Morgunblaðið - 02.06.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.06.1961, Blaðsíða 13
jp Föstudagur 2. tún' 1961 MORGUNKLAÐIB 13 Það er sem þytur sögunnar leiki um oss Ávarp háskólarektors í hátíðasal háskólans við komu Noregskonungs VEGNA Háskóla íslands leyfi ég tmér að bjóða hjartanlega velkom inn hingað í dag konung Noregs, Ihans (hátign Ólaf konung fimmta, sem sýnt hefir háskóla vorum fiann mikla sóma að þekkjast boð íhans um að vera viðstaddur Iþessa athöfn. Þetta er í fyrsta skipti, sem norskur konungur sækir land vort heim, en vér minnumst með þakklæti heim- sóknar yðar hátignar til íslands iá Snorrahátíð 1947, þegar yðar Œiátign heimsótti einnig háskóla vorn. Sú heimsókn styrkti mjög menningartegsl Noregs og ís- lands. M Háskóla íslands er sæmd að mærveru forsetahjónanna hér í dag, og ég býð Þau hjartanlega velkomin svo og aðra þá, er þessa samkomu sækja. Heimsókn Noregskonungs hing að í dag vekur sérstæð hughrif. Það er sem þytur sögunnar leiki um oss, enda hafa söguleg sam- skipti íslendinga og Norðmanna frá upphafi vega verið mjög mikil. XJpphaf fslands, landnám- ið, var fyrst og fremst norskt framtak, og vissulega eru fslend- ingar grein af hinum norska þjóðarmeiði. Jonas Lie hefir ugglaust haft í 'huga landnámið, er hann nefnir fsland „det ut- svömmede Norgle", og Einar skáld Benediktsson lýsir vel þess um gagngeru tengslum land- anna, er hann nefnir fsland dótt- ur Noregs í einu kvæða sinna. Landnám íslands er að mörgu leyti mjög sérstætt félagslegt ffyrirbrigði, ekki sízt vegna þess að hinir norsku útflytjendur voru ekki úr fátækustu stéttum þjóðfélagsins, heldur voru þeir margir hverjir velstæðir höfð- ingjar af gömlum norskum höfð- ingjaættum. Þessi staðreynd um þjóðstofninn íslenzka hefir mjög eett m'ark sitt á íslenzka menn- inpu frá öndverðu. Oss er vissulega skylt að þakka Noregi fyrir það, að þaðan kom þorri landnámsmanna, og er rétt að hafa bað hugfast, að í raun réttri var það mikil blóðtaka ffyrir Norðmenn á sínum tíma að missa þúsundir manna úr landi sinu í landnámsferðir í vestur- veg. En vér eigum Norðmönnum um margt fleira upp að inna. Frá Norðmönnum komu oss ffrumhugmyndir um stofnun rí'k- is og um þjóðfélagsskipan vora. För Úlfljóts skömmu eftir 920 til þess að kanna norsk lög er ein af fyrstu skipulegu tilraunun- um, er sagan kann að greina frá, um það að menn hagnýta sér reynslu annarra þjóða við mynd nm nýs rikis. í fslendingabók 'Ara fróða er skýrlega greint frá því hvemig þessi könnun á norsk um lögum, einkum Gulaþings- lögum og Frostuþingslögum, fór ffram. Með þessum athyglisverða og vandaða hætti var hafizt Ihanda um stofnun íslenzka ríkis ins í grennd við 930, og með því var grundvöllur iagður að þróun hinnar merku og umfangsmiklu löggjafair þjóðveldisaldar, en sú Söggjöf er ótvírætt eitt af mestu andlegu afrekum norrænna tmanna, andlegt stórvirki, sem imeð réttu hefir verið jafnað við llögskipun Rómverjia hinna fornu. Lög þjóðveldisaldar eru reist ó sjálfstæðri og frumlegri hugs- un, fágætri raunhyggju, og bera þau vott um mikinn félagslegan þroska. Ég leyfi mér að minna hér á hina athyglisverðu félags- legu löggjöf, þ. á. m. ákvæðin um framfærslumál og trygging- ar, og um hið sérstæða goðaveldi, sem er einsdæmi meðal ger- manskra þjóða. Allar aðrar fólu kónungum þjóðhöfðingjavaldið. Einnig má minna á greininguna milli löggjafarv.alds og dóms- valds, sem hér tíðkaðist, en er ekki kunn frá öðrum germönsk- um þjóðfélögum á þessum timia. Þetta var lögskipan, sem mótað- ist mjög af viðhorfum víkinga, Ármann Snævar háskólarektor þar sem jafnræðishugsunin