Morgunblaðið - 03.06.1961, Side 5
Laugardagur 3. júní 1961
MORGJJNBLAÐIÐ
5
MENN 06
= MALEFN!=
í GÆR átti blaðið tal af hjón
uirnim Björgu Magnúsdóttur
og Kristjáni V. Guðmundssyni
en í dag eiga þau 50 ára hjú-
skaparafmæli.
Við börðum að dyrum á
Seljavegi 19, Miðseli. Frú
Björg Magnúsdóttir kom til
dyra og bauð mér að ganga
inn.
Er maðurinn yðar ekki
heima?
— Ekki í bili — hann fór
niður í Reykjavík.
— Þið hjónin eigið 50 ára
hjúskaparafmæli á morgun?
— Það er rétt.
— Hafa ekki 50 ár verið
lengi að líða?
— Ekki finnst okkur hjón
um þáð. Þetta er eins og ein
dagstund, þegar litið er yfir
liðniu árin.
— Þá hefur heilsan verið
góð?
— Já og nei. Ég væri farin
héðan fyrir löngu, ef okkar
góðu læknar væru ekki komn
ir á söguspjöldin. Ég er fædd
í þessu húsi fyrir 83 árum, ég,
maðurinn og húsið erum
merkt elli og æsku eins og
þér hijótið að sjá.
— Það er nú vart komandi
hingað vestur móts við það
sem var í æsku minni. Selin
öll í miðju túni ilmandi af
góðgresi, kartöflmgarðar, fiska
reitir og saltfiskslykt sló
stundum fyrir vitin, þaragróð
urinn, lifrarkaggarnir á kamb
inum og bátarnir í fjörunni.
Svo útsýnið til hafs og lands.
Nú er þetta breytt. „Þróunin“
kom og lagði þetta allt í rúst.
Tómas hafði fengið hugboð
um hvað væri í vændum vest
ur í bæ og kom á kyrrlátri
kvöldstiund hingað vestur að
hafinu, settist á stein í tún-
fætinum á Miðseli og kvað. Og
hann kvað: f Vesturbænum —
mitt eftirlætiskvæði. Ég hygg
að skáldið Tómas Guðmunds-
son hafi aldrei fengið eitt glas
af Gvendarbrunnavatni fyrir
sitt Ijóð. Þannig mælti hús-
móðirin — í einni striklotu.
Nú kemur húsbóndinn,
Kristján V. Guðmundsson neð
an úr Reykjavík.
— Þér kominn hingað að
hitta okkur hjónin. Ég hefi
fátt að segja.
Ég er sekur fyrir vorspá
mína á sumardaginn fyrsta.
Bændur íslands hljóta að líta
mig illu auga. — Regnskýið
yfir Kömbum og austan vind
urinn bar mér töðuilm að vit
um frá Auðhumlu í Árnessýslu
svo að ég gleymdi Norðra.
Hefði ég þó átt að muna hvern
ig hann lék okkur á Vestfjörð
um fyrir og eftir árið 1900.
En þá var 26 vikna innistöðu-
gjöf fyrir allan búpening
venjulega.
Við hjónin höfum lifað í 50
ár með batnandi þjóð, daglegt
líf getur ekki orðið annað en
„andóf og barningur“ eins og
Guðmundur Iandlæknir orð
aði það. Ég neita því að mann
lífið sé „eldhaf“ enda þótt
frægur rithöfundur orði það
svo.
Frændfólk og vinir konunn
ar minnar hafa boðið okkur
hjónum til veizlufagnaðar í
einu samkomuhúsi bæjarins í
dag. — Finnst yður það undar
legt þótt ég látist vera ungur
yfir því að hafa fengið að lifa
svo langan dag?
— Eg skíri skipið — nei, 70%
alkóhól!
— Eg verð ekki nema eitt augna-
blik að ryksuga — og svo er það
bara þessi hræðilega nektardans-
í dag verða gefin saman í
hjónaband, í Kapellu háskólans,
af prófessor Birni Magnússyni,
ungfrú Ragnhildur Guðmunds-
dóttir, ritari í utanríkisráðuneyt-
inu og Guðlaugur Sæmundsson,
hagfræðingur. Heimili ungu hjón
anna verður fyrst um sinn að
Seljavegi 15.
í dag verða gefin saman í
hjónaband af séra Óskari J. Þor-
lákssyni, ungfrú Sigríður Sigurð-
ardóttir, Hávallagötu 7 og Krist-
ján Friðrik Jónsson, bankamaður,
Réttarholtsvegi 61. Heimili brúð
hjónanna verður á Hávallagötu 7.
