí 196i
MORCVNBLAÐIÐ
23
Meðfylgjandi mynd er af bandariskum skátum, sem voru við veiðar á vatninu er aburðar-
dreifingin fór fram, en urðu að skunda í Iand á meðan. Skátar þessir eru synir starfsmanna og
yfirmanna á flugvellinum.
Varnarliðsmenn
dreifa áburði
i
veiðivötn
NÝLEGA beittu varnarliðs-
menn sér fyrir því að bera
áburð í veiðivötn og var það
að nokkru gert með flugvél
og er það í fyrsta sinn sem
slík áburðardreifing fer fram
hér á landi.
Forsaga þessa máls er að sú
Prinsessan
vœnfir sín
LONDON, 25. maí. (Reuter).
— Gefin var 'út opinber til-
kynning síðdegis í dag frá
Kensington-höll, heimili Mar-
grétar prinsessu og manns
hennar, Armstrong-Jones ljós
myndara, um það, að prins-
essan eigi von á barni „með
haustinu“. Mun hún því ekki
sinna neinum opinberum
„skyldustörfum" næstu mán-
uðina.
Ungu hjónin hafa verið gift
rétt um það bil ár. Er nú mik-
il hamingja ríkjandi á heim-
ili þeirra — og um gervallar
Rretlandseyjar, að því er
fregnir herma.
deild varnarliðsins sem sér um
menntun, skemmtapir og íþróttir
hermanna og önnur tómstunda-
störf, „Personal Services“, hef-
ir tekið á leigu veiðivötnin Geita-
bergs- og Þórisstaðavatn í Svína-
dal. Til gagns og gamans og að
nokkru til endurgjalds hófust
leigutakarnir handa um að bera
áburð í vatnið, en slíkt er mjög
títt í erlendum veiðivötnum.
Að þessu tilefni leituðu her-
mennirnir til veiðimálastjóra og
leituðu ráða hans. Áburðurinn
var af Daníel Ólafsson og Co,
útvegaður frá ísafirði, en hann
er rækjuskeljar og úrgangur,
sem til fellur við hreinsun rækj-
únnar. Áburðurinn var síðan
fluttur hingað til Reykjavíkur
og síðan til Keflavíkur og settur
í flugvél, sem flaug með hann
yfir vötnin og dreifði honum í
þau. Áburðarmagnið var 3 tonn
og varð því að fara með það í
tveimur ferðum, en áður en
seinni farmurin varð fluttur
gerði ofært veður.
Með bíl og bátum
Varð því að flytja afgang-
inn með bílum eftir nokkrar mis
heppnaðar tilraunir til flugs, og
dreifa honum úr bátum. Verk
þetta var framkvæmt fyrir tæp-
um hálfum mánuði og tókst í alla
— /þ róttir
Framhald af bls 22.
ur, að hann gæti með góðum ár
angri leikið hvaða stöðu sem er
á vellinum.
Valsliðið átti nokkra góða
Ikáfla og það sem herzlumuninn
gerði var að liðsmenn eru ekki
feimnir að berjast — ekki feimn
ir að reyna að skora. Hins veg-
ar er styrkur liðsins sem heildar
einhvern veginn ekki öruggur.
Það getur losnað óeðlilega um
alla samstöðu — allt í einu
splundrast í 11 einstaklinga sem
berjast hver fyrir sig.
Bezti maður liðsins og sá sem
sigurinn skapaði var Björgvin í
markinu. Hann varði á köflum
mjög vel — einkum voru stað-
setningar hans góðar. Það er
kostur sem aðeins reynsla skap-
ar. Björgvin hefur hana, þó hann
nu
og
hafi ekki
skyldi.
eins góða
A.St.
æfingu
Eldur í báti
Akureyri, 26. maí.
KLUKKAN 6,20 var slökkviliðið
kallað niður á Torfunefsbryggju,
en þar var eldur uppi í vélbátn-
um Verði frá Grenivík. Hafði
kviknað í út frá rafsuðutækj-
um, sem verið var að vinna með
í vélarúmi. Fljótlega tókst að
ráða niðurlögum eldsins en
skemmdir urðu þar niðri í bátn-
um. — St. E. Sig.
staði ágætlega þótt nokkrar taf-
ir yrðu á.
Flugstjóri á vélinni, sem með
áburðinn fór var capt. James K.
Carvey og aðstoðarflugstjóri capt,
Harold C. Gloeckler jr. Með þeim
voru þrír hermenn til þess að
kasta út áburðinum.
Áburður þessi er til þess að
auka hinn lífræna gróður vatn-
anna, sem síðan er fæða fisksins,
og er áburðurinn sjálfur því ekki
beint ætlaður sem fiskifæða.
Negri
forseti
innan 30 —
40 ára
Washington, 26. maí.
ROBERT Kennedy, dóms-
málaráðherra Bandaríkj-
anna, ræddi í útvarpi í dag
um kynþáttaóeirðirnar,
sem verið hafa í Suður-
ríkjum Bandaríkjanna síð-
ustu daga. Hann sagði, að
flestir Bandaríkjamenn
hörmuðu innilega þá at-
burði, en þeim væri líka
ljóst að kynþáttahleypi-
dómar væru á undanhaldi.
Robert Kennedy minnt-
ist ennfremur á, að afi
hans sjálfs hefði komið til
Boston fyrir fimmtíu ár-
um. Hann hefði komið frá
Irlandi á þeim tímum, er
menn í Bandaríkjunum
voru andvígir Irum og
kærðu sig ekkert um þá
til lands síns. Nú væri
John F. Kennedy, bróðir
hans, sem væri bæði írsk-
ur og kaþólskur, orðinn
forseti Bandaríkjanna og
mætti af því draga þá
ályktun, að innan 30—40
ára yrði ekkert því til
fyrirstöðu, að negri gerð-
ist forseti Bandaríkjanna.
