Morgunblaðið - 02.06.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.06.1961, Blaðsíða 17
Föstudagur 2. Júní 1961 MORGUNBLAfílD 1? ^ Ólafur konungur ásamt Geir Hallgrímssyni borgartjóra og frú hans, Ernu FUmsðóttur, i mót- töku Reykjavíkurbæjar í Melaskólanum. — Ólafur konungur f Framh. af bls. 8. ur, sem ég hefi hlotið af hendi Reykvíkinga frá því ég steig á land á bryggjunni og fram að þessari stund. \ I Það hefur glatt mig og yljað að finna þá samheldni sem ríkir milli Noregs og íslands og milli íslendinga og Norð- manna. Allir íslendingar og Norðmenn þekkja skyldleika þjóðanna frá sögunum, sem Bkýra frá ferðum Islendinga og ; Norðmanna bæði á íslandi og í Noregi, og gagnkvæm skipti á hugmyndum og mönnum milli | landanna á fyrri hluta mið- alda. P1 Landnámsmennirnir komu írá Noregi. Þeim fannst að þeir væru hraktir úr föðurlandi sínu og því sigldu þeir í stolti sínu j yfir hafið, sigldu yfir hafið til að reisa nýja byggð í nýju landi fyrir sig og sína. t Við vitum að þeim tókst að reisa góða nýja byggð í góð- um héruðum vestur í hafi. Tíminn hefur liðið. Báðar þjóðirnar hafa átt sín niður- : lægingarár og átt við erfiðleika að stríða, bæði inn á við og út é við. M En í dag eru þær aftur ffjáls- ar og sjálfstæðar innan sam- félags þjóðanna. Við höldum einnig saman sem frændur og eigum náið samstarf við hinar frændþjóðirnar á Norðurlönd- i um, sem allar1 grundvalla ríki sitt á sömu erfðavenjunum, virð j ingu fyrir gildi mannsins og • trú á þýðingu hvers einstakl- j ings. Það er réttarríkið eins og 'Alþingi íslands hefur viðhaldið iþví í meir en þúsund ár. Á Alþingi kom fram þjóðar- viljinn, þar var slegin skjald- toorg um löggjafar- og dóms- valdið, svo sem hinir ættar- Stoltu íslendingar töldu nauð- synlegt. Hins vegar . sáu þeir ekki nauðsyn á framkvæmdar- valdi, sem þeim virtist að myndi aðeins verða til að hindra þróun þjóðlífsins. Þeir voru þó bundnir af lögunum, sem fólkið sjálft samþykkti á Alþingi og lögin voru einnig túlkuð af Alþingi í formi dóms. Þetta var grundvöllur réttar- ríkisins, ef til vill meira sjálf- um sér samkvæmur en nokkurs staðar annars staðar. Það var réttarríki í algerri mótsetningu við valdsríkið. Við sem erum afkomendur þeirra manna, er áttu sinn þátt í að byggja þetta ríki, trúum enn á sömu hugsjónir. Að vísu eru þær í nokkuð annarri mynd, fleiri hugmyndir hafa bætzt við sem landnámsmenn- irnir þekktu ekki, en grund- völlurinn er hinn sami. Við teljum að það sé skylda þjóð- félagsins að vernda stöðu og virðingu hvers þjóðfélagsþegns. Island nútímans er einnig reist á sömu grundvallarsjón- armiðum og þegar vér höfum nú farið um höfuðborg Islands Og litið í kring um Okkur, þá höfum vér fengið lifandi sönn- un fyrir því mikla átaki sem ísland og Reykjavík hefur unn- ið. Sem Norðmaður og sem gestkomandi hér hefur það orðið mér mikil gleði að sjá hvernig hin margháttuðu vanda mál hafa verið leyst, svo að Reykjavík yrði nýtízkulegt og gott bæjarfélag, þar sem borg- ararnir geta lifað mannsæm- andi lífi í öryggi og friði og þar sem allir hljóta hina beztu uppfræðslu. Sú uppfræðsla mun ætíð veita þá þekkingu sem tímarn- ir krefjast hverju sinni, en hún mun auk þess styðjast við hið gamla, svo að fólkið verði sér meðvitandi um uppruna sinn. Það er min bezta ósk til ís- lendinga og Reykvíkinga að svo megi ætíð verða . . . M. Að ræðu Ólafs Noregskon- ungs lokinni var gengið upp á loft og gestum bornar veiting- ar. —i Borgarstjóri og Ólafur kon- ungur tóku tal saman yfir kaffibollunum. Spurði konung- ur margs um byggingar í bæn- um undraðist, hve mikið hefði verið byggt og bærinn vaxið ört, ög spurði hvernig hefði verið brugðizt við þeim vanda. Aður en konungur gekk úr móttökusalnum, sýndi borgar- stjóri honum veggskreytingar þar, „Bömin að leik,“ sagði konungur, „það er skemtilegt.