I dag verða gefin saman í
hjónaband í Dómkirkjunni kl. 6,
ungfrú Erla Rut Sandholt, hár-
greiðslumær og Tómas Sigurðs-
son, verzlunarmaður. Heimili
þeirra verður að Stóragerði 38.
Sl. laugardag voru gefin sam-
an í hjónaband af séra Jóni Þör-
varðssyni, ungfrú Eygló K. Celin
og Reynir Ásgeirsson, matsveinn.
Heimili þeirra er að Hrauni í
Tálknafirði.
mær sem er að sýna sig í sjón-
varpinu.
★
Forstjórinn var í sjúkrahúsi og
sölustjórinn kom í heimsókn.
— Þér skulið ekki hafa neinar
áhyggjur af verzluninni, herra
forstjóri, sagði sölustjórinn, það
hefur ekki nokkur maður látið
sjá sig meðan þér hafið verið í
burtu.
Á hvítasunnudag voru gefin
saman í hjónaband í Neskirkju
af séra Jóni Thorarensen, ungfrú
Margrét Sigurðardóttir, Nönnu-
stíg 13, Hafnarfirði og Sigmund-
ur Eiríksson, sama stað.
Sl. laugardag voru gefin sam
an í hjónaband af sr. Þorsteini
B. Gíslasyni, prófasti í Steins-
nesi, ungfrú Magdalena Sæmund
sen, Blönduósi. og Þormóður Sig
urgeirsson, Blönduósi.
í dag verða gefin saman í hjóna
band af séra Óskari J. Þorláks-
syui ungfrú Helga Stefánsdóttir
hárgreiðslumær og Hrafnkell
Þórðarson bifreiðasmiður. Heim-
ili þeirra verður að Njarðargötu
4S._
í dag verða gefin saman í hjóna
band af séra Jóni Thorarensen
í Neskirkju, ungfrú Helga Emils-
dóttir, Fálkagötu 32, Reykjaví'k
og Halldór Ingvarsson, Blómst-
urvöllum, Grindavík. Heimiii
brúðhjónanna verður á Fálka-
götu 32.
Guð er á himnum, gras á jörðu.
Svo linna tregar sem tíðir, allir dag
ar eiga kvöld um síðir.
Sjaldan geispar einn, þegar tveir eru,
nema feigur sé eða fátt á milli.
Sjaldan er á botninum betra, nema
hunang í heitum graut.
Sjaldan er geispi af góðu hjarta, né
hixti af huga góðum.
Læknar fjarveiandi
Arinbjörn Kolbeinsson, til 27. júní.
(Staðg.: Bjarni Konráðsson).
Bogason LaUgavegsapóteki kl. 4—4,30.
sími 19690).
Ezra Pétursson til 13. júní (Halldór
Arinbjarnar).
Friðrik Einarsson fjarv. til 1. júlí.
Gísli Ólafsson um óákv. tíma (Stefán
Bogason).
Grímur Magnússon um óákv tíma
(Björn Þ. Þórðarson).
Gunnar Guðmundsson um óákv.
tíma (Magnús Þorsteinsson).
Haraldur Guðjónsson óákv. tíma Karl
Jónasson).
Jón Þorsteinsson fjarv. frá 28. maí
í 4—6 vikur. — Staðg.: Ölafur Jóns-
son, Hverfisgötu 106A.
Jónas Sveinssori í tvo mán. frá 9. maí
(Gunnar Benjamínsson).
Karl Jónsson til 8. jún£ (Jón Hj.
Gunnlaugsson).
Kristinn Björnsson til 2. júlí (Eggert
Steinþórsson).
Ófeigur J. Ófeigsson fram í júlí.
(Kristján Þorvarðarson).
Sigurður S. Magnússon óákv. tíma —
(Tryggvi Þorsteinsson).
Skúli Thoroddsen til 30. sept. (Heim-
ilisl. Guðm. Benediktsson, augnlækn.
Pétur Traustason).
Víkingur Arnórsson um óákv. tíma. —
(Ölafur Jónsson, Hverfisgötu 106).
• Gengið •
Sölugengl
1 Sterlingspund ..... Kr. 106,42
1 Bandaríkjadollar ... — 38,10
1 Kanadadollar ....... — 38,58
100 Danskar krónur......... — 549,80
100 Sænskar krónur ....... — 738,35
100 Finnsk mörk ........... — 11,88
100 Norskar krónur ........ — 533,00
100 Franskir frankar ..... — 776,44
Áfram þjóta árin
sem óðfluga ský.
