Morgunblaðið - 03.06.1961, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 03.06.1961, Qupperneq 3
Laugardagur 3. júní 1961 MORVVNBLAÐIÐ 3 Heimsókn handrita- nefndar í Árnasafn Á FIMMTUDAG íór handrita nefnd danska þingsins í heim sókn í Árnasafn til þess að skoða safnið og ræða við for stöðumenn þess. Búizt er við, að álitsgerð nefndarinnar verði lögð fram næstu daga, en hún mun að einhverju leyti markast af því, hverja í afstöðu lagadeildir háskól- anna dönsku taka til túlkun ar frumvarps ríkisstjórnarinn ar um afhendingu handrit- anna. Nefndin hefur beint þeirrí fyrirspurn til deild- anna, hvort þær telji að túlka beri það sem frumvarp um eignarnám lögmætra eigna Hafnarháskóla. Vitað er að skoðanir eru all skiptEir innan deildanna og tal rð að lagadeild Hafnarhá- skóla skiptist í tvo næstum 1 jafna hópa andstæða í skoð Íunum og túlkun frumvarpsins. Telji lagadeildirnar, að um eignarnámsfrumvarp sé að ræða, getur 30% þingmanna krafizt þess, að endanlegri á- kvörðun um málið verði frest að þar til eftir næstu þingkosn íngar. Hinsvegar telja margir vafasamt, að fylgi 30% þing manna fáist við kröfu um frest un málsins og séu bví miklar líkur til að frumvarpið verði samþykkt Þá hefur verið á það bent, að líklega verði að kalla þingið saman aftur eftir þingslit til þess að afgreiða frumvarpið. Hér má einnig geta þess, sem fyrr hefur verið sagt frá hér í blaðinu, að Árnanefnd hefur látið handritanefnd í té skýrslu um það, hverjir hafi stundað vísindalegar rann- sóknir á grundvelli handrit- anna. Kemur fram í þeirri skýrslu, að frá 1935 hefur 31 Islendingur unnið við þau en aðeins 11 Danir. Hinsvegar hefur 21 Norðmaður unnið á grundvelli handritanna. Þá hefur ennfremur komið í ljós, að Norðmenn hyggjast ekki gera kröfur til handrita í Árnasafni eða Konungsbók hlöðu. Hinsvegar hefur ríkis- etjórn Noregs látið í ljós þá , skoðun sína, að æskilegt sé fyrir Norðmenn, að þau hand rit, sem skipti þá sérstöku máli, verði geymd í Kaup- mannahöfn, þar sem Norð- menn, eigi greiðan aðgang að þeim. f einkaskeyti til Mbl. frá Kaupmannahöfn er haft eftir Kristeligt Dagblad, að Norðmenn hafi einungis hug á þeim handritum, sem hafi áður verið í Noregi. En það mun vera ljóst, að engin ; þeirra handrita, sem íslend- ingum var lofað hafa nokkru sinni verið í Noregi. Á hinn bóginn hefur komið í ljós við nánari athugun, að a.m.k. fimmtíu handrit, sem íslend ingar fá samkvæmt frum- varpi dönsku stjórnarinnar, X eru mjög illa leikin og þurfa t gagngerrar lagfæringar við I áður en þau verða afhent. Per Hækkerup formaður ha ndritanefndar ræðir við prófes sor Bröndum-Nielsen. STAKSTEIWI! Tíminn æstari en Þjóðviljinn Auðsætt er, að Tíminn er þessa dagana miklu æstari í verkfalls- málunum en jafnvel sjálft komm únistablaðið Þjóðviljinn. Kemur þetta einkar greinilega fram í frá sögn Tímans af Dagsbrúnarfund- inum s.l. fimmtudag. Tíminn hef- ur í gær m. a. eftirfarandi um- mæli eftir einum ræðumanna á fundinum: „Þá talaði Jón Vigfússon, og kvað hann hjákátlegt að sjá Jón Hjálmarsson gelta hér fram í fyr- ir fundarmönnum, þennan rakka, sem aðeins ynni 2—3 mánuði ársins. Varpaði Jón Vigfússon þeirri spurningu til nafna síns, hverjir borguðu honum kaup hina mánuði ársins. Loks kvaðst Jón Vigfússon vona að Dagsbrún armenn afgreiddu málamiðlunar- tilboðið á sama hátt og þeir gerðu 1947. „Gerið það nei ennþá stærra“. Var honum óspart klappað lof í lófa“. Hvað segja bændur? Hvað segja nú lesendur Tím- ans úti um sveitir landsins um slíkan fréttaflutning og alla fram komu aðalmálgagns Framsókn- arflokksins í verkalýðsmálunum? Timinn gengur feti framar en sjálft kommúnistablaðið í æsing- um og tryllingslegum málflutn- ingi. Það fer ekkert á milli mála, að Tímamenn líta á verkiföllin sem pólitískar hernaðaraðgerðir gegn stjórn landsins. Kjör verka- manna og annarra launþega í landinu liggja þeim algjörlega i léttu rúmi. Launþegar í land- inu vita líka, að Framsóknar- flokkurinn hefur alltaf sýnt lít- inn skilning á hagsmunamálum þeirra. En vegna þess að komm- únistar beina nú baráttu sinnl gegn viðreisnarstefnu núverandi ríkisstjórnar, telja Framsóknar- menn sjálfsagt að slást í förina með þeim, og stuðla að því eftir fremsta megni, að nýtt kapp- hlaup verði hafið milli kaup- gjalds og verðlags, nýju dýrtíðar flóði helt yfir almenning og öll viðleitni til iþess að skapa jafnvægi í efnahagsmálum lands- manna brotin niður. Framsókn gegn félagslegu öryggi Eitt gleggsta dæmið um aftur- hald Framsóknarflokksins og skilningsleysi hans á hagsmun- um almennings, er afstaða hans til umbóta á sviði tryggingamála á udanförnum árum. Þegar Sjálf stæðisflokkurinn hafði forystu um það á tímum nýsköpunar- stjórnarinnar að tryggingarlög- gjöfin var endurskoðuð og bætt að miklum mun snerust Fram- sóknarmenn á Alþingi allir nema einn gegn þeirri merkilegu lög- gjafarstarfsemi. Á s.l. tveimur þingum hefur núverandi rikis- stjórn einnig beitt sér fyrir stór- kostlegri eflingu almannatrygg- ingaima, hækkun bóta og marg- víslegum öðrum breytingum. Framsóknarmenn hafa þá einnig haft allt á hornum sér gagnvart þessum umbótum, sem auðvitað hafa ekki sízt komið launafólkð að gagni. Þeirri fyrirspurn mætti einnig beina til Framsóknarmanna, hvort þeir hafi leitað álits bænda um það, hvort íslenzkur landbún aður geti borið stóraukinn fram- leiðslukostnað. Undanfarið hefur Tíminn haldið því fram að bænd- ur væru hörmulega á vegi stadd- ir, bú þeirra væru rekin með tapi og allir framkvæmdamöguleikar mjög skertir. Nú segja Framsókn armenn hinsvegar að bæði land- búnaðurinn og allur atvinnu- rekstur í landinu geti borið stór- hækkað kaupgjald.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.