Morgunblaðið - 02.06.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.06.1961, Blaðsíða 14
14 MORCUISBLAÐIÐ Fðstudagur 2. júní 1961 ÍJTGEFANDI: SAMBAND UNGRA S JAL 7STÆÐISMANNA Lægri kosninga - aldur Á ÞREÐJUDAGINN var, hinn 30. maí, fór fram þjóðaratkvæða greiðsla í Danmörku um það, hvort lækka skyldi kosningaald- urinn úr 23 í 21 ár. í stjórnar- skrá Danmerkur, sem sett var 1953, segir, að heimilt sé að breyta kosningaaldrinum með lögum, en um þau skuli fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla, áður en konungur staðfesti þau. Þarf meirihluti að vera á móti lögun- um til þess að þau falli úr gildi, Og verður sá meirihluti þó að vera að minnsta kosti 30% af þeim, sem kosningarétt eiga. Frumvarp ið um lækkun kosningaaldurs- ins var samþykkt í danska þjóð- þinginu í vetur með miklum meirihluta, Og var aðeins Óháði flokkurinn og nokkur hluti Vinstriflokksins á móti. Æsku- lýðssamtök í Danmörku höfðu mikinn viðbúnað fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna til að hvetja kjósendur til að taka þátt í henni og greiða atkvæði með breyting- unni. Ekki hafa enn birzt ná- kvæmar fréttir af úrslitum í Reykjavíkurblöðunum, enda er hugur fræðara okkar í blaða- mannastétt allur hjá Norðmönn- um og gestgjöfum þeirra hér- lendum vegna heimsóknar Ólafs konungs. Þó kom fram í útvarps- fréttum í fyrradag, að úrslitin hafa orðið á þá leið, að kosn- ingaaldurinn muni breytast. Hafa menn þá kosningarétt 21 árs á öllum Norðurlöndunum. Hér á landi var aldurinn lækkaður úr 25 árum í 21 ár 1934. Á síðasta þingi Sambands ungra Sjálfstæðismanna, sem haldið var haustið 1C'59, var gerð álykt- tm um stjórnarskrármálið, og er niðurlag hennar á þessa leið: „Þingið leggur til, að kosninga- réttur í almennum þingkosning- um og bæjarstjórnarkosningum sé miðaður við 18 ára aldur.“ Þjóðaratkvæðagreiðslan í Dan- mörku gefur tilefni til að minna á þessa ályktun ungra Sjálfstæð- ismanna. Enginn dregur í efa, að hér á landi ríki lýðræði. Því kann það að koma ýmsum á óvart, að það eru ekki nema um 55% af íbúum landsins, sem kosningarétt áttu í síðustu þingkosningum. Ennþá er það að vísu svo, að nokkrir menn, sem orðnir eru 21 árs, hafa ekki kosningarétt, en þeir eru svo fáir, að þeir skipta litlu sem engu máli í þessu sambandi. Hitt er aðalatriðið, að um 45% af íbúum fslands eru yngri en 21 árs. Meirihluti þessa stóra hóps er lítt tekinn að velta fyrir sér málefnum íslenzka þjóðfélagsins og enn síður farinn að mynda sér skoðanir um þau. Hitt er jafn víst, að talsverður hluti þeirra, sem ekki hafa kosningarétt, og þá auðvitað þeir elztu í hópnum, fylgjast jafnvel með landsmál- um og þeir, sem eldri eru. Þetta unga fólk tekur einnig þátt í þjóðlífinu sem fullgildir aðilar, starfa við bjargræðisvegina eða á skólabekkjum og greiðir til sameiginlegra mála. Verður vart á móti því mælt, að það eigi rétt á að láta til sín taka við kosn- HALVARD M. LANGE, sem nú gistir fsland i föruneyti Ólafs konungs fimmta, hefur verið utanríkisráðherra Noregs síðan árið 1946. — Hann stundaði nám við Óslóar- háskóla og lauk þaðan heimspekiprófi árið 1929; tveim árum síðar tók hann sæti í bæjarstjóm Óslóar. Lange tók snemma að kynna sér alþjóðamál, enda hafði faðir hans talsverð afskipti af þeim málum. Sumarið 1940 var hann tekinn höndum af þýzku Gestapo-sveitunum og sat í fangelsi um 9 mánaða skeið; aftur var hann fangelsaður í ágúst 1942, sendur til Sachsenhausen- fangabúðanna og ekki látinn laus fyrr en striðinu lauk. Eftir heimkomuna varð hann brátt einn af áhrifamestu stjórnmálamönn- um lands síns, tók við utanríkisráðherra- embætti af Tryggve Lie árið 1946, sem fyrr segir, og hefur síðan verið atkvæðamikill á alþjóðavettvangi; var formaður norsku sendinefndarinnar á friðarráðstefnunni í París 1946, einnig á nokkrum allsherjarþing- um Sameinuðu þjóðanna. Árið 1956 var hon- um af ráði Atlantshafsbandalagsins falið, ásamt Lester Pearson, Kanada, og dr, Mar- tino, Italíu, að semja álitsgerð um ýmis at- riði, er lutu að framtíðarstarfi bandalagsins, og gengu þeir félagar þá undir nafninu Halvrrd Lange, utanríkisráðherra. „vitringamir þrír“. — Grein Lange, sem hér birtist, er úr tímaritinu „NATO-letter.