Morgunblaðið - 03.06.1961, Side 6

Morgunblaðið - 03.06.1961, Side 6
6 MORGVN BL AÐ1Ð Laugardagur 3. júni 1961 Skömmu eftir hádegið í fyrradag kom upp eldur í trésmíðaverkstæði Páls Frið finnssonar á Oddeyrartanga á Akureyri. Náði eldurinn að læsa sig í geymsluhús, sem stóð nærri verkstæðinu, en bæði húsin eru járnklædd timburhús. Vindur var hvass á norðan, og magnaðist eld- urinn skjótt, en engu að síður tókst að bjarga flestum vél um úr verkstæðinu. Tjónið mun þó nema hundruðum þús undum króna. Fréttaritari Mbl. á Akureyri, St.E.Sig tók þessa mynd af brunanum. ömfangsmiklar mæfingar á Vatnajökli JÖKLARANNSÓKNARFÉLAG íslands mun að venju gera út rannsóknarleiðangur á þessu vori og verður farið 9. eða 10. júní. Auk áframhaldandi rannsókna frá í fyrra og á undanförnum ár- um, er nú ætlunin að mæla snið af yfirborði jökulsins milli Gríms vatna og Kverkfjalla með það mikilli nákvæmni að samskonar mælingar síðar geti skorið úr um hvort hájökullinn er að þykkna eða þynnast. Einnig er ætlunin að framkvæma þyngdar mælingar á sama sniði. Mun Stein grímur Pálsson, landmælinga- maður stjórna þeim fyrrnefndu, en Örn Garðarsson eðlisfræðing ur væntanlega annast þær síðar nefndu. í>ar eð mikill hluti af virkjan legu vatnsafli á íslandi er í ám, sem upptök sín eiga í Vatnajökli, er það mjög þýðingarmikið að kanna sem bezt „búskap“ þess jökuls, hversu mikið snjóar þar og hve mikil bráðnunin er. T.d. er nauðsynlegt að vita hversu mikið af núverandi rennsli jökul Færeyingar kaupa frönsk fiskiskip ÞÓRSHÖFN, Færeyjum — Fær- eyingar hafa pantað 9 nýtízku fiskiskip úr stáli hjá frönsikum skipasmíðastöðvum. Verða þau öll afhent á þessu ári, hin fyrstu mjög bráðlega. — Reuter ánna er vegna rýrnunar jöklanna á aðrennslissvæði þeirra. í vorferðinni verður haldið á- fram landmælingum á Gríms- vatnasvæðinu, hitamælingar gerð ar í borholum, allt að 30 m. djúp um, og auk þess gerðar þyngdar mælingar í Grímsvötnum og ná- grenni þeirra. Sl. haust voru reist há járnmöstur norður af Páls- fjalli og á Grímsvatnasvæðinu til að mæla snjókomu vetrarins 1960-’61. Verður nú mæld vetrar ákoma á jöklinum, bæði á möstr unum tveim og í gryfjum og breytingar á Grímsvatnasvæðinu kannaðar að vanda. Mun Sigurð ur Þórarinsson dvelja við fimmta mann í Grímsvötnum meðan hin ir halda til Kverkfjalla. Alls munu 10 eða 12 menn fara þessa rannsóknarferð. Póstur stimplaður á Grímsfjalli. Tvö undanfarin ár hefur rann sóknarleiðangurinn á Vatnajökul flutt póst upp í Grímsvatnaskála og rekið þar pósthús. Hafa verið prentuð sérstök númeruð umslög í því tilefni, og geta menn fengið sín númer aftur með því að snúa sér til Magnúsar Jóhannssonar, útvarpsvirkjameistara á Óðins- götu 2. ifar um: KVIKMYNDIR Hafnarf jarðarbíó: TRÚ, VON OG TÖFRAR Dönsk kvikmyndagerð hefur tekið miklum framförum á síð- ustu árum, bæði um tækni og myndatöku, eins og þær mynd- ir danskar, sem hér hafa sézt undanfarið, bera augljóst vitni. — Mynd sú, sem hér er um að ræða, er tvímælalaust með betri dönskum kvikmyndum, ágætlega gerð, vel tekin og prýðisvel leikin, enda fara þar með aðalhlutverkin nokkrir af beztu leikendum Dana, svo sem frú Bodil Ipsen, Gunnar Laur- ing, Poul Reichardt, Peter Mal- berg o. fl. Myndin gerist í Fær- eyjum og gefur það henni sér- stakt gildi að þar getur að líta mikla náttúrufegurð, sæbratta kletta og gróðursælar og vin- gjarnlegar eyjar auk þess, sem áhorfandinn fær þó nokkra hugmynd um þjóðlíf og háttu fólksins, sem eyjarnar byggja. Efni myndarinnar er einnig skemmtilegt og fullt af góðri kímni. Myndin gerist aðallega á eyju, sem Tröllaeyja nefnist, en auk þess í Þórshöfn og víðar þar um slóðir, en vegna eins atriðis myndarinnar urðu Dan- ir að „fá lánaða“ hvalveiðistöð- ina hér