Verzluiiarmannafélag
Reykjavíkur
efnir til félagsfundar í Iðnó í dag kl. 2 e.h.
Fundarefni: Samningarnir
Stjórn V.R.
Skáld
í sorgum
Dijon, Frakklandi. .
ÞAÐ gerðist þriðjudaginn 23.
maí við Rocheport, á aðal-
vegi nr. 6 milli Parísar og
Lyon, að tveir synir franska
rithöfundarins André Mal-
raux, sem nú er menntamála-
ráðherra í stjórn Debres, fór-
ust í bifreiðaslysi.
Það var eldri bróðirinn,
Pierre Malraux (tvítugur),
sem sat undir stýri, er slysið
varð. Bifreiðin var á mikilli
ferð, og virtist ökumaðurinn
skyndilega missa stjórn á
henni — hún slöngvaðist til á
veginum og rakst af miklu
afli á stórt tré við vegbrún-
ina. Bæði ökumaðurinn og
I hinn 17 ára gamli bróðir hans,
Vincent, létust skömmu eftir
áreksturinn.
André Malraux átti aðeins
þessa tvo syni, og fékk fregn-
in um hið sviplega fráfall
þeirra að vonum mjög á hann.
Kom bændum í
opna skjöldu
Breiðdal, 26. maí.
ÞEGAR norðan óveðrið gekk yfir
á dögunum með snjókomu og allt
að fimm stiga frosti á fimmtu-
dagsnótt, hafði verið spáð bjart-
viðri hér eystra. Þrátt fyrir að
veðrið kæmi bændum í opna
skjöldu, mun ekki hafa orðið
verulegur lambdauði af völdum
hins harða veðurs. Enn er kalt
hér og munu tvílembdar ær vafa
laust geldast til stórtjóns.
Margir árekstrar
í mikilli umferð
MJÖG mikil umferð var á götun-
um í gær. Lögreglan hafði líka í
allmörg horn að líta, því víða
urðu bílaárekstrar. Milli klukk-
an 1 Og 5,30 urðu sex árekstrar
á götum bæjarins. Inn við gatna-
mót Snorrabrautar og Laugavegs
vaið árekstur og rifnaði benzín
geymir annars bílsins. Fióði
benzín yfir götuna. Var slökkvi-
liðið kallað á vettvang og skol-
aði það benzíninu niður í holræsi
götunnar, því eldhætta gat staí-
að af því.
Nemendatónleikar
á Akureyri
AKUREYRI, 23/5 ’61. — Hinir
árlegu nemendatónleikar Tón-
listarskóla Akureyrar fóru fram
í Lóni nú um hvítasunnuna. Á
laugardag komu fram yngstu
nemendurnir, en á annan hvíta-
sunnudag léku 6f af þeim nem-
endum, sem lengra eru á veg
komnir.
Hafa þeir komið fram áður,
og sumir nokkrum sinnum. —
Fjölmenni var- á tónleikunum,
og var gerður góður rómur að
túlkun nemendanna á verkum
þeim sem til meðferðar voru,
en það voru einkum píanóverk.
Léku nemendur, auk einleiks
fjórhent og átthent á píanó, þá
var einnig einleikur á fiðlu. Er
gleðilegt til þess að vita að
ungir Akureyringar leggja
stund á fiðluleik, en þeir eru
þó of fáir, því sannarlega vant-
ar okkur fleiri strokhljóðfæra-
leikara.
Þeir sem komu fram á þess-
um tónleikum voru í eldri fl.:
Aðalbjörg Jónsdóttir,, Dýrleif
Bjamadóttir, Herdís H. Odds-
dóttir, Jóhannes Vigfússon og
Þorvaldur V. Magnússon, en þau
léku öll á píanó, og Magnús
Kristinsson, sem lék á fiðlu við
undirleik Herdísar H. Odds-
óttur.
St. E. Sig.
Félagslíf
Reykjavíkurmót
1. flokks á Melavelli í dag kl.
2. KR — Fram. Kl. 3 15. Valur —
Þróttur.
Mótanefndin
Samkomur
Kveðjusamkoma.
Kveðjusamkoma fyrir hjónin
Kristínu Guðlaugsdóttur og Gísla
Arnkelsson kristniboða, sem eru
á förum til Konso, verður í húsi
K. F. U. M. og K. annað kvöld kl.
8.30. Jafnframt verður Halla
Bachman boðin velkomin heim
í hvíldarleyfi frá kristniboðs-
starfi sínu á Fílabeinsströndinni.
Gjöfum til kristniboðsins verður
veitt móttaka í lok samkomunn-
ar.
Kristniboðssambandið.
Til sölu er 10—11 tonna nýr
báfur
Hagstætt verð. Ýmiskonar
skipti komma til greina. Uppl.
í síma 14990.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem glöddu mig með
gjöfum, blómum og skeytum á 80 ára afmæli mínu.
Haligerður Nikulásdóttir.
MAGNÚS MAGNÚSSON
Álfhólum
sem andaðist 18. þ.m. verður jarðsunginn þriðjudaginn
30. maí að Voðmúlastöðum kl. 2 síðdegis.
Vandamenn
Maðurinn minn
BBAGI BRYNJÓLFSSON
bóksali,
lézt að heimili sínu Kjartansgötu 2 25. þ.m.
Dóra Thoroddsen.
RAGNHEIÐUB JAKOBSDÓTTIR
Garðastræti 13,
andaðist í Landakotsspítala föstudaginn 26. maí. Jarðar-
förin auglýst síðar.
Margrét Helgadóttir.