Morgunblaðið - 02.06.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.06.1961, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 2. júní 1961 ■ Mary Howard: ■■ - Lygahúsið - .> |4 (Skdldsaga) en það snerti Stephanie engu að síður illa. Það var eins og Claude væri viljandi að gera gabb að vinstúlku hennar. — Hann er að mála mynd af mér... .hvernig finnst þér hún? — Hún er ágæt. En hversvegna sagðirðu ekki mömmu þinni frá þessu? Sally svaraði þessu með fyrir- litningarbrosi. — Talaðu eins og manneskja með viti. Hún hefði aldrei leyft mér að fara.... Ó, ef þú bara vissir_ hvað þetta allt er hræðilega óþolandi. Allt og sumt, sem mamma hugsar um er að geta afsett mig til einhvers grandvars leiðindapésa. Guð má vita, hvað hún heldur um mig. Líklega að ég sé í einhverju ást- arævintýri eða þaðan af verra. Stephanie setti upp afsökunar- bros og settist á legubekkinn. — Hver veit nema það gæti verið nærri sanni? sagði hún. — Hvað áttu við? — Hann er nú víst ekki bara að mála af þér mynd, eða hvað? sagði Stephanie meinlega. — Er hann farinn að bjóða þér upp í fjallakofann sinn? — Nei....ekki er það nú enn- þá, svaraði Sally og stokkroðn- aði. — Hvað veizt þú um hann? — Ekki annað en það, að hann hefur boðið mér þangað. Og ég afþakkaði hæversklega. — Til hvers ertu að segja mér þetta, sagði Sally reiðilega og var nú gripin afbrýðisemi. — Þú ert víst annars sæmilega hrif in af honum, hvernig sem þú svo kannt að tala.... Þú ert bú- in að vera með honum í allan dag, sagði Ricardo mér. — Búðarstrákuainn? Það lá að! Fyrirlitningin skein út úr augum hennar, er hún hélt á- fram: — Þú verður að athuga, Sally, að Fauré gæti verið faðir þinn, aldursins vegna. — Finnst þér það þurfa að hafa svo mikið að segja? sagði Sally, vesældarlega. — Þú mátt ekki taka hann al- varlega. Hann er svo vanur því að koma sér í mjúkinn hjá kven þjóðinni, að honum er orðið það alveg ósjálfrátt. Ég hef séð hann í spilabankanum með kvenfólki, ég hef séð hann með Karólínu og ég veit hvernig hann hefur látið við mig. — Sama er mér. — Ég héld nefnilega, að hann sé ennþá ástfanginn af Karólínu, skilurðu? — Hún er gömul! Sally var fljót að afgreiða Karólínu. — Það þýðir ekkert að vera að tala um þetta, Stevie. Ég elska hann. Mér er alveg sama, hvort hann elskar mig eða ekki. ... Ég vil bara fá hann, hvað sem það kost ar. Stephanie stóð upp og Sally spurði með ákafa: — Ertu að fara? — Já. Ég sé ekki að ég geri neinum gagn með því að tefja hér. — En þú mátt ekki segja Claúde neitt fré þessu, Stevie? Þú heldur, að hann sé skotinn í Karólínu, en í rauninni þykir honum afskaplega vænit um þig. Stephanie hló og virtst vantrú- uð. — Ég meina það í fullri al- vöru. Ef þú vildir fara út með honum, er ég viss um, að hann liti ekki við mér.... og hann mundi taka tillit til hvers sem þú segðir. Lofaðu mér því, Ste- phanie, að biðja hann ekki um að hætta að hitta mig. Stephanie hikaði. — Því mið- ur, Sally.... ég skal ekki segja mömmu þinni neitt fremur en ég hef gert hingað til, en ég vil ekki lofa hinu að tala ekki við Claude. Það var ég, sem kynnti ykkur. Ef hann eyðileggur allt líf þitt, þá finnst mér eins og það sé mín sök. Hún gekk síðan út I myrkrið og Sally lokaði á eftir henni. Hún var hrædd. Hún sá þegar í huga sér endalokin á þessum sæludraumi. Ef Stevie talaði um fyrir Claude, mundi hann fara að orðum hennar og reka hana frá sér. x Bill kom aftur úr veiðiförinni klukkan sjö. hann þvoði sér og hafði fataskipti, tók körfuna með fiskunum, sem hann hafði veitt og labbaði gegn um olífu- lundinn heim að bílskúrnum. Bertram og Francine sátu þar á dyraþrepunum og gæddu sér á vínflösku. — Hættu þessum asnaskap, við skulum reyna að koma okkur að vinnunni! Bertram stóð strax upp og gekk til hans. — Það var hringt til yðar seinnipartinn í dag, hr. Powell. Það var langlínusamtal, einhver hr. Franz. Hann sagðist mundu hringja aftur klukkan ellefu annað kvöld. Bill stanzaði og andlitið varð svo alvarlegt, að Bertram varð hálfhræddur og spurði: — Von- andi ekki neinar slæmar fréttir, eða hvað? — Nei, nei, það var hringing, sem ég er búinn að búast við lengi. Sjáðu til, Bertram, ég er boðinn til frúarinnar annað kvöld. Þegar hringt verður, þá láttu mig vita tafarlaust. Þetta er mjög áríðandi. — Ég skal muna það. Bill stóð þögull stundarkorn. Nú, þegar kallið, sem hann hafði beðið eftir, var komið, vissi hann ekki, hvort hann átti að gleðjast eða hryggjast. Hann ypti öxlum og rétti Francine körfuna. — Ég veiddi þessa sil- unga í eftirmiddag, og mér datt í hug, hvort þið vilduð ekki fá þá. — En þurfið þér ekki að borða þá sjálfur? — Ég kann ekki að matreiða þá. — Gott. Ég skal búa til súpu handa ykkur ungfrú Stephanie. Ég veit, að hún ætlar að koma til yðar í heimsókn í kvöld. Carter sagði mér það. Bill létti stórum við þessi orð og hann brosti. — Ef Carter seg- ir það, má reiðá sig á það— Francine horfði á hann vin- gjarnleg á svip. — Ég ætla að setja súpuna x skál og svo getið þið borðað úti, undir trjánum. — Það er fyrirtak, Francine. En ég verð að útvega mér vín. Hann leit við og bætti við: —Ef þér sjáið ungfrú Stevie, þá segið henni, að ég búist við henni klukkan átta. Stundvíslega! — Ég skal segja henni það, svaraði Bertram og brosti. Þegar Bill kom aftur úr þorp- inu með vínið, sá hann, að borð hafði vérið sett upp utan við tjaldið, dúkað og uppbúið, en súpan mallaði á olíuvél. Hann kveikti á olíulampanum, tók fram brauð og ávexti, og opnaði vínflöskurnar varlega. Klukkan var orðin fimm mxnút- ur yfir átta. Hann leit upp og sá hvar Stephanie kom í áttina til hans. Þau féllu hvort í annars faðm eirxs og í draumi. — Ó, Stevie, hvíslaði Bill. — Ég var svo hræddur um, að þú myndir ekki koma. Hún brosti til hans og hann kyssti hana af svo mikilli ástríðu og ákafa, að hún varð hálf- hrædd, en svaraði atlotum hans með engu minni ástríðu. Þegar þau slepptu hvort öðru, stóðu þau hvort frá öðru, svo að ekki einu sinni hendur þeirra snertust. — Þú veizt, að ég elska þig. sagði Bill allt í einu. — Ég hef verið að segja við sjálfan mig, að þú hafir haft á réttu að standa, að ekkert gæti verið raun verulegt, sem kemur svona snögg lega, en það þýðir ekki að vera að telja sér trú um það. Ég elska þig, Stevie! Hún rétti ósjálfrátt út höndina ;/ I WANT TO SEE HIM / FOR HEAVEN'S 5AKE/ I WOULD NEVER HAVE APPROVED OF PUTTINS SISNS IN PLACES LIKE THIS/ ANDTHIS MARK7RAIL WHO WGOTE THESE STORIES, ALEX...WHO IS HE? J ■* WHAT DO VOU MEAN BV 'A G/MM/CK TÆ/PWELL THOUGHT UP'? I THOUSHT I KNEW ALL TH6 PLANS/ J. I TOLD TRIPWELL THAT ... BUT HE WOULDN'T LISTEN/ NOT QUITE ALL, JESSIE... LOOK AT THESE PAPERS/ AN OUTDOOR WRITER,.. krS HE'S HERE IN NEW VORK NOW AT THE AMERICAN CONSERVATION LEAGUE OFFICES/ — — H að áttu við með auglýs- íngabragði, sem Tripwell fann upp á? Eg hélt ég vissi um allt, sem átti að gera! — Ekki alveg allt, Jessie . . . Líttu á þessi blöð! — Drottinn minn dýri! Eg hefði aldrei samþykkt að spjöld- in yrðu sett upp á svona stöðum! — Það sagði ég Tripwell . . . En hann vildi ekki hlusta á mig! — Og þessi Markús, sem skrif ar þessar frásagnir, A!ex . . . Hver er hann? — Rithöfundur, sem skrifar um útilíf . . . Hann er hér í New I York sem stendur hjá náttúru- verndarfélaginu! * — Eg vil hitta hann! og hann greip