Og tíðin verður tvenn og þrenn,
og tíðin verður ný.
En það kemur ekki mál við mig,
ég man þig fyrir því . . .
Jóhann Jónsson: Vísa.
IVIýnæmi fyrir
Furtsvu ?
Fyrir nokkrum dögum átti
Helgi Sæmundsson, formaður
menntamálaráðs m.m. erindi
í Stjórnarráðið. Kom hann þar
að, sem nokkrir stjórnarráSs-
fulltrúar sátu önnum kafnir
við að semja dagskrá fyrir
heimsókn menntamálaráð-
herra Sovétríkjanna E. A.
Furtsevu. Þeir höfðu setið og
brotið heilan um það, hvað
hægt væri að sýna henni, sem
hún hefði ekki séð í Sovét-
ríkjunum. Helgi, sem jafnan
hefur spaugsyrði á hraðbergi,
sagði þá: „Því sýnið þið henni
ekki verkfall?“
Dömureiðhjól
Til sölu
Snittivél. Uppl. í síma
22547.
Vantar íbúð
helzt 2 herbergi og eldhús.
Þrennt í heimili. Uppl. í
síma 37111 eftir kl. 6.
Aðstoðarstúlka
óskast á tannlæknastofu.
Umsókn, er greini mennt-
un og fyrri störf; sendist
Mbl., merkt: -,,1676“.
Tjald
17. júní tjald ásamt pulsu
suðutækjum til sölu. Sími
37231.
Garðeigendur
Tek að mér að úða tré og
runna, fljót afgr. — sann-
gjamt verð. Tekið á móti
pöntunum í síma 23627 og
34238.
A T H U G I Ð
að borið saman '5 útbreiðslu
er lan'gtum ódýrara að auglýsa
i Morgunblaðinu, en öðium
blöðum. —
fallegt og lítið notað txl
sölu á Bárugötu 6.
Stúlka
með barn á 4. ári óskar
eftir ráðskonustöðu. Uppl.
í síma 33250.
Til leigu
nú þegar 1—2 herb. með
aðgangi að eldhúsi og baði
fyrir eina eða tvær stúlk-
ur. Uppl. í síma 38243.
Telpa óskast
til barnagæzlu, helzt úr
Vesturbænum. Uppl. í síma
11667.
Til leigu
80 ferm. ný íbúðarhæð við
Miðbæinn fyrir reglusamt
barnlaust fólk. Sér hita-
veita. Tilboð sendist afgr.
Mbl., merkt. „Sér hús-
næði — 1547“.
Smurt brauð
Snittur, brauðtertur. Af-
greiðum með litlum fyrir-
vara.
Smurbrauðstofa
Vesturbæjar
Hjarðarhaga 47 Sími 16311
Ensk skrifstofus’.úlka
sem gerir ráð fyrir að dvelja hér á landi um 2ja
ára skeið, óskar eftir sérherbergi með húsgögnum,
aðgang að eldhúsi, baði og síma, sem næst Miðbæn-
um. Tilboð óskast send £ifgreiðslu blaðsins fyrir
næsta laugardag merkt: „Ensk skrifstofustúlka —
1947“.
Niðursuðuvélar
Til sölu, nýlegar vélar til niðursuðu of fiskiðnaðar.
Kjarakaup.
Upplýsingar í síma 1 57 73 Reykjavík.
Nauðungaruppboð
verður haldið í tollskýlinu á hafnarbakkanum, hér
í bænum, eftir kröfu Guðjóns Hólm hdl. o. fl. mánu-
daginn 5. júní n.k. kl. 1,30 e.h. Seldar verða ýms-
ar verzlunarvörur, húsgögn, grammófónplötur, terra
sóvélar, skófatnaður o. fl.
Greiðsla fari fram við hamshögg.
Borgarfógetiim í Reykjavík, 25. maí 1961.
Heildverzlun
sem selur vefnaðarvöru og ýmiss konar tilbúinn
fatnað, óskar að ráða sölumann eða konu. Þau, sem
hefðu áhuga fyrir slíku starfi gjöri svo vel og sendi
nafn og heimilisfang ásamt afriti af meðmælum ef
til eru, til Mbl. merkt: „Gott minni — 1675“.
VILKAUPA
Einbýlishús eða lóð
IREYKJAVÍK
Tilboð merkt: „Strax — 1368“ sendist afgr. Mbl.
fyrir þriðjudagskvöld.