“ Halvard Lamije: Vamarbandaiag vestrænna þjóöa eina raunfíæfa afstaöan iXiorska þingíð og þjóðin styðja Atlantshafsbandalagið eindregið MEÐ stöfnun Atlantshafsbanda- lagsins árið 1949 snerust vest- rænar þjóðir gegn ógnunum Sovétveldisins um að beita þær vopnavaldi. Megintilgangur hins nýja bandalags var sá, að stöðva frekari útþenslu Sovétveldisins í Evrópu. Og mikilvægasta sönnun in um þýðingu bandalagsins er vissulega fólgin í þeirri stað- reynd, að síðan samtökin voru sett á fót fyrir 12 árum, hafa landamæri hvers einasta ríkis Evrópu staðið óhögguð. En áhrif bandalagsins hafa ekki verið takmörkuð við það eitt að tryggja óbreytta valdaað- stöðu; með sameiginlegu varna- kerfi, sem komið hefur verið upp, og framleiðslu nýtízku vopna, hefur mótstöðumönnun- um verið komið í skilning um, að ekki er skynsamlegt að ætla að leysa úr ágreiningi austur og vesturs í styrjöld. Þetta hefur knúið þá til að taka til endur- skoðunar kenningu sína um að styrjöld sé óumflýjanleg. Og enda þótt hin nýja kenning sovézkra ráðamanna um frið- samlega sambúð veki naumast á sér athygli fyrir vinsamlega af- stöðu til vestrænna þjóða, þá er það ástand, sem nú ríkir, ákjós- anlegra en hið fyrra. Markmið vestrænna þjóða Áframhaldandi takmark Atl- antshafsbandalagsins á hernaðar- sviðinu verður því að vera það, að koma í veg fyrir, að vestræn- ar þjóðir þurfi að horfa úpp á ástand, sem freistað geti mót- stöðumannanna til að binda á ný vonir við að lausn vandamál- anna fáist í hernaðL Þá mun bandalagið einnig hafa þýðingarmiklu hlutverki að gegna í samningaumleitunum við sovézka lerðtoga um lausn þeirra ágreiningsmála, sem nú skipta heiminum í andstæðar fylkingar, en slíkar samningaumleitanir hljóta að verða teknar upp fyrr eða síðar. Hernaðarlegt samstarf innan vébanda Atlantshafsbanda lagsins mun þá tryggja, að við ingar, þar sem teknar eru ákvarð anir um aðalmál þjóðfélagsins. Að visu er erfitt að segja hvar setja á mörkin, en 18 ára aldur hlýtur að teljast eðlilegri en 21 árs aldur eins og nú er. Það er ónauðsynlegt, enda erfitt, að bera ungu kynslóðina árið 1961 saman við ungu kyn- slóðina fyrir nokkrum áratugum. Kemur þar m. a. til, að kosninga- rétturinn hefur varla hingað til verið miðaður við neina hlutlæga athugun á þroska Og þjóðfélags- aðstöðu ungs fólks. Hinu er ekki að leyna að Oft er sagt, að unga fólkið sé nú skjótara til þroska en fyrr var Og að það leggi út í lífið yngra en áður. Þetta styður að sjálfsögðu þá skoðun, að rétt sé að lækka kosningaaldurinn. Lýðræðið má lengi bæta. Eng- inn skyldi halda, að lýðræði sé á komið, þegar einhver ákveðin Og takmörkuð skilyrði eru upp- fyllt, Og að upp frá því þurfi ekki meira að gera á því sviði. Lýðræðið er m. a. í því fólgið, að sem flestir hafi áhrif á lands- málin. Það er ekki til sóma, ef fólk, sem tekur virkan þátt í þjóð lífinu og leggur sinn skerf til sameiginlegra þarfa, nýtur ekki kosningaréttar. Telja verður, að þannig standi nú á hér á landi um ungt fólk, sem er um tvítugs- aldur eða tæplega það og að því sé sanngjarnt og eðlilegt, að það fái þennan rétt. Þ. V. verðum ekki í samningaumleit- ununum þvingaðir til neins með ógnunum um valdbeitingu Og samstarf okkar á stjórnmálasvið- inu mun algjörlega útiloka Sovétveldið frá því að draga vestrænar þjóðir í dilka og ota þeim hverri gegn annarri. Vestrænum þjóðum ber í fram tíðinni að vinna að því, bæði með starfsemi Atlantshafsbandalags- ins, innan annarra samtaka sinna Og á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna, að sannfæra Sovétríkin um að hinn vestræni heimur er ekki sá „húðarjálkur" sem Krúsjeff gjarnan kallar okkur, og að áform kommúnista um heimsyf- irráð eru óraunsæ. Breyttar aðstæður Eendalok nýlenduskipulagsins — þróun, sem í senn er æskileg og óhjákvæmileg — hinar miklu tækniframfarir jafnt í