var mjög rík, — það var lögskipan, sem skyldi hæfa þjóð, sem var gagntekin þeirri hugsun „á la Snd styre livet mere enn brá- sinnets sverdhugg", eins og Nor- dahl Grieg hefir komizt að orði. Þegar Norðmenn komu til ís- l'ands á níundu og tíundu öld, þá fluttu þeir með sér þekkingu og lífsreynslu á ýmsum sviðum, einkum um siglingar, fiskveiðar og landbúnað. Án þessarar reynslu hefði landnámið og frum býlisárin 1 himi nýja landi orðið mjög örðug, svo aÖ ekki sé fast- ar að orði kveðið. Tungumál hinna norsku landnema hafði náð verulegum þroska. Það mál varðveittu forfeður vorir á e stæðan hátt og skópu úr eigið tungumál. Sögulegu tengslin við fornmálið hafa aldrei rofnað, enn í dag lesa 10 ára böm á fs landi frásagnir Heimskringlu um norska konunga í upprunalegri gerð frá 13. öld. íslenzku hand- ritin hafa m. a. fyrir þessa sök miklu meira gildi fyrir oss en aðra norræna menn — mál hand ritanna er enn í dag að höfuð- stofni hið lifandi mál íslendinga. — f raun réttri er það mjög fágætt, að nokkur þjóð geti án verulegra erfiðleika notið bók mennta, er skrifaðar voru fyrir u. þ. b. 700 ámm, í upprunaleg- um málbúningi þeirra. Vér fs- lendingar höfurn um tungumál vort hagað oss eftir orðum Hen- riks Ibsens í Brandi, er hann segir: „Stryg ikke sprogets gamle gloser, tför du har skabt de nye ord“. Hér er ekki unnt að gera að um talsefni, á hvaða forsendum hin blámlega menning þjóðveldisald- Davíð Stefánsson: Noregskveöja Kom heill um höf, herra konungur. Oft þóttu fslands álar breiðir og svört sólskin, þó að siglt væri. Voru viðskipti viðsjál stundum, og fátt um ferðir milli frændþjóða. Enginn hefur áður að austan komið sonur sviphreinni til saia vorra. Er sem ísienzkar ættir sjái Noreg nálgast í nýju ljósi. Gyðjan glóeyga var að garði komin, hefur hásali himins lýsta, byrgir blómgresi barm jarðar og nýtur náttstaðar við nyrzta haf. Ljúf eru lýðum hin ljósu dægur í faðmi fjalladala, við fjörð bláan. Glóa þar í grasi gullnar töflur. Engum ættlöndum er unnað .heitar. Treyst hafa tengsl tveggja þjóða samúð, er sættist á sigur beggja, rök, réttsýni, rödd hjartans, fornir frændgarðar og fræði Snorra. Berast bergmál milli blárra stranda, fögur fyrirheit, fleygir draumar. Eyjan ungborna í álum vestur fagnar goðumglæst gesti tignum. Heiðríkju himins nýtur hilmir marka, frjómagns, fósturs sinna föðurtúna. Hlynur hreggbarinn, sem hæst gnæfir, lyftir lífsvon hinna lægri kvista. Vm heim hálfan er við hungur barizt, feigir fjötraðir í fangabúðum, ofbeldi alið af undirlægjum, en vald vopnað vítiseldi. Davíð Stefánsson skáld Leysa fannfergi og frost úr jörð vindar vorglaðir svo að viðir grænka. En lífsteininn ljósa, sem lýði frelsar, leysir há hugsjón úr heljargreipum. Veröld vopnbitin væntir manna, er stöðva stríðsvagninn, stilla skapið, sigra án sektar, sættast án þrjózku, miðla mannheimi meiri vizku, krafti, kærleika — það er konungsvilji. Nafn Noregs stafar nýju ljósi, storkar heimckum her og heiftaranda, minnir á mátt mannúð alinn, vekur vonir um veröld alla. Sá er sjálfur var sorg lostinn skilur hugraun hinna, sem hana þoldu. Þjáning þúsunda, þjóðarbölið, vígði vald hans til verndar öðrum, anda eldskírðan til afreksverka. Því krefjast þegnar af þjóðhöfðingja margs og meira en þeir megna sjálfir. En breitt þarf bak til að bera lengi harm og hamingju heilla þjóða. Köllun konungs er að kveðja til þinga, standa við stjórnvöl í stormakyljum, heill, hugumstór, þótt hættur ógni. Fari einn fyrir fyl&ja hinir. Nóg á Noregur nýrra krafta, því hefur þjóðin þrautið unnið, úlfa erlenda af sér rekið, reist byggð og