“ Meðan drukkið var kaffi uppi á loftinu, söng Kristinn Halls- son, óperusöngvari, nokkur lög, en að því búnu kvaddi borgar- stjóri konung og fylgdarlið hans. Kvöldverður í Ráðherrabústaðnum Um kl. hálf sjö tóku prúðbúnir gestir að aká að dyrum Ráðherra- bústaðarins, en þar snæddu Ólaf- ur konungur, forsetahjónin, ráð- herrar með frúr sínar, norsku sendiherrahjónin og fylgdarlið konungs kvöldverð, áður en há- tíðarsýningin í Þjóðleikhúsinu hófst. Lagt var á borð fyrir 33. Á dökka mahognyborðinu í borðsal Ráðherrabústaðarins voru litlir hvítir, útsaumaðir dúkar undir hverjum diski og miðborðið skreytt fimm arma silfurljósastik um með hvítum kertum og blóma skrauti, rauðar rósir í gráum ís landsmosa. Var borðið ákaflega fallegt yfir að líta. Ólafur konungur sat fyrir miðju borði, með forsetafrú Dóru Þórhallsdóttur á aðra hlið og sendiherrafrú Börde á hina. Hin- um megin við borðið sat forseti með forsætisráðherrafrú Ingi- björgu Thors á aðra hlið og utan- ríkisráðherrafrú Rósu Ingólfs- dóttur á hina. Á borðum voru steikt rauð- sprettuflök, þá aspas Pompadour, síðan heilsteikt nautakjöt með Bearnaise sósu og máltíðinni lauk með , ,Omelette Surprise Islandaise", sem er eggjakaka, með ís í, sem brúnuð er í ofni. Með matnum var borið hvítvín, rauðvín, Madeira og Courvoisier koniak. Um veizluna í Ráðherrabú- staðnum sá að venju Pétur Daníelsson, þjónar frá Hótel Borg gengu um beina og mat- reiðslumaður var Herbert Péturs son. Kl. 20.37 óku konungur og for- setahjón til Þjóðleikhússins, en aðrir gestir höfðu yfirgefið ráð- herrabústaðinn skömmu áður. Hátíðasýningin 2000—2500 manns fögnuðu Noregskönungi með dynjandi lófataki er hann gekk upp tröpp- ur Þjóðleikhússins í gærkvöldi. Ólafur var í samkvæmisklæðn- aði, í víðum svörtum frakka, svo nærstaddir sáu ekki heiðurs- merki þau er konugur ber við slík tækifæri. Hann var berhöfð- aður og hélt á ljósum hönskum í annari hendinni. Efst á tröpp- unum sneri hann sér að fólks- fjöldanum brosleitur og glaður á svip og veifaði til mannfjöldans. Formaður þjóðleikhúsráðs og þjóðleikhússtjóri, tóku á móti þjóðhöfðingjunum á stéttinni framan við leikhúströppurnar. Formaður þjóðleikhússráðs, Vil- hjálmur Þ. Gíslason, færði for- setafrúnni rósavönd. Veður var fagurt í gærkvöldi, enda komu margir hinna prúð- búnu gesta gangandi frá nær- liggjandi bílastæðum, — jafnvel að heiman frá sér, eins og til dæmis sendiherra Dana og frú. Margar konur báru engar kápur yfir hinum skósíðu samkvæmis kjólum. Leikhúsgestirnir báru margir hverjir fjölda heiðurs- merkja, — allmargir norskar orð ur sem Noregskonungur hefur sæmt þá í tilefni af -komu sinni hingað. Ein frúin missti skóinn á stéttinni, og önnur missti eyrna lokk. Síðustu leikhúsgestirnir komu til Þjóðleikhússins lítilli stundu áður en könungur og forseti komu til hinnar hátíð- legu leiksýningar. Á fyrri hluta efnisskrárinnar, sem flutt var, var söngur Fóst- bræðra undir stjórn Ragnars Björnssonar. Einsöngvari var Kristinn Hallsson og undir- leik annaðist Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Þá söng Þuríður Pálsdóttir einsöng. Karlakór Reykjavíkur söng með undirleik Sinfóníuhljómsveitarinnar, ein- söngvari var Guðmundur Jóns- son. f hléi voru gestum boðnar veit ingar í leikhúskjallara Og göng- um hússins. Var þar fram borið kampavín og kransakaka. Eftir hlé var fluttur sögulegur leikþáttur í þremur sýningum eftir Sigurð Nordal, „Á Þingvelli 984“. Leikendur voru 12. Leiksýningunni var ekki lokið er blaðið fór í prentun. , Ólafur konungur og forsetahjónin koma á hátíðarsýningu Þjóðleikhússins. Á móti þeim taka Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri og VHhjátmHr l’. Gísiason, form. Þjóðleikhúsráðs. — Að baki þeim sjást forsetaritari og frú hans. Mikil síld til Akraness Akranesi í gær. — Haraldur land eðj hér í nótt 1146 tunnum af Bíld og í morgun 414 tunnum. — Höfrungur II landaði 528 tunn- «m. Heimasakagi er búinn að fá 7—800 tunnur og Bjarni Jóhan- nesson 600 tumnur. Þessir bátar og e.t.v. fleiri, sem útí eru, munu landa í nótt. Sigrún er byrjuð veiðax með hringnót. — Oddur. SJÁLFSTÆÐÍSHÚ8IÐ Dansað í kvöld kl. 9—1. Lágmarksaldur: 18 ára Hljómsveit KVÖLD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.