í Hvalfirði. — Á Trölla eyju er aðeins eitt bændabýli og ræður þar ríkjum með myndugleika og skörungsskap Gunnhildur gamla (Bodil Ip- sen), en aðrir á bænum eru Jónas bróðir hennar (Gunnar Lauring), Pétur rnógur hennar (Peter Malberg), Jakob vinnu- maður (Jakob Nielsen) og En- ok sonarsonur gömlu konunnar (Louis Mieche-Renard). Auk þess koma þarna mjög við sögu trésmiðurinn og trúboðinn Rúb- anus (Poul Reichardt) og dóttir hans Eva (Birte Bang). Gunnhildur gamla á þá ósk heitasta að Enok eignist góða eiginkonu, sem geti orðið hon- um stoð og stytta og alið hon- um börn. En Enok er uppburð- arlítill unglingur og því tekur gamla konan þau ráð að fá þá Jónas og Pétur til þess hvom í sínu lagi að fara með Enok i kvonbónarleiðangur. Þessar ferð ir bera að vísu lítinn árangur, en margt gerist þó sögulegt með þeim leiðangursmönnum og næsta broslegt, en ekki verður það rakið hér. — Að lokum leysist þó þetta mikla vanda- mál öllum til ánægju, og á Rúbanus trúboði og Eva dóttir hans mikinn þátt í því.... Ég hafði mikla ánægju af að sjá þessa ágætu mynd og mæli því eindregið með henni. NEW YORK, 1. júní — (Reuter — NTB) — öryggisráð Samein- uðu þjóðanna kemur saman næst komandi þriðjudag að tilhlutan fjörutíu Asíu og Afríkuþjóða, Júgóslavíu og Kýpur, — til að ræða ástandið í portúgölsku ný- lendtunni Angóla. • Leiðinleg mistök Hátíðasýningin í Þjóðleik- húsinu tókst því miður ekki vel. Enda þótt karlakórar, ein söngvarar og hljómsveit, sem komu þar fram hafi gert margt vel varð þessi hljómlist alltof langdregin og þyngsla- leg við þetta tækifæri. Út yfir tók þó hin sögulega sýning, sem sett var á svið undir lok athafnarinnar. Hún náði ekki tökum á neinum. Fólkið sat þreytt og undrandi undir hin- um löngu ræðum, sem áttu að að vena fluttar á Lögbergi. Þetta voru leiðinleg mistök, sem þó hefði mátt sjá fyrir. Sýning óperu eftir Jóthann Strauss hefði verið betur til þess fallin að sýna hinum tignu erlendu gestum, hvers hið íslenzka þjóðleikhúss og hljómlistarfól'k er megnugt. • Lanffholtsvegur — aðalbraut Nokkuð oft má lesa í blöð- unum um umferðarslys á Langholtsveginum. Þetta er orðin gífurleg umferðargata. Hún er breið og greiðfær, svo þar aka menn yfirleitt nokkuð hratt. Langholtsveg- urinn er ekki aðalbraut, en ég 'hefi orðið var við að marg ir álíta að svo sé, einfaldlega af því hve hún er miklu greið ari og umferð þar meiri en á hliðargötunum við hana. Þebta gerir umferðina auðvit- að ennþá hættulegri. Er ekki kominn tími til að gera Lang- holtsveginn að aðalbraut? • Tók stein úr götu sinni Maður nokkur kom að máli við Velvakanda. Sagðisthann hafa séð lítið atvik á göbu í Reykjavík, sem væri til eftir- breytni. Honum varð litið út um gluggann hjá sér og sá stóran stein á miðri götunni, Bílamir reyndu að sleppa fnam hjá, hver sem bezt hann gat, og fóru margir hjá. Mað- urinn hugsaði sér að skreppa út og kippa burtu steininum, þegar hann væri klæddur og kominn á ról. En þá stanzaði lítill Volkswagenbíll, bílstjór inn kom út, velti steininum úr götu sinni og hélt áfram, og var ekki sjáanlegt að það tefði hann að ráði. Mikil atvinna r n C’ A* a ðeyoisriroi Seyðisfirði, 31. maí. MJÖG mikil atvinna hefur verið hér hjá iðnaðarmönnum, sérstak- lega vélsmiðum, sem unnið hafa langt fram á kvöld alla daga vik- unnar. Vélsmiðjan Stál hefur fjölgað mönnum um nær því helming, og vinna þar nú rúm- lega tuttugu menn. Aðalverkefn- in eru við undirbúning að síldar móttöku hér og á Eskifirði, þar sem verið er að endurbæta og auka báðar þessar síldarverk- smiðjur. Einnig er Stál að byggja stóran olíugeymi fyrir Skeljung. Vélsmiðja Seyðisfjarðar fæst aðallega við bátaviðgerðir, eina og undanfarin ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.