borgir úr brunarústum. Þar hefur þjóð, sem þoldi hungur, erjað akurlönd, við útsæ barizt, hug sinn hafið til hárrar snilldar, samið lög lýða að landsháttum, öldum og óbornum í arf gefið frjálst föðurland — það er frægð konungs. Fari einn fyrir fylgja hinir. Bylta þeir björgum, brautir ryðja, vaxa með verki, sem vel er unnið. I geislagulU frá gömlum töflum skapa niðjar Noregs nýja sögu. Mun þó ei mannkyn mestu varða köllun þess konungs, sem var krýndur þyrnum? En vegsemd verðskuldar hver vænn maður, sem af heilum hug viil heimi bjarga. Aldrei hefur áður að austan komið sonur sviphreinni til sala vorra. Frá daladrögum til djúpmiða fagnar frændþjóð svo fríðum gesti og biður blessunar með bróðurkveðju: Kom heili um höf, herra konungur. Ma ar hvíldi, en það orkar ekki tví- mælis, að meðal aflgjafa þeirra menningarafreka, sem þá voru unnin, voru ýmiskonar menning- arstraumar frá Noregi og yfir- leitt sambandið við Noreg — þrá forfeðra vorra eftir gamla land- inu og umhugsun þeirra um at- burði þar, frændur og vini, ferðir þeirra til Noregs og þaðan ti-1 annarra landa. Efniviðurinn í sögunum er oft tengdur Noregi með nokkrum hætti. Á það vita- skuld fyrst og fremst við kon- ungasögur, en í íslendingasögum er einnig oft fjallað um ferðir til Noregs og menn og máletfni í Noregi, og í þeim sögum er lögð rækt við að skýra tengsl þeirra manna, sem við sögu koma, við norskar ættir, ekki sízt höfðingja- og konungaættir. í einni af Íslendingasögunum er frásögn um tvo norska bræð- ur. Annár þeirra fór til íslands á 10. öld, en hinn hélt kyrru fyrir heima. Sá bræðranna, sem hér hafði dvalizt, kom til Noregs, og þá hallmælti bróðir hans hon- um fyrir að hafa farið til íslands, „til hinnar verstu þjóðar". Þá mælti hinn: „Annan veg er, þar eru heldur margir góðir drengir“. Þessi frásögn geymir mikil fé- lagsleg sannindi; hér gefur inn- sýn í, ’hvernig oft er háttað af- stöðu þeirra, er heima sitja, til hinna, er sýna þá djarffæmi að ferðast til annarra Janda og jafn vel ílengjast þar. Ég minni þó á þessa frásögn einkum vegna þess að mér virðist sem hún geymi viðvörun og brýningu til Norðmanna og fslendinga, — etf vér látum undir höfuð leggjast að ástunda náin kynni, er á því vér fáum rangar hugmyndir hvorir um aðra og skiljum ekki til hlítar lífsskoðanir og þjóðfé- lagsháttu hvor annars. f margar aldir voru samskipti Norðmanna og íslendinga ærið takmörkuð, en hér á landi hefir ávallt ríkt mikill áhugi á Noregi og norskum málefnum, og oss ís- lendingum er tamt að ræða um Nörðmenn sem frændur vOra og vini. Þær vináttu, og frændsem- iskenndir eru gagnkvæmar, svo sem vér vitum, sem átt höfuna því láni að fagna að dveljast í Noregi. Hin sögulegu tengsl milli landanna hafa hvatt skáld vor einnig á síðari öldium til að ynkja um Noreg og norsk mál- efni, og alkunna er, að íslenzkar ■bókmenntir hafa haft mikil áhrif á ýmsa helztu andans menn Noregs á síðari öldum. Á síðustu áratugum hafa að nýju tekizt mikil skipti milli landanrna. Hér á þessum stað er mér mikil ánægja að minnast þess, að eftir 1945 hafa miklu gagnkvæm 1 tfleiri íslenzkir stúdentar stundað ærin hætta, að háskólanám í Noregi og lokið þar háskólaprófum en nokkru sinni fyrr. Þá er einnig ánægjulegt að minnast þess, að allmargir norsk- ir stúdentar hafa á síðustu árum stundað nám við Háskóla ís- lands, og hafa nokkrir þeirra lok ið hér háskólaprófum. Við há- skóla vorn hafa og starfað um nokkra hríð norskir sendikenn- arar, sem hafa vakið mikinn áhuga á norsfcum fræðum hér á landi og eflt menningarsamband Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.