hernaðar- legum efnum sem öðrum, svo Og hinn vaxandi stjórnmála-, efna- hags- og hernaðarstyrkur Sovét- veldisins hafa skapað í heiminum breytt ástand, mjög frábrugðið því sem ríkjandi var við stofnun Atlantshafsbandalagsins árið 1949. Leiðtogar hins kommúnistíska heims hafa bersýnilega fært sér þessa nýju þróun í nyt málum sínum til framgangs. Þeir ein- beita sér nú af öllum mætti að hinum uppvaxandi þjóðum Asíu, Afríku og Suður-Ameríku, þar sem hin eldri og frumstæðari baráttuaðferð þeirra, ógnunin um valdbeitingu, hefur verið leyst af hólmi, en í staðinn freistað að hafa með hverskyns klókindum áhrif á stjórnmál, efnahagslíf Og sálræna afstöðu fólksins. í þeim tilgangi að mæta þess- um áhrifum og til þess að snúa málunum okkur í hag, er vest- rænum þjóum nauðsynlegt að taka til rækilegrar Og raunsærr- ar íhugunar stöðu sína í síbreyti- legum heimi en láta sig ekki dreyma um status quo, þ. e. að núverandi ástand haldist um alla framtíð. Hin vestræni heimur mun verða að vega og meta þær að- ferðir og leiðir, sem tiltækar eru í bráð eða lengd. Þetta mat verð- ur ekki gert í eitt skipti fyrir ölL Það þarf stöðugt að gera og taka í því fullt tillit til gangs mála. M Framtíðarverkefni Atlantshafsbandalagsins > Atlantshafsbandalagið er varnabandalag á sviði hernaðar ög það ber því áfram að vera, en við þurfum ekki að setja okk- ur í varnarstöðu á öðrum svið- um, sem við um þessar mundir höfum í hyggju að hefja sam- starf á. Þær aðstæður, sem við eigum við að búa, verða flókn- ari, þegar út fyrir hernaðarsviðið kemur, og krefjast því annarra aðferða. í vörnunum hefur sam- eiginleg herstjórn og samræmd- ar áætlanir sprottið af nauðsyn, og þrátt fyrir ólíka hætti, hefur okkúr öllum verið fært að sam- einast undir eina stjórn. En þótt við að sjálfsögðu keppum að því að samræma sem mest aðgerðir okkar Og viðhalda sem nánustum tengslum, fæ ég ekki séð, að f öðrum efnum en hernaðarlegum sé mögulegt né heldur æskilegt fyrir okkur að stefna að nokkru sem nálgast gæti eina stjórn. Ennfremur er það engan veginn víst, að Atlantshafsbandalagið sé hagkvæmasti vettvangurinn fyr- ir það samstarf, sem við ef til vill ákveðum að taka upp utan hernaðarsviðsins. Þessi grund- vallaratriði ættu að minni hyggju að vera efst í huga okkar, þegar við veltum fyrir okkur fjarlægari framtíð Atlantshafsbandalagsins. Þýðiner bandalagsins fyrir Noreg Allt frá þeim degi, er Atlants- hafsbandalagið var stofnað, hef- ur Noregur byggt varnir sínar og utanríkisstefnu á samstarfi að« ildarríkjanna, sem mótast hefur af samstöðu og gagnkvæmum skuldbindinum. Aðildin að banda laginu hefur skapað með norsku þjóðinni og ríkisstjórn hennar þá öryggistilfinningu, sem vissulega er þörf fyrir á svo viðsjárverðum tímum. Landamæri okkar liggja að Sovétríkjunum og við höfum alltaf gert okkur ljósa nauðsyn þess að eiga góða sambúð við nágranna okkar í austrL Við get- um ekki séð, að þátttaka í sam- tökum, sem allar aðildarþjóðirn- ar líta einungis á sem varnar- bandalag, fái stangast á við þetta; Norska ríkisstjórnin væntir þess í fullri einlægni, að aðild Noregs að Atlantshafsbandalag- inu verði skilin og virt af öllum þjóðum, sem óska eftir vinsam- legum samskiptiun við þjóð okk- ar. Nýtur almenns stuðnings Sú stefna, sem norska stjórnini hefur í samræmi við aðild sína að Atlantshafsbandalaginu, fylgt í utanríkis- og varnamálum, hef- ur áunnið sér yfirgnæfandi fylgi í Stórþinginu og meðal almenn- ings. í dag er ekki annarra raun- særra kosta völ fyrir Noreg en að taka þátt í varnasamstarfi vestrænna þjóða. Það aukna samstarf í stjórnmálalegum, efn* hagslegum, tæknilegum og vís- indalegum efnum, sem siglt hef- ur í kjölfarið, hefur einnig átt almennum skilningi og fylgi að fagna. Það er einlæg von mín, að s& friðsamlegi ásetningur, sem fyrir varnabandalagi okkar vakir og falslaus áhugi Okkar á algjörri afvopnun, megi færa mönnum heim sanninn um raunverulegan tilgang hins volduga bandalags Okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.