hana og þrýsti henni að vörum sér. Hvað það gat verið einkennlegt að hugsa til þess, að nú yrði hann aldrei frjáls aftur. Jafnvel þótt þau sæust aldrei framar, gat hann ekki útrýmt henni úr hjarta sínu. hún yrði þar til eilífðar. Hann dró hana að sér. — Ég finn einhvern góðan ilm, sagði hún dreymandi, í hálfum hljóð- Hann hló. — Það er súpan hennar Francine. Ég var alveg búinn að gleyma henni. Hún er ágæt. Komdu og sjáðu. " Þau mötuðust við bjarmann af olíulampanum, og hlustuðu á skorkvikindin suða og horfðu á spegilsléttan hafflötinn, sem var eins og silki á að líta. Þau töluðu og töluðu, því nóg var umræðu- efnið; þau þurftu að spyrja um svo margt og segja frá svo mörgum gömlum draumum. Meðan þau voru að drekka kaffið, sagði Stephanie: — Ég skrifaði pabba í dag. Það var ekki fyrr en í dag, að ég heyrði, ■að hann hefði særzt illa í ófriðn- um. Ef til vill hefði hann alla ekki getað séð fyrir mér_ jafnvel þótt hann hefði viljað. Það var Fauré, sem sagði mér frá þessu. — Þú kannt vel við Fauré, er það ekki? sagði Bill lágt. — En þú veizt, að hann hefur ekki sem bezt orð á sér. Heldurðu, að hann sé sjálfur að ala á þessu óorði, eða er það raunverulegt? Henni varð hugsað til Sally og hikaði. — Ég vildi, að ég vissi það, svaraði hún. .— En hann hefur komið vel og heiðarlega fram við mig. Bill horfði í sakleysislegt and- lit hennar, sem var svo hrein- skilið og barnalegt og bölvaði þessari tilviljun, sem var nú að fjarlægja hann henni, i bili, að minnsta kosti. Að þurfa að skilja aiUtvarpiö' Föstudagur 2. júní 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veður^r.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónl. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku* 13:25 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:01 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónl. — 16:30 Veö* urfregnir. 18:30 Tónleikar: Harmonikulög. 18:50 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Efst á baugl (Björgvin Guð* mundsson og Tómas Karlsson), 20:30 Tónleikar: Píanókonsert 1 a-moll op. 16 eftir Grieg (Dinu Lipattl og hljómsveitin Fílharmonía f Lundúnum leika; Alceo Galliero stjórnar). 21:00 Upplestur: „Kjarvalsstemma" eff ir Þorgeir Sveinbjarnarson — (Andrés Björnsson). 21:10 íslenzkir píanóleikarar kynng sónötur Mozarts; XI: Asgeir Beinteinsson leikur sónötu í A* dúr (K331), 21:30 Útvarpssagan: „Vítahrlngur" eff ir Sigurd Hoel; VII. (Arnheiður Sigurðardóttir). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Garðyrkjuþáttur: Hafliði Jóns- son garðyrkjustjóri talar við Gunnar Hannesson verzlunar- stjóra um rósir o. fl 22:30 A léttum strengjuni 23:00 Dagskrárlok. Laugardagur 3. júní 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.;. 12:00 Hédegisútvarp (Tónl. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig-* urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. — (15:00 Frétt* ir). — 16:00 Fréttir og tilkynningar. Framh* laugardagslaganna. 16:30 Veðurfregnir. 18*:30 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Þættir úr ballettsvít- unni „Gayaneh" eftir Aram Katsjatúrían (Hljómsveitin PhiJi harmonia í Lundúnum leikur; höfundurinn stjórnar). 20:15 Leikrit: „Sólskinsdagur" eftir Serafin og Jaquin Quintero. Þýð andi: Hulda Valtýsdóttir. — Leilc stjóri: Gísli Halldórsson. 20:40 „Sveinar kátir, syngið!" Guð« mundur Jónsson kynnir nokkra ágæta söngvara af yngri kyn- slóðinni. 21:20 Upplestur: „Karlrústin", smá- saga eftir Líneyju Jóhannesdótt ur (Höfundur les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög. 24:00